Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( iausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Flóttamanna- vandinn Heimsálfan Evrópa skipar veglegan sess í sögu mannkynsins. Hvergi hafa menning og menntir, listir og vísindi risið hærra á síðari öld- um. Því miður má segja það sama um andhverfu menningar og mennta, samanber tvær heimsstyijaldir á þessari öld, er þar kviknuðu, og allt það sem þeim fylgdi. Kveikjan að ósköp- unum var meðal annars gerð úr pólitískum öfgum, eins og kommúnisma og nazisma, og gamalgrónu þjóðernisofstæki. Afleiðingamar er óþarfi að tí- unda. Evrópa heldur áfram að koma umheiminum og sjálfri sér á óvart. Atburðirnir í Aust- ur-Evrópu og fyrrum Sovétríkj- um síðustu áratugina bera þess glöggt vitni. Sama má segja um hildarleikinn í fyrrverandi Júgóslavíu, svo að segja í hjarta þessarar gömlu menningarálfu. Það er sorglegt til þess að vita að á síðasta áratug tæknialdar- innar, þeirrar tuttugustu, telj- ast stríð og vopnuð átök á plá- netu okkar í tugum, ef ekki hundruðum, og tugmilljónir manna búa við hungurmörk og viðvarandi ótta um hag og líf sinna nánustu. s Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, fjallar í grein hér í blaðinu fyrir fáum dögum um flóttamannavandann í ver- öldinni, sem að orsök og afleið- ingu er einn dekksti bletturinn á samtíð okkar. Hann segir orðrétt: „Þrátt fyrir að flóttamanna- vandinn hafi ekki verið meiri í Evrópu frá lokum seinni heims- styijaldarinnar, hefur ísland enn ekki tekið á móti einum einasta pólitískum flóttamanni frá ríkjum fyrrverandi Júgó- slavíu. Enginn flóttamaður kom til íslands árið 1992 og einung- is þrír Víetnamar hafa fengið pólitískt hæli hér í ár. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlanda- þjóðir axlað þungar byrðar . .. Sannleikurinn er sá að sú þjóð er ekki öfundsverð sem skorast undan alþjóðlegri ábyrgð og sýnir ekki þeim sem eiga um sárt að binda mannúð í verki.“ Þessi orð eru í tíma töluð. Við þurfum að gera okkur betri grein fyrir fjölþjóðlegri ábyrgð okkar og siðferðilegum skyld- um gagnvart þeim sem verst standa í veröldinni. En hver hefur hlutur okkar verið í þess- um efnum? Hér verður látið við það sitja að minna á sex hópa, sem hing- að komu, og hæst ber í að- streymi flóttafólks, frá árinu 1956 talið. Það ár tókum við á móti 52 landflótta Ungveijum, árið 1960 komu hingað 35 Júgóslavar, 1979 34 Víetnam- ar, 1982 26 Pólveijar, 1990 30 Víetnamar og 1991 30 Víet- namar. Sumir þessara flótta- manna gerðu hér stuttan stanz, aðrir hafa ílenzt hér og una hag sínum. Ekki er hægt tala um þessa hópa án þess að nefna gott og þakkarvert starf Rauða kross Islands í þeirra þágu. Fyrir stuttu knúði ungur landflótta Króati á dyr okkar og leitaði landvistar. Sigurbjörn Einarsson biskup talaði máli hans á síðum Morgunblaðsins. Biskupinn minnti okkur, í tilefni jóla, á orð Krists, þess efnis, að það sem við gerum einum af hans minnstu bræðrum það gerum við og honum. Orðrétt sagði hann: „En nú er íslenzka þjóðin kannski orðin það háþróuð, að svona einföld orð frá Kanaans- landi eigi ekkert erindi við hana. Einfaldur, blátt áfram kristin- dómur hæfír víst ekki þroska hennar. Eða hvað? Kristin trú, óbrengluð, eltist ekki við álfa, afturgöngur eða „geimverur“. Hún beinir athyglinni að mönn- unum, hún vill vera skyggn á fólk, hún vill horfa með augum Jesú Krists á mennina og mann- lífíð og taka til hendinni á vett- vangi mannlegs lífs eftir tilvís- an hans, í hlýðni við hann. Það er vonandi til meira af kristin- dómi í þessu landi, þrátt fyrir allt, en hérvillum og hindurvitn- um. Vonandi að illa staddur nauðleitaymaður, sem biður sér líknar á íslandi, fái að þreifa á því.