Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 36
86
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
AÐALBANKASTJORI — Við afhendingu íslensku Fálka-
orðunnar í Helsinki þann 15. desember sl. Á myndinni eru f.v. Jannik
Lindbæk, aðalbankastjóri NIB, Guðmundur Magnússon, stjórnarformað-
ur NIB, Þórhallur Ásgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og fyrrver-
andi stjómarmaður í NIB, Tómas Ámason, seðlabankastjóri og stjómar-
maður í NIB og Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri.
Viðurkenning
Aðalbankastjóri NIB
sæmdur fálkaorðunni
FORSETI íslands, Frú Vigdís
Finnbogadóttir, hefur veitt
Norðmanninum Jannik
Lindbæk, íslensku fálkaorðuna
fyrir vel unnin störf sem aðal-
bankastjóri Norræna fjárfest-
ingarbankans.
Jannik Lindbæk lætur af störf-
um sem aðalbankastjóri NIB um
áramót er hann tekur við stöðu
yfirmanns International Finance
Corporation í Washington. Jón
Sigurðsson, seðlabankastjóri tek-
ur við stöðu aðalbankastjóra NIB
í apríl nk. Á stjómarfundi NIB í
Helsinki þann 15. desember sl. tók
Guðmundur Magnússon, prófessor
við stjórnarformennsku í NIB, en
ísland hefur á hendi formennsku
í bankanum fram til júní 1996.
Fyrirtæki
IL VIÐSKIPTAMANNA
IANKA OG SPARISJÓÐA
y<>.
jgfc:.
if
k-
Lokun 3. janúar og eindagar víxla.
Afgreiðslur banka og sparisjóða
verða lokaðar mánudaginn
3. janúar 1994.
Leiðbeiningar um eindaga
víxla um jól og áramót
liggja frammi í afgreiðslum.
Reykjavík, desember 1993
Samvinnunefnd banka og sparisjóða
Rafmagn ístaðolíu hjá
Síldarvinnslunni hf.
NÝLEGA var undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og
Rafmagnsveitna ríkisins um árleg kaup á allt að 20 GWst af
ótryggðu rafmagni. Samningurinn var gerður samhliða samningi
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað við Rafmagnsveiturnar um kaup
á ótryggðu rafmagni með 50% afslætti. Verður rafmagnið notað
til gufuframleiðslu hjá fyrirtækinu og kemur í stað olíu. Síldar-
vinnslan mun setja upp rafskautsketil en jafnframt hafa olíuketil
áfram til vara eins og áskilið er fyrir ótryggt rafmagn. Gert er
ráð fyrir að rafmagnsnotkun við fiskimjölsvinnslu Síldarvinnslunn-
ar geti hafist á loðnuvertíð haustið 1994, að því er segir í frétta-
tilkynningu.
Vegna 50% afsláttar af
ótryggðu rafmagni er Sfldar-
vinnslunni gert fjárhagslega kleift
að leggja í þann kostnað sem því
fylgir að breyta úr olíubrennslu í
rafmagnsnotkun. Stjórn Lands-
virkjunar hafði samþykkt þennan
afslátt af verði ótryggðs rafmagns
til fiskimjölsverksmiðja sem vilja
leggja í slíkar breytingar og gildir
hann til 1. apríl árið 2000. Er
þetta liður í markaðsátaki Lands-
virkjunar í því skyni að auka raf-
magnssölu á kostnað olíunotkunar
og eru orkukaup Síldarvinnslunn-
ar einn árangur þeirrar viðleitni.
Með afslættinum og miðað við
núverandi gjaldskrá Landsvirkj-
unar er verðið á rafmagninu frá
Landsvirkjun til Rafmagnsveitna
ríkisins um 32 aurar á kWst en
um 76 aruar kWst til Síldarvinnsl-
unnar.
Til að tryggja nægjanlega flutn-
ingsgetu raforkukerfisins til Nes-
kaupstaðar þurfa að koma til sér-
stakar framkvæmdir af hálfu Raf-
magnsveitnanna. Kostnaður
vegna þeirra framkvæmda mun
ekki koma inn í rafmagnsverð til
hins almenna notanda.
Víðast á landsbyggðinni þurfa
að koma til verulegar fjárfestingar
í flutnings- og dreifikerfum raf-
magns ef gera á fiskimjölsverk-
smiðjum almennt kleift að njóta
fyrrnefnds afsláttar frá Lands-
virkjun.
Fyrr á árinu samdi Landsvirkj-
un um sölu á alls 60 GWst á ári
af ótryggðu rafmagni á afsláttar-
kjörum í þágu Hitaveitu Akur-
eyrar, Mjólkursamlags KEA;
Fiskimjölsverksmiðju Krossaness
hf., Viking-Bruggs hf. og Steinull-
arverksmiðjunnar á Sauðárkróki.
Með samningunum vegna Síldar-
vinnslunnar í Neskaupstað hefur
Landsvirkjun því nú þegar samið
um sölu á allt að 80 GWst á ári
af ótryggðu rafmagni með afslátt-
arkjörum til aldamóta.
