Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 Þórgunnur Þorleifs- dóttir, Reykholti, Dalvík - Minning Fædd 7. október 1916 Dáin 19. desember 1993 Hinn 19. desember sl. lést á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri móð- ursystir mín, Þórgunnur Amalía Þorleifsdóttir. Um allnokkurt skeið hafði hún átt við vanheilsu að stríða. Fráfall hennar nú bar þó bráðar að en mörg okkar hugðu. Síðast hitti ' -vg hana glaða í sinni í brúðkaupi dóttursonar hennar í júní síðastliðn- um. Þórgunnur var dóttir hjónanna Svanhildar Bjömsdóttur frá Sela- klöpp í Hrísey og Þorleifs Kristins Þorleifssonar útvegsbónda á Hóli á Upsaströnd. Hún var næstelst átta systkina, fædd 7. október 1916. Af þessum systkinum eru nú fjögur látin. Þórgunnur giftist 5. nóvember 1937 föðurbróður mínum, Áma Guðlaugssyni, frá Miðkoti við Dal- vík. Þau reistu sér hús að Karls- braut 12, Dalvík, riefndu það Reyk- holt og fluttu þangað árið 1943. Þar bjuggu þau alla búskapartíð sína. Þijú börn eignuðust þau: Snor- ra Guðlaug, fæddan 171 janúar 1943, dáinn 7. mars 1985 af slysför- um; Þorleif Kristin, fæddan 11. • október 1946, dáinn 5. október 1974 af slysförum; og Svanhildi, fædda 18. júní 1948, hárgreiðslumeistara og varaþingmann, Oldugötu 1, Dal- vík, gifta Vigfúsi Jóhannessyni, skipstjóra. Samgangur var mikill milli heim- ila okkar og þau systkinin Snorra, Þorleif og Svanhildi leit ég nánast á sem mín eigin systkini. Auk skyld- ■^leikans áttu foreldrar okkar mikið saman að sælda á bestu starfsámm sínum, t.d. störfuðu þeir bræður, feður okkar, saman við múrverk í mörg ár. Þórgunnur ólst upp á Hóli við þau störf og starfshaétti sem þá tíðkuð- ust til lands og sjávar. Foreldrar hennar, amma mín og afí á Hóli, ráku þar myndarbú frá 1917 til 1958. Á þessum ámm var mann- margt á Hóli og auk búskaparins átti afí um tíma vélbát sem hann gerði út frá Dalvík. í þessu um- hverfí ólst Þórgunnur upp. Auk venjulegs skyldunáms var hún einn vetur, 1933-34, í Húsmæðraskól- anum á Hallormsstað. *. j Að leiðarlokum er mér efst í huga Fædd 16. júlí 1912 Dáin 20. desember 1993 Kær vinkona mín og konu minnar Guðbjörg Samsoe Petersen lést í Kaupmannahöfn hinn 20. þessa mánaðar 81 árs að aldri. Hún verð- ur jarðsett 28. desember. Guðbjörg ólst upp á Eskifirði, en fluttist ung til Reykjavíkur og síðan til Kaup- mannahafnar, þar sem hún lærði hárgreiðslu, og vann hún við það mest alla tíð með heimili sínu. Guðbjörg giftist þeim ágæta manni Ame Samsoe Petrsen raf- virkja, sem starfaði hjá danska rík- isútvarpinu, sem verkstjóri á við- , gerðarverkstæði. Ame lést fyrir nokkrum árum. Guðbjörg og Arne ^eignuðust þrjú böm, þau eru Asdis, > Stefan og Ingolf, sem búa í Kaup- mannahöfn. Ég kynntist Guðbjörgu og Arne fyrir rúmum 40 árum, þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn, og hef- ur vinskapur haldist alla tíð síðan. Þegar komið var til Kaupmanna- hafnar var heimili þeirra okkar ^annað heimili. Ég ætla ekki að rekja ættir Guð- bjargar, því að aðrir em færari til sérstakur hlýhugur Þórgunnar frænku í minn garð og minnist ég þar t.d. ánægjulegra bréfaskipta okkar er ég um fimm ára skeið var við nám í Kaliforníu. Ekki er að efa að við lok hinstu farar mun hún eiga góða heimkomu þar sem þeir feðgar, maður hennar og synir tveir, sem hún varð að sjá á bak, munu fremstir fagna henni. Ég og foreldr- ar mínir vottum hennar nánustu okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning hennar. Atli Rafn Kristinsson. Að lokinni samfylgd, langar mig að skrifa fáein kveðjuorð til Þór- gunnar í Reykholti. Við erum búnar að búa sitthvoru megin við Karls- brautina í hartnær 50 ár. Mér finnst eins og líf okkar hafí verið svo sam- tvinnað frá fýrstu kynnum. Við höfum sameinast í sorg og gleði. Oft var skokkað yfir götuna ef eitt- hvað þurfti að sýna sem verið var að gera, flík var saumuð eða prjón- uð, ný uppskrift reynd og ég tala nú ekki um þegar fræjunum var sáð á vorin. Við fýlgdumst með því hvor hjá annarri hvernig fræin komu upp og jurtirnar döfnuðu. Það eru svo óteljandi minningar um þessa góðu konu sem ég geymi í hjarta mínu. Ég gleðst með henni nú, ég veit að vinirnir hennar kæru hafa tekið á móti henni og mikil hefur gleðin verið. Um leið og ég þakka henni fyrir allt og allt þá óska ég henni góðrar ferðar til landsins eilífa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég votta Svanhildi, Ninna og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu samúð. Sigurlaug Sveinsdóttir. Mér andlátsfregn að eyrum berst, ég út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerzt til hjarta mér sú fregnin skerst, - hún móðir mín er dáin! Hve vildi ég, móðir, minnast þín, en má þó sitja hljóður, þess. Ég vil með þessum fáu linum þakka fyrir okkur og votta eftirlif- andi börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð okk- ar' Gísli Júlíusson. Guðbjörg Samsoe Petersem lést í Kaupmannahöfn hinn 20. desem- ber síðastliðinn en hún var fædd 16. júlí 1912. Hún var dóttir hjón- anna Ásdfsar Sigurðardóttur og Stefáns Magnússonar að Berunesi við Fáskrúðsfjörð. Systkini hennar eru nú öll látin en þau voru Sigurð- ur, Kristinn, Sigríður, Ingólfur og Emil. Fjölskyldan flutti til Eski- fjarðar þegar Guðbjörg var á barns- aldri þar sem hún ólst upp en síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar stundaði Guðbjörg nám í matreiðslu einn vetur við Kvenna- skólann en vann síðan við ýmis störf, meðal annars í mörg ár á Hressingarskálanum og einnig á berklahælinu að Kristnesi og bast hún þar vinaböndum við starfsfé- lagana, eignaðist vinkonur sem hún átti ævilangt. Guðbjörg vann einnig um skeið á hárgreiðslustofu Kristín- ar Ingimundardóttur. mér finnst sem tungan ptrist mín, mér finnst hver hugsun minnkast sín, - því allt er minna móður! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var I hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Þú geymdir heitan innri eld, þótt ytra sjaldan brynni. Ef kulda heims var sál mín seld, ég sat hjá þér um vetrarkveld, - þá þíddirðu ísinn inni. Sem varstu mér svo varstu þeim, er veittir ævitryggðir. Þótt auðs þér væri vant í heim, þú valdir honum betra en seim, - þitt gull var dáð og dyggðir! Hver var þér trúrri í stöðu og stétt, hver stærri að þreki og vilja, hver meiri að forðast flekk og blett, hver fremri að stunda satt og rétt, hver skyldur fyrri að skilja? Þótt hafi ég spurt, - um heimsins svar ég hirði ei hið minnsta; ég dóm hans, móðir, met ei par, því meira ég veit, - hver lund þín var og sálar eðlið innsta. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, - ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda, - er lít ég fjöllin fagurblá, mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjabanda! (S.S.) Guðbjörg hleypti heimdraganum fyrir alvöru rétt fyrir stríð og flutt- ist til Kaupmannahafnar. Hún lauk hárgreiðslunámi og naut þá góðs stuðnings frænda síns Sigurðar Halldórssonar klæðskera og konu hans sem hún bjó hjá á námsárun- um. Guðbjörg vann við hárgreiðslu- störf en sneri sér alfarið að heimilis- störfum eftir að hún giftist eins og þá var títt. Guðbjörg var gift Arne Samsoe Petersen, tæknimanni hjá danska útvarpinu og eignuðust þau þrjú börn, Ásdísi sem er fóstra, Stefan, sem stjómar þáttagerð við Dan- marks Radio og Ingolf, sem er Þannig minnist ég þín elsku mamma. Svanhildur Árna. Þórgunnur í Reykholti er farin til nýrra heimkynna. Við erum glöð fyrir hennar