Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 Léttur og dillandí Tsjekhov Róbert Arnfinnsson á leiftrandi stjörnuleik í hlutverki Soríns _________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið MÁVURINN Höfundur: Anton Tsjekhov Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Tónlist: Faustas Latenas Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Vytaut- as Narbutas Leikstjórn: Rimas Tuminas Nokkrar manneskjur eru saman komnar á óðalssetrí Pjotrs Ni- kolajevítsj Sorín, sem er af landeig- endaaðli sem er að deyja út. Leikur- inn gerist um aldamótin og veldi aðalsins er hálfpartinn hrunið í rúst. Pjotr á ekkert lausafé, aðeins þessa eign sem ekki er hægt að selja og sjálfur er hann ofurseldur ofríki ráðsmanns síns, sem heldur öllu gangandi - jafnvel þótt tii- gangsleysið sé farið að setja sterk- an svíp á alla sem tilheyra Sorín og heimili hans. Þar býr einnig Konstantín, systursonur hans, ráðsmaðurinn Shamrajev, Polina, kona Shamrájevs og Masha, dóttir þeirra. Heimágangar eru læknirinn Dom og Médvedénko, kennari. Þar er líka matsveinn og vinnumað- urinn Jakob, auk þjónustustúlku. Þegar teikurinn hefst eru komnir gestir. Það eru Irína, systir Soríns og móðir Konstatíns/ og elskhugi hennar, rithöfundurinn Trígorín. Þau hafa komið í tæka tíð til að sjá uppfærslu á leikriti Konstatíns, sem ung og saklaus stúlka úr ná- grenninu, Nína, leikur. Konstantín á sér draum um að verða rithöfundur og Nína þráir að verða leikkona. Samfélagið sem þau lifa í einkennist af glundroða. Gömul gildi eru fyrir bí, aðallinn sem hefur lifað í iðjuleysi og kann ekkert til verka, er ofurseldur ráðs- mönnum sínum og vinnuafli - sem þó er valdalaus lýður. En hvert samfélag þarf sínar hetjur og í öll- um glundroðanum taka listamenn við því hlutverki. Þeir virðast fijáls- ir, geta ferðast og eru aufúsugest- ir hjá þeim sem veslast upp í dapur- legri kyrrstöðu. Draumur þeirra Konstantíns og Nínu um að verða listamenn er óhjákvæmilegur; von um leið út úr sjálfheldunni í sveitinni, þar sem þau eru bamung að veslast upp í fátækt. Þau hafa ekki verið alin upp fyrir þessar aðstæður og kunna ekki að takast á við þær - ef þau verða ekki listamenn, bíður þeirra engin framtíð. Þau gera sér ekki grein fyrir því að það er miðaldra kynslóðin sem fann þessa flóttaleið og hefur eignað sér hana. Unga kynslóðin vill ekki ganga í sömu spor, heldur vill hún bijóta upp formið og fara nýjar leiðir. Það er ógnun við öryggi og gildismat mið- aldrakynslóðarinnar - og því verður að beija niður drauma þeirra ungu. Þetta kemur berlega fram í af- stöðu Irínu, móður Konstantíns, til verka hans. Hún eyðileggur ieik- sýningu hans - hæðist að hugmynd- um hans um formbreytingar - les ekki verkin hans og elskhugi henn- ar, rithöfundurinn Trígorín, segist ekki skilja verk unga mannsins - reynir þó ekki að Iesa þau. Irína og Trígorín eru sjálfsupptekin og sjálfselsk og til í að fóma hveiju sem er til að halda sínu. Nína dáir Trígorín og heldur að hann sé leið hennar til frægðar og frama. Hún yfírgefur Konstantín sem elskar haná af öliu hjarta, til að fylgja Trígorín. Þegar hún snýr aftur, tveimur ámm