Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Verk Kristínar á sam- evrópskri textflsýningu KRISTÍN Jónsdóttir myndlistar- kona frá Munkaþverá tekur nú þátt í fyrsta samevrópska text- íltvíæringmum. Sýningin Flexible I var opnuð síðasta vor og fer á fjóra staði árið sem hún stendur. Til þátttöku voru valdir 52 lista- menn úr hópi ríflega 700. Sýningin var opnuð í Bayreuth í Þýskalandi í maí á þessu ári. Gert er ráð fyrir að Flexible verði tvíær- ingur, sýning haldin annað hvert ár, og að henni stendur Bayreuth-borg í samvinnu við listasöfn í Tilburg í Hollandi, Manchester í Englandi og Wroclaw í Póllandi. Flexible-sýning- unni er ætlað að vera vettvangur fyrir það helsta sem er að gerast í nútíma textíllist í Evrópu. Val þátttakenda á Flexible I fór þannig fram að' textíllistamönnum í öllum Evrópulöndum var boðið að senda umsóknir um þátttöku ásamt litskyggnum af tveimur verkum. Áhugi fyrir þátttöku í sýningunni reyndist mjög mikill því alls bárust umsóknir frá yfir 700 listamönnum frá 38 löndum, þannig að verkin sem valið var úr voru á annað þúsund. Dómnefnd valdi 52 þátttakendur frá 20 löndum með um 60 verk og meðal þeirra er Kristín ein íslend- inga. Verk hennar á sýningunni heit- ir Janúar 1991 og er 222x323 cm á stærð, gert úr ull með blandaðri að- ferð. Það er í eigu Listasafns Reykja- víkur. Sýningin Flexible I er farin frá Þýskalandi til Hollands þar sem hún stendur til 16. janúar í Nederlands Textielmuseum í Tilburg. Næst fer hún til Englands í Quarry Bank Mill Museum í Manchester, milli 15. febr- úar og 1. maí, og loks til Póllands í Muzeum Architektury í Wroclaw frá 13. maí til 26. júní. Hluti af verki Kristinar, Jan- úar 1991, ásýn- ingunni Flexible I. Pólska listakonan Jo- anna Stokowska og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Myndin var tekin við opnunina í Ba- yreuth í Þýskalandi í vor. Virkt klósett- mottunnar ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Menningarmálanefnd borgar- innar bauð upp á fagnað í Gerðu- bergi hinn 21. nóvember, en þann dag opnaði sýning ungs lista- manns, Asmundar Asmundssonar, á listaverkum úr klósettmottum. Ásmundur nam við Myndlista- skólann á Akureyri 1989-1990 og Myndlista- og handíðaskóla íslands 1990-93, svo að menntunarlegur grundvöliur hans ætti að vera traustur. Ekki hafði ég tækifæri til að nálgast þennan merkisvið- burð fyrr en á dögunum er ég áræddi ferð þangað með SVR, en það er töluvert fyrirtæki. Inntak sýningarinnar er sam- kvæmt einblöðungi í sýningarskrá: „Bangsalegri öryggismotturnar henta frekar bömum. Hinar aftur á móti fullorðnum. Sama á við inn- leggin, sum henta börnum, önnur fullorðnum. Klósettmottan hentar öllum jafn vel. Húðin hentar kannski frekar fullorðnum en auð- vitað hafa börnin gaman af henni líka. Þetta er þó ekkert atriði." Þá er líka upplýst á einblöðungn- um að „verkin séu full af fjöri og ættu allir að fmna eitthvað við sitt hæfi. Þau eru mjúk og mannleg og lífga upp á Gerðuberg og eru eins og sniðin fyrir það.“ Á sýningunni eru þrjú gólfverk Klósettmotta og öryggismottur í sturtuklefa (akrýllitur) 1993. Inn- legg (akrýllitur) 1993 og Húð (akrýllitur) 1993. Vafalítið er fullgild hugmynda- fræði að baki gjörningnum og væntanlega hefur hann ögrað ein- hveijum oddborgaranum, sem ekki er með á nótunum um fagurfræði- lega uppljómun klósettmottunnar og er þá tilganginum vafalítið náð. En gallinn á gjöf Njarðar er sá að það þyrfti að skilgreina hugmynd- ina betur en hrifningarvíman á ein- blöðungnum gerir, því kannski hafa ekki allir uppgötvað hina óstjóm- legu skemmtan af klósettmottum sem listamaðurinn er svo gagntek- inn af. Eins og sýningin er sett upp, getur hún aldrei náð Iengra en að vera hvísl á mili örfárra innvígðra, er skilja hinn sanna lífsblossa að baki og verði þeim að góðu. Hinir fávísari géta huggað sig við mikinn fjölda myndverka sem prýða menningarmiðstöðina og eru sum hver veisla fyrir augað. Nýjar bækur ■ Fyrri hluti Laxdælu í mynda- söguformi er kominn út. Undanfarna -mánuði hefur sagan birst í Lesbók Morgunblaðsins í myndgerð Búa Kristjánssonar. Sagan verður gefin út í tveimur hlutum og er síðara heftið væntanlegt næsta haust. Utgefandi er Laxdælaútgáfan. Laxdæla kostar 1.680 kr. ■ Út er komin skáldsagan Salt- bragð hörundsins eftir frönsku skáldkonuna Benoite Groult í ís- lenskri þýðingu Guðrúnar Finnboga- dóttur. Bókin, sem nefnist á frummálinu Lex Vaisseaux du cæur kom fyrst út í Frakklandi árið 1988 og færði höfundinum þegar mikinn frama. í kynningu útgefanda segir: „Saltbragð hörundsins fjallar um samband tveggja einstaklinga, karls og konu sem sprottin eru upp úr mjög ólíkum jarðvegi. Hún er menntakona, búsett í París, en hann er ómenntaður og óheflaður sjómað- ur frá Bretagne-skaganum. Þau lifa í gjörólíkum heimi og það eina, sem tengir þau, eru ólgandi og oft hömlu- lausar ástríður sem þau verða að gefa lausan tauminn? Höfundur bókarinnar, Benoite Groult, hefur skrifað margar bækur og hún hefur tekið virkan þátt í kvenréttindabaráttu í heimalandi sínu. Með bókinni Saltbragð hör- undsins þótti hún koma mjög á óvart og margir landar hennar hneyksluð- ust_ á henni. Útgefandi er Fróði. Bókin Salt- bragð hörundsins er prentunnin hjá G. Ben. Prentstofu hf. Kápu- hönnun annaðist Hugverksmiðjan Helgi Sigurðsson. Verð bókarinn- ar er kr. 1.980. Nýjar bækur Ljóðabók eftir Þórð Helgason komin út LJÖÐABÖKIN Aftur að vori er þriðja ljóðabók Þórðar. Hinar fyrri eru Þar var ég sem út kom árið 1989 og í 2. útg. 1990, og Ljós ár árið 1991. í kynningu útgefanda segir: „Viðfangsefni Aftur að vori er fyrst og fremst ástin í víðasta skilningi orðsins. Ljóðin í bókinni eru eins konar óður til alls þess sem lífsanda dregur og lífsmagn veitir. Ljóð Þórðar virðast einföld við fyrstu sýn en við nánari lestur kemur í Ijós að þau dýpka og sækja kraft hvert til annars.“ Útefandi er Goðorð. Mynd á bókarkápu er eftir Hafdísi Ól- afsdóttur. Bókin er 41 síða og kostar kr. 1.500. Þórður Helgason. Af fáeinum nthöfund- um og nokkurri pólitík Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Erlendur Jónsson: Svipmót og manngerð, Bókaútgáfan Smáragpl, 1993. 