Utanríkisviðskipti
Afgangur á vöruskiptum
11,3 milljarðar
FLUTTAR voru út vörur í nóv-
embermánuði fyrir um 7,6 millj-
arða og inn fyrir nær sömu fjár-
hæð þannig að vöruskiptin voru
í járnum í mánuðinum en í nóv-
ember í fyrra voru þau hagstæð
um 1,1 milljarð króna fob. á
sama gengi. Fyrstu ellefu mán-
uði ársins voru fluttar út vörur
fyrir tæplega 85,5 milljarða
króna en inn fyrir rösklega 74,1
milljarð króna fob. Afgangur
var því á vöruskiptunum við
útlönd sem nam 11,3 milljörðum
en á sama tíma í fyrra var vöru-
skiptajöfnuðurinn hagstæður
um 2,9 milljarða á föstu gengi.
Er þar miðað við meðalgengi á
viðskiptavog en á þann mæli-
kvarða var meðalverð erlends
gjaldeyris janúar til nóvember
8,4% hærra en á sama tíma árið
áður.
Fyrstu ellefu mánuði þessa árs
var verðmæti vöruútflutningsins
um 2% minna á föstu gengi en á
sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir
voru 80% alls útflutningsins og
var verðmæti þeirra um 1% minna
en á síðasta ári. Útflutningur á
áli var 8% minni en útflutningur
kísiljárns 34% meiri á föstu gengi
en árið áður. Útflutningsverðmæti
annarrar vöru (að frátöldum skip-
um og flugvélum) var 6% minna
í janúar-nóvember en árið áður.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu ellefu mánuði ársins var
12% minna á föstu gengi en árið
áður. Innflutningur sérstakrar
fjárfestingarvöru (skip, flugvélar
og Landsvirkjun), innflutningur til
stóriðju og olíuinnflutningur er
jafnan mjög breytilegur frá einu
tímabili til annars. Að þessum lið-
um frátöldum reyndist annar inn-
flutningur hafa orðið um 9% minni
en á sama tíma í fyrra.
Tölvur
Bók um tölvusamskipti
og staðamet
BRETnVOGHt
á sérstaklega hagstæðu verði
Galvaniseruö stálvog
á aöeins kr. 165,063,- + vsk
Vog úr ryðfríu stáli
á aðeins kr. 244,435,- + vsk
TT
Krókhálsi 6
Eigum ennþá nokkrar vogir á íager.
Sími 91-671900 • Fax 91-671901
KOMIN er út hjá Iðnú bókin
Staðaniet eftir Marinó G. Njáls-
son. í bókinni er fjallað um
tölvusamskipti og staðarnet
þannig að flestir eiga að geta
skilið. Ekkert íslenskt lesefni
hefur verið til um þessa hlið
tölvutækninnar í nokkur ár og
því hafa þeir, sem áhuga hafa
haft, þurft að leita fanga í er-
lendum tölvubókum, sem hafa
fæstar verið fáanlegar hér á
landi.
í bókinni er farið í grunnatriði
tölvusamskipta og staðameta;
skoðuð er uppbygging staðarneta
með tilliti til vélbúnaðar, hugbún-
aðar, netgerða, aðgangsaðferða,
staðla og samskiptalíkana; Ether-
net, tókahringsnet, AppleTalk og
háhraðanet era útskýrð og farið
er í samtengingar víðneta. Fjallað
er um Novell NetWare og Micro-
soft LAN Manager, almenna net-
stjórnun og hvað þarf að hafa í
huga þegar tölvubúnaður er val-
inn. Að lokum er í bókinni íslenskt-
enskt orðasafn með orðaskýring-
um og enskt-íslenskt orðasafn án
orðaskýringa.
Marinó G. Njálsson er tölvun-
arfræðingur frá Háskóla íslands.
Undanfarin tvö ár hefur hann
kennt við tölvubraut Iðnskólans í
Reykjavík, m.a. um staðarnet og
tölvusamskipti, og haft umsjón
með tölvumálum skólans stóran
hluta þess tíma. Hann hefur á
sama tíma getið sér gott orð fyrir
skrif sín um tölvumál í Morgun-
blaðið.
MARINð C. HjAlSSON
STAÐARNET
IOMÚ
TOLVUR — í bókinni
Staðamet er m.a. fjallað um
Novell NetWare og Microsoft
LAN Manager, almenna net-
stjórnun og hvað þarf að hafa
í huga þegar tölvubúnaður er
valinn.
í bókinni Staðarnet hefur hann
tekið saman efni úr pistlum sínum
og ógrynni erlendra tölvubóka og
tímaritsgreina ásamt öðru efni úr
ýmsum áttum. Bókin ætti að nýt-
ast flestum sem vilja læra eitthvað
um tölvunet, jafnt byrjendum sem
lengra komnum. Hún er 189 bls.
og prentuð hjá Prentstpfu Iðnú.