Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
Húsbruninn
á Húsavík
Rúmar 4
milljónir
söfnuðust
4.064.000 krónur höfðu safnast
meðal landsmanna til styrktar
fjölskydunni á Húsavík, sem
missti allar eigur sínar er íbúðar-
hús þeirra varð eldi að bráð að-
faranótt sl. miðvikudags.
Að sögn Óðins Magnússonar,
fjölskylduföðursins, gekk söfnunin
mjög vel en henni lauk á Þorláks-
messu að ósk hans. „Það hafði safn-
ast það vel að ég óskaði eftir að
söfnuninni yrði hætt,“ sagði hann
um leið og hann bendir á aðra þá
sem minna mega sín og eru þurf-
andi. Þakkar hann landsmönnum
fyrir skjót og góð viðbrög og þá
sérstakalega Húsvíkingum, sem
komu strax færandi hendi með föt
handa bömunum.
Fjárhaldsmaður
Skipaður hefur verið fjárhalds-
maður yfir söfnuninni sem mun sjá
um að peningarnir renni þangað
sem þeim er ætlað. „Við emm ekki
farin að skoða hvemig framtíðin
verður hjá okkur en við verðum
áfram á Húsavík," sagði Óðinn.
-----♦—».♦..—
Sýning arki-
tekta í As-
mundarsal
Miðvikudaginn 2%desember kl.
20 verður opnuð í Ásmundarsal
sýning á lokaverkefnum nýútskrif-
aðra arkitekta. Sýning þessi er ár-
legur viðburður og tilgangurinn
með henni er að gefa ungum arki-
tektum kost á að kynna sig og
hæfileika sína fyrir kollegum sínum
og almenningi. Um leið bera þessir
nýútskrifuðu arkitektar frá sér nýj-
ar hugmyndir, strauma og stefnur
frá þeim löndum, sem námið hefur
verið stundað í.
Að þessu sinni sýna 7 arkitektar:
Sólveig Berg Björnsdóttir: Höfuð-
stöðvar hergagnaverksmiðju við
Thames ána í London, Sveinn
Bragason: Hvalarannsókna- og
hvalveiðistöð á íslandi, Gísli Gísla-
son: Flugstöð í Reykjavík, Harpa
Stefánsdóttir: Náttúmhús í Vatns-
mýrinni, Garðar Guðnason: Nátt-
úruhús í Vatnsmýrinni, Logi Már
Einarsson: Járnbrautarstöð í Roros
í Noregi og Arinbjörn Vilhjálmsson:
Tónlistarhús við Tjörnina.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18 og um helgar frá kl. 13-18
og stendur til 12. janúar 1994.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fjölmenni var í kaffisamsætinu á Hraunbúðum er þjónustuálman var tekin í notkún.
Vestmannaeyj ar
Þjónustuálma við Hraun-
búðir tekin í notkun
Ólafur Lárusson, formaður félagsmálaráðs, afhendir Sólveigu
Guðnadóttur, forstöðumanni Hraunbúða, lyklavöldin að nýbygg-
ingunni.
V estmannaeyj um.
NÝ þjónustuálma við Hraun-
búðir, dvalarheimili aldraðra í
Eyjum, var tekin í notkun fyrir
skömmu. Með þjónustuálmunni
verður mikil breyting á aðstöðu
vistmanna og einnig mun Félag
eldri borgara nýta sér hana
fyrir starfsemi félagsins. I
þjónustuálmunni verður hrein-
lætisaðstaða, leikfimisalur en
þann sal er einnig ráðgert að
nota fyrir helgihald og matsal-
ur sem tekur um 100 manns.
Þá verður einnig eldhús í þjón-
ustuálmunni en frágangi þess
er ólokið enn.
Vistmenn á Hraunbúðum í dag
eru 44 en auk þess er fólk þar í
dagvistun og með tilkomu þjón-
ustuálmunnar breytist öll aðstaða
fyrir dagvistunina til batnaðar.
Byijað var á byggingu álmunn-
ar árið 1990 og var hún gerð fok-
held árið 1991. Framkvæmdir við
hana lágu síðan niðri þar til á
síðastliðnu vori að hafist var
handa við frágang innanhúss.
Teiknistofa Páls Zophóníassonar
sá um hönnun mannvirkisins en
tæknideild bæjarins hafi eftirlit
með framkvæmdum. Aðalverk-
takar voru byggingaverktakarnir
Steini og Olli en ýmsir undirverk-
takar bauð til þegar álman var
tekin í notkun flutti Ársæll
Sveinsson, verktaki, stutt ávarp.
Lýsti hann byggingasögu hússins
og sagði frá góðum samskiptum
þeirra sem við það hefðu unnið
og vistmanna heimilisins sem
hefðu verið duglegir að koma til
að spjalla og fylgjast með fram-
vindu mála. Ársæll afhenti síðan
Ólafi Lárussyni, formanni félags-
málaráðs, lykla að byggingunni.
Ólafur þakkaði öllum sem unnið
hefðu að verkinu en afhenti síðan
Sólveigu Guðnadóttur, forstöðu-
konu heimilisins lyklana.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Ólafur Lárusson að reiknað
væri með að öll félagsstarfsemi á
Hraunbúðum færi fram í bygging-
unni og einnig myndi Félag eldri
borgara hafa þar aðstöðu fyrir
starfsemi sína og væri þessi þjón-
ustuálma bylting í allri aðstöðu
eldri borgara í Eyjum. Ólafur
sagði að enn ætti eftir að ljúka
frágangi eldhúss í álmunni og
ekki hefði enn verið tekin ákvörð-
un um hvenær yrði ráðist í það.
Að loknu kaffisamsætinu bauð
bæjarstjórn vistmönnum Hraun-
búða og félagsmönnum Félags
eldri borgara til matarveislu í
nýja matsalnum þar sem fram var
borinn veislumatur en síðan var
stiginn dans við harmonikkuund-
irleik fram eftir kvöldi.
- Grímur.
Dýralæknar
fá greiðslu
fyrir vaktir
FRÁ 1. janúar 1994 munu hér-
aðsdýralæknar fá fullar greiðsl-
ur fyrir bakvaktir um helgar, á
stórhátíðum og sérstökum al-
mennum frídögum. Þetta mun
gilda um öll vaktasvæðin á land-
inu sem eru 21, en áður höfðu
5 þeirra fengið fullar vakta-
greiðslur.
Forsaga málsins er sú að með
bréfi Landbúnaðarráðuneytisins
frá 28. apríl 1989 og bókun 8 með
kjarasamningi BHMR og ríkisins
var gert ráð fyrir að fullar greiðsl-
ur kæmu fyrir bakvaktir héraðs-
dýralækna um helgar, stórhátíðar
og á sérstökum frídögum. Fyrsti
áfangi vaktakerfisins kom til
framkvæmda með samningi DI og
ríkisins 10. október 1989, en fúlln-
usta átti vaktakerfið í áföngum
og átti því að vera lokið á árinu
1992. Það er þó ekki fyrr en með
fjárlögum fyrir 1994 sem fjárveit-
ing fæst til þessa verkefnis.
Það er von stjórnar DÍ að vakta-
kerfið muni styrkja þjónustu dýra-
lækna á landinu öllu þar sem þær
skoðanir hafa margoft komið fram
innan félagins að sjálfstætt starf-
andi dýralæknar séu reiðubúnir
að taka þátt í vaktasamstarfi í
héraði ef vaktirnar fengjúst
greiddar.
-----♦ ♦ ♦---
Ok á eyju
og meidd-
ist á baki
MAÐUR liggur á sjúkrahúsi með
áverka á hrygg eftir að bíll sem
hann ók hafnaði á umferðareyju
á Reykjanesbraut við Vogagat-
namótin á jóladag.
Maðurinn var einn í bílnum og
meiddist illa á baki og var fluttur
á sjúkrahús í Ryekjavík til aðhlynn-
ingar.
Á jóladag valt jeppi á Reykjanes-
braut án þess að teljandi meiðsl
hlytust af, að sögn iögreglu.
ÝNNLEN-T
Jarðskjálftahrina í Þrengslunum
Stærsti skjálftinn
3,2 sti g á Richter
Jarðskjálftahrina hófst aðfaranótt Þorláksmessu í Þrengsl-
unum og stóð hún fram til hádegis á aðfangadag. Stærsti
skjálftinn mældist 3,2 stig á Richters-kvarða.
Tollverðir fundu al-
sælu og1 amfetamín
29 ÁRA maður sem margsinnis hefur komið við sögu fíkniefna-
mála var handtekinn í Leifsstöð á þorláksmessu eftir að tollverð-
ir höfðu skömmu áður fundið 134 töflur af ætlaðri alsælu og 233
gr af amfetamíni á 34 ára konu sem komið hafði til landsins með
sömu vél og maðurinn. Konan benti á manninn sem eiganda efn-
anna og kvaðst hafa tekið að sér að flytja þau inn til landsins
gegn greiðslