Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 T /1 P* / / Jolagjorin 1 ar er EKKERT MÁL! á Uk uið ^óh 'þát Biblía sem bömin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. Skipulagsmál á höfuðborgar- svæðinu og almaunahagsmunir « eftir Olaf F. Magnússon í kosningum um sameiningu sveitarfélaga þann 20. nóvember sl. var tveimur tillögum umdæma- nefndar höfuðborgarsvæðisins hafnað með afgerandi hætti. íbúar Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjal- arness og Kjósar höfnuðu samein- ingu við Reykjavík og íbúar Bessa- staðahrepps höfnuðu sameiningu við Garðabæ. Reykvíkingar og Garðbæingar vildu aftur á móti ganga til þessa samstarfs. Kópa- vogsbúar og Hafnfirðingar voru ekki spurðir álits í þessum kosning- um og segir það meira en mörg orð um vilja sveitarstjómarmanna á höfuðborgarsvæðinu til sameining- ar sveitarfélaganna þar. Þvinguð sameining er röng leið Þó flestir séu sammála um að sveitarfélögin níu á höfuðborgar- svæðinu séu eitt atvinnusvæði tel ég ekki rétt að þvinga þau til sam- einingar. Til að sameining geti átt sér stað þarf fyrst að eiga sér stað hugarfarsbreyting, sem er í sjálfu sér mikilvægari en nokkur skipu- lagsbreyting eða formleg samein- ing. Ef til formlegrar sameiningar kemur á næstu árum tel ég aðrar leiðir mun heppilegri en þær sem umdæmanefnd höfuðborgarsvæðis- ins gerði tillögu um. Sterk land- fræðileg rök mæla með sameiningu Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjam- amesbæjar. Hagkvæmni stærðar- innar mælir hins vegar með samein- ingu IVlosfelIsbæjar, Kjalamess og Kjósarhrepps og sömu rök gilda að „Tryggja þarf verndun og varðveislu útivistar- svæða með hliðsjón af hagsmunum allra íbúa svæðisins. Þar verða þröngir hagsmunir og skammtí masj ónarmið að víkja fyrir heildar- hagsmunum og lang- tímasjónarmiðum. Ný- legar deilur um vestur- svæði Seltjarnarness og Fossvogsdal eru skýr dæmi um þetta.“ nokkru leyti um sameiningu Hafn- arfjarðar, Garðabæjar og Bessa- staðahrepps. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu verða að efla samstarf sitt í skipulagsmálum, ekki síst í ljósi þess að sameining þeirra virðist enn langt undan. Tryggja þarf verndun og varðveislu útivistarsvæða með hliðsjón af hagsmunum allra íbúa svæðisins. Þar verða þröngir hags- munir og skammtímasjónarmið að víkja fyrir heildarhagsmunum og langtímasjónarmiðum. Nýlegar deilur um vestursvæði Seltjarnar- ness og Fossvogsdal eru skýr dæmi um þetta. Deilurnar á Seltjarnarnesi og í Fossvogsdal Eins og kunnugt er skortir Sel- tjarnarnesbæ nú land undir ný- byggingar. Þessi staðreynd ásamt fyrirsjáanlegum fjárhagslegum ávinningi varð þess m.a. valdandi, að á sl. ári voru uppi áætlanir um stórtækar byggingaframkvæmdir á vestursvæði Seltjamamess. Þessar áætlanir leiddu til kröftugra mót- mæla íbúanna sem urðu til þess að verulega var dregið úr þessum áætlunum. Þegar fornminjar fund- ust síðan á svæðinu, má segja að þessari sameiginlegu náttúruperlu og útivistarsvæði íbúa höfuðborgar- svæðisins hafi í raun verið borgið! Á sl. sumri urðu harðar deilur um þá hugmynd, að leggja opið útivistarsvæði í austurhluta Foss- vogsdals undir golfvöll. íbúar dals- ins mótmæltu þessari fyrirætlan og náði andstaðan við golfvallarhug- myndina hámarki þegar um 3.500 manns tóku þátt í undirsknftasöfn- un samtakanna „Líf í Fossvogsdal!" gegn