Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 t Fóstursystir okkar, ANNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 25. desember. Ásta Sigmundsdóttir, Daníel Sigmundsson, Óli J. Sigmundsson. t Eiskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS EYRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 134, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 26. desember sl. Jarðarförin ákveðin síðar. Lilja Hallgrímsdóttir, Árni Norðfjörð, Sigrún Hallgrímsdóttir, Gylfi Hallgri'msson, Valgerður Ása Magnúsdóttir, Áslaug Hallgrfmsdóttir, Reynir Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðurbróðir minn, ANDRÉS PÉTURSSON, f. 1909, síðasttil heimilis i Víðinesi, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt aðfangadags jóla. Jarðarförin verður auglýst síðar. Pétur Pálsson, verkfræðingur, Ásholti 12, Reykjavík. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGURÞÓRÐARSON, Faxabraut 8, Keflavík, andaðist á gjölgæsludeild Landspítalans 24. desember. Marfa Arnlaugsdóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir, Jón Stefánsson, Gunnar Guðlaugsson, Þorbjörg Guðnadóttir, Þórdís G. Guðlaugsdóttir, Roger Uhrich, Erna Guðlaugsdóttir, Hjörtur Krístjánsson, Hafdfs L. Guðlaugsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR, Lækjargötu 4, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 29. des- ember kl. 14.00. Ástbjörg Ögmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Bergþóra Ögmundsdóttir, Ingvar Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Frænka okkar. INGA GESTSDÓTTIR frá Þingeyri, Hringbraut 50, áður Laugavegi 86b, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.30. Ása og Fríða Gustafsdætur, Böðvar Guðmundsson, Grétar, Rögnvaldur, Haraldur og Gylfi Lárussynir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, STEINGRÍMUR AÐALSTEINSSON fyrrverandi alþingismaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 28. des- ember, kl. 10.30. Sigrfður Þóroddsdóttir, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Walter Hjartarson, Sólveig Steingrímsdóttir Young, Antony Young, Rögnvaldur Andrésson, Sjöfn Sveinsdóttir, Þóroddur Þórhallsson, Guðrún Knudsdóttir, Aðalsteinn Steingrímsson, og barnabörn. Hermann Signrðs- son frá Langholts- koti - Minning Fæddur 16. júlí 1922 Dáinn 17. desember 1993 Hann afí er dáinn. Eftir langa baráttu við illvíga sjúkdóma hefur hann fengið hvíld. Afí var höfðingi og sjaldan iðjulaus og það tók okkur sárt að sjá ólækn- andi sjúkdóma ná tökum á honum og gera hann óstarfhæfan. Einnig fundum við að hann þjáðist af þeirri hugsun að vera orðinn „til einskis nýtur“, eins og hann orðaði það. Afí var góður hestamaður og átti marga gæðinga. Mestir þeirra voru Blær og móðir hans Gola. Erfítt er að minnast afa án þess að Blær sé nefndur því svo miklir mátar voru þeir. Enda er það víst að þegar afi kvaddi þennan heim þá tók Blær á móti honum með vinalegu hneggi. Afi kenndi okkur að sitja hest og vildum við öll vera jafn góðir hestamenn og hann. Hann kenndi okkur líka að umgangast önnur dýr með virðingu. Afi hafði mikinn áhuga á fénu sínu og lagði mikla vinnu í ræktun þess. Enda var svo með það eins og annað; afa tókst vel til og vorum við stolt af að draga féð frá Langholtskoti í réttunum. Afí var rólegur og traustur og mikill vinur okkar barnanna. Hann hrósaði okkur ef við gerðum vel og studdi okkur í því sem við tókumst á við. Afí flíkaði ekki tilfínningum