Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 15 Ævisaga listamanns Bókmenntir Jenna Jensdóttir Eðvarð Ingólfsson: Róbert, ævi- saga listamanns. Æskan 1993. Einn af ástsælustu og bestu leik- urum þjóðarinnar, Róbert Arnfmns- son, hefur hér dregið tjöldin frá fortíð sinni og leyft lesendum að skyggnast með sér í minningar sín- ar allt frá bemsku til þessa dags. Róbert er fæddur í Leipzig í Þýskalandi, 16. ágúst 1923 — þar sem faðir hans Amfinnur Jónsson stundaði nám í uppeldis- og sálar- fræði. Móðir hans, Meda írene Charlotte Korper, var þýsk. Þegar Róbert var á fyrsta ári gerðist fað- ir hans skólastjóri á æskustöðvum sínum, Eskifirði. Fyrstu minningar sínar á Róbert frá Leipzig, en þaðan flutti hann alkominn til íslands með_ móður sinni um 5 ára. Róbert er nærfærinn í orðum er hann veitir lesendum innsýn í reynsluþungt líf móður sinnar, sem kom frá þekktu heimili í stórborg menningar og lista. Alin upp að hefðbundnum hætti heldri dætra þeirra tíma. Lesandi verður gripinn djúpri samkennd með ungri konu sem örlögin búa ævilanga fjarveru frá föðurlandi, ættingjum og vinum. Með sár í móðurhjarta vegna að- skilnaðar við ungan son er hún átti með unnusta sínum er féll í fyrra stríði og enn að missa barnungan son heima á ísland. Gjörólíkir, listfengir foreldrar virðast hafa borið gæfu til að veita drengnum sínum Róbert gott fjöl- skyldulíf og besta uppeldi. Faðirinn, trúlaus kommúnisti, sérhyggjulaus vandaður maður, virtur af öllum er kynntust honum vel og vinsæll kennari. Lífsskoðanir föður og sonar féllu aldrei saman á vettvangi heimsmála. Móðirin ætíð heimavinnandi. En gat fundið listrænum hæfileikum sínum þroska í blómarækt og skrautritun sem aðrir nutu góðs af. Trúuð kona er kenndi syni sínum bænir á þýsku, sem eflaust leiddi til þess að síðan hefur Faðir vorið verið dyggur förunautur hans. Þessi sérstæða kona dó 83 ára og var lögð í íslenska mold. Hún ásamt manni sínum rækti svo vel móðurmál sitt á heimilinu að sonur- inn var altalandi á þýsku er þau seinna fóru með hann í heimsókn til Þýskalands. Sú kunnátta var honum dýrmæt er hann sigraði oft- ar en einu sinni á leiksviði í móður- landi sínu. Bemsku- og æskuár Róberts á Eskifírði hafa verið allt í senn við- burðarik, litrík og skemmtileg. Drengurinn fór snemma að spila á harmonikku á samkomum og ferð- aðist því víða um. 16 ára fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem faðir hans gerðist kennari við Austurbæjar- skólann (seinna skólastjóri). Burtför sinni frá Eskifirði lýsir Róbert þannig:......sjórinn var eins og spegill. Þá settist ég aftast á skipið og grét fögrum tárum yfír því að vera að yfirgefa þennan sælureit...“ (bls. 44). En árin urðu áfram litrík og skemmtileg er til Reykjavíkur kom. Störfín urðu margvísleg en megin- starfíð fólst 1 músíkinni. Róbert tók gagnfræðapróf frá Ingimarsskóla og gerði misheppnaða tilraun til að komast í Ix)ftskeytaskólann. Stuttu síðar réðust örlög hans á tvennan hátt. Hann kynntist konu- efni sínu Ólöfu Stellu Guðmunds- dóttur frá Vestmannaeyjum, sem minningarnar þaðan í frá bera hví- vetna með sér að er sérstök ágætis kona og lífsförunautur. Og hann settist í leiklistarskóla hjá Lárusi Pálssyni leikara. Þar með hófst aðál lífsstarfíð. Þungamiðja bókarinnar er lífs- ferill Róberts í heimi leiklistarinnar. Þann hluta úr ævistarfi hans þekk- ir öll þjóðin vel. Hver leiksigurinn á fætur öðrum bæði hér heima og erlendis. Frá því er sagt af hóg- værð og látleysi, sem hvort tveggja virðast ríkulegir þættir í fari Ró- berts. Eins og leikhúsgestir verða les- endur glaðir og stoltir af hinum mikla listamanni og finnst sem landið og þjóðin eigi hann. En grípum niður í frásögn Ró- berts: „Við það að kynnast Harry bróð- ur mínum fékk ég í rauninni stað- festingu á þeim sterku, þýsku rót- um sem höfðu náð að festast í mér og sitja þar enn. Ég fínn það í hvert sinn er ég kem til Þýskalands að þar á ég heima.. .