Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 13

Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 13 i FORT LAUDERDALE KAKIBAHAI FERÐIR HEIMSKLÚBBSINS - KJARABÓT - OKKAR SÉRSVIÐ - VANDAÐAR ÓDÝRAR FERÐIR Á SPENNANDI STAÐI UM ALLAN HEIM. ALLIR FARSEÐLAR Á LANGLEIÐUM MEÐ SÉRKJÖRUM - IATA UMBOÐ. SÖLUMENN: HELGA LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, KRJSTÍN HULDA SVERRISDÓTTIR, GÍGJA GYLFADÓTTIR - ALLAR SÉRFRÆÐINGAR í ÚTGÁFU FARSEÐLA. ÞJÓNUSTA í SÉRFLOKKI UNDIR STJÓRN INGÓLFS GUÐBRANDSSONAR. 5% afslattur af 25 fyrstu pöntunum HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI17,4. hxð 101 REYÉUAVIK-SIMI 620400»FAX 626564 w Æ W ,.'4r ALLIR BESTU STAÐIR KARIBAHAFS Takmarkaiaust úrvat af því besta í Karíbahafi: Til viðbótar sinni orðlögðu þjónustu hefur FERÐASKRIFSTOFAN PRÍMA fengið umboð á íslandi fyrir ELEGANT RESORTS í Bretlandi, sem býður alla bestu staði á nærri 20 eyjum Karíbahafs og starfar undir sömu merkjum um gæði og vandvirkni og HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS. Þú átt meira að segja kost á að fljúga með CONCORDE gegnum hljóðmúrinn frá London til Barbados, og klukkan þín stendur í stað! Allar upplýsingar á skrifstofu okkar, Austurstræti 17, 4. hæð, sími 620 400. Berðu saman verð og þá sannfæristu um að VERÐ HEIMSKLÚBBSINS ERU ÞAU LÆGSTU MIÐAÐ VIÐ VERÐGILDIÐ. N Ú E R TÆKIFÆRIÐ! DVÖL Á PARADÍSAREYJU í KARÍBAHAFI ER DRAUMUR ALLRA OG FÆST NÚ Á MINNA EN HÁLFVIRÐI MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ SEM ALMENNT GERIST. VERÐLÆKKUN FRÁ FYRRA ÁRI! TVEIR STAÐIR í BOÐI AUK SIGLINGAR í 7 - 11 DAGA. SKEMMTISIGLING ER TÍSKAN í DAG - Sérkjör HEIMSKLÚBBSINS fyrir hópa og einstaklinga, sé allur pakkinn keyptur í einu. UMBOÐ HEIMSKLÚBBSINS og FERÐASKRIFSTOFUNNAR PRIMA fyrir CARNIVAL CRUISES tryggir farþegum okkar bestu kjör á skemmtilegustu siglingaleiðum frá MIAMI/FORT LAUDERDALE eða SAN JUAN á Puerto Rico með heimsókn á fögrum eyjum Karíbahafs í sumarskrúði um hávetur. Ótrúlega hagstætt verð með NÝJASTA GLÆSISKIPI SKEMMTIFERÐAFLOTANS - SENSATION, 80 þús. tonn, sem er líkast glæsilegri, fljótandi smáborg með öllum lystisemdum fyrir farþegann, — frá MIAMI, eða TRORJCAL/FESTIVAL frá SAN JUAN vikulega. Siglingar af þessu tagi eru heillandi heimur þess besta í hvers konar skemmtun, mat og drykk undir bláum boga himins og hafs, ein mesta tilbreyting sem völ er á frá vetrarríki íslands. GLÆSISIGLING- HÓPFERD MED ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN, 2 vikur 25. febrúar '94. MEÐ HEIMSKLÚBBI INGÓLFS J m „Þessi eyja er fegursta land, sem augu mín hafa nokkru sinni litið.“ Kristofer Kolombus, 1492. 'SE0 U í'l IFJIkÍ"t 22, DES„: KANARÍEYJAR 15°c skýjað FLÓRÍDA 9°c rigning PUNTA CANA 26°c sólskin STÓRHRIFNiirf. rMtf fsuah hafa lagt leið sína til Karíbahafsins á vegum Heimsklúbbs Ingólfs á þessu ári. Frá áramótum eru vikulega brottfarir en margar þeirra eru að seljast upp. Njóttu þess besta og sparaðu helming! Margir segja: „Ég vissi ekki hvað góð ferð var fyrr en ég reyndi ferð með Heimsklúbbnum.“ „Besta ferð, sem við höfum farið.“ „Nú vitum við að ferðir Heimsklúbbsins eru ótrúlega ódýrar.“ “ HAMINGJUDAGAR MEB HEIMSKLÚBBNUM . „Við völdum ferð Heimsklúbbsins úr mörgum tilboðum og sjáum sannarlega ekki eftir því. Við hefðum ekki getað fundið neitt betra. Þetta er líkara draumi en veruleika og allt meiriháttar.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Brynja Þórarinsdóttir úr hópi nýstúdenta MH. „Hér er enginn svangur né þyrstur og allar veitingar eru innifaldar. Ósjálfrátt er maður búinn að taka upp budduna en þarf svo ekki að nota hana! Mér reiknast svo til að miðaö við meðalneyslu íslendings í 2ja vikna ,‘,hefðbundnu“ frii erlendis, lækki þetta verðið um u.þ.b. 70.000 kr. Þetta er mun ódýrara en Kanaríeyjar." Bjami Dagbjartsson, Kefíavík. „Þarna er yndislegt að vera. Veður og loftslag er frábært, gróður allur sá fallegasti sem við höfum séð. Hreinlæti er I fyrirrúmi og fólkið brosmilt og hjálpsamt. Matur og vín, sem allt er innifalið í ferðinni, er mjög gott. Og ekki skemmir sundaðstaðan, hún er mjög góð, hvort sem fólk vill synda í hinni stóru sundlaug eða í ylvolgum sjónum. Við mælum svo sannarlega með þessum stað og vildum gjarnan fara þangað aftur." Guðrún María og Garðar. „Við treystum ekki alltaf myndum, en hér er veruleikinn fallegri en myndirnar. Þetta er staðurinn sem allir eru að leita að til að eyða friinu sínu á. Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar og maturinn frábær. Þetta er draumabrúðkaupsferð." Anna María og Wolfgang Roling. „Vlð höfum ferðast dálítið um eyjuna og séð staði sem eiga sér enga líka hvað fegurð snertir, og höfum við þó víða ferðast um heiminn." G uðbjörg og Ari Singh. „Golfvöllurinn héma er sérdeilis fagur og hentar öllum golfurum mjög vel.“ Óskar Friðþjófsson, golfari. „Ferð okkar til Dominikana með Heimsklúbbi Ingólfs var sannkallað ævintýri. Þar fór saman traust fyrirgreiðsla og vingjarnlegt viðmót heimamanna. (raun var allur viðurgerningur og útkoma þessarar ferðar slík, að okkur finnst við aldrei hafa gert jafngóða ferð fyrir jafn lágt verð.“ S Hafdís og Hákon Kristinsson, Keflavík. PANTIÐ NÚNA OG SPARIÐ MEÐ HAGSTÆÐUM KJÖRUM HEIMSKLÚBBSINS! PUERTO PLATA, þar sem allt er innifalið og þú þarft ekki að taka upp budduna allan tímann, fullt úrvalsfæði, allir drykkir, áfengir sem óáfengir, skemmtanir og alls konar sport (greitt fyrir golf) - staðurinn sem sló í gegn í fyrravetur - margir sögðust aldrei hafa farið jafngóða ferð, því síður jafnódýra! Þannig verður þessi staður ódýrari en Kanaríeyjar, þegar öll eyðsla er gerð upp. PUNTA CANA - NÝISTABURINN Á DOMINICANA, með hreinni, ósnortinni náttúruströnd, 4-5* gististaður, MELIA BÁVARO, hálft fæði - aldingarður allt í kring og pálmum brydduð ströndin með hvítum sandi rétt hjá. Öll gisting í svítum í litlum, fallegum 4-6 eininga húsum. Þessi staður er kyrrlátur og unaðslegur - algjör uppgötvun og stórsparnaður miðað við aðrar eyjar Karíbahafs. Algjör verðurparadís, hiti um 25 C. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VALINNA SÉRFRÆÐINGA fyrir einstaklinga og smærri hópa - brottför vikuiega frá 7. janúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.