“ Þetta er hugarfarið sem á að ráða afstöðu okkar til fólks, sem er í nauðum statt. Gleym- um því ekki að það eru aðeins tvær aldir síðan fimmtungur þjóðar okkar féll í móðuharð- indum, svonefndum, og aðeins um hundrað ár síðan fimmtán þúsund íslendingar, af tæplega áttatíu þúsundum sem þá byggðu land okkar, hröktust til Ameríku. Við þurfum að vísu að taka tillit til smæðar okkar eigin þjóðar, þegar við ákveðum ijölda þeirra flóttamanna, sem veita á landvist. Við þurfum og að búa þann veg í haginn fyrir nýbúa að þeir falli inn í íslenzkt samfélag en einangrist ekki. Það gerum við bezt með því að kenna þeim íslenzku og upplýsa þá um íslenzkt samfélag, rétt- indi og kvaðir. En við verðum fyrst og síðast að axla okkar hlut í samábyrgð þjóða á lausn vandans. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði tekur gildi um áramótin Viðskipti með vörur verða að mestu hindrunarlaus EVRÓPSKT EFNAHAGSSVÆÐI HELSTU TÖLUR Flatarmál 3.662,2 ferkílómetrar íbúar 372 milljónir Meðalfjölskylda 2,6 manns Líkl. ævilengd (karlar/konur) 72,9/79,2 ár íbúar m. erl. ríkisfang 15,3 milljónir Vinnuafl 160,6 milljónir Landsframleiðsla 540.000 milljarðar Árl. útflutningur á hvern íbúa 280 þúsund Ráððstöfunartekjur 1,2 milljónir Fjöldi bíla 129,9 milljónir Kristinn Björnsson forstjóri Olíufélagsins Skeljungs Fullyrðingar hagfræð- ings LÍU staðlausir stafir 90% af olíusölu til útgerðarinnar er skipagasolía FULLYRÐING hagfræðings LÍÚ sem höfð var eftir honum í Morgunblaðinu á aðfangadag um að skipagasolía frá Skelj- ungi sé lakari olía en útgerðin kaupir ytra gegnir furðu og á sér enga stoð í veruleikanum, segir Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs. Kristinn segir það einnig ljóst að af því olíu- magni sem Skeljungur selji til útgerðarinnar í landinu sé 90% skipagasolía, og því rangfærsla hjá hagfræðingnum að halda fram að aðeins helmingur út- gerðar noti skipagasolíu og sambærilega olíu hinna olíufé- laganna. Hann sé þar með að tiltaka hverja trillu og skektu sem hluta flotans sem sé óraun- hæft þar sem selt olíumagn skipti máli en ekki fjöldi báta a sjo. Gæfii skipagasolíu Samanburður Skeljungs á gæðum skipagasolíu hjá Skeljungi og dæmigerðum gasolíum í Bremerhaven og Hull Skeljungur Skipagas- olfa frá Skeljungi Dæmígerð gasolía til skipa f Bremerhaven Dæmigerð gasolía til skipa íHull Staðall um gasolíu (ISO 8217) frá 1987 Eðlisþynd við 15°C í kg/ltr. 0,847 0,850-0,855 0,855-0,860 hámark 0,890 Stíflumark (CFPP) í “C -13 -8 tii -15 -6 til -15 ekki skilgreint Brennisteinn % af þyngd 0,15 um 0,20 0,2 til 0,3 hámárk 1,5 ÞEGAR samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið tekur gildi um áramótin mynda fimm EFTA-ríki og öll 12 aðildarríki Evrópubandalagsins stærsta viðskiptasvæði heims. Hér á eftir og í fleiri greinum næstu daga verður fjallað um helstu breytingar sem Evrópska efna- hagssvæðið hefur í för með sér fyrir Islendinga og í þessari fyrstu grein verður einkum fjallað um viðskipti með vörur. Aðilar að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES, eru EFTA-ríkin Island, Austurríki, Finnland, Noregur og Svíþjóð og Evrópubandalagsríkin Danmörk, Bretland, írland, Belgía, Holland, Lúxemborg, Frakkland, Þýska- land, Grikkland, Ítalía, Spánn og Portúgal. Gert er ráð fyrir að Liec- henstein gerist aðili að EES þegar það hefur lokið samningum um breytingar á tollabandalagi við