“ (bls. 124). Þetta er hljóðlát átakasaga manns sem nær fullkomnum í há- leitri list. Sem lítillátur og sáttur við samtíðina reynir að skilja þá sem yngri eru og breytingar þær sem þeir koma með inn í næma veröld leiklistar. Það er alls staðar léttur blær yfir frásögninni. Jafnvel í sárri sorg sem nístir, eins og örlög einkasonar- ins, kemur fram sálarþroski Ró- berts, að sætta sig við það sem orðið er, fínna gleðistundir njóta þeirra og glæða um leið kærleiks- ríka samheldni. Fjölskyldutengsl dætranna þriggja og þeirra allra virðast mjög sterk og fátíð í hraða samtímans. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Haglýsing íslands eftir Sigurð Snævarr, hagfræðing og forstöðumann við Þjóðhagsstofnun. Viðfangsefni bókarinnar er lýs- ing á þróun íslenska hagkerfísins og stöðu þess nú og tekur hún því bæði til sögulegra þátta og núver- andi ástands í þjóðarbúskap íslend- inga. Hún skiptist í fimmtán kafla sem fjalla m.a. um mannfjölda og mannafla, náttúruauðlindir, at- vinnuvegina, tekjuskiptingu, vinnu- markaðinn, útgjöld þjóðarinnar, búskap hins opinbera, utanríkisvið- skipti, peningamál, verðbólgu og þjóðhagsreikninga. Ritið er að stofni til háskólafyrirlestrar höf- undar, en það á að sögn útgefanda erindi til allra sem vilja fræðast nánast um íslenskt efnahagslíf. Útgefandi er Heimskringla, háskólaforlag Máls og menning- ar. Bókin er unnin hjá G. Ben. prentstofu hf. og Erlingur Páll Ingvarsson gerði kápu. Verð kr. 3.880. ■ Matreiðslubókin Af bestu Það er viljandi gert að víkja ekki meira inn í frásögn Róberts af leik- listarferli hans, sem er þó hreint heillandi að lesa. Vel fer á því að birt eru ummæli gagnrýnenda um leiksigra hans og í bókarlok skrá yfir sviðshlutverkin. Tveir ágætir menn hafa lagt metnað sinn í að gera þessa ævi- sögu sem best úr garði og þeim sýnist hafa tekist það. Rithöfundur- inn Eðvarð Ingólfsson hefur kosið þá aðferð að sitja á baksviði og leyfa listamanninum að tjá sig í fyrstu persónu, það gerir frásögn- ina heilsteypta. Margar ljósmyndir prýða bókina og fýlla í frásögn. Einstæð ævi- saga, falleg útgáfa. Róbert Arnfinnsson Eðvarð Ingólfsson lyst er komin út. Um útgáfu henn- ar sameinast fjórir aðilar: Manneld- isráð, Krabbameinsfélagið, Hjarta- vernd og Vaka-Helgafell og er það nýlunda að þessir aðilar vinni sam- an að viðlíka verkefni. í kynningu útgefanda segir: „Markmiðið með útgáfunni er að opna augu almennings fyrir þeirri staðreynd að hollur matur getur jafnframt verið gómsætur og girni- legur. Með því vilja útgefndur stuðla að bættu mataræði og þar með betri heilsu fólks. Það er metn- aður þeirra sem að verkinu standa að sem flestir geti eignast bókina og því hefur verið lögð rík áhersla á að halda verði hennar í algjöru lágmarki. Bókin kostar 1.680 krón- ur.“ Hitann og þungann af fræðilegri vinnu hefur Laufey Steingrímsdótt- ir, næringarfræðingur hjá Manneld- isráði, borið, en auk hennar skipuðu ritnefnd bókarinnar þau Kristinn Arnarson, Vöku-Helgafelli,'Guðrún Agnarsdóttir, Krabbameinsfélag- inu, og Sigurður Helgason, Hjarta- vernd. Ljósmyndun annaðist Guð- mundur Ingólfsson, filmuvinnsla var í höndum Samútgáfunnar- Korpus en um prentun og bókband sá prentstofa G. Ben. PHILIPS - WHIRPOOL örbylgjuofnamir hafa tvöfalda örbylgjudreifingu ásamt snúningsdiski sem tryggir jafna hitadreifingu og þess vegna betri matreiðslu. Sá litli kraft- mikli 1 j : i M+ ' - '■'ÍI--. ' ';VÍ/' 4. ■ AVW600 20L - 900W Þessi iitli kraftmikli með tvöfaldri örbylgjudreifingu og sérstakri hraðstillingu "Jet Start". Afb. verð 22.940 Staðg. verð rMt Crisp og Grill AVW 9r4 27L - 1000/2000W Afb. verð 42.000 Staðg. verö Stökkbreyting fyrir örbylgjunotendur Örbylgjuofninn sem getur eldað, steikt, bakað, gratinerað og grillað. Crisp stillingin gerir þér kleift að framreiða franskar, beikon og pizzur með stökkri húð. nyiniiiiB Sjálfvirkt grill með lítilli orkunotkun grillar matinn beint og gefur honum gimilegt yfirbragð. W W ■ ■' ■■^# ’ SÆTÚNI8 • SÍMI: 691515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.