Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
Útflutningur á verk-
fræðiþekkingu
eftir Friðrik Hansen
Guðmundsson
Á síðustu tveim árum hefur orðið
mikil vakning meðal íslenskra verk-
fræðinga og áhugi vaknað á útflutn-
ingi á þeirri þekkingu sem þeir hafa
yfir að ráða. Islenskar verkfræðistof-
ur eru að reyna að hasla sér völl
víða um heim þessar stundirnar. Nú
síðustu mánuðina hafa fréttir borist
þar að lútandi frá Kína og frá Gaza
svæðinu.
Þá er ónefndur fjöldi verkefna sem
eru í gangi og aldrei hafa komið í
fréttum fjölmiðla hér heima, sem
verkfræðingar og verkfræðistofur
eru með í gangi út um allan heim.
Ástæður fyrir þeSsari þróun eru
ýmsar, en þó er það tvennt sem eink-
um hefur ýtt undir þessa þróun.
í fyrsta lagi ber að nefna að á
undanförnum tveim árum hefur at-
vinnuástandið hér heima breyst
þannig að nú ber í fyrsta skipti á
atvinnuleysi meðal verkfræðinga.
Hingað til hafa verið meiri en næg
verkefni hér heima fyrir alla okkar
tæknimenn, en nú er farið að bera
á því að hér ganga menn um götum-
ar atvinnulausir, menn sem hafa
prófgráður frá ýmsum bestu verk-
fræðiháskólum í heimi.
í öðru lagi þá hafa frumhetjamic
innan verkfræðistéttarinnar á svjði
útflutnings tækniþekkingar sýnt og
sannað, svo ekki verður um villst að
við höfum ótrúlega margt að bjóða
og þessa þekkingu er hægt að selja
erlendis.
íslendingar eiga œenn, fyrirtæki
og stofnanir á fjölrÍTOrgum sviðum
sem standa á sínu sviði fremstir
meðal jafningja. Þessir aðilar hafa
hingað til verið önnum kafnir að
byggja upp þann „infrastruktur" sem
við búum við á íslandi í dag. Á örfá-
um áratugum höfum við byggt upp
hafnir um allt land, flugvelli, vegi,
raflínukerfi ásamt síma og ljósleið-
arakerfi. Með hringtengingu ljósleið-
ara um landið þá standa Islendingar
„Nú þegar Evrópska
efnahagssvæðið er
komið á, þá opnast
miklir möguleikar í
Evrópu, og þá mögu-
leika þarf að nýta.“
í dag á meðal fremstu þjóða heims
á því sviði, svo dæmi sé nefnt.
íslenskir verkfræðingar hafa á
undanfömum árum haslað sér völl
víða í samfélaginu. Fyrir utan hinar
hefðbundnu verkfræðistofur sitja
þeir í hugbúnaðarfyrirtækjum, við
ýmiskonar rekstrarráðgjöf, hjá opin-
berum aðilum o.s.frv.
Þegar verkefni hér heima minnka
eins og raun ber vitni þá er það því
eðlilegt skref að hugað sé að verkefn-
um erlendis. Verkfræðingastéttin
hefur reyndar þá sérstöðu fram yfir
margar aðrar starfsstéttir að lang
stærstur hluti þeirra hefur hlotið
menntun sína að einhveiju leyti er-
lendis, og það er því ekki óeðlilegt
að hún taki ákveðið frumkvæði í sín-
ar hendur og reyni að brjótast út
fyrir tvöhundruð mílna múrinn og
leiti á önnur mið, eins og sjómennirn-
ir okkar eru að gera með veiðum
sínum í Smugunni.
Verkfræðingafélag íslands og
deildir og félög þess hafa á undan-
fömum tveim árum unnið að því að
auka áhuga félagsmanna sinna á
verkefnum erlendis. Félagið hefur
staðið fyrir fundum og ráðstefnum
er þetta varðar og þar hefur verið í
gangi umræða um þessi mál og verð-
ur vonandi enn meiri á næstu árum.
Eitt af aðal markmiðum félagsins í
ár og á næsta ári er að stuðla að
auknum útflutningi á tækniþekkingu
frá íslandi.