golfvallargerð í dalnum. Mót- mælin hafa þegar skilað þeim árangri, að horfíð hefur verið frá golfvallarhugmyndinni og væntan- lega verður leitað eftir nýjum hug- myndum meðal almennings. Undirritaður var eindreginn and- stæðingur golfvallargerðar í Foss- vogsdal og beitti sér gegn henni, jafnt innan borgarstjórnar sem ut- an. í tengslum við áðurnefnda und- irskriftasöfnun átti hann þess kost, að ræða við á þriðja hundrað íbúa í Fossvogsdal og fékk þar staðfest- an grun sinn um almenna andstöðu Fossvogsbúa við golfvallarhug- myndina. Margir þeirra vildu að gengið yrði skemur í skipulagi en þegar er áætlað. Aðrir létu í ljós þá ósk að lítilli útisundlaug yrði komið fyrir i dalnum og er þeirri ósk hér með komið á framfæri. Raunar liggja þegar fyrir áætlanir um útisundlaug við Snælandsskóla. Þröngir hagsmunir verða ■ að víkja ® í deilunum um útivistarsvæðið í Fossvogsdal vakti það athygli hversu mikinn þrýsting hafði tekist að setja á bæjarfulltrúa Kópavogs um að samþykja golfvallargerð í dalnum. Það vakti einnig athygli að formaður skipulagsnefndar Kópavogs, Kristinn Kristinsson, er jafnframt varaformaður Golfklúbbs Kópavogs! Hvort Kristinn hefur notað aðstöðu sína sem formaður skipulagsnefndar í eigin þágu eða félagasamtaka sinna skal ekkert fullyrt um. Ég ætla hins vegar að gera að umtalsefni grein um nýtt deiliskipulag í Fossvogsdal, sem || Eðlisfræði á íslandi - og ís- lenskt mál, íbætt eða dópað? eftirPál Theodórsson Eðlisfræðifélag íslands hefur nýlega gefið út rit með erindum sem voru flutt á ráðstefnu í Munaðar- nesi fyrir rúmu ári. Þeir sem hafa áhuga á vexti og árangri raunvís- indarannsókna hér á landi geta vafalítið fundið þar áhugavert les- efni því þetta rit sýnir vel umfang íslenskra rannsókna í eðlisfræði og jarðeðlisfræði og hvemig þær ná frá hreinum grunnrannsóknum til nytjarannsókna og þróunarstarfs. Þeim sem hafa áhuga á viðleitni sérfræðinga að skrifa á móðurmál- inu um fag sitt mun trúlega þykja ritið áhugavert. Eríndi ráðstefnunnar Nokkur erindi fjalla um rann- sóknir við Raunvísindastofnun Há- skólans í þéttefnisfræði, helsta vaxtarbrodd eðlisfræðinnar um þessar mundir. Frá jarðeðlisfræð- ingum Orkustofnunar eru tvö erindi sem Iýsa tækni til að kanna efstu lög jarðar, m.a. lög sem hylja jarð- hitasvæði landsins. Kennilegir eðlis- fræðingar sýna hvemig þeir beita tölvum við lausn flókinna fræði- legra verkefna. Erindi um stjameðl- isfræði fjallar um eitt áhugaverð- asta fyrirbæri geimsins, svartholin, svæði sem draga til sín og gleypa, í krafti yfirþyrmandi þyngdarsviðs, efnismassa heillar sólar á ári hveiju. Tvö erindi fjalla um söguleg efni. Annað er reyndar á mörkum sagn- fræði og eðlisfræði, þ.e. um nýlegar niðurstöður erlendra aldursgrein- inga á íslenskum fomleifum sem benda til að.norrænir menn hafí tekið sér bólfestu hér á Iandi þegar skömmu eftir árið 700 og er rætt um að koma upp mæliaðstöðu við Háskólann til að komast til botns í þessu mikilvæga máli. Árangur nýyrðasmíði í eðlisfræði íslenskir eðlisfræðingar hafa fet- að í fótspor þeirra verkfræðinga sem snemma á þessari öld tóku að vinna skipulega að nýyrðasmíði til að þeir gætu fjallað um verkfræði- leg efni á skiljanlegra máli. Ráð- stefnuritið ber þessu glöggt vitni. Eðlisfræðifélag Islands gaf út ensk- íslenskt orðasafn í eðlisfræði um miðjan síðasta áratug. Það hefur nú verið