Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Kæfa flutt inn athuga- semdalaust 1 TENGSLUM við franska daga í Hagkaupi í Kringlunni voru flutt inn 140 niðursuðuglös með franskri andarkæfu og hefur kæfan verið til sölu í versluninni undanfarið. Að sögn Óskars Magnússonar framkvæmda- stjóra var kæfan tollafgreidd án athugasemda sem kjöt eða kjöt- úrgangur. Glasið kostar tæplega 350 krónur en samsvarandi glas með íslenskri framleiðslu kostar rúmar 700 krónur úr búð. „Við fluttum inn einn gám af ýmsum vörum frá Frakklandi í tengslum við franska daga,“ sagði Óskar. Sumt hafði verið pantað í sumar og þar á meðal um 140 niðursuðuglös með þremur tegund- um af kæfu. Sagði hann að kæfan hafi verið tollflokkuð með eðlileg- um hætti sem vara er innihéldi kjöt eða kjötúrgang. „Þetta var flokkað eftir okkar bestu vitund og þar upplýst að þessi vara inni- héldi kjöt,“ sagði Óskar. „Þetta fékk eðlilega umfjöllun en það voru ýmsir aðrir hlutir sem voru í gám- inum sem við fengum fýrirspurnir um.“ Mögulegt framhald Óskar sagði að þegar innflutn- ingur á skinku var stöðvaður hafi það verið gert á þeim forsendum að nægilegt svínakjöt væri til í landinu. „Nú veit ég ekki hvort innflutningur á 140 krukkum af kæfu gæti hugsanlega skaðað markaðinn jafnvel þó svo hér væri til andarkæfa. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi innflutningur hafi verið skoðaður sérstaklega enda var þetta flutt inn vegna franskra daga,“ sagði hann. „Það má vel vera að framhald verði á.“ Skigverjinn af Onnu SH Skipulagðri leit er hætt SKIPULAGÐRI leit að skip- veijanum af Önnu SH frá Stykkishólmi sem hvolfdi á innanverðum Breiðafirði 1. desember sl. er hætt. Nafn skipveijans er Gísli Kristjánsson, Bókhlöðustíg 3, Stykkishólmi. Forystumenn björgunar- sveitarinnar Berserkja í Stykkishólmi vilja koma þakk- læti til ailra þeirra fjölmörgu sem hafa veitt aðstoð við þessa umfangsmiklu leit. í dag Debetkort______________________ Samkeppnisstofnun kannar hvort samráð bankastofnana um debet- kort varði við lög 4 Lát Hendrix rannsakað aftur Á grundvelli rannsókna sjáifstæðs aðila verður málið opnað aftur 34 Sörvisperlur og jaspis_________ Sörvisperlur sem taldar eru vera frá fyrstu öldum Islandsbyggðar fundnar í Víðgelmi í Hallmundar- hrauni 43 Leiðari________________________ Sigur öfgaaflanna í Rússlandi 36 • * Morgunblaðið/Sigurgeir Steinbítar fjölga sér SÁ SJALDGÆFI atburður varð í Fiska- og náttúru- gripasafni Vestmannaeyja í gærmorgun að steinbíts- hængur fijóvgaði steinbítshrygnu og er það í annað skipti sem hrogn hrygnunnar fijóvgast síðan safnið eignaðist hana árið 1989. Kristján Egilsson, for- stöðumaður safnsins, segir að þegar hann kom til vinnu í gærmorgun hafi steinbítsparið nýlokið leik sínum og innri fijóvgun var afstaðin. „Um kl. 7 í gærkvöldi gaut hrygnan og hnoðaði þá hrognunum í köggul á stærð við handbolta og hringaði sig umhverfis hann. Hængurinn lá þar fyrir utan og ef þetta heppnast allt saman á karlinn að taka við á morgun. Hún fer þá að éta að nýju eftir þriggja mánaða svelti en hann gætir hrognanna næstu 100 daga þangað til klakið verður og étur ekki á með- an. Svo virðist vera að það þurfi að vera rétt sam- spil milli hængs og hrygnu því ef hann er ekki tilbú- inn til að taka þátt í eftirleiknum eyðileggur hann hrognin," segir Kristján. EES verður að veru- leika um áramót Ráðherra- ráð EB hef- ur staðfest samningirm RÁÐHERRARÁÐ Evrópubanda- lagsins staðfesti í gær samning- inn um evrópskt efnahagssvæði, EES, og tekur hann gildi 1. janú- ar á næsta ári. Átján þjóðir og 350 milljónir manna eiga aðild að þessum sanmingi og verður þetta fjölmennasta viðskipta- svæði heims. „Mörg ný tækifæri munu skapast fyrir íbúa á svæðinu sem nær frá íshafinu til Miðjarðarhafsins," sagði Hans van der Broek, sem fer með utanríkismál í Evrópubandalaginu, í yfirlýsingu í gær. Samningurinn er milli Evrópu- bandalagsins og fimm EFTA-ríkja, íslands, Noregs, Finnlands, Svíþjóð- ar og Liechtenstein. Sjötta EFTA- ríkið, Sviss, felldi samninginn í þjóð- aratkvæðagreiðslu á síðasta ári. Með honum fá EFTA-ríkin aðild að sameiginlegum innri markaði Evr- ópubandalagsins án þess þó að und- irgangast pólitískar og efnahagsleg- ar skuldbindingar sem gilda í EB. Lánastofnanír sameinast um að breyta vanskilalánuni Lífeyrissjóðasamböndin hafa hvatt einstaka aðildarsjóði til þátttöku SAMRÆMT átak félagsmálaráðuneytis, Húsnæðisstofnunar og viðskiptabanka og sparisjóða um skuldbreytingar hjá lánþegum, sem eru komnir í mikinn greiðsluvanda og van- skil vegna tekjulækkunar, sem stafar af atvinnuleysi eða veikindum, er nú komið af stað og að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar, eru skuld- breytingar þegar hafnar hjá Byggingarsjóði ríkisins. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri er í mestum vanskilum hefur for- Landssambands lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóðasamtökin hafí fylgst með vinnu starfshóps félagsmála- ráðuneytisins og í framhaldi af því hafí samtökin sent einstökum sjóð- um bréf og hvatt þá til að taka vel í málaleitanir í tengslum við þessi mál. „Við höfum sett af stað skuld- breytingar hjá fólki sem er í van- skilum við Byggingarsjóð ríkisins og við erum að búa okkur undir að setja líka í gang skuldbreytingar hjá fólki sem er í vanskilum við Byggingarsjóð verkamanna, og við húsbréfadeildina," sagði Sigurður. Hann sagði þó enn of snemmt að segja til um hver viðbrögðin yrðu. Samstarfíð byggist á því að sú lánastofnun þar sem viðkomandi göngu um skuldbreytingarnar og ráðleggur síðan hinum hvað þeim beri að gera þannig að tryggt sé að skuldbreytingarnar beri árangur til langframa fyrir viðkomandi lán- takanda. Stofnað var til samstarfs lána- stofnananna í byijun nóvember og var komið á fót samráðsnefnd sem hefur komið saman í tvígang frá því að verkefnið hófst. Félagsmála- ráðherra gaf út reglugerð í sein- asta mánuði um skuldbreytingar vegna húsnæðislána og eru þar sett ströng skilyrði sem viðkomandi lántakendur þurfa að uppfylla til að eiga kost á skuldbreytingu. í Húsnæðisstofnun er 350 millj. kr. varið til skuldbreytingalánanna í báðum byggingarsjóðunum og hús- bréfadeildinni. Iþróttir ► Þorvaldur Órlygsson í sviðs- Ijósinu í Englandi - Ásgeir Sigurvinsson tekur ekki við þjálfun Stuttgart - Aftureld- ing fyrst til að vinna Hauka í 1. deild. Segulsvið mælt á höfuðborgarsvæðinu með mælitækjum í flugvél Tveggja milljóna ára eldstöð nndir Reykjavík RAUNVÍSINDASTOFNUN háskólans hefur að undanförnu kannað segulsvið á höfuðborgarsvæðinu með mælitækjum í flugvél sem flog- ið er samkvæmt ákveðnu mynstri. Úrvinnsla gagnanna stendur yfir en Leó Kristjánsson prófessor segir að greinilega megi sjá eldstöð- ina eða eldstöðvamar í Reykjavík, á Sundunum og við Kjalames, sem jarðfræðingar hafa áður getið sér til að væm á þessu svæði. Áætlað er að eldstöðin sé rúmlega tveggja miiyóna ára gömul og því óvirk fyrir Iöngu. Bergtegundir hafa mismunandi mikið af seguikomum og mælingar á segulsviði þeirra endurspegla jarðfræðina. Þorbjöm Sigurgeirs- son prófessor flaug um allt land til að mæla segulsviðið og síðar tóku Leó og Geirfínnur Jónsson jarðeðlis- fræðingur við rannsóknunum. Áð- ur, eða 1959, höfðu verið gerðar sérstakar mælingar úr kanadískum flugbát sem hafði hér viðkomu á leið yfír Atlantshafíð. Á korti sem gert var úr gögnum hans koma fram mjög brött segulfrávík og raða sum þeirra sér á hringlaga svæði sem reynst hefur falla saman við öskurima í um það bil 2 milljóna ára gamalli megineldstöð undir Reykjavík og Sundunum. Leó og Geirfínnur sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu lengi haft áhuga á að mæla þetta upp á nýtt með þeirri tækni sem nú væri völ á. Miklar framfarir hefðu til dæmis orðið í staðsetningartækjum á undanförnum árum. Samvinna við hitaveitu Ákveðið var að gera mælingam- ar í samvinnu við Hitaveitu Reykja- víkur sem vinnur að kortlagningu á jarðfræði svæðisins vegna nýting- ar jarðhita. Flogið var þétt yfír allt höfuðborgarsvæðið og nágrenni í október og mælingunum lauk síðan í gær. Leó og Geirfinnur vinna úr gögn- unum í vetur. Þeir sögðu að stór hluti gömlu eldstöðvarinnar sæist greinilega. Reyndar væri nú talið að eldstöðvarnar væru frekar tvær en ein, önnur við Kjalarnes og hin á Sundunum og í Reykjavík. Ke66 ESJA Rauðavatn 10 km —j Morgunblaðið/Þorkell Mælingarnar undirbúnar LÍTIÐ tæki sem fest er neðan flugvélina nemur segulsviðið c síðan er lesið af mælinum inni flugvélinni. Leó Kristjánssc prófessor í jarðeðlisfræði steni ur hér við tækið þegar síðasi mælingaflugið var undirbúið gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.