Nú þegar Evrópska efnahags-
svæðið er komið á, þá opnast miklir
möguleikar í Evrópu, og þá mögu-
leika þarf að nýta. Með tilkomu EES
er ekkert óeðlilegt að ætla að hluti
af íslenskum hönnunar- og ráðgjafa-
verkefnum sem hingað til hafa verið
unnin af íslenskum ráðgjöfum verði
unnin af útlendingum, þegar fram
líða stundir. Hvort það verða 5% eða
10% af íslenska ráðgjafamarkaðnum
er ekki gott að segja, hinsvegar verð-
ur að gera ráð fyrir því að einhver
Friðrik Hansen Guðmundsson
verkefni verði unnin af evrópskum
ráðgjöfum.
Það sem við þurfum að gera er
að ná á sama hátt evrópskum verk-
efnum hingað, og að sjálfsögðu þurf-
um við að ná miklu fleiri verkefnum
en við missum yfir hafið. Við stönd-
um miklu betur að vígi, íslendingar,
að ná okkur í verkefni í Evrópu,
heldur en fyrir Evrópumenn að koma
hingað. Við eigum fólk sem hefur
lært og búið í nær öllum löndum
Evrópu. Við eigum fólk sem talar
öll þessi tungumál, þekkja siðina,
hefðirnar, reglur og staðla.
Það tekur hinsvegar tíma að kom-
ast inn á markaði í Evrópu og það
Efium skógrækt á íslandi
eftirGuðmund
Vernharðsson
Losum skógarplöntufram-
leiðslu úr viðjum eínokunar
Undanfarið hefur áhugi og skiln-
ingur á skógrækt og landgræðslu
vaxið verulega.
Almenningur, stjórnmálamenn,
bændur og stór fyrirtæki hafa sýnt
þessu málefni stóraukinn áhuga. Er
það vel og verður vonandi svo í fram-
tíðinni. Að málefninu, skógrækt,
hafa skógræktarfélög og opinberar
stofnanir starfað í áraraðir. Verður
hér fjallað um tvö skógræktarfélög,
Skógræktarfélag Reykjavíkur og
Skógræktarfélag Eyfirðinga, auk
Skógræktar ríkisins.
Skógræktarfélögin tvö voru upp-
haflega stofnuð sem áhugamanna-
félög eingöngu, en eru nú meira
sjálfseignarstofnanir sem reka fyr-
irtæki.
Það hefur fylgt starfsemi þessara
aðila að ailt sem þeir aðhafast hefur
orðið „göfugt“ og hafið yfir gagn-
rýni.
Þetta „göfuga“ málefni hlýtur
sjálfkrafa að vera í góðum höndum.
En höfum við íslendingar ekki ein-
Ferðamenn og EES
eftirÁstuR.
Jóhannesdóttur
Um áramótin þegar EES-samn-
ingurinn tekur gildi verða ýmsar
breytingar á þeim reglum sem gilt
hafa í almannatryggingunum. Ein
þeirra snýr að ferðamönnum, sem
eiga lögheimili hér á landi og ferðast
til landa sem eru aðilar að EES-
samningnum. Þeir geta eftir gildis-
töku samningsins átt rétt á aðstoð
vegna skyndilegra veikinda eða slysa
í EES-landi í samræmi við reglur í
viðkomandi landi.
Þetta þýðir að þurfí ferðamaðurinn
á sjúkraþjónustu að halda í EES-
landi í greiðir hann fyrir hana eins
o g sjúkratryggðir íbúar í viðkomandi
landi. Til þess að svo geti orðið, verð-
ur ferðamaðurinn að hafa samband
við Tryggingastofnun ríkisins eða
umboð hennar, áður en hann heldur
af stað. Þar fær hann sérstaka stað-
festingu á því að hann sé sjúkra-
tryggður samkvæmt lögum á ís-
landi. Þessari staðfestingu þarf að
framvísa til þess að menn fái þessa
þjónustu á ofangreindum kjörum.
Hvað gerist án staðfestingar
frá Tryggingastofnun?
Hafi menn ekki staðfestinguna frá
Tryggingastofnun verða þeir að
greiða þessa þjónustu að fullu og
sækja síðan um endurgreiðslur til
Tryggingastofnunar. Hún endur-
greiðir útlagðan kostnað eftir reglum
landsins sem þjónustuna veitti. Þetta
getur bæði kostað nokkra fyrirhöfn
og tekið langan tíma, auk þess sem
sá sjúki eða slasaði þarf að leggja
út fyrir öllum sjúkrakostnaði, þ.e.
læknishjálp, sjúkrahúsvist, lyfjum
„Þeir sem ætla að ferð-
ast til aðildarlanda
EES-samningsins eru
hér með hvattir til þess
að hafa þessa staðfest-
ingu á sjúkratryggingu
meðferðis, til að forðast
aukin útgjöld og fyrir-
höfn, lendi þeir í
skyndilegum veikind-
um eða slysi.“
o.þ.h.
Hið sama gildir um erlenda ferða-
menn hérlendis. Þeir verða að greiða
kostnað vegna heilbrigðisþjónustu
hér fullu verði, framvísi þeir ekki
sambærilegri staðfestingu frá heima-
landi sínu.
Þeir sem ætla að ferðast til aðild-
arlanda EES-samningsins eru hér
með hvattir til þess að hafa þessa
staðfestingu á sjúkratryggingu með-
ferðis, til að forðast aukin útgjöld
og fyrirhöfn, lendi þeir í skyndilegum
veikindum eða slysi.
Umsóknareyðublöð munu einnig
liggja frammi á ferðaskrifstofum og
söluskrifstofum Flugleiða. Þau þarf
að koma með útfyllt til Trygginga-
stofnunar eða úmboða hennar til
staðfestingar fyrir brottför.
Námsmenn erlendis og
ferðamenn til Norðurlanda og
Bretlands eru undanskildir
Lönd sem eiga aðild að EES-samn-
ingnum eru: Austurríki, Belgía, Bret-
land, Danmörk, Finnland, Frakkland,
Ásta R. Jóhannesdóttir
Grikkland, Holland, írland, ísland,
Ítalía, Liechtenstein, Lúxemborg,
Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð
og Þýskaland.
Norðurlöndin hafa gert með sér
samkomulag um að staðfesting sú
sem hér um ræðir sé óþörf á Norður-
löndunum. Þar njóta Norðurlandabúa
gagnkvæmra réttinda án þess að
framvísa þessari staðfestingu. Sama
gildir um Bretland, þar nægir að
framvísa íslensku vegabréfi.
Námsmenn erlendis þurfa ekki
heldur á þessari staðfestingu að
halda. Þeir fá annars konar staðfest-
ingu á sjúkratryggingu sinni hjá
Tryggingastofnun, þar sem fram
kemur hvað í tryggingunni felst.
Höfundur er deildarstjóri
félagsmála- og upplýsingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins.
mitt lært af reynslunni að göfugustu
stofnanir sem hafa þar af leiðandi
minnst aðhald eru tilvalin gróðrarstía
miður heppilegra verka og fyrir-
komulags, jafnvel spillingar sem hafa
haft sorglegar afleiðingar?
Oeðlileg og aðhaldslaus
viðskipti
Skógræktarfélögin hafa skapað
sér einokunarviðskipti með skógar-
plöntur. Stærstu aðilamir eru Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur, sem hefur
einokun á framleiðslu fyrir Reykja-
víkurborg (reyndar einnig á allri
verktakastarfsemi í Heiðmörk og
Hólmsheiði) og Skógræktarfélag
Eyfirðinga, sem hefur samskonar
einokun í Kjarnaskógi undir væng
Akureyrarbæjar. Skógrækt ríkisins
hefur sjálf framleitt plöntur fyrir rík-
ið og séð um útplöntun á þeim. Þessi
viðskipti þarf að bjóða út til þess að
skapa þessum stofnunum eðlilegt
aðhald og til þess að það myndist
eðlilegt verð á plöntum og þjónustu.
Tryggir ekki mestu
hagkvæmni
Aðhald og í framhaldi hagkvæmni
sem fylgir samkeppni vantar alger-
lega í þessum viðskiptum. Framleið-
endur eru að mestu eigin eftirlits-
menn og setja sjálfir kröfurnar.
Tengsl milli kaupanda og framleið-
anda vörunnar er svo náið að varla
verður greint á milli. Auk þess er
plöntuverð oftast ekki gefið upp eða
skilgreint sérstaklega. Plöntuverðið
er svo samofið öðrum viðskiptahátt-
um eins og stjómun, umsjón og útp-
löntun að aðilar gefa gefið upp nán-
ast hvaða plöntuverð sem óskað er.