Sviss, en Svisslendingar felldu að- ild að EES á síðsta ári og tilheyra því ekki EES. Á Evrópska efnahagssvæðinu mun gilda svonefnt fjórfrelsi: fijálsir flutningar á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki milli aðildarland- anna. Þá gerir EES-samningurinn ráð fyrir víðtækari samvinnu um t.d. félagsmál, neytendavernd, umhverfismál, hagtölugerð, fyrir- tækjaráðgjöf og þátttöku EFTA- ríkjanna í rammaáætlunum, verk- efnum og öðrum aðgerðum Evr- ópubansambandsins á sviði rann- sókna og tækniþróunar, menntun- ar og þjálfunar, æskulýðsmála, málefna sem tengjast umhverfis- vernd, félagsmála og neytenda- verndar, lítilla og meðalstórra fyr- irtækja, ferðamannaþjónustu, hljóðvarps og sjónvarps og al- mannavama. Hindranalaus viðskipti Á Evrópska efnahagssvæðinu verða litlar sem engar hindranir á viðskiptum með vörur og þjónustu, ef undan eru skildar landbúnaðar- vörur og sjávarafurðir, sem um gilda sérstakar reglur. Tollar eða sambærileg gjöld auk innflutnings og útflutningshafta verða bannaðir í EES og ekki verð- ur lengur mögulegt að vernda inn- flutta framleiðslu fyrir samkeppni með mismunun í skattlagningu. Ríki hafa hins vegar heimild til að leggja á vörugjöld eða skráningar- gjöld sem leggjast jafnt á innlenda sem erlenda framleiðslu. Samvinna í tollamálum verður aukin innan EES. Landamæraeftir- lit verður áfram þótt það verði ein- faldað og dregið úr skriffinnsku og tollskoðunun á vörum og flutn- ingstækjum. Þá verða viðskipti með vörur einfölduð og pappírslaus viðskipti munu verða ráðandi. Tollar hverfa af fiski Við gildistöku EES samningsins fellur niður stærstur hluti tolla á sjávarafurðum á mörkuðum Evr- ópubandalagsins. Þetta gerist í áföngum á fjórum árum og metur utanríkisráðuneyti Islands, að ár- legar tollgreiðslur Islendinga lækki um nærri 2 milljarða þegar samn- ingurinn verði að fullu kominn til framkvæmda. Nokkrar tegundur bera þó áfram tolla, svo sem mest- öll síld og lax. í tengslum við EES-samninginn gerði ísland samning við Evrópu- bandalagið um samstarf á sviði sjávarútvegsmála þar sem meðal annars er miðað við að ríki Evrópu- bandalagsins fái að veiða 3.000 karfaígildistonn í íslenskri land- helgi á ári en í staðinn fái íslensk skip að veiða 30 þúsund tonn af loðnukvóta EB við Grænland. Þessi samningur tekur gildi um leið og EES-samningurinn. Landbúnaðarvörur Landbúnaði var haldið fyrir utan EES-samningana og hafa íslend- ingar því áfram heimild til að banna innflutning á flestum landbúnaðar- vörum, að minnsta kosti þar til GATT-samningar taka gildi. Þó falla ákveðnar tegundir af iðnaðar- vörum úr landbúnaðarhráefnum undir vörusvið EES, svo sem ákveðnar tegundir af ís, jógúrt og smjörlíki. íslendingar fengu heim- ild til að banna innflutning á við- kvæmum samkeppnisvörum, svo sem ís og smjörlíki sem gæti keppt við íslenskt viðbit. Einnig fá íslend- ingar að leggja verðjöfnunargjald á erlent jógúrt. í tengslum við EES-samninginn gerðu EFTA-ríkin sérstaka samn- inga við EB um innflutning land- búnaðarvara frá Suðurríkjum EB. Evrópubandalagið taldi að EFTA- ríkjunum bæri að greiða fyrir það hagræði sem þau hefðu af óheftum aðgangi fyrir iðnvarning sinn að innri markaði EB, með fijálsari aðgangi að EFTA-mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. ísland samdi við EB um óheftan innflutning á 79 tegundum af grænmeti, ávöxtum og vínum sem ekki eru framleidd hér á landi. Þá var heimilaður óheftur innflutning- ur á sex tegundum af grænmeti og fimm tegundum af afskornum blómum þann tíma ársins sem