Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 16500 Jólamynd Sljörnubíós Stórmyndin Öld sakleysisins Daniel DáY'Lewis Michelle Pfeiffer Winona Ryder MARÍIN 5COftíBE'5 MOST fASSIONATf ANO fOWfllUL MOTION flCTURÍ. «0M thi mitzn nm winnwc novh CÖLUMIH flCTUIES h*m. * CAffA/OE nxA m». t MAjms scoisbe PANIEL OAT IÍWIS MICHELLT ffHfFEI WIN'OXA RVDEí 'THE A(,E OF INNíKEN'Cr ‘sELMER JBNSTEINS=CA«iau fESCPCCl «-THEUlA SCflOöNEf tePAXTt rmrm ^michaei 8almacs,*sc æsedith wh,«t«n-~s|at cöcrs * maitíx scoisese feSS «*■*« **?8.AMAtA ÐE FINA *-?MAlTlN SCÖESE.SE tsam .... ★ ★ ★ ★ A.I. MBL. ★ ★ ★ H.K. DV. gerð eftir Pulitzer-verðlaunaskáldsögu Edith Wharton. DANIIL DAY-LEWIS, MICHELLE PFEIFFER OG WINONA RYDER í STÓRMYND MARTINS SCORSESE. EINSTÖK STÓRMYND SEM SPÁD ER ÓSKARSVERÐLAUNUM. STÓRBROTIN MYND - EINSTAKUR LEIKUR - SÍGILT EFNI - GLÆSILEG UMGJÖRÐ - GULLFALLEG TÓNUST - FRÁBJER KVIKMYNDATAKA - VÖNDUD LEIKSTJÓRN. Í NÝJU OG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI Sýnd kl. 4.45, 9 og 11.30. EVRÓPUFRUMSÝNING Á GEGGJUÐUSTU GRÍNMYND ÁRSINS Hún er algjörlega út í hött.. Já, auðvitaö, og hver annar en Mel Brooks gæti tek- iö aö sér aö gera grín að hetju Skírisskógar? Um leið gerir hann grín aö mörgum þekktustu mynd- um síðari ára, s.s. The Godfather, Indecent Propos- al og Dirty Harry. Skelltu þér á Hróa; hún er tví- mælalaust þess virði. Leikstjóri: Mel Brooks. * ★ * ★ BOX OFFICE ★ ★ ★ VARIETY ★ ★★ L.A.TIMES Sýnd kl. 5, 7, 9og11. W) ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ SVEFNLAUS í SEATTLE sýndíA-saiki. 7.10. verðkr. 350. * ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími ll 200 Frumsýning • MÁVURINN eftir Anton Tsjekhof 2. sýn. í kvöld þri. 28. des., uppselt, - 3. sýn. fim. 30. des. - 4. sýn. sun. 2. jan. - 5. sýn. fim. 6. jan. - 6. sýn. sun. 9. jan. • ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller. Fös. 7. janúar - fös. 14. janúar. • SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Á morgun mið. kl. 17, uppselt, - á morgun mið. kl. 20, nokkur sæti laus, - sun. 2. jan. kl. 14., örfá sæti laus, - sun. 9. jan. kl. 14, uppselt, - lau. 15. jan. • KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Lau. 8. jan. - fim. 13. jan. * Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið er á móti símapöntunum virka dag frá kl. 10.00. Græna línun 996160. <fe<» m simi LEIKEELAG REYKJAVIKUR Stóra svið, frumsýning 7. janúar: • EVA LUNA Leikrit með söngvum eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónas- son, byggt á skáldsögu Isabel Allende, tónlist og söngtextar eft- ir Egil Ólafsson. Frumsýning fös. 7. janúar.uppselt, 2. sýn. sun. 9. janúar, grá kort gilda, uppselt. 3. sýn. mið. 12/1, rauð kort gilda, fáein sæti laus. • RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren Sun. 9. janúar kl. 14. • SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach Fim. 30/12. Lau. 8. janúar. Litla svið kl. 20: • ELÍN HELENA e. Árna Ibsen Fim. 30/12, fáein sæti laus. Fim. 6. janúar. Lau. 8. janúar. Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala verður opin kl. 13.00-18.00 fram til 30. desember. Lokað 31. des. og 1. jan. Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasfmi 680383. - Greiðslukortaþjónusta. GJAFAKORT Á JÓLATILBOÐI í DF.SEMRER. Kort fyrir tvo aðeins kr. 2.800. ÍSLENSKT - JÁ TAKK! Gleðileg jólJ ISLENSKA OPERAN sími U475 eftir Pjotr I. Tsjajkovskí. Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Frumsýning fimmtudaginn 30. descmbcr kl. 20, uppselt. Hátíöarsýning sunnudaginn 2. janúar kl. 20, örfá sæti laus. 3. sýning 7. janúar kl. 20. Verð á frumsýningu kr. 4.000,- Verð á hátíðarsýningu kr. 3.400,- Boðið verður uppá léttar veitingar á báðum sýningum. Mióasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475. - Greiðslukortaþjónusta. mmmjm £4 LEIKFEL. AKUREYRAR s.96-24073 • GÓÐVERKIN KALLA! Höfundar leikrlta, laga og söngtexta: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. 2. sýn. í kvöld kl. 20.30 örfá sæti iaus, 3. sýn. 29. des. kl. 20.30, 4. sýn. 30. des. kl. 20.30. Miðasalan í Samkomuhúsinu er opin milli jóla og nýárs kl. 13-20.30. Sími 24073. Símsvari tekur við pöntunum utan opnun- artíma. Greiðslukortaþjónusta. JOLASVEINAR EINN OG ÁTTA“ Sýningar mið. 29/12 kl. 17 og fim. 30/12 kl. 17 á Fríkirkjuvegi 11. Miðasala opin frá kl. 13. Pantanir í síma 622920. SÍÐUSTU SÝNINGAR FYRIR ÁRAMÓT - SJÁUM l'SLENSKTI ni'IUVIXIlt cyawnin fríi Laugavegi45 - sími 21255 Tónleikar í kvöld: SAGTMÓDÍGUR OG TEXAS JESUS Frítt inn Miðvikud. 