Styrkir eða ekki?
Skógræktarfélögunum i Reykjavík
og Eyjafirði er skapaður óeðlilega
mikill ágóði í viðskiptum við borg
og bæ. Hvort það á að kallast styrk-
ir eða ekki er álitamál, ég kýs að
kalla þetta styrki.
Ekki tryggð besta nýting
á almannafé
Það er einfaldlega ekki hægt að
tryggja bestu nýtingu á almannafé
þegar ekki er hægt að vita sundurlið-
að hvað vara og framkvæmdir kosta
og ekki hægt að bera það saman við
það sem aðrir geta boðið. Aðrir fá
hreinlega ekki að bjóða, ekki að
keppa.
Óréttlát samkeppnisstaða
Auk þess sem aðrir garð- og skó-
garplöntuframleiðendur fá ekki að
kostar fjármagn. En það þarf fleira
að koma til. Það þarf að skapa þeim
aðilum sem eru í slíkum útflutningi
nauðsynlegan starfsgrundvöll hér
heima, sem jafnframt myndi ýta
undir slíkan útflutning.
Það er á fleiri sviðum en innan
verkfræðinnar þar sem miklir mögu-
leikar eru á útflutningi þekkingar.
Spurningin er einfaldlega sú hvort
menn eru tilbúnir að skoða útflutn-
ingsmálin af alvöru og hvort félaga-
samtök þeirra og stéttarfélög eru
tilbúin til þess að stuðla að og að-
stoða fyrirtæki innan sinna vébanda
að bijótast út úr tvöhundruð mílna
múmum og fara að leita sér verk-
efna utan Islands.
Það sem sagt hefur verið hér að
ofan gæti margt alveg eins gilt um
margar aðrar starfsstéttir, t.d. arki-
tekta, viðskiptafræðinga, lækna,
o.s.frv. að ekki sé minnst á iðnaðar-
mannastéttimar og verktaka. Það
má ekki gleyma því að við erum svo
litlir að við þurfum svo fá og lítil
verkefni að menn verða ekki varir
við okkur á þessum milljónamörkuð-
um sem Evrópulöndin eru. Nú þegar
EES er komið á þá er í eðli sínu
enginn munur fyrir ráðgjafa í
Reykjavík, hvort þeir fara til Akur-
eyrar eða London að leita sér verk-
efna. Trúlega er þó miklu vænlegra
að fara til London því þar er 9 millj-
ón manna markaður og atvinnu-
ástandið sennilega ekkkert mikið
betra þessa dagana á Akureyri en í
London.
Höfundur er verkfræðingur og
rekur verkfræðistofu íReykjavík.
Guðmundur Vernharðsson
„Útboð á allri skógar-
plöntuframleiðslu, þar
sem gæði vörunnar eru
vel skilgreind og einnig
útboð á útplöntun, þar
sem má vera skilyrði að
unglingar fái að vinna
verkið, hlýtur að vera
sjálfsögð krafa í dag.“
keppa um framleiðslu á skógarplönt-
um þurfa þeir að þola óréttláta sam-
keppni frá Skógræktarfélagi Reykja-
víkur, Skógræktarfélagi Eyjafjarðar
og Skógrækt ríkisins við framleiðslu
á garðplöntum. Þessar stofnanir
framleiða mikið af garðplöntum og
keppa grimmt við einkafyrirtækin
um að selja þær á fijálsum markaði
og nota til þess „styrki“ frá opinber-
um aðilum.
Til eflingar skógræktar
Útboð á allri skógarplöntufram-
leiðslu, þar sem gæði vörunnar eru
vel skilgreind og einnig útboð á útp-
löntun, þar sem má vera skilyrði að
unglingar fái að vinna verkið, hlýtur
að vera sjálfsögð krafa í dag. Þetta
tvennt myndi verða lyftistöng fyrir
skógrækt á íslandi því með því móti
fengjust fleiri úrvals skógarplöntur
til að planta í skóga fyrir sömu upp-
hæð. Auk þess myndi það leiðrétta
rangláta samkeppnisstöðu framleið-
anda sem í dag er ekki í samræmi
við samkeppnislög.
Fleiri plöntur til skógræktar
fyrir sama pening!
Höfundur er garðyrkjufræðingur
og fyrrverandi formaður
Skógræktarfélags Selfoss.