seinna, em æskublómi og fegurð horfin, líf hennar eilíf ferðalög á þriðja far- rými þar sem durgar horfa græðg- islega á hana. Það em nú allir aðdáendurnir og hún skilur, þótt seint sé, hvers vegna Trígorín gat ekki verið hamingjusamur í allri sinni frægð. Hún áttar sig kannski á því að listamaðurinn samsamar sig starfi sínu svo algerlega, að honum Iíður alltaf illa, nema þegar hann vinnur. En Nínu skortir þar sem Irína og Trígorín hafa - sjálfs- elskuna og óskammfeilnina og því verður leiklistarferill hennar aldrei það sem hana dreymdi um. Hún er buguð eftir aðeins tvö ár og lík- ir sér við máv, sem Konstantín hafði skotið. Hana dreymdi um að fljúga fijáls í listgrein sinni, en var skotin niður þegar hún breiddi út vængi sína til að hefja flugið. En þótt þetta leikrit sýni á kald- ranalegan hátt, í hversu ólíkum heimi þijár kynslóðir í sama húsi lifa, er skopskyn Tsjekhovs ekki langt undan. Þótt hann sýni fúnar stoðir og brunarústir drauma, er hann fyrst og fremst að skrifa um manneskjur og hvað er mennskara en að bregðast við aðstæðum á grundvelli veikleika síns - fremur en styrks. Fyrir mér er Tsjekhov öðrum höfundum næmari á tregðu manneskjunnar til að taka breyt- ingum; tregðu sem svo sannarlega kemur persónum hans í bobba, vegna þess að breytingarnar í sam- félagi þeirra eru skelfilega hraðar og óvæntar. Af einskærri mennsku reyna þær annað hvort að sporna gegn þeim breytingum - eða leggja á flótta; hugsa aðeins um eigin hag - samfélagið er orðið að frumskógi og hver dýrategund (eða kynslóð - eða stétt) nærist á annarri. Til að komast af er ekki lengur hægt að dylja hégóma, yfirgangssemi og skapsmuni, heimsku, skilnings- leysi, vonir og þrár. Allt er í einum hrærigraut og brýst stjórnlaust út. Enginn hefur hemil á neinu og á sviðinu segja persónumar og gera hiuti sem era „bara alls ekki viðeig- andi“. Það er aðalsmerki Tsjekhovs að sjá skoplegu hliðarnar á mann- eskjunni og því verða leikrit hans aldrei þung, nema ef leikstjórinn er sneyddur skopskyni og ber ótta- blandna lotningu fyrir þeirri dauð- ans alvarlegu staðreynd að Tsjek- hov var snillingur. Það var teflt djarft þegar valdir voru leikstjóri, leikmynda- og bún- ingahönnuður og tónskáld að þess- ari sýningu Þjóðleikhússins. Það hefur svo oft sýnt sig að það lúkk- ast ekki alltaf að fá útlendinga til að setja upp sýningar hér og hafa þau rök heyrst að það sé vegna þess að þeir skilji ekki tungumálið og hrynjandi þess. En kannski er það bara vegna þess að það hafa verið misjafnlega góðir Iistamenn sem hafa verið fengnir hingað til starfa. Þrieykið sem nú var fengið til að setja Mávinn upp, kemur frá Litháen - og ekki veit ég hvort tunga þeirra eða hrynjandi hennar er skyldari íslensku en önnur mál - því eitt er víst að sýningin geng- ur fullkomlega upp. Þar kemur fyrst og fremst til skilningur á hinum leikandi húmor sem er í allri persónusköpun Tsjek- hovs. Leikstjórinn, Rimas Tuminas, gengur þó nokkuð lengra en að binda hann við texta persónanna - heldur fyllir hann tómið á milli texta með skopi. Hann nýtir sér mjög skemmtilega þá tilhneigingu sem manneskjan hefur, að ferðast um lífið í hópum. í