inn- lend framleiðsla fullnægir ekki eft- irspurn. Grænmetistegundirnar eru tómatar, salathöfuð, gúrkur, reitagúrkur og paprika og verða þær fluttar inn á tímabilinu 1. nóv- ember til 15. mars. Breytt opinber innkaup Fram til þessa hefur markaður opinberra innkaupa í Evrópu verið lítill og flestir stórir opinberir út- boðssamningar verið gerðir við inn- lend fyrirtæki þótt það hafi ekki átt við um ísland. EES-samning- amir eiga að tryggja stóraukna samkeppni í opinberum útboðum á efnahagssvæðinu. Ef ríki innan EES vill bjóða út opinbert verkefni sem felur í sér meira en ákveðna upphæð á ári, verður að bjóða verk- efnið út og auglýsa það um allt efnahagssvæðið. Talið er að þetta muni leiða til þess að kostnaður við opinberar framkvæmdir og þjónustu lækki verulega. Og um leið er eftir miklu að slægjast fyrir fyrirtæki því talið er að veltan á opinberum uppboðsmarkaði í EES verði 53 þúsund milljarðar króna á ári. Lyfj aauglýsingar Óheimilt verður að vera með ein- okun á innflutningi lyfja innan EES. Þá verður heimilt að auglýsa lyf fyrir almenning sem fást án lyfseðils með ákveðnum skilyrðum. Betri skipagasolía „Við emm að selja nákvæmlega sömu olíu og t.d. Norðmenn selja öllum sínum flota og við saman- burð sem við gerðum á skipagasol- íunni okkar og dæmigerðum gasol- íum sem stendur skipum til boða, í höfnum í Þýskalandi og Englandi samkvæmt upplýsingum frá Shell í þessum löndum, kom í ljós að gæði skipagasolíunnar okkar eru talsvert meiri en olíunnar þar,“ segir Kristinn. Sama verð um land allt Hann segir einnig ásakanir hag- fræðingsins um að olíufélögin hafí samráð um að „birta ekki stað- greiðsluverð fyrir olíu hér opinber- lega“ sæta undrun. „Hagfræðing- urinn talar hér þvert gegn betri vitund,“ segir Kristinn. „Samkvæmt fjórðu grein laga um flutningsjöfnunarsjóð og inn- kaupajöfnun olíu og bensíns skal söluverð þessa eldsneytis vera hið sama hjá hveijum neytenda í land- inu, sem þýðir einfaldlega að við megum bara auglýsa eitt verð og hlítum því. Það er okkur ekki Ijúft og við höfum m.a. margsinnis rætt það við forsvarsmenn útgerðar að aðstoða við að afnema þetta ákvæði, þvi við teljum það hluta af gömlum viðskiptaháttum að mega ekki bjóða traustum og góð- um viðskiptavinum betri kjör en þeim skuldseigu," segir Kristinn. Óskiljanlegar ásakanir Kristinn segir ennfremur þá ásökun hagfræðings LÍU um að „olíufélögin vilja halda mönnum á skuldaklafa með því að selja þeim alltof dýra olíu“ óskiljanlega. „Ég vil helst ekki trúa því að hagfræð- ingurinn haldi þvi fram í fullri al- vöru að það sé betra fyrir olíufélög- in að útgerðin skuldi þeim. Heldur hagfræðingurinn til dæmis að það sé betra fyrir olíufélögin að tapa allri útistandandi skuld útgerðar- fyrirtækis þegar það verður gjald- þrota, eins og hefur því miður færst í vöxt á seinustu árum, í stað þess að fá vöru sína staðgreidda? Mér er fyrirmunað að skilja þennan málflutning,“ segir Kristinn. Ovissa um EFTA-dóm- stólinn ÞÓR Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, hefur að eigin ósk fengið leyfi frá störfum hæsta- réttardómara til sjö mánaða, þar sem hann er á förum til Genf til að taka við starfi dóm- ara við EFTA-dómstólinn. Hann segir að nokkur óvissa sé um það hve lengi EFTA-dómstólinn muni verða við lýði. Þess vegna hafi hann aðeins fengið leyfi frá störfum í sjö mánuði. EFTA-dómstóllinn tekur til starfa nú um áramótin um leið og samningurinn um Evrópska efna-, hagssvæðið gengur í gildi. Dómarar þar munu ýmist sitja í þijú eða sex ár en það á eftir að varpa hlut- kesti um hvaða dómarar fylla hvorn flokk. Það veldur þó óvissu að ekki er vitað hvort EFTA-dómstóllinn end- ist nema í skamman tíma. Fjögur af fímm ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa sótt um inngöngu í Evrópubandalagið og er enn stefnt að því að ljúka aðildarsamningum fyrir 1. mars 1994. Aðild að Evr- ópubandalaginu þýðir að ríki yfir- gefur sjálfkrafa EFTA. Þór Vilhjálmsson er 63 ára og flestir hæstaréttardómarar hafa á undanförnum árum fengið lausn frá embætti 65 ára. Ef EFTA-dómstóll- inn reynist stofnun til frambúðar mun Þór því vart koma aftur til starfa við Hæstarétt. Ingólfur kominn á Arnarhól STYTTAN af landsnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni var sett á stall sinn á Arnarhóli á Þorláksmessu. Stallurinn var steyptur upp á nýtt og styttan sjálf hreinsuð og yfirfarin. Endanlegum breyting- um og frágangi á hólnum á að vera lokið næsta vor. Hvers vegna skattalækkun? eftir Friðrik Sophusson Á síðustu dögum þings fyrir jól samþykkti Alþingi mjög veigamiklar breytingar á skattalögum og munu skattar lækka verulega á næsta ári. Þessar breytingar eru að mestu leyti af tvennum toga. Annars vegar eiga þær rætur að rekja til niðurfellingar aðstöðugjalds og hins vegar til lækk- unar virðisaukaskatts af matvælum. Til þess að fá heildarmynd af skatt- breytingum næsta árs þarf reyndar að nefna þriðja atriðið, en það eru breytingar sem voru samþykktar í desember 1992 en koma fyrst til framkvæmda árið 1994. Niðurfelling aðstöðugjalds Breytingin vegna niðurfellingar aðstöðugjalds kom að mestu fram í upphafi ársins 1993. Þegar á heild- ina er litið munu sveitarfélög og ríki standa eins fjárhagslega eftir breyt- inguna og áður. Hins vegar verða talsverðar breytingar innbyrðis hjá sveitarfélögunum, allt eftir því hve þungt tekjur af aðstöðugjaldi vógu hjá einstökum sveitarfélögum. Enda þótt útsvar einstaklinga hækki og bæti sveitarfélögunum tekjutap vegna afnáms aðstöðugjalds er ekki hér um hreina tilfærslu skattbyrði frá fyrirtækjum yfir á einstaklinga að ræða. Niðurfelling aðstöðugjalds var nefnilega ekki einungis lyfti- stöng fyrir atvinnulífið heldur birtist hún einnig í lægra vöruverði til neyt- enda. Það er samdóma álit aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að „Heildarniðurstaðan verður því sú að skattar ársins 1994 lækka um 1,1 milljarð króna vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar. Skattbreyting- arnar einar sér auka kaupmátt ráðstöfunar- tekna heimilanna um l/i°/o að jafnaði á árinu 1994.“ vöruverð hafi lækkað um allt að l‘/2% vegna þessarar breytingar. Niðurfelling aðstöðugjalds lækk- aði vöruverð og jók þannig kaup- mátt almennings. Hin breytingin, hækkun útsvars, hefur gagnstæð áhrif, en þó heldur minni. Það er því rangt að halda því fram að afnám aðstöðugjalds hafi einungis verið á kostnað launafólks. Jafnvel þótt tekjuskattur (sem breytist í útsvar frá næstu áramótum) hafi verið hækkaður eru samanlögð áhrif þau að kaupmáttur hefur aukist í sumum tilvikum, t.d. kaupmáttur hinna tekjulægstu sem hvorki greiða tekju- skatt né útsvar. Lækkun virðisaukaskatts af matvælum o.fl. j Eins og fram kemur í eftirfarandi töflu lækka skattar í kjölfar nýsam- þykktra skattalaga um tæplega 1,8 milljarða króna sé miðað við heilt ár. Meginskýringin er lækkun virðis- aukaskatts af matvælum. Með lækk- un virðisaukaskatts af matvælum og þeim breytingum á vörgjöldum sem henni tengjast lækka skattar ríkisins um 3.265 m.kr. miðað við heilt ár. Þrátt fyrir hækkun tekjuskatts ein- staklinga, tryggingargjalds á fyrir- tæki og bifreiðagjalda leiða nýsam- þykkt skattalög þannig til tæplega 1,8 milljarða króna skattalækkunar á ári. (Sjá töflu.) Á móti þessari skattalækkun veg- ur lækkun vaxtabóta og álagning virðisaukaskatts á gistingu, samtals um tæplega 0,7 milljarða króna, en hvort tveggja var samþykkt í desem- ber 1992. Heildarniðurstaðan verður því sú að skattar ársins 1994 lækka um 1,1 milljarð króna vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Skattbreyting- Friðrik Sophusson arnar einar sér auka kaupmátt ráð- stöfunartekna heimilanna um '/2% að jafnaði á árinu 1994. Eru rök fyrir þessari skattalækkun? Það er ekki oft sem skattar eru lækkaðir eins og nú hefur gerst. Spyija má hvaða tilgangi það þjónar að lækka skatta einmitt nú þegar ríkissjóður er rekinn með halla. Ég vil riefna þrjú atriði til sögunnar. / fyrsta lagi tryggir þessi skatta- lækkun kjarasamninga til tæplega tveggja ára, án launahækkana nema til hinna lægst launuðu. Friður á vinnumarkaði er forsenda stöð- Skattbreytingar á fjárlögum fyrir árið 1994 í milljónura króna.................................................m.v. heilt ár Lækkun virðisaukaskatts af matvælum......................................-3.100 Lækkun vörugjalds..........................................................-165 0,35% hækkun tryggingagjalds á atvinnurekendur..............................560 0,35% hækkun átekjuskatti einstaklinga......................................685 Hækkun á bifreiðagjaldi ....................................................450 Fallið frá skattlagningu fólksflutninga o.fl...............................-195 Heildaráhrif á afkomu ríkissjóðs.........................................-1.765 ugleika í efnahagslífinu, en það er mikilvægt, ekki síst við þær erfíðu aðstæður sem atvinnullífið býr nú við. I öðru lagi leiða þessar breyting- ar til þess að verðbólga verður afar lítil á næsta ári. Stöðugt verðlag styrkir þann árangur sem náðst hef- ur í efnahagsmálum á undanförnum misserum. / þriðja iagi er þessi skattalækkun í samræmi við yfir- lýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að draga úr halla ríkissjóðs með aðhaldi og sparnaði í rekstri, en ekki með skattahækkunum. Öll þessi at- riði vega þungt í mínum huga þegar þessi niðurstaða er skoðuð. Réttlát skipting skattbyrðinnar íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu misseri. Af þeim sökum hefur ríkis- stjórnin þurft að grípa til margvís- legra aðgerða til þess að bregðast við vanda atvinnulífsins og hamla gegn auknu atvinnuleysi. Skattar á fyrirtækjum hafa verið lækkaðir. Utgjöld ríkisins til vegaframkvæmda og annarra atvinnuskapandi verk- efna hafa verið aukin. Þetta hefur auðvitað takmarkað svigrúm ríkis- stjórnarinnar til að draga úr halla ríkissjóðs. Við erfiðar aðstæður hefur ríkis- stjórnin staðið gegn skattahækkun- um. Reynt hefur verið að styrkja atvinnulífið og koma í veg fyrir auk- ið atvinnuleysi með því að lækka skatta á fyrirtækjum. Skattbyrði ein- staklinga hefur þyngst, en þess hef- ur verið gætt að hún lenti á þeim sem betur eru settir. í þeim skatt- breytingum sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir hefur hún þannig kapp- kostað að hlífa þeim tekjulægstu, dreifa skattbyrðinni réttlátlega og treysta grundvöll atvinnulífsins. Höfundur er fjármálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 295. tölublað (28.12.1993)
https://timarit.is/issue/126060

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

295. tölublað (28.12.1993)

Aðgerðir: