Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 31 Zhírínovskíj veldur áhyggjum í Evrópu með tali um ný leynivopn Hvetur Búlgara til að gera ráðgjafa sinn að forseta Sofiu, Róm. Reuter. BÚLGÖRSK stjórnvöld fordæmdu í gær yfirlýsingar rússneska þing- mannsins Vladímírs Zhírínovskíjs sem er í heimsókn þar í landi og hefur lagt til að kunningi sinn af búlgörskum ættum taki við forseta- embætti. Zhírínovskíj sagði á laugardag heppilegast að núverandi forseti, Zhelyu Zhelev, tæki sér „hvíld“. Zhelev svaraði því til að nú væri of seint að gera Búlgaríu að 16. sovétlýðveldinu þar sem Sovétríkin væru hrunin. ítalska síjórnin hyggst taka upp á alþjóða- vettvangi þau ummæli Zhírínovskíjs á fimmtudag að Rússar ráði yfir vopnum, enn öflugri en kjarnorkusprengjum, sem geti „gereytt Vesturlöndum“. Zhírínovskíj, sem boðar öfga- kennda þjóðemisstefnu og fékk mikið persónulegt fylgi í fyrstu fijálsu þingkosningunum í Rúss- landi nýverið, kom til Búlgaríu í einkaheimsókn á laugardag. Áður hafði hann m.a. verið gestur í Aust- urríki hjá fyrrverandi liðsforingja í Waffen SS, úrvalshersveitum nas- ista. Jesse Jackson á fund Kastrós BANDARÍSKI blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson (t.v.) og sonur hans, Jesse yngri, fóru á fund Fídels Kastrós Kúbuleiðtoga í Byltingar- höllinni í Havana á sunnudag. Þeir ræddust við í fjórar klukkustundir „um allt milli himins og jarðar“ að sögn talsmanns Jacksons. Jackson sagði að stjómvöld í Bandaríkjunum ætlu að slaka á viðskiptabanninu á Kúbu og að Kastró og Bill Clinton Bandarílqaforseti „ættu að kepp- ast um að bæta samskipti ríkjanna". Jackson sagði einnig að Kastró hefði tjáð sér að dótturdóttir hans gæti farið til móður sinnar sem flúði til Bandaríkjanna skömmu fyrir jól, ef aðrir í fjölskyldunni sam- þykktu það. Zhírínovskíj sagði á blaðamanna- fundi við komuna til Búlgaríu að Svetoslav Stoilov, búlgarskur fjár- málamaður sem búsettur er í Aust- urríki og er ráðgjafi rússneska flokksleiðtogans í málefnum Evr- ópu, væri framtíðarforseti Búlgaríu. Hann lagði ennfremur til að mynd- að yrði nýtt sambandsríki fyrrver- andi lýðvelda Júgóslavíu og rúss- neskar hersveitir fengnar til að tryggja friðinn þegar allir deiluaðil- ar væru búnir að afhenda vopn sín. Ef íbúarnir kysu fremur herlið frá Vesturlöndum væri það í reyndar í lagi. „Slíkar yfirlýsingar munu varla verða til að bæta ástandið á Balkan- skaga þar sem ástand mála er nú svo ótryggt", sagði í yfirlýsingu búlgarska utanrikisráðuneytisins. Dagblöð landsmanna voru harðorð, eitt líkti Zhírínovskíj við Hitler en annað sagði í fyrirsögn „Pólitískur vanþroski kom í heimsókn". Sendi- ráð Rússlands í Sofiu sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að um- mæli þingmannsins væru í engu samræmi við stefnu stjómvalda í Moskvu. Leynivopnið Að sögn ítalskra dagblaða full- yrti Zhírínovskíj að Rússar ættu leynilegt vopn sem nefnt væri „Elip- ton“ og væri mun öflugra en kjarn- orkukuvopn en útskýrði ekki nánar hvað hann ætti við. Utanríkisráð- herra Ítalíu, Beniamino Andreatta, sagði ummæli af þessum toga valda „áhyggjum og ugg“ um allan heim en ekki síst í fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna gömlu. Ráðherrann sagðist myndu taka málið upp á fundum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, en hann drægi ekki í efa að Rússar hefðu staðið við alþjóðlega samn- inga um afvopnunarmál. Hins vegar væri mikilvægt að vekja athygli á ábyrgðarlausu tali