sínum, en alltaf fundum við kærleik og hlýju hjá honum og hve vænt honum þótti um okkur. Já, það var gott að koma í Kot til afa og ömmu, fá góðu pönnukök- umar hennar ömmu og fara svo í fjárhúsin með afa. Með þessum orðum langar okkur að þakka þér elsku afi fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar góðu stundimar sem við áttum með ykk- ur ömmu. Elsku amma, nú er nýtt ár að ganga í garð, nýtt ár án afa. Megi guð vera með þér og veita þér styrk á erfíðum tímum. Arnbjörg, Hermann og Katla. Eins og oft vill verða um afa, þá eldast þeir og eiga jafnan blóma lífs síns að baki. Eins var um afa minn. Aldrei þekkti ég þann unga mann sem steig á bak hesti sínum og ljrftist upp um allar hæðir eins og konungur sem stígur f hásæti sitt. Aldrei sá ég hann fullan af ást og stolti þeysa um grandir, smal- andi kindum sínum. En þó að ég færi á mis við þetta allt og yrði að lúta lögmáli tímans, þá lærði ég að elska og virða þennan unga mann sem nú var orðinn gamall. Ég skildi fljótt að tíminn hafði liðið og gerði mér mynd af fortíð- inni. Þar var afí í fararbroddi, þeys- andi um á Blæ sínum, glæsilegur eins og rómverskur riddari. En þó Erfklrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðlwrð tallegir sídir og mjög g(')ð þjónnsta lipplýsingar ísíma22322 FLUCLEIDIR HÍTEL LOFTLElBllt að þessi mynd sé aðeins draumur lítils barns, þá er hún jafn sönn og lífíð sjálft og mun varðveitast eins lengi og vindurinn mun næða í fjöll- unum. Hugur afa dvaldist löngum í for- tíðinni og skepnumar áttu ást hans og alúð að miklu leyti. Ég fann þó alltaf hve kær ég var honum. Með brosinu sínu, sem náði jafnan yfir allt andlitið, yljaði hann mér um hjartarætur og mér fannst ég vera mikilvæg. Hann var dulur á tilfínn- ingar sínar og þögull en ætíð var ég velkomin til hans. Nú er ég lít yfír farinn veg skil ég hve tilgangur lífsins getur verið mikilvægur. Afí kenndi mér, að þó að tíminn liði er í raun ekkert sem breytist, ef hugur og hjarta geyma minninguna. Elsku amma, mér þykir svo vænt um þig og við skulum geyma minn- inguna um afa að eilífu. Elín Una Jónsdóttir. í dag verður jarðsunginn frá Hranakirkju Hermann Sigurðsson bóndi í Langholtskoti. Mér er ljúft að minnast þessa nágranna míns og vinar til margra ára. Hermann var fæddur að Hrepp- hólum þann 16. júlí 1922, sonur Sigurðar Jónssonar bónda þar og Sæunnar Jónsdóttur. Hann ólst upp á því fjölmenna myndarheimili sem þá var stórbýli eins og þar er rejmd- ar enn, þar sem frændur hans búa nú. Það mun hafa komið snemma í ljós hve Hermann var afburða glöggur á allt búfé og hve mikið yndi hann hafði af því að umgang- ast það. Hann mun enda ekki hafa þurft að sækja langt þá náðargáfu þar sem báðir foreldrar vora glögg- ir á skepnur og Sigurður faðir hans annálaður hestamaður hér í Árnes- þingi. Ungur lærði hann margt af föður sínum viðkomandi hestum, tamningu þeirra og meðhöndlun enda átti Sigurður bóndi í Hrepphól- um annálaða gæðinga. Þetta vega- nesti frá föður sínum varð honum dýrmæt reynsla síðar á lífsleiðinni þegar hann sjálfur varð þess aðnjót- andi að eignast afburðagæðinga og leiða þá fram til sigurs á hestaþing- um. Uppvaxtarára sinna frá Hrepp- hólum minntist Hermann jafnan með gleði og hlýju. Systkinahópur- inn var stór þó Hermann væri reyndar nokkra yngstur enda hálf- bróðir, þar var gestkvæmt, bærinn vel í sveit settur og kirkjustaður að auki. Búskapurinn með meiri myndarbrag en víðast gerðist enda Hrepphólar landmikil kostajörð. Þannig var veganesti hans út í lífíð frá æskuheimilinu. Uppúr fermingu réðst Hermann að Hvítárholti sem vinnumaður til Margrétar systur sinnar sem þar bjó með manni sín- um Þórði Magnússyni og var hann hjá þeim um tíma. Um tvítugt kynntist Hermann lífsförunaut sín- um Katrínu Jónsdóttur sem kom að Hrepphólum í vinnumennsku til r~ r~r.