ófáanlegt um árabil en ný og mjög aukin útgáfa bfður nú prentunar. Oft er spurt hvort nýyrðin kom- ist öllu lengra en í orðasöfnin. Ritið lýsir orðaforða eðlisfræðinga. En fara þeir ekki málfarslega í spari- fötin þegar þeir skrifa efni sem skal birta? Nemendur í íslenskum framhaldsskólum og í Háskólanum geta trúlega borið vitni um að meiri- hluti kennaranna ræðir um eðlis- fræði að verulegu leyti með orðum í líkingu við þau sem er að fínna í orðalistunum og má sjá í ráðstefnu- ritinu. Orðasmíðin hefur verið unnin í nánu, daglegu sambandi við rann- sóknir og kennslu, bæði í Háskólan- um og framhaldsskólum. Jafnskjótt og tillaga um nýtt orð kemur fram er það tekið í notkun og verður þá að sanna gildi sitt. Mörg þeirra hafa þótt ágæt við fyrstu umræðu í orðanefndinni en síðan verið hafn- að í ljósi reynslunnar af notkun þess. I þessu felst meginstyrkur orðasafnsins í eðlisfræði. íbætt eða dópuð íslenska? En er þetta ekki vonlaust, er oft spurt, nemendur verða að læra er- lendu orðin. Þetta verður bara til að rugla þá í ríminu. Ég ætla ekki að reyna að svara þessum mótbár- Páll Theodórsson „íslenskir eðlisfræðing- ar hafa fetað í fótspor þeirra verkfræðinga sem snemma á þessari öld tóku að vinna skipu- lega að nýyrðasmíði til að þeir gætu fjallað um verkfræðileg efni á skiljanlegra máli. Ráð- stefnuritið ber þessu glöggt vitni.“ um, aðeins birta hér stuttan texta sem er fenginn, með dálitlum sam- skeytingum, úr ráðstefnuritinu. Sé kristallinn íbættur með litíni fást ljómunarlínur sem hliðrast með vaxandi örvunarafli. Par- ljómun verður vegna flutnings rafeindar frá rafgjafa til raf- þega. Sambærileg ljómun fæst , í þunnum íbættum himnum ræktuðum með sameindaúðun eða jónaskothríð. Ef við vildum hlífa nemendunum við að læra þessi íslensku orð, og fara frekar svipaða leið og frændur okkar á Norðurlöndum, yrði þetta eitthvað á eftirfarandi veg: Sé kristallinn dópaður með lit- íum fást lúminiscenselínur sem shiftast með vaxandi exitations- effekti. Parlúminiscense verður vegna flutnings elektrónu frá dónor til akkseptors. Sambæri- legur lúminiscence fæst í þunn- um dópuðum fólíum ræktuðum með diffusjón eða jónaimplant- assjón. Hvorn textann eigum við að velja? Því ræður smekkur eða hag- þ kvæmnissjónarmið hvers og eins. Síðari textinn þykir ef til vill nokk- uð ýkjukenndur.' En er það svo? t Eftirfarandi (samskeyttur) texti úr tölvumáli, var reyndar ekki ætlaður til birtingar, sýnir hvernig stundum ■ er skrifað og þætti fyllilega eðlilegt á Norðurlöndum. Designer-inn er kominn upp, en með nokkrum böggum, enda pre-alpha útgáfa. Meginskráin hefur verið strippuð af sumum scriptum. Sum scriptin eru skrif- uð með tabbi, en þá verður helst til mikið white space. Við editer- ingu er best að treysta á lykla- borðs sjortkött. Öfugt gildir við kött og peist. Vinsamlegast kommenterið worksheetið. Enda þótt tekist hafi að bæta fagmálið getur daglegt mál þessara sérfræðinga, jafnvel þeirra sem taka þátt í nýyrðasmíði, verið býsna J enskuskotið og svo getur virst sem 1 allt þetta málræktarstarf sé byggt á sandi. Dæmi: „Ég agseptera ekki _ þetta orð, kategóriseringin er röng 1 og orðið meikar engan sens.“ Þá er ekki annað en að kreppa hnefa _ undir borði. Og resignera? Höfundur er eðlisfræðingur og starfnr við Rnunvísindnstofnun Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.