hönd því nú er hún búin að hitta fyrir vinina sína sem beðið hafa eftir henni og hún hefur saknað svo lengi. Okkur er líka tregi og söknuður í huga sem stafar af eigingirni eftirlifandans, sem vill hafa umhverfi sitt óháð forgengileik- anum. En svo lengi sem við munum hefur Þórgunnur verið tengd lífi okkar. Fyrst sem þátttakandi í upp- eldi okkar og síðar sem vinkona sem gott var að koma til og þiggja hjá andlega uppörvun sem veitt var af hlýju og léttleika, einkennandi fyrir stórbrotna konu. Okkur sem eftir sitjum og berumst með tímans straumi, sýnist sem sjálf Karlsbraut- in hafi misst lit. Þórgunnur var ein af máttarstólp- unum sem mótaði og setti svip sinn á ljölskylduumhverfíð í Karlsbraut- inni þegar við sem nú erum á miðjum aldri vorum að alast upp. Hún var gift Árna Guðlaugssyni föðurbróður okkar og er Reykholt staðsett gegnt Lundi þar sem við áttum heima. Auk pabba og Árna bjuggu tvö systkini þeirra líka við Karlsbrautina og út og upp við rætur Bæjarfjallsins í Miðkoti voru föðuramma og tveir föðurbræður okkar með sínar fjöl- skyidur. Það er því ekki ofsagt að við höfum alist upp í sannkölluðu fjölskylduumhverfi sem einkenndist af samkennd og samábyrgð full- orðna fólksins fyrir bömum og búi. Og í raun var eins og allt fullorðna fólkið í götunni okkar axlaði þessa ábyrgð, a.m.k. var því ljúft og skylt að hlutast til um athafnir og sam- skipti okkar krakkanna. Því gengum við ekkert að því gruflandi að þótt pabbi og mamma væru ekki viðlátin þá var eftirlitið og aginn í góðum höndum. í þessari andrá er vert að minn- ast þess að Karlsbraut heitir eftir landnámsmannioum Karli rauða. Sú kynslóð sem nam land við götuna á sínum tíma var að mörgu leyti frum- heijar. Margt af því fólki sem þar bjó byggði sín hús sjálft og þar í hópi voru Þórgunnur og Árni í Reyk- holti. Það sem einkennir frumheija- byggðir öðru fremur en samtrygg- ing. Það á ekki síst við í sjávarþorp- um þar sem fjölskyldufeður eru tím- unum saman fjarverandi. Ef ein- hvers staðar er þörf fýrir slíkt er það í sjómannasamfélagi. Konurnar í Karlsbrautinni voru trúar sínu og samkvæmt tíðarand- anum var hlutskiptið fyrst og fremst að vera til staðar og hlúa að nán- kennari, þau eru öll búsett í Kaup- mannahöfn. Þau Arne og Guðbjörg bjuggu sér fyrst heimili í Rudolph Bergsgade í Kaupmannahöfn en bjuggu lengst af á myndarlegu og velbúnu heimili að Holsteinsgade 5 á Austurbrú. Eftir að bömin uxu úr grasi vann Guðbjörg lengst af utan heimilis og meðal annars um árabil við afgreiðslustörf í Magasin du Nord. Eftir að hún missti mann sinn fann hún sér enn ný verkefni auk heimilisstarfanna og tók á móti ferðafólki til gistingar og munu margir landar hafa gist hjá henni. Hún var langt frá því óvön að sinna ferðalöngum, því að löng- um var gestkvæmt hja Arne og Bubbu eins og Guðbjörg var gjarn- an kölluð í hópi vina og ættingja. Hún var bundin ættjörðinni sterk- um böndum og fór hún heim með Ásdísi dóttur sína í heimsókn 1945 er einangrun stríðsáranna lauk. Vinir og skyldfólk áttu alltaf vís- an samastað hjá henni og erum við ófá sem minnumst ótal heimsókna og ánægjustunda þar þegar leiðin lá um Höfn. Einnig er viðdvölin var styttri tóku þau hjón bæði á móti gestum af hlýju og rausn og á seinni árum brá Arne gjarnan glettnislega fyrir sig þeirri íslensku sem hann lærði af samræðum gesta og Is- landsferðum sem urðu nokkrar í gegnum árin. Kynni mín af fjölskyldunni hóf- ust þegar Bubba kom heim með börnin og ég var um sjö ára aldur. Er mér aðallega minnisstætt að ég var hálfmóðguð út í hin skrítnu Guðbjörg Stefáns- dóttir Samsoe Pet- ersen — Minning asta umhverfí. Þórgunnur stóð sína plikt. Hún sá til með börnum frænda, vina og nágranna líkt og hennar