—— ■ r— GÆÐAFIÍSARÁGÓÐUVE8ÐI ÍYI .zr. rj.l i t OlÍL rlii í] Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L a rsi sími 620200 ÍC hálfsystur sinnar Elísabetar Krist- jánsdóttur. Þau Hermann og Katrín hófu sinn búskap á Flúðum árið 1944 í húsi því sem nú heitir Gilsbakki. Það var eina íbúðarhúsið þar þá utan skólahússins. Bústofn þeirra í upphafí var þrjár kýr og tólf ær og höfðu þau nokkrar landnytjar á Flúðum og víðar. Þau flytja að Langholtskoti þann 11. janúar 1946 sem er óvenjulegur árstími til bú- ferlaflutninga en bóndinn þar dó skömmu áður. Langholtskot var þá þegar orðin þeirra eignajörð. Þegar Hermann var í kaupavinnunni í Hvítárholti kynntist hann Páli Bjamasyni frá Auðsholti sem var búinn að vera þar vinnumaður um árabil. Hann kom til ungu hjónanna í Langholtskoti þá um vorið og eign- aðist hlut í jörðinni og gerðist bóndi með þéim. Það sambýli gekk vel. Páll Bjamason lést í febrúar síðast- liðnum í hárri elli, farinn af kröftum og heilsu. Frá Langholtskoti er út- sýni víðáttumikið og fagurt, jörðin telst ekki stór en hún er grasgefín og moldin er fijósöm. Þau Hermann og Katrín kunnu að meta þessi land- gæði og nýta sér þau vel enda hef- ur mikið verið ræktað í Langholts- koti. Öll hús vora byggð upp af stórhug og myndarskap og snyrti- mennsku viðbragðið hvar sem á er litið, úti sem inni. Hermann var mikill búfjárræktarmaður og fóðr- aði bústofn sinn til afurða. Hann var kunnur fyrir sauðfjárrækt sína og honum tókst að rækta afburða- gott fé. Hrútar frá Langholtskoti voru seldir víðs vegar um Árnes- sýslu og vora jafnan í fremstu röð á hrútasýningum. Hann var iðulega fenginn á bæi til að leiðbeina við lífhrútaval. Menn treystu hans glöggskyggni í þeim efnum. Því miður kom upp hin illræmda riðu- veiki í Langholtskoti á síðastliðnum vetri og varð þá að farga öllu fénu af þessu velgerða og fagra stofni sem Hermann hafði ræktað í ára- tugi. Þá var Hermann ekki síst kunnur fyrir gæðingshross sín, einkum þau Golu og son hennar Blæ, sem stóðu jafnan í fremstu röð á hestaþingum. Þetta vora afburða gripir og vel tamdir snillingar. Þau vora út af hiyssu sem Hermann keypti þegar hann var í vinnu- mennskunni. Hrossin voru homfir- skrar ættar. Blær náði þeim verð- leikum að standa efstur gæðinga á tveimur landsmótum, hinu fyrra 1966. Þá hlaut hann eftirfarandi dómsorð. „Afburða tilkomumikill og fagur gæðingur með öllum lista- gangi.“ Blær er mestur þeirra gæð- inga sem ég hef komið á bak, sann- arlega stórbrotinn höfðingi. Það era margar minningar sem leita á hug- ann um samverastundir okkar Her- manns nú við fráfall þessa dug- mikla og myndarlega manns. Hvort sem var í haustleitum þegar þurfti að smala okkar víðáttumiklu afrétt- arlönd en þar urðu samverustundir okkar margar, í öðra fjárstússi', á ferðalögum eða hestaþingum þar sem stjarna hans reis oft hátt, alls staðar fannst manni gott að vera með Hermanni og nærvera hans þægileg. Hann var oft glaður og léttur í lundu en þó undir niðri al- vöramaður og ákveðinn í sínum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.