29. desember: BUBBIMORTHENS Síðustu tónleikar ársins. Gamlárskvöld: SHIGLABANDID 1000-inn-Bús á sama prís og venjulega. 1. janúar: JET BLACK JOE í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBFIAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI TVEIR VINIR Friðsæl rauð jól í Reykhólasveit Miðhúsum. UM JÓLAHÁTÍÐINA hér má segja að hún sé hátíð fjölskyldn- anna. Við opinbera staði logar á jólatijám sem höggvin eru inn á Barmahlíð, en þar er vöxtulegur lundur sem hægt er að sækja tré í. Barrtrén á Barmahlíð ná sum 12 til 14 metra hæð og er lundurinn orðinn yfir 40 ára gamall. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Maður án andlits („The Man Without a Face“). Sýnd í Regn- boganum. Leikstjóri: Mel Gibson. Handrithsöfundur: Malcolm MacRury. Aðalhlutverk: Mel Gib- son, Nick Stahl, Jeffrey Lewis. Mel Gibson hefur sýnt það áður að honum er meira til lista lagt en að hanga útum bílglugga og salla niður bófa. Til að sýna það fór hann létt með að vinna leiksigur í Hamlet á hvíta tjaldinu. Og metnað- urinn nær lengra því nú hefur hann leikstýrt bíómynd sjálfur auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið í henni og gerir hvoru tveggja prýði- leg skil. Myndin hans, Maður án andlits, er Ijúfsár og tilfinningahlaðin dramatísk saga um vináttu tveggja einstaklinga sem eiga það sameig- inlegt - og smella svona vel saman af þeim sökum - að vera báðir utan- garðs í tilverunni. Annar er strákur á táningsaldri sem allt að því hatar fjölskylduna sína; móður sína sem er sífellt að draga nýja menn heim, stóru hálfsystur sína sem níðist á honum við hvert tækifæri, jafnvél litlu hálfsystur sína sem er sífellt að skipta sér af hans málum. Hann finnur athvarf hjá bæjarúrhrakinu Gibson, manni sem er jafnhræði- lega brunninn á líkamanum og hann er á sálinni. Hann er kallaður hamborgarafésið og forðast að eiga samneyti við aðra bæjarbúa, sem eru í því að búa ti! 'hræðilegar sög- ur um hann. Þessir tveir verða vin- ir en báðir eru þeir plágaðir af for- tíð sem ekki getur séð þá í friði. Þetta fyrsta leikstjórríarverkefni Gibsons er velheppnað í flesta staði. Hann tekur góðan tíma í að byggja upp kringumstæður og skapa per- sónur uppúr fínu handriti Malcolms MacRurys þar sem smáatriðin skipta ekki minnstu máli. Og hann lýsir ágætlega og af nærfæmi brot- hættu sambandinu sem myndast á milli drengsins, sem plagaður er af ónotalegum minningum um föð- ur sinn, og einbúans, sem hefur í raun útilokað mannlegar tilfinning- ar. En líklega felst helsti styrkur Gibsons í því að ná fram góðum leik hjá leikurunum. Sérstaklega er strákurinn, Nick Stahl, eftir- minnilegur og fjölskyldan hans öll, Jeffrey Lewis er góður í hlutverki lögreglustjórans og svo mætti áfram telja. Sagan, sem gerist árið 1968, er ansi góð og frásögn myndarinnar einkennist af mýkt og smekkvísi. Hún hefur líka talsvert fram að færa um þá sem af einhvetjum ástæðum verða hornreka I samfé- laginu, umgengni við þá og þann litla skilning eða þolinmæði sem fólk sýnir þeim. Og hún fjallar ekki síst um vináttuna sem alltaf lifir. Gibson dregur það fram án þess að ofkeyra neitt og hann sleppur alveg við væmni þar sem aðrir hefðu sjálfsagt fallið í þær gryfjur. Sumsé dramatísk, heilsteypt og at- hyglisverð fyrsta mynd súper- stjömu sem enn er að þreifa fyrir sér í Hollywood. Skógrækt ríkisins virðist hafa gleymt þessum reit en Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Oddur Andrésson skógarvörður sinntu honum vel á meðan þeir voru við störf. Messað var í Reykhólakirkju og Garpdalskirkju á jóladag. Sóknarpresturinn séra Bragi Benediktsson messaði og organ- isti var Máni Sigurjónsson. Kór úr Reykhólakirkju og Garpdals- kirkju söng við báðar guðsþjón- usturnar. Annan jóladag var svo guðsþjónusta í Gufudalskirkju sem sama fólk þjónaði við og á jóladag í Reykhóla- og Garpsdals- kirkjum. Færra er um aðkomufólk en oft áður og mun það stafa af því að peningaráð eru minni en oft áður. Samkór Reykhólahrepps hefur haldið uppi söng hér í byggð í vetur og syngur undir stjóm Olaf- ar Sigríðar Þórðardóttur frá Árbæ í Reykhólahreppi. Þetta er þriðja árið sem kórinn starfar, en tvö fyrstu árin var Ragnar Jónsson söngstjóri hans. - Sveinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.