Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
+-
Um frumsýningu á Máv-
inum í Þjóðleikhúsinu
Rithöfundurinn Trígorín (Jóhann Sigurðarson) rekur raunir sínar
fyrir Nínu (Halldóru Björnsdóttur).
eftir Nínu
Rechetovu
HEIMURINN man ennþá síð-
ustu atburðina í hinu fjarlæga
Rússlandi; endurminningar um
hið brennda Hvíta hús eru enn-
þá öllum í huga, en í Reykjavík
var Mávurinn eftir Tsjekhov
frumsýndur, en hann gerist ein-
mitt í húsi, sem nýlega varð
eldsvoða að bráð.
En frumsýningin í Þjóðieikhús-
inu átti sér stað og uppsetningin
er orðin að veruleika. Tsjekhov
sem var alltaf hræddur við frum-
sýningar á Mávinum — sem fóru
að staðaldri út um þúfur og var
því hans sjúka, og þar af leiðandi
elskaða barn — gæti-verið ánægð-
ur. Sýningin er spennandi og í
raun og veru um ást. „Og öll þessi
ást... Vatnið ... Það fylgja því
einhverjir galdrar."
Forngrikkir höfðu líklega rétt
fyrir sér, þegar þeir sögðu: Uppr-
uni mannlegs anda er í vatni.
Anton Tsjekhov skrifaði leikrit
sitt í Melechovo. Það er sveitaset-
ur í tveggja til þriggja klukkutíma
fjarlægð frá Moskvu ef ekið er
með jámbrautarlest. Þar var góð-
ur garður, með beinum fallegum
gangstígum og með dásamlegu
vatni: eins og í Mávinum þar sem
Tréplév (Baltasar Kormákur)
sviðsetur leikrit, og þar sem voru
samskonar óleysanleg ástar-
vandamál... Leikstjórinn og list-
rænn stjómandi hins Litla leik-
húss í Vilnius, Rimas Tuminas,
byggir ekki gangstíg og leikhús,
þar er bara ein leikmynd sem
þjónar bæði sem hús og leikhús,
þar sem var einu sinni eldsvoði —
og sennilega verður þar eldsvoði
aftur.
Arkadína (Anna Kristín Arn-
grímsdóttir), ungleg, falleg kona
sem lítur út næstum eins og jafn-
aldra Tréplévs sonar síns hefur
þreytt augu, hún talar um velmeg-
un sína og kjólfatnað sinn með
ánægju, en án eldmóðs.
Þegar Nína (Halldóra Bjöms-
dóttir) kemur til sögunnar, er eins
og Arkadína verði hrædd um að
tapa Trígorín, elskhuga sínum
(Jóhanni Sigurðarssyni) — að
minnsta kosti í bili. Og þess vegna
hljómar svo eðlilega eintal hennar
til Möshu (Eddu Arnljótsdóttur):
„Stöndum upp. Hlið við hlið. Þér
eruð tuttugu og tveggja ára, ég
er hér um bil helmingi eldri. Hvor
okkar er unglegri?“ Og augljóst
er, af hveiju hún er svo óróleg.
Leikstjóranum tókst, á stuttum
tíma, að sviðsetja leikritið ná-
kvæmlega og spennandi. Leikar-
ar, sem eru vel samstillt hljóm-
sveit, fylgjast með leikstjóranum.
Nú kemur fram Nína hvítklædd.
Hún er bara stelpa, en hana lang-
ar að losna frá þessu sveitalífí.
Þá voru í Rússlandi margar svona
stúlkur. Draumur þeirra var að
losna úr dapurlegum hversdags-
leika, finna málstað, helga sig
honum að fullu, verða hæfileika-
manni að bráð sem kæmi tilfinn-
ingum þeirra í uppnám. Það er
erfitt að ímynda sér, að sama leik-
Morgunblaðið fór þess á
leit við Nínu Rechetovu,
'eiginkonu rússneska
sendiherrans á íslandi,
að hún skrifaði um sína
skoðun á sýningu Þjóð-
leikhússins á Mávinum.
Frú Rechetova er leik-
kona og hefur leikið á
sviði bæði í Moskvu og
Leníngrad, auk þess að
hafa leikið í kvikmynd-
um frá 11 ára aldri —
og þá í verki eftir Tsjek-
hov. Faðir hennar var
þekktur leiksljóri í Sov-
étríkjunum og er Ac-
imov-leikhúsið í Len-
íngrad kennt við hann.
Móðir hennar starfaði
einnig við leikhús, aðal-
lega sem rithöfundur, og
var einnig gagnrýnandi.