eigin börn væru. Og það var tekið mark á henni, því það sópaði að Þórgunni hvar sem hún fór. Hún var glæsileg á velli og höfðingleg í fram- komu. Hispursleysi einkenndi Þórg- unni alla tíð og hún sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Og oft var stutt í húmorinn. Þórgunnur Amalía Þorleifsdóttir fæddist 7. október 1916 á Hóli, Upsaströnd, dóttir sæmdarhjónanna Svanhildar Björnsdóttur frá Selak- löpp, Hrísey, og Þorleifs Þorleifsson- ar frá Hóli. Hún var næstelst átta systkina, en látin eru nú auk hennar Guðrún, Dagmann og Karl. Hún ólst upp á Hóli. Veturinn 1933-34 stundaði hún nám við á Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað. Þórgunn- ur giftist Árna Guðlaugssyni frá Miðkoti 5. nóvember 1937. Ungu hjónin bjuggu fyrst í Víkurhóli á Dalvík en síðan í Reykholti, því húsi sem þau byggðu sér. En þar bjó Þórgunnur fram til síðasta dags. Þórgunnur og Árni eignuðust þijú börn, Snorra-Guðlaug, fæddan 17. janúar 1943, Þorleif Kristin, fæddan 11. október 1946, og Svanhildi, fædda 18. júní 1948. Synina sína misstu þau báða af slysförum, Þor- leif 5. október 1974 og Snorra 7. mars 1985. Sonarmissirinn var hjón- unum í Reykholti afar þungbær. Sumum er það gefið að vaxa með sinni sorg og Þórgunnur var ein af þeim. Hún sneri kröftum sínum að barnabörnunum sem áttu um sárt að binda og hennar heimili var þeirra heimili fram á síðasta dag. Árni •frændi lést 7. nóvember 1987. Höfðu þau hjón þá rétt haldið upp á gull- brúðkaup sitt. Ómetanlegt var hið sterka og einlæga samband þeirra mæðgna Þórgunnar og Svanhildar, ekki síst á tímum sorgar. Samband sem aldrei kom brestur í þótt mikið reyndi á. Nú er Þórgunnur í Reykholti lögð upp í ferð til annarra tilverustiga þar sem hún fær hlýjar móttökur. Umhverfið þar er okkur ókunnugt. Við getum ekki fullyrt þótt okkur detti í hug, að þar muni hún setjast að í nýrri Karlsbraut og verða mikil- virkur þátttakandi í samfélagi þar sem samheldni og samábyrgð ræður ríkjum. Það er vandséð hvernig komið verður í Karlsbrautina án viðkomu í Reykholti, svo samofið var það heimili lífi okkar systkinanna í Lundi. Elsku Svansa, Ninni, frænd- systkinin öll og fjölskyldur, ykkar missir er mikill en minningin um góða konu og ættmóður lifír. Guð blessi ykkur. Systkinin í Lundi. frændsystkini fyrir að tala ein- göngu óskiljanlegt hrognamál. Fyr- ir alvöru hófust kynnin þó fyrst upp úr 1968, eftir það naut ég mikillar gestrisni og vinskapar Bubbu reglu- lega meðan heilsa hennar entist. Vil ég þakka það sérstaklega og veit ég að mörg skyldmenni mundu taka undir það. Mikið var spjallað í þessum heimsóknum. Guðbjörg var glaðlynd og gamansöm og rifj- aði hún oft upp minningar frá bernskuárunum fyrir austan og sín- um yngri árum í Höfn, meðal ann- ars er henni var trúað fyrir því að sýna opinberlega samkvæmiskjóla frænda síns Sigurðar klæðskera. Hún var sjálf afar dugleg við sauma og hannyrðir og hugmyndarík er það snerti. Guðbjörg var áhugasöm um stjórnmál og félagslega sinnuð og hélt sér staðfastlega við þá af- stöðu. Hún innti ávallt mjög eftir fréttum að heiman og hafði þrátt fyrir langa búsetu erlendis lifandi áhuga á gangi þjóðniálanna heima. Síðastliðin átta ár átti Guðbjörg við vaxandi vanheilsu að stríða og fluttist hún á þeim tíma til Ryesgade 16, þar sem hún bjó sér fallegt en hentugt heimili. Þar gat hún um skeið notið útsýnisins yfir „sjóana“ sem hún hafði alltaf mikið dálæti á. Þegar ég heimsótti Bubbu síðast í júní síðastliðnum var hún lasburða en innti enn eftir fréttum og spjallaði góða stund yfir kaffi- bolla og vínarbrauði. Elsku Guðbjörg, far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Guðrún Kristinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.