Zhírínovskíjs. Zhírínovskíj vildi flyljast til Israels Jerúsalem. Reuter. FYRIR 10 árum hafði Vladímír Zliírínovskíj hug á að flytjast til ísraels og lagði fram nauðsynleg skjöl því til undirbúnings en fylgdi aldrei málinu eftir. Að sögn embættismanns innflytjenda- mála í ísrael á sunnudag kom fram í skjölunum að faðir Zhír- ínovskíjs hefði verið gyðingur. Embættismaðurinn sagði að Zhírínovskíj hefði fyrr á ámm tek- ið þátt í starfi menningarhóps gyð- inga er nefndi sig Shalom. Hann hefur undanfarin ár reynt að af- neita gyðinglegum upprana sínum, hefur lagt áherslu á að móðir sín Flokksleiðtoginn er öfgafullur þjóðemissinni í málflutningi sínum og er oft sakaður um gyðingahat- ur. Gyðingahatur hefur lengi verið landlægt í Rússlandi og alþjóðaorð- ið yfir gyðingaofsóknir, pogrom, er rússneskt. hafi verið sannur Rússi. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sim 571800 Gleðilega hátíð Þökkum viöskiptin á árinu sem er að líöa. Mercedes Benz 280 SE ’82, silfurgrár, sjálfsk., ek. 127 þ., topplúga, álfelgur o.fl. Tilboðsverð 980 þús. stgr. Hyundai Pony GLSi '92, rauður, sjálfsk., ek. 23 þ., rafm. í rúðum, o.fl. Sem nýr. Toyota Double Cap diesel '92, grásans, 5 g., ek. 65 þ. Toppeintak. V. 1640 þús., sk. á ód. Nissan Sunny SLX '91, 3 dyra, blár, sjálfsk., ek. 18 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 860 þús. MMC Lancer GLX '90, hvítur, 5 g., ek. 54 þ., rafm. í rúðum, spoiler, central læs. V. 850 þús. MMC Lancer GLX ’88, 5 g., ek. 85 þ., rafm. í rúðum, central læs. V. 540 þús. Ford Orion CLX '92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. Toyota Corolla Sl '93, 5 g., ek. 7 þ., 3ja dyra, svartur, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1260 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '89, 4 g., ek. 92 þ., 3ja dyra, rauður, álfelgur, spoiler. V. 590 þús., sk. á ód. Skoda Favorite LS '91, 5 g., ek. 45 þ. Tilboðsverð: 320 þús. Citroen BX 14 ’88, 5 g., ek. 91 þ. V. 390 þús. Suzuki Swift GA '89, 3ja dyra, 5 g., ek. 70 þ. V. 390 þús. Fiat Uno 45s ’88, 5 g., ek. 62 þ. V. 190 þús. Fiat Uno turbo '90, 5 g., ek. 72 þ., sól- lúga, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 690 þús. Mazda 626 GLX '91, sjálfsk., ek. 51 þ. V. 1190 þús., sk. á ód. M. Benz 190E '88, sjálfsk., m/öllu, ek. 90 þ. V. 1690 þús. Subaru Justy J-10 '86, 5 g., ek. 76 þ. Gott eintak. V. 290 þús. VW Golf GL '87, sjálfsk., ek. 87 þ., sól- lúga o.fl. V. 530 þús. ■ ÉlfeÍSi MISSIÐ EKKI AF SKATTAFSLÆTTIN U M!! 4 — Æ 1.. . ' ' iwM ' • I I ■ • wpH ■ • ‘ t-'X'- > '■>?>'<?„ l'í Hjón sem auka hlutabréfaeign sína um 200 þúsund á árinu geta lækkað tekjuskattinn um rúmar 82 þúsund kr. BÚNAÐARBANKI WíSLANDS * SPARISJÓÐIRNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9:00-16:00 OPIÐ Á GAMLÁRSDAG KL. 9:00-12:00 Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér skattafslátt fyrir árið 1993. Hlutabréfasjóðurínn Auðlind er góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja sér skattafslátt Hann fjárfestir í ýmsum hlutabréfum og skuldabréfum og er því um góða áhættudreifingu að ræða. Auðlindarbréf eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og eru auðveld í endursölu. Þau fást í sparisjóðum, Búnaðarbanka íslands, Kaupþingi Norðurlands hf., Akureyri og Kaupþingi hf., Kringlunni 5. KAUPÞING HF Löggilt verdbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í rigu Búnabarbanka íslands og sparisjóbanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.