Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Öll síld til manneldis SAMÞYKKT var breyting á lögum um stjórn fiskveiða á Alþingi sl. föstudagskvöld sem gerir ráð fyrir að til loka yfir- standandi veiðitímabils síldar skuli síldveiðar við það miðað- ar að allur afli fari til mann- eldisvinnslu. Á yfirstandandi vertíð er búið að landa 95 þús. lestum og er áætlað að 35 þús. lestir hafi farið í mann- eldisvinnslu. í lögunum kemur einnig fram að árlega verði hveiju skipi heimilað að veiða allt að 5% umfram aflamark sitt hvert físk- veiðiár af síld enda dragist það ,frá aflamarki næsta fískveiðiárs en með þessu eiga aflaheimildir á yfírstandandi vertíð að geta aukist um allt að 5 þúsund lestir. Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að með því að ein- ungis verði heimilt að stunda síldveiðar til menneldisvinnslu ættu milli 15 og 20 þúsund lest- ir af síld að vera til ráðstöfunar til frystingar og söltunar. ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin hvelja fólk til að taka ekki debetkort Kannað hvort samráð bank- anna standist samkeppnislög ASI, BSRB og Neytendasamtökin hafa beðið Samkeppnisstofnun að meta kostnað við notkun debetkorta og hvort samstarf og samráð bankastofnana um málið varði við lög. Þau hvelja almenning til að fresta þvi að taka debetkort. Þá hafa Kaupmannasamtök íslands beðið Samkeppnisstofnun um að kanna hvort sameiginleg ákvörðun bank- anna um gjaldskrá, verð á debetkortum og hækkun verðs á tékkheftum bijóti gegn samkeppnislögum. Samráð um verð er óheimilt samkvæmt samkeppnislögunum og hafa bankar og greiðslukortafyrirtækin ekki sótt um undanþágu, að sögn Georgs Ólafssonar, forsljóra Samkeppnis- stofnunar. Stofnunin hefur skrifað bönkunum hverjum fyrir sig og greiðslukortafyrirtækjunum bréf þar sem óskað er skýringa þeirra vegna bréfs almannasamtakanna. í framhaldi af þvi verður málið kann- að betur. Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbankans, sagði að bankarnir teldu að ákvarðanir þeirra samrýmdust samkeppnislögunum því með því að standa sameiginlega að upptöku debetkortanna væri verði þjónustu haldið niðri. Fólk þvingað í sameiginlegri fréttatilkynningu Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Neyt- endasamtakanna mótmæla samtökin þeim aðferðum sem bankar og spari- sjóðir hafa notað við að koma debet: kortum í notkun hjá almenningi. í reynd sé verið að þvinga fólk til notk- unar á debetkortum og þar með að leggja í aukakostnað með því að fella bankakort úr gildi. Samtökin segjast hafa um það efasemdir að sú mikla VEÐUR IDAG kl. 12.00 Heimild: Veóurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.30 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 14. DESEMBER YFIRLIT: Á Grænlandshafi er ört vaxandi 1.000 mb lægó sem hreyfist austsuðaustur og verður yfir Vestmannaeyjum seint í nótt. Langt suður f hafi er víðáttumikil 1.042 mb hæð. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Suövesturmiðum, Breiðafjarð- armiðum, Vestfjaröamiðum, Norðvesturmiðum, Austfjarðamiðum, Suð- austurmiðum, Vesturdjúpi, Færeyjadjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Norðaustanátt, stormur suðaustantil og á Vestfjörðum en heldur hægari víðast annars staðar. Suðaustanlands og á Austfjörðum verður slydda, él um Iandið norðanvert en úrkomulítið suðvestantil. Hiti verður yfir frostmarki suðaustantil, við frostmark suðvestanlands en um landið norðanvert verður vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A MlÐViKUDAG OG FIMMTUDAG: NorAaustanátt. él á Norð- ur- og Austurlandi, en víða léttskýjað suðvestan- og vestanlands. Tals- vert frost. HORFUR A FÓSTUDAG: Vaxandi austanátt. Rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi, en víðast þurrt norðaustanlands. Hlýnandi veður. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. tik A M r f r * r * f f * f f f f f * f Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma V $ Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Góð vetrarfærð er á öllum helstu þjóðvegum landsins. Á Vestfjörðum er Eyrarfjall ófært. Á Norður- og Austurlandí eru aðalleiðar færar, þó er Hellisheiði eystri ófær og Vatnsskarð þungfært. Upplý9ingar um færð eru veittar hjá Vegaeftírliti í sfma 91-631500 og í grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +11 hálfskýjað Reykjavfk +8 hálfskýjað BJÖrgvin Helainki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn skýjað snjókoma skýjað slydda snjókoma léttskýjað skýjað anjóélásfð.klst. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando Parfs Madeira Róm Vín Washington Wlnnlpeg 15 þokumóða 8 skúr 11 þokumðða 1 snjðkoma 2 alskýjað 5 þokumóða 10 skýjað 5 skúr á síð. klst. 1 snjófcoma 10 skýjað 8 léttskýjað 8 rigning og suld 6 heiðskfrt 14 þokumóða 16 skýjað +8 léttskýjað heiðskírt skýjað rign.ásfð.klst. 18 léttskýjeð 14 alskýjað 4 rigning 0 heiðskírt 1 7 11 +9 alskýjaö verðhækkun sem fyrirhuguð er á notkun ávísana sé í samræmi við raunverulegan kostnað banka og sparisjóða. Mikiu fremur sé ástæða til að ætla að þessi hækkun sé til að knýja almenning til að fá sér debetkort. Bankar og sparisjóðir hafí boðið fólki debetkort á „sérstökum vildarkjörum" í ákveðinn tíma. Jafn- framt séu engar upplýsingar um það hver kostnaður notenda verði í fram- tíðinni. Þó sé ljóst að taka eigi ár- gjald og færslugjald á næsta ári. Viðskiptahættir sem þessir séu óvið- unandi. Samtökin telja að með tii- komu debetkorta megi ná fram veru- legri hagræðingu í greiðslumiðlun en að tryggja verði að sú hagræðing skili sér til neytenda. Nú taki hins vegar fáir verslunar- og þjónustuaðil- ar við debetkortum og framtíðar- kostnaður notandans óljós. í bréfí sínu til Samkeppnisstofn- unar segja samtökin að debetkortin séu í reynd jafngild núverandi banka- kortum. Því sé vert að vita hvaða kostnaðarauki verði fyrir notendur ávísana að taka debetkortin i notkun í stað bankakortanna. Beðið er um að einnig verði kannað hver kostnað- urinn verði eftir að tilboð um „sér- stök vildarkjör" á kortunum rennur út. Jafnframt að gerð verði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á gjöldum við notkun ávísana. Loks er stofnunin beðin um að kanna hvort samstarf og samráð bankastofnana í debetkortamálinu stangist á við lög. Kaupmannasamtökin óska eftir því að Samkeppnisstofnun kanni hvort sameiginleg ákvörðun banka og sparisjóða um gjaldskrá, verð á debetkortum og hækkun verðs á tékkheftum, varði við samkepppnis- lögin. Eitt kerfi ódýrara Halldór Guðbjamason, bankastjóri Landsbankans, sagði að bankarnir teldu að ákvarðanir þeirra samrýmd- ust samkeppnislögunum vegna þess að með því að standa sameiginlega að upptöku debetkortanna væru þeir að halda verði þjónustunnar niðri. Hann sagði að bankamir notuðu sama kerfið og rækju það í gegn um Reiknistofnu bankanna. Það væri mun ódýrara en að hver banki hefði sitt eigið kerfi. Halldór vísaði því á bug að verið væri að þvinga fólk til að taka debet- kort með fyrirhugaðri hækkun á gjaldskrá vegna ávísanaviðskipta. Hann sagði að tékkakerfið hefði ver- ið niðurgreitt með tekjum bankanna af vaxtamun. Nú hefðu bankarnir ekki þær tekjur lengur og þá yrði kostnaðurinn við tékkakerfið að koma í ljós og notendur þjónustunn- ar að greiða fyrir hana. Fram hefði komið fyrir löngu -að árgjald debet- kortanna yrði um 900 kr. og færslu- gjald það sama og eitt eyðublað í ávísanahefti eða 10 krónur. Halldór sagði vegna kvörtunar kaupmannasamtakanna og almanna- samtakanna til Samkeppnisstofnun- ar mætti spyija hvort barátta þeirra gegn debetkortunum stangaðist ekki á við samkeppnislög. Vert væri fyrir sömu stofnun og þeir kærðu til, að kanna markaðshindranir kaup- mannasamtakanna og þeirra sam- starfsaðila, sem væru að reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að bjóða þessa þjónustu á markaðnum. Stærstu félögin sam- þykkja samninga TVÖ stærstu stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa samþykkt ný- gerða kjarasamninga við ríkisvaldið með miklum meirihluta atkvæða. Starfsmannafélag ríkisstofnana samþykkti samningana með 76% greiddra atkvæða og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar með 86% greiddra atkvæða. Hjá Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana greiddu 1.876 atkvæði af 4.628 félagsmönnum sem voru á kjörskrá eða 40,54%. Já sögðu 1.439 eða 76,7%, nei sögðu 377 eða 20,1% og auðir og ógildir seðlar voru 60 eða 3,2%. Kosning í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar fór fram dagana 8. og 9. desember. Á kjörskrá voru 2.260 og atkvæði greiddu 336 eða um 15%. Já sögðu 288 eða 86% og nei 41 eða 13%. Sjö seðiar voru auð- ir. Þá eru einnig sextíu ríkistarfs- menn innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og samþykktu þeir samningana einnig. Krislján G. Gíslason stórkaupmaður látínn KRISTJÁN G. Gíslason stórkaup- maður er látinn 84 ára að aldri. Kristján fæddist í Edinborg í Skot- landi 5. mars 1909, sonur Garðars Gíslasonar stórkaupmanns og fyrri konu hans, Þóru Sigfúsdótt- ur. \ Að loknu stúdentsprófi stundaði Kristján nám í verslunarháskóla í Berlín en hóf störf í fyrirtæki föður síns í Reykjavík 1930. 1941 stofnaði hann fírmað Kristján G. Gislason hf. og starfaði við það síðan. Kristján G. Gíslason var ræðismaður Belgíu á íslandi frá nóvember 1962 en aðal- ræðismaður frá 1964 og var sæmdur heiðursmerkjum Belgíukonungs fyrir þau störf sín. Kristján G. Gíslason var formaður Félags íslenskra stórkaupmanna 1959-1963 og formaður Verslun- arráðs íslands 1966-1968. Hann sat einnig í stjómum beggja samtak- anna. Kristján G. Gíslason sat um árabil í bankaráði Landsbanka Is- lands. Hann átti sæti í stjóm Versl- unarráðs íslands, Verslunarmanna- félags Islands og Vestrænnar sam- vinnu. Þá sat Kristján í stjómskipuð- um samninganefndum um verslun við Vestur-Þýskaland, Tékkóslóvakíu og Pólland. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns G. Gíslasonar er Ingunn Jónsdóttir. Þau eiga þijú uppkomin böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.