Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Morgunblaðið/Rúnar Þór Ljósin kveikt LJÓS voru kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á laugardag. Tréð er gjöf frá vinabæ Akureyrar í Danmörku, Randes. Þrátt fyrir hörku- frost mætti múgur og margmenni til að fylgjast með athöfninni og jólasveinamir voru að sjálfsögðu á staðnum líka. Fj órðungssj úkra- húsið fjörutíu ára UM ÞESSAR mundir eru 40 ár liðin frá þvi að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri var stofnsett og 120 ár frá því sjúkra- hússtarfsemi hófst á Akureyri. Árið 1873 var hafín starfsemi sjúkrahúss á Akureyri í húsi sem Friðrik Gudmann gaf Akureyrarbæ og voru þar 8 sjúkrarúm. Húsið var nefnt Gudmanns minde og er nú Aðalstræti 14. Sjúkrahúsið var ann- Sendiferða- bíllinn fundinn SENDIBÍLL sem rannsóknarlög- reglan á Akureyri lýsti eftir fyr- ir skömmu er komin í leitirnar, en búið var að rífa hann allan í sundur. Sendibíllinn hvarf frá Skjaldarvík fyrir nokkru og var gerð töluverð leit að honum. Á miðvikudag í síð- ustu viku var maður handtekinn vegna málsins og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Bifreiðin fannst, búið var að rífa hana alla í sundur, en allir hlutar hennar hafa komið í leitimar. Manninum var sleppt á sunnudag og rannsóknarlögreglan á Akureyri telur málið að fullu upplýst. ar spítalinn á landinu sem búinn var til almennrar notkunar en árið 1866 tók til starfa sjúkrahús í Reykjavík. 170 sjúkrarúm Önnur sjúkrahúsbygging var tek- in í notkun árið 1899, það hús stóð við Spítalaveg og rúmaði í upphafi 20 sjúklinga. Fjöldi rúma jókst smám saman og var orðinn 64 þeg- ar flutt var í nýja sjúkrahúsið 15. desember 1953, en nú er það skráð fyrir 170 sjúkrarúm. Handlækn- ingadeild var fyrsta sjúkradeildin sem tekin var í notkun. Stjóm Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta með kynningu á sögu og starfsemi sjúkrahússins og verður sérstaklega kynnt starfsemi á handlækningadeild og röntgen- deild. Kynningin fer fram á morg- un, miðvikudaginn 15. desember, frá kl. 14 til 17 í kennslustofu sjúkrahússins, á handlækningadeild og röntgendeild. Boðið verður upp á veitingar í kennslustofu og setu- stofu handlækningadeildar. Allt heilbrigðisstarfsfólk og aðrir vel- unnarar sjúkrahússins eru vel- komnir. Ný jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar 1993-1997 Allar deildir bæjar- ins skili starfsáætlun FORSTÖÐUMENN allra deilda Akureyrarbæjar eiga í upphafi hver ár að gera starfsáætlun í jafnréttismálum m.a. í samvinnu við jafn- réttisfulltrúa . í áætluninni á að koma fram hvernig hver deild hyggst vinna á grundvelli jafnréttisáætlunarinnar og er þá bæði átt við starfsmannastefnu hennar og starfsemi. Þetta er nýmæli í jafnréttisá- ætlun Akureyrarbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn og var kynnt nýlega. Hugrún Sigmundsdóttir formað- ur jafnréttinefndar Akureyrarbæjar sagði nýju áætlunina framsæknari en þá fyrri sem í gildi var. Jafnrétt- isáætlun var samþykkt á Akureyri árið 1989 og var það fyrsta bæjarfé- lagið sem samþykkti slíka áætlun. Á síðasta ári hlaut bærinn viður- kenningu jafnréttisráðs. Aætlunin verði óþörf Markmið áætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla á Akureyri og jöfnum mögu- leikum kynjanna til að nýta sér það lagalega jafnrétti sem til staðar er og er áhersla Iögð á frumkvæði bæjaryfirvalda til aðgerða sem stuðla að því að slík markmið ná- ist. Áætlunin kveður einnig á um hvernig stofnanir og fyrirtæki á Akureyri og bæjarbúar geti unnið að jafnrétti og er lokamarkmiðið að flétta jafnréttismálin þannig inn í starfsemi bæjarkerfisins og líf bæjarbúa að áætlunin verði að lok- um óþörf. Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstörfum hjá Akur- eyrarbæ, en athygli hefur vakið að konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um þau stjómunarstörf sem laus eru hveiju sinni. Starfsmönnum bæjarins, bæj- arbúum, stofnunum og fyrirtækjum er boðin ráðgjöf í jafnréttismálum samkvæmt nýju áætluninni og þá er þar einnig að finna tilmæli til menntastofnana um að vinna að jafnrétti kynjanna. Þá em þar einn- ig tilmæli til stjórnmálaflokka um að jafna hlut kvenna og karla í nefndum og ráðum. Konur og sveitarstjómarmál Unnið verður að sérverkefnum af ýmsu tagi þann tíma sem áætlun: in er í gildi, eða til ársins 1997. I janúar næstkomandi verður haldið námskeið fyrir konur um sveitar- stjórnarmál, þá verður námskeið um samskipti og jöfn áhrif kynj- anna haldið síðar á tímabilinu og loks verða haldin sjálfsstyrking; amámskeið fyrir konur’ en þegar hafa fimm slík námskeið verið hald- in og eftirspum er mikil. Slík nám- skeið verða einnig haldin fýrir karla og stefnt að hinu fyrsta á næsta ári. Námskeið um samskipti og samvinnu innan fjölskyldunnar verður einnig haldið og þá hefur nefndin undanfarin tvö ár veitt styrki til jafnréttisverkefna og verð- ur svo áfram. Á vegum nefndarinnar liggur einnig fyrir að vinna að gerð kann- ana af ýmsu tagi og þegar hefur verið ákveðið að gera könnun á áhrifum og orsökum atvinnuleysis, samanburðarrannsókn á launum og störfum karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ, á áhrifum sjálfs- styrkingarnámskeiða á konur og eins um árangur og áhrif jafnrétt- isáætlunarinnar. Tónlistarskólinn Nemendur koma fram á tvennum tónleikum •• NEMENDUR alþýðutónlistar- * deildar Tónlistarskólans á Akur- eyri efna til tónleika í Blómahús- inu kl. 20.30 í kvöld, þriðjudags- kvöldið 14. desember.. Annað kvöld verða tónleikar eldri nem- enda haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Alþýðutónlistardeildin var stofnuð haustið 1992 og nú stunda 75 nem- endur nám við hana. Kennt er popp, rokk og djass og nemendur læra hljóðfæraleik auk kjarnagreina sem tengjast þessari tónlist. Þá eru nem- endur þjálfaðir í samspiii og á tón- leikunum í kvöld koma fram bæði hljómsveitir og einleikarar. Á tónleikunum í Safnaðarheimil- inu annað kvöld kemur fram úrval eldri nemenda úr blásara-, gítar-, píanó-, strengja- og söngdeildum skólans, auk einsöngs- og einleiks- atriða koma fram ýmsir kammertón- listarhópar sem flytja tónlist frá ýmsum tímum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ----♦ ♦ ♦---- Vöruþróunar- verkefni kynnt IÐNTÆKNISTOFNUN á Akur- eyri í samráði við Iðnlánasjóð standa fyrir kynningu á nýju vöruþróunarverkefni sem nefn- ist Vöruþróun '94 á Hótel KEA á morgun, miðvikudaginn 15. desember. Gert er ráð fyrir sama formi á því verkefni og fyrri vöruþróunarverkefnum. Megináhersla er lögð á faglegan og fjárhagslegan stuðning við þróun á tiltekinni vöru undir verkefnisstjórn Iðntæknistofnunar. Umsóknarfrest- ur til þátttöku í verkefninu rennur út 17. janúar 1994. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólahangikjötið tekið úr reyk ÞEIR Sigurvin og Stefán hafa átt annasama daga eins og aðrir starfsmenn Kjarnafæðis, en áætlað er að vel yfir 100 tonn af hangi- lqöti og öðru reyktu kjöti seljist fyrir jólin. Jólahangikjötið tekið úr reykofnum Áætlað að selja um 100 tonn fyrir jólin ÞAÐ er mikill annatími hjá starfsfólki Kjarnafæðis á Akureyri, en áætlað er að vel yfir 100 tonn af hangikjöti og öðru reyktu kjöti verði seld fyrir þessi jól. „Það er allt á suðupunkti þessa dagana, unnið allar helgar og oft á kvöldin," sagði Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis. Undirbúningur vegna hangikjötssöl- unnar hófst þegar í október og stendur raunar fram á síðasta dag fyrir jól, að sögn Eiðs. Hann sagði að miklar breytingar hefðu orðið á undanfarin ár, áður fyrr var framboðið mun minna, eink- um á svínakjöti og þá var ekki óal- gengt að fólk byijaði að hamstra strax í nóvember til að vera öruggt um að fá eitthvað áður en allt seld- ist upp. Nú væri nóg til að salan dreifðist því yfir lengri tíma og allt fram til jóla. Kvörtum ekki Kjarnafæði selur stærstan hluta framleiðslu sinnar á Reykjavíkur- markaðnum og sagði Eiður að þó svo að samkeppni væri mikil á kjöt- markaðnum syðra hefði fyrirtækinu gengið vel að hasla sér það völl. „Varan líkar vel og við kvörtum ekki, það má reyndar segja að okkur hafi gengið flest í haginn. Við höfum uppskorið eins og til var sáð,“ sagði Eiður, en nú starfa tæplega 70 manns hjá fyrirtækinu sem byijaði fyrir örfáum árum með 2-4 starfs- mönnum. -------♦ ♦ • ■ NEMENDUR unglinga- deilda Glerárskóla koma saman 1 bókasafni skólans í kvöld kl. 19.30 og lesa úr nýútkomnum íslenskum barna- og unglingabókum. Léttar veitingar verða á boðstólum og ætti að gefast gott næði til að skoða nýjar bækur og hlusta á unglingana og ræða við þá um bókmenntir. Nemendafélag skólans hefur staðið að undirbúningi ásamt starfsfólki bókasafns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.