Frú Rechetova tók erindi
Morgxmblaðsins vel og
eru henni færðar þakkir
fyrir meðfylgjandi grein.
kona sem fór í Kæru Jelenu með
hlutverk nútímastúlku, breytist
svo óvænt í þess konar stúlku í
Mávinum eftir Tsjekhov.
Og loksins Trígorín sjálfur:
„Veiðarfæri þurfa að vera heima-
tilbúin og beygð. Hann gerir þau
sjálfur með vasahníf", skrifaði
Tsjekhov.
En Vitautas Narbutas, sem sér
um leikmynd og búninga, gefur
honum nútímaveiðarfæri. Það
kemur þó ekki í veg fyrir að per-
sónan haldi áfram að vera raun-
veruleg. Trígorín er hæfileika-
maður. „Hann er frægur, en sálin
í honum er ósköp venjuleg." Hann
er rithöfundur og skrifar án afl-
áts. „Hann hefur kynnst unaði
listrænnar sköpunar." Hann telur
það skyldu sína að tala um alþýðu
manna, þjáningar hennar, hvers-
dagsleika hennar og að tala um
vísindi, mannréttindi. En honum
þykir líka gaman að renna fyrir
fisk. Og það undrar Nínu, „en
sálin í honum er ósköp venjuleg".
Trígorín skammast sín fyrir ást
sína til Nínu. í lok leikritsins seg-
ir hann niðurlútur og gamallegur
við Arkadínu: „Taktu mig, farðu
með mig burt, en gættu þess bara
að sleppa mér ekki lausum eitt
andartak.“
Við heyrum tónlistina sem sam-
in er af alúð af tónskáldinu
(Faustas Latenas). Og enn einu
sinni skynjar maður ilm leikrita
eftir Tsjekhov. Ja, allir eru ást-
fangnir í Mávinum — „það eru
bara fimm skippund af ást“.
Guðrún S. Gísladóttir fer glæsi-
lega með hlutverk Polínu
Andrejevnu, sem er ástfangin af
Dom; Masha, sem er alltaf svart-
klædd (ég syrgi mitt eigið líf) er
ástfangin af Tréplév. Tréplév er
ungur rithöfundur sem berst gegn
gömlum kenningum í listum og
reynir að sigrast á hefðinni.
En hann getur ekki stjórnað
sjálfum sér. „Maður verður að
geta borið sinn kross og trúað,“
— segir Nína við hans í lok leik-
ritsins, á sama tíma og rautt tjald
— tákn eldsvoða — flögrar um
sviðið.
Hún er orðin önnur, hún er
orðin fullorðin. Hún er leikkona,
eða réttara sagt skotinn mávur;
efni í smásögu, sem Trígorín hef-
ur aldrei skrifað.
Lífið er sorglegt en skemmti-
legt. Dásamlegt er, að til eru
svona leikrit. Þvílík alúð við málið
(Ingibjörg Haraldsdóttir), þvílíkir
leikarar, sem fara bæði með smá
og stór hlutverk og leika frábæran
Tsjekhov innblásnir af leikstjóran-
um!
Höfundur ersendiherrafrú
Rússlands á íslandi.
TIL LEIGU í HEKLUHÚSINU
LAUGAVEGI 172- 174
Mörg bílastæði - Vararafstöö - Lyfta - Einn þekktasti staöur q Reykjavíkursvæbinu.
Upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson, sími 695500.
. »„._.•* « ‘jrTÍE
rj a .í? c-i
=o
u~
-TlJAlm
o
17-
Skrifstofuhúsnæöi ó 2. hæö, ca. 400 m2 auk sameiginlegs.
n • • ■ * «o--
1T
■
kxU
r1
°
Jð3|
tl
- o
...——
H--í—+-
■agariawwi
Verslunarhúsnæöi á götuhæö, ca. 276,3 m2.
IHI
HEKIA
1 H Hl n h H m n.iz.tr-BTE
HEIÐAR Jónsson snyrtir heldur í
byijun janúarmánaðar vikunám-
skeið í litgreiningu.
Heiðar hefur þróað sitt eigið kerfi
með samþykki Firt Impressions en
þaðan hefur hann kennarapróf. Mið-
að er við árstíðimar íjórar en út frá
því er síðan kennd „tóngreining" sem
er skrásett starfsheiti annars aðila í
faginu þannig að samhliða árstíðalit-
greiningunni er hún nefnd „Heiðars-
greining".
Kennslan hefst þriðjudaginn 4.
janúar um kvöldið og kennt verður
á kvöldin út vikuna, en dagkennsla
um helgar. Að því búnu er einn dag-
ur síðar í januar eftir að nemendur
hafa reynt fyrir sér sjálfir.
cyl»
bréfabindi
Þið hringið - við sendum
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c
Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
SH KERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFEN111 - SÍMI 688055
Námskeið í
litgreiningu *
i
i
It