Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 n 6R?L06£M6ife M)/ 1 r mörg hurc/mt ár hofa- diýnL- ‘.fgw vtrur búíá L hlilcLurn he/ml sLarcLs. /. S GrýUu er forljót kerUng. Jfún. á. þrjei ,OQ. méb þtíhc Sextiu ey ■Nmnt SynL. þrjói karta- Vií kollum þernan. fieim- huLimt vegna, þeíi cá mertn. geto- ekkL seð hann - 'ostjnilegu verumar eru ctf tjmsum stxrium. TröLUn. geta. verih á. stærh viS foLk. TUsar eru miklu Sbtrrl. Dvergar milcLu minni. þessi ögeSfeUcUt shötuhjú. vitja. heist etoL. cþeJcka. knxkfca.. _ //ChKLOUfl&ue\ Stnxkarnir 13 voru ott sendir tiL oá ná. L bxxkki . Og koma, meS þá heJnt L greniS. Bins konar heimsendingarþjónusia-. f>tir gct huort bömin hafa. sett sfeé é Qluggann.. Ef barniá hekir ueríi þtégt, setjcuþeirqjöt L skó/nn. Annars fstr þOO kexribecu i (c Sfcnínn.. hr~, ^ Sterk tjáning- trúbadúrs Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Að baki eru lönd og óraleiðir. Ljóslifandi var alltaf andlit þitt. Smæsta sandkom manneskjuna meiðir ef miðju hjartans komið hefur hitt. Verst var alltaf einsemdin sem fylgdi, ég iðraðist að hafa aldrei kvatt. í einni andrá skripaleik minn skildi. Skelfing getur lífíð flúið hratt. Vísan hér að ofan er úr ljóði Harðar Torfasonar, Firð, af nýrri plötu hans, Gull. Hún segir ákveðna sögu og er að því leyti dæmigerð fyrir annað efni á plötunni. Hér er Hörður að segja okkur sögur, sem hann sjálfur segir að sé hlutverk trúbadúrsins. Sögumar eiga það flestar sameiginlegt að hafa ein- hvern boðskap, enda hefur Hörður frá mörgu að segja. I sögunum fjall- ar hann um manneskjuna í gleði og sorg, ýmist í alvarlegum tón eða slær á léttari strengi. Hann fjallar um fordóma og umburðarlyndi, dauðann og hamingjuna, ástina og draumana. Þetta eru góðar sögur sem eiga erindi til ailra. Fáum íslendingum hefur tekist betur að ná tökum á tjáningarformi trúbadúrsins en Herði. A plötunni Gull sýnir hann ótvírætt hæfileika sína á þessu sviði og það gildir ekki einungis um kveðskap hans eða tón- smíðar, heldur er framsetningin með þeim hætti að eftir því er tekið. Herði tekst hér býsna vel að sam- eina ljóðlist, tónlist og leiklist og koma boðskap sínum til skila með aðgengilegum hætti. Við fyrstu yfir- ferð tekur maður fyrst eftir þessu í iaginu Karl R. Emba þar sem Hörð- ur setur á svið einskonar grínleik, sem þó er með grafalvarlegum und- irtón, eins konar „tragikómedíu" þar sem hann tekur fyrir fordóma manna gagnvart litarhætti, kyn- ferði, kynhneigð og trúmálum. En það er víðar en í þessu lagi sem má greina sársauka undir glaðværð- inni eða sléttu og felldu yfirborðinu. Plötu eins og Gull verður hver og einn að upplifa fyrir sig og því hefur engan tilgang að fara ofan í saum- ana á hverju lagi eða ljóði í smáatrið- um. í lögunum leikur Hörður sjálfur undir á gítar með smávægilegri að- stoð Þórðar Högnasonar á bassa. Tónlistin virðist í fljótu bragði vera dálítið keimlík frá lagi til lags, enda er hún frekar eins og umbúðir, eða leiktjöld í kringum boðskap ljóð- anna, sem skipta auðvitað höfuð- máli. Sjálfur hef ég fram til þessa ekki lagt mig sérstaklega fram um að hlusta á trúbadúra. En eftir að hafa hlustað á Gull leyfi ég mér að fullyrða að Hörður Torfason er ekki minni listamaður en margir þeir sem nú þiggja framlög úr opinberum sjóðum ríkisins vegna listsköpunar sinnar. Og ég sé dálítið eftir því að hafa látið alla hausttónleikana hans á liðnum árum fara framhjá mér. En koma tímar og koma ráð. Troðnar slóðir Fagra veröld er 'heiti á plötu sem út kom fyrir jólin, en á henni syngja Egill Ólafsson og Guðrún Gunnars- dóttir lög við ljóð eftir Tómas Guð- mundsson. Um kveðskap Tómasar þarf ekki að hafa mörg orð, ljóð hans slá í takt við hjörtu lands- manna enda er hann eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar fyrr og síðar. Á plötunni eru þrettán lög, þar af sex eftir Sigfús Halldórsson, og um tón- smíðar hans gilda sömu orð og sögð eru hér að framan um kveðskap Tómasar. Heimir Sindrason á þrju lög á plötunni og Stefán S. Stefáns- son, Gylfi Þ. Gíslason, Bergþóra Árnadóttir og Einar Markan eitt lag hvert. Flest lögin hafa áður heyrst í hefðbundnum útgáfum og útsetjari plötunnar, Stefán S. Stefánsson, heldur sig yfirleitt á svipuðum slóð- um og áður hafa verið troðnar, enda eru mörg þessara laga orðin samgró- in þjóðarsálinni. Þó má benda á nokkur dæmi þar sem Stefán þreifar aðeins fyrir sér í útfærslunni og I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.