239 bls. Erlendur Jónsson hefur ritað gagnrýni og greinar í þetta blað um langt skeið, aðallega um skáld- skap af ýmsu tæi. Hann hefur áreið- anlega ekki verið við allra skap, en mér hefur virzt, að greinar hans væru vandvirknislega unnar og ýmislegt í þeim ágætlega athugað. En bókadómar, eins og aðrir dómar um listir og menntir, eru vandmeðfarin list. Þetta á sérstak- lega við í okkar íslenzka samfélagi, sem er smátt, menn tengdir mörg- um vináttu- og venzlaböndum og þess vegna oft erfitt að skrifa dóma óháð þessum aðstæðum. Sömuleiðis hafa stjómmál gegnsýrt alla menn- ingarumræðu síðustu áratugina, stundum til stórskaða fyrir alla. I sumum tilvikum hefur vald stjóm- málanna leitt til þess að góð skáld og rithöfundar hafa átt erfitt upp- dráttar vegna þess að þeir voru á vitlausum stað í pólitík. Sömuleiðis hefur það hent að vondum höfund- um var hampað vegna þess að þeir vom á réttum stað í pólitík. En sé þetta mál skoðað undir ofurlítið víðara sjónarhorni, njóta menn verðleika sinna, þegar til lengdar lætur, en falla í gleymsk- unnar dá, skorti þá hæfileikana. Vandinn er yfirleitt sá, að tíminn líður hægt, höfundum liggur á og ævin er of skömm. Þess vegna skip- ast rithöfundar og aðrir listamenn í flokka, halda sínum mönnum á loft og byrgja um leið útsýn á hina. Þegar heiftúðug stjórnmál blandast Erlendur Jónsson síðan inn í slíkar deilur, er ekki von á sérlega góðu. Þetta gerðist hér á árunum eftir heimsstyijöldina síðari. Þá hófst kalda stríðið og magnaðist smám saman og lauk ekki fyrr en annar aðalaðili þess stríðs, Sovétríkin, leið undir lok ekki alls fyrir löngu. Ég held, að það geti verið ýmis fróðleg ágreiningsefni rithöfunda frá þess- um árum, sem ástæða væri til að skoða. Það er oft upplýsandi að sjá, hvaða ástæður vógu þungt í deilum manna og hvernig þeir báru sig að. Erlendur Jónsson, rithöfundur og gagnrýnandi hér við blaðið síðustu áratugina, hefur nú gefið út minn- ingabók eða minnisgreinar um menn og bækur, Svipmót og mann- gerð. í bókinni rekur Erlendur sögu sína frá 1942, þegar hann var þrett- án ára. Hann .gerir nokkra grein fyrir þroska sínum frá þessum árum í skólum og utan þeirra. En mestur hluti af bókinni eru frásagnir af samskiptum hans og annarra rit- höfunda. Erlendur segir nokkrar prýðileg- ar sögur. Ein er af ferð hans, Indr- iða G. Þorsteinssonar og Jóhanns Hjálmarssonar norður í Húnavatns- sýslur. Frásögn hans af Ólafi Gunn- arssyni er líka prýðileg. Hann er hins vegar ekki sérlega fundvís á stuttar sögur, sem bregða skarpri birtu á þær persónur, sem hann er að fjalla um. Hann segir mjög við- kunnanlega frá Guðmundi Hagalín en ég hefði kosið nokkru snarpari tök á efninu. Ókostur bókarinnar er þó fyrst og fremst sá, að höfundur gerir aldrei fyllilega upp við sig, hvort þetta er persónuleg frásögn, þar sem höfundur lýsir sýn sinni á liðna viðburði og persónur í þeim. Eða hvort bókin er krufning með skipu- legri hugsun um tiltekið tímabil og rannsókn á því. Þetta veldur því, að dómar um samtímamenn eru óákveðnir, ópersónulegir, en eru iðulega ekkert rökstuddir. Þeir hefðu gjarnan mátt vera persónu- legri og afdráttarlausari. Eg held, að bókin hefði orðið skemmtilegri og ijörlegri við það, en hún hefði jafnframt stuðað fleiri. Beztu kaflarnir í bókinni eru 13. og 14. kafli. Þeir eru vel upp byggð- ir, frásögnin lífleg og persónuleg. Af öðrum gengur skýrt fram vinátt- an, af hinum fremur ógeðfelld per- sóna. Frágangur bókarinnar er nokkuð góður, fáar prentvillur, en bókin er límd í kjölinn og blaðsíð- urnar detta fljótt úr honum. Eftir einn yfirlestur og nokkrar flettingar eru síðurnar farnar að losna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.