Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
Ekkí gert ráð fyrir
verðbólgu í vaxta-
skíptasamningi
GENGIÐ hefur verið frá vaxtaskiptasamningi Seðlabankans við við-
skiptabanka og sparisjóði vegna næstu fjögurra mánaða og sam-
kvæmt samningnum er gert ráð fyrir að Seðlabankinn fái 5% nafn-
vexti af samningsfjárhæð, en Seðlabankinn greiði sömu vexti ofan
á verðtryggðan höfuðstól. í tilkynningu frá Seðlabankanum segir
að samningurinn byggi á þeirri forsendu að engin verðbólga verði
næstu fjóra mánuði á mælikvarða lánskjaravísitölu og sé það í sam-
ræmí við spár Seðlabankans.
Rammasamningur um vaxta-
skipti var gerður upphaflega í sept-
ember síðastliðnum og gildir til árs-
ins 1996, en samið er um fjárhæðir
og vexti til fjögurra mánaða í senn
og hvert slíkt tímabil gert upp sér-
staklega. Samningurinn er gerður
til að draga úr áhættu innlánsstofn-
ana af verðtryggingarhallanum,
þ.e. að verðtryggðar skuldir banka
og sparisjóða séu meiri en verð-
tryggðar eignir þeirra.
i
Samningsfjárhæðin nú lækkar
um sjöunda hluta upphaflegrar fjár-
hæðar og verður nær 21 milljarður
króna. í frétt Seðlabankans vegna
þessa segir: „Sú staðreynd að sam-
ið er um sömu vexti beggja megin
byggist á spá um að verðbólga,
miðað við lánskjaravísitölu, verði
engin á tímabilinu 1. janúar til 1.
maí á næsta á ári. Við endumýjun
vaxtaskiptasamningsins núna var
bætt við ákvæði um sjálfsábyrgð,
Reynt verð-
ur við Berg-
víkina í dag
eða á morgun
REYNT verður að ná Bergvík
VE 505, sem strandaði í Vaðlavík
18. desember sl., af strandstað í
dag eða á morgun.
Að sögn Gunnars Felixsonar,
forstjóra Tryggingamiðstöðvarinn-
ar, sem er trýggingafélag bátsins,
verður varðskipið Týr komið á
strandstað um hádegisbil í dag og
björgunarsveitarmenn og áhafnar-
meðlimir Bergvíkurinnar fara land-
leiðina í Vaðlavík í dag. Ef aðstæð-
ur leyfa verður reynt að ná bátnum
á flot í dag eða á morgun.
Að sögn Einars Víglundssonar,
framkvæmdastjóra Goðaborgar, út-
gerðarfélags Bergvíkurinnar, var
flogið yfir strandstað á sunnudag
og þá virtist báturinn standa réttur
í fjörunni. Einar sagði að menn
hefðu verið smeykir við suðaustan-
átt sem fylgt hefði lægðum síðustu
daga þar sem hún væri versta áttin
í víkinni. Hún hefði hins vegar ekki
náð sér á strik, sem betur fer. Ein-
ar sagðist vera bjartsýnn um að
björgunartilraunir myndu bera
árangur.
þ.e.a.s. að greiðslur falli niður víki
þróun vísitölunnar lítillega frá spá
sem miðað er við hveiju sinni.
♦ ♦ ♦
Kúabændur
fá 80-90% af
skráðu verði
SLÁTURHÚS Kaupfélags Ey-
firðinga er eina sláturhúsið á
landinu sem greiðir skráð verð
til bænda fyrir nautgripakjöt, að
sögn Guðmundar Lárussonar
formanns Landsambands kúa-
bænda. Algengt er að sláturleyf-
ishafar greiði 80-90% af verði
sexmannanefndar til framleið-
enda og segir Guðmundur það
einhliða ákvörðun sláturhúsanna
sem ekki standist lög.
Guðmundur segir að verð sem
greitt er til framleiðenda sé frá
80-90% af skráðu verði. Skýrt sé
kveðið á um verð sem sexmanna-
nefnd ákvarðar og þau sláturhús
sem ekki hlíti því bijóti í bága við
ákvæði í lögum.
„í vinnslu er dómsmál þar sem
bóndi sem lagði inn hjá kaupfélagi
fékk ekki fullt verð fyrir afurðina.
Stjórnarformanni kaupfélagsins var
stefnt og bíðum við niðurstöðu því
hún mun hafa fordæmisgildi," sagði
Guðmundur. Telur hann að aðrir
bændur muni geta krafið sláturleyf-
ishafa um mismun á skráðu verði
og greiddu ef dómur falli þeim í vil
í umræddu máli.
Faðir tók á móti barni í framsætinu í bíl um miðja nótt
Morgunblaðið/Rúnar Þór
I ró og næði eftir annasama nótt
HANN fæddist í framsætinu í bíl foreldra sinna í svartamyrkri um miðja nótt, sá stutti sem hvílir hér
í fangi móður sinnar, Sifjar Sigmundsdóttur. Róbert Lárusson faðir hans tók á móti honum við
erfiðar aðstæður, en hann fylgdist líka með fæðingu eldri barnanna, Rakelar og Andrésar, sem
heimsóttu litla bróður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gær, en fjölskyldan býr á Dalvik.
Mættu með barnið
á fæðingardeildina
LJÓSMÆÐUR eiga því eflaust ekki að venjast að foreldrar mæti
á fæðingardeildina með barnið með sér, en þannig höfðu Sif Sig-
mundsdóttir og Róbert Lárusson frá Dalvík það í fyrrinótt. Sonur
þeirra skaust í heiminn dálítið fyrr en áætlað var þegar þau voru
á leið á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en þá
áttu þau eftir um 15 minútna akstur á sjúkrahúsið.
„Þetta gerðist mjög hratt, það
var lítið annað hægt að gera en
stoppa út í kanti og taka á móti
barninu," sagði Róbert, en þetta
er þriðja barn þeirra Sifjar og hann
hefur verið viðstaddur fæðingu
þeirra allra, en ekki tekið jafn virk-
an þátt og í þeirri síðustu.
„Ég missti vatnið um klukkan
hálf tvö um nóttina og við lögðum
strax af stað inn til Akureyrar, en
þegar við vorum komin á Mold-
haugnahálsinn skammt norðan við
Hlíðarbæ var þetta svo langt kom-
ið að ég gat ekki annað en fætt
barnið á staðnum," sagði Sif.
Bar brátt að
„Fæðinguna bar svo brátt að,
að við komumst ekki einu sinni í
aftursætið, Róbert varð að taka á
móti barninu úr ökumannssætinu,
en það var ekki skilið á milli fyrr
en við komum á sjúkrahúsið. Þetta
blessaðist allt saman og það er
fyrir öllu.“
„Þetta 'var mjög sérkennileg
aðstaða, að vera þama í svarta
myrkri um miðja nótt að taka á
móti barninu sínu í bílnum,“ sagði
Róbert. „Ég var samt aldrei
hræddur, en mjög stressaður þegar
allt var afstaðið og hugsaði bara
um að komast sem fyrst á sjúkra-
húsið.“ „Þetta var mjög sérkenni-
legt, það er eiginlega ekki hægt
að lýsa þessu, þetta er ólýsanleg
lífsreynsla," sagði Sif.
íslendingnm fjölgaði um
liðlega 2.700 á árínu 1993
Manirfjöldabreytingar á landinu 1993
Breidd súlnanna sýnir hlutdeild hvers landsvæðis í mannfjöldanum 1. des.
1993. í Reykjavík búa t.d. 40% landsmanna og utan Höfuðborgarsvæðis
ÍSLENDINGUM fjölgaði um 2.729 eða 1,04% á árinu 1993 samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofu íslands sem miðast við 1. desember.
Mannfjöldinn var 264.922 og þar af voru karlar 132.884 og konur
132.038. Fjölgunin er svipuð því sem hún varð 1992, sem er eilítið
undir meðaltali síðustu tiu ára.
í dag
Læknavisindi
Áfanga náð í leit að meingenum
arfgengra blöðrunýra með aðstoð
íslenskra rannsókna 30
Evrópska efnahagssvæöiÖ
Fjallað um viðskipti með vörur í
fyrstu grein um áhrif EES 32
íþróttir_____________________
Þjálfari skoska knattspyrnufé-
lagsins Celtic vill kaupa Þorvald
Örlygsson frá Stoke 63
Leiðari
Flóttamannavandinn 32
og Suðurnesja búa tæplega 40%. Hæð súlnanna sýnir hlutfallslega fólks-
fjölgun frá 1. des. 1992 til 1. des. 1993. Flatarmál hverrar súlu svarartil
tölu einstaklinga sem fjölgaði um eða fækkaði á árinu.
•1,0-j j j i j r
0 20 40 60 80 100%
Heimiid: HAGsiofAísLANos Hlutdeild landsvæða i mannfjölda 1993
í frétt frá Hagstofunni kemur
fram að um 100 fleiri hafi flutt frá
landinu en til þess á árinu. Alls
hafi um 2.600 manns flust til lands-
ins en um 2.700 frá því. Um 4.600
böm hafí fæðst á árinu og um 1.800
dáið og sé því tala fæddra um 2.800
hærri en tala látinna. Árið 1992
voru brottfluttir umfram aðflutta
um 250 en árið 1991 var þetta
þveröfugt þegar um eitt þúsund
fleiri fluttust til landsins en frá því.
Fólki fjölgaði í öllum landshlutum
nema á Austurlandi og Vestíjörðum
þar sem fólki fækkaði. Fækkunin
var 0,8% á Vestfjörðum og 0,3% á
Austurlandi. í Reykjavík fjölgaði
fólki um 1.005 eða tæplega 1%.
Fjölgunin er minni hlutfallslega en
hún hefur verið frá 1981 ef undan
eru skilin árin 1989 og 1990. í
öðrum sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu fjölgaði um tæp 3% að
meðaltali, mest í Mosfellsbæ um
4^3% og í Hafnarfírði um 4,2%. í
Bessastaðahreppi fjölgaði fólki um
3,7%, um 2,9% á Seltjamamesi, um
2% í Kópavogi og um 1,7% í
Garðabæ. Fjölgunin á höfuðborgar-
svæðinu var að meðaltali 1,6%.
Fjölgunin var 0,4% á Suðumesj-
um og þar hefur hún ekki verið
minni frá 1986. Hins vegar fjölgaði
fólki í fyrsta skipti í áratug á Vest-
urlandi. Á Vestfjörðum fækkaði
fólki eins og jafnan frá árinu 1981
og hafa íbúar þar ekki verið færri
frá því fyrir 1880. Á Norðurlandi
vestra fjölgaði fólki annað árið í röð
og Norðurlandi eystra var um lítils-
háttar fjölgun að ræða og á Suður-
landi fjölgaði íbúum.
Sveitarfélög vom 196 1. desem-
ber og skiptast þannig að í fjórum
voru 10 þúsund íbúar eða fleiri og
í þremur til viðbótar vom íbúar á
bilinu 5-10 þúsund. Hins vegar var
í meira en helmingi sveitarfélag-
anna, eða 99, færri en 200 íbúar og
í 43 til viðbótar vom færri en 500
íbúar.