upphafi sýning- ar líður þéttur hópurinn ákaflega hægt inn á sviðið og út aftur, svip- brigðalaus og dofinn og gefur tón- inn að því andrúmslofti sem yfir óðalssetrinu svífur. Þegar persón- urnar missa stjórn á hlutverkum sínum, er fyrirvaralaust safnast saman og gengið í hringi, hraðinn verður stöðugt meiri - allt þar til þær hafa meira að segja misst stjórn á hópnum og hlaupa út og suður, æpandi og öskrandi, til að koma hveijum á sinn stað; koma aftur á reglu og öryggi. Hann gengur líka svo langt að láta per- sónurnar gleyma sér í einni tilfinn- ingu sem þeim líður vel í þá stund- ina - og því er reynt að halda í þá stund. Trígorín gleymir sér uppi á skáp, standandi eins og hani, eftir að hann hefur átt ljúfa stund með Nínu - í upphafí kynna þeirra. Polína, kona ráðsmannsins, gleym- ir sér hvað eftir annað í návist læknisins Dorn, sem er elskhugi hennar og mænir upp í hann, svo einhver dæmi séu tekin. Það fær enginn að dyljast. Þessi áhersla á húmorinn í verki Tsjekhovs gæti vísast litið út sem stælar og til- gerð, ef leikstjórinn væri ekki eins samkvæmur sjálfum sér alla sýn- inguna, sem raun ber vitni og heild- in verður gamansöm, lífleg og hlý, þrátt fyrir þann mannlega harmleik sem á sér stað í þessu húsi Soríns. Leikurinn er almennt mjög góður og vegna þess að hlutverkin hafa flest svipað vægi, verður aldrei dauður tími, eins og gerist oft þeg- ar aðalpersónur hverfa af sviðinu. Anna Kristín Amgrímsdóttir leikur Irínu, hina sjálfselsku móð- ur, sem hefur skilið soninn eftir í sveitinni hjá bróður sínum til að geta sem best notið þess frelsis sem listamanni stendur til boða. Hennar uppáhaldsumræðuefni er hún sjálf og þær viðtökur sem hún fær í leikhúsum hér og þar. Þegar hún kemur í heimsókn á óðalssetrið verður athyglisþörf sonarins óbæri- leg. Hann er stöðugt að reyna að verða einhvers virði í hennar aug- um - en hennar augu snúa inn á við og hún hæðir og niðurlægir soninn til að losna við þetta eilífa nagg. Anna Kristín lék Irínu mjög vel; skilaði þótta hennar og kald- lyndi óaðfinnanlega og fór á kost- um, þegar Irína þarf að beita öllum sínum leikhæfileikum til að halda í Trígorín. Baltasar Kormákur fer með hlut- verk sonarins, Konstantíns; drengsins sem vill ekki bara verða rithöfundur til að flýja innilokunina á glötuðu óðalssetrinu, heldur fyrst og fremst til að öðlast viðkurkenn- ingu móður sinnar - sem metur rithöfunda greinilega umfram aðra menn - og það er sama hvort hon- um tekst ætlunarverkið; á meðan móðir hans les þau ekki einu sinni, er engin von. Og með áhugaleysi og kulda, steypir hún honum í glöt- un. Án hennar viðurkenningar er Konstantín dauðans matur. Mér fannst Baltasar Kormákur eiga í einhveijum vandræðum með þetta hlutverk. Það sem kannski háir honum mest er hversu lítinn radd- styrk hann hefur og á því erfítt um vik að túlka þær tilfínningar sem með persónunni hrærast. Þótt Konstantín sveiflist frá eftirvænt- ingu til vonbrigða, yfir í reiði og síðan örvæntingu, er raddbeitingin hin sama; nokkuð áreynslukennd. Konstantín er mjög „til baka“ á þessu heimili, en varð fremur matt- ur persónuleiki í meðförum Baltas- ar Kormáks. Róbert Arnfinnsson leikur Sorín og á í honum leiftrandi stjömuleik. Sorín segir ekki ýkja margt í verk- inu, en nærvera Róberts á sviði er með ólíkindum sterk; svo sterk að Sorín er nánast sýnilegur þótt hann sé ekki á sviðinu. Sorín er ákaflega gamall maður, þótt hann sé bara rétt um sextugt. Eins og aðrir hafði hann átt sér drauma - tvo. Hann dreymdi um að verða rithöfundur og hann dreymdi um að kvænast. Hvorugur þessara drauma rættist' og þótt draumarnir og tíminn stæðu í stað, leið Sorín og vaknaði upp, eftir margra ára dygga þjón- ustu í ráðuneyti, við það að hann hafði ekki einungis tapað draumun- um, heldur stöðu sinni, peningum - og lífínu. Þá var ekkert eftir nema systursonurinn, Konstantín, sem átti áþekka drauma; langaði að verða rithöfundur og kvænast - Nínu. Halldóra Bjömsdóttir leikur Nínu, saklausu, ungu sveitastúlk- una sem dreymir um frægð og frama, en hefur rangar hugmyndir um leiðina þangað. Mér fannst Halldóra ekki finna rétta tóninn í túlkun sinni á Nínu. Nína Halldóra er, því miður, ekkert frábragðin Þóru í Ferðalokum, eða Júlíu í Rómeó og Júlíu - og held ég að þama komi fram helsti gallinn á því að fá erlenda leikstjóra. Þeir þekkja ekki leikarana og vinnuað- ferðir þeirra og átta sig kannski ekki á því að viðkomandi er að festast í einhveiju fari - eins og mér finnst Halldóra vera að gera. Gunnar Eyjólfsson leikur ráðs- manninn Shamrajev og fer ágæt- lega með þetta hlutverk sem er þó fremur einhliða. Shamrajev er ótta- lega grófur hrotti, sem stjórnar með því að beija svipu sinni til og frá. Án hennar er hann ekkert, ekki einu sinni í augum eiginkon- unnar - en hún hræðist svipu hans eins og aðrir. Guðrún S. Gísladóttir leikur eig- inkonu Shamrajevs, Polínu, og ger- ir það ákaflega skemmtilega. Hún sveiflar sér af nákvæmni milli gam- ansins og alvörunnar sem felast í því að leika dyggðuga eiginkonu manns sem hún óttast - og að til- biðja elskhuga sinn, Dorn lækni. í návist þessara tveggja manna er hún tvær ólíkar persónur; annars vegar þögul, hlýðin og undirgefin, hins vegar óðamála, ástleitin og ástríðufull. Guðrún kemur þessum andstæðum vel til skila og er þetta í fyrsta skipti sem mér finnst Polína vera athyglisverð og skemmtileg persóna í sýningu á Mávinum. Edda Amljótsdóttir leikur dóttur þeirra Möshu, unga stúlku sem gengur alltaf í svörtu, vegna þess að hún syrgir líf sitt. Hún tekur í nefið, drekkur óblandað vodka og elskar Konstantín. Sú ást er eins vonlaus og ást allra annarra og á endanum samþykkir hún að giftast staurblönkum kennara, Medved- énko, sem hún fyrirlítur. Leikur Eddu er óaðfinnanlegur, þótt mér finnist Masha ekki vera rétta hlut- verkið fyrir hana. Hún hefur mjög sterka nærvera á sviði, feykilega góða rödd sem hún beitir sérlega vel og það verður fremur ótrúverð- ugt að Konstantín skuli fremur hrífast af hinni þokukenndu Nínu - einkum og sér í lagi þar sem allt gildismat hefur riðlast og Masha er honum mjög vel samboðin. Fað- ir hennar, ráðsmaðurinn er mun efnaðri en húsbændur hans og Masha eini erfinginn - Nína er hins vegar arflaus. Jóhann Sigurðarson leikur Tríg- orín. Jóhann leikur sér að því að draga fram „kómísku" hliðamar á þessum þreytta, unga manni; hé- gómleika hans, sjúklegri þörf fyrir aðdáun kvenna og hvernig hann blindast algerlega af hrifningu á sjálfum sér, þegar hann áttar sig á því að hann hefur, fyrirhafnar- laust, unnið ástir bráðungrar stúlki^ - hann sem á 43 ára gamla ást- konu. í atriðinu þar sem Trígorín rekur raunir sínar fyrir Nínu, um óhamingju sína, á Jóhann stórkost- legan leik. Erlingur Gíslason leikur Dorn lækni og skilar ágætlega þessum lífsnautnamanni, sem alltaf er ánægður og verður aldrei leiður á neinu - ekki einu sinni ofuram- hyggju og dýrkun Polínu. Hún gengur á þreytandi hátt með gras- ið í skónum á eftir honum, en hon- um líkar það bara vel. Hann kemur og fer eftir sinni hentisemi; veit hvað bíður hans á þessu óðalssetri og gengst inn á leikinn. Hjalti Rögnvaldsson leikur Medvedénko kennara og ég verð að segja eins og er að hann er sá eini sem mér fannst afleitur í þess- ari sýningu. í meðföram hans verð- ur kennarinn ekki bara fátækur einfeldningur - heldur einhver málstirður blábjáni; svipbrigðin eins og hann sé að leika þroskaheft- an mann, Aston í Húsverðinum, eftir Pinter, eða bara Dunganon, eftir Björn Th. Slitinn og stirður textaflutningur gat átt við í Dung- anon, var viðeigandi og „smart“ í Húsverðinum, en er afkáralegur í hlutverki Medvedénkos og hefði verið gott ef leikstjórinn þekkti vinnu Hjalta - og hefði forðað hon- um út úr þessum ósköpum. Ég vona að Hjalti fari að losa sig við þennan leikstíl með einhveijum ráðum. I hlutverki þjónanna eru þeir Kristján Franklín Magnús og Magnús Ragnarsson og fara mjög vel með þær stílfærðu, samtaka týpur sem leikstjórinn hefur útlagt og Þóra Friðriksdóttir skilar þjón- ustustúikunni eins og til er ætlast. Leikmyndin er einstaklega vel heppnuð; hálfbrunnið óðalssetur Soríns; hálfbrannir draumar, hálf- brunnar vonir, hálfbrannið veldi - aðdragandinn að alræði öreiganna - allt farið að riðlast og innan við tveir áratugir þar til keisaraveldið líður endanlega undir lok. Og þrátt fyrir að mikið fari fyrir myndinni, er rými nægilegt til að bijótast út úr alvöranni, bregða á leik og bregða upp ærslafullum myndum á þeim augnablikum sem heimilis- fólkið og gestir þeirra gleyma raun- um sínum. Tónlistin er falleg og áhrifamikil; gefur harmrænan und- irtón og niðurlag sýningarinnar - þegar öllum framtíðarvonum hefur verið sóað, gamli maðurinn Sorín situr algerlega varnarlaus og bug- aður eftir ásamt Möshu, þjónarnir rífa af sér gervið og sýna sinn rétta lit (snúa öllu við og umbylta), taka yfír - var áhrifaríkt og sterk og skildi mann eftir með ótal spurn- ingar um okkar eigin tíma. Mávurinn er heildstæð, lífleg og skemmtileg sýning - og þeir sem álíta Tsjekhov þungan höfund og forðast verk hans, ættu að drífa sig í leikhús og sjá þessa léttu hlið á honum og njóta allra þeirra óvæntu innskota og atriða sem leiklistin hefur bætt við textann og gert að dillandi reynslu í leik- húsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 295. tölublað (28.12.1993)
https://timarit.is/issue/126060

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

295. tölublað (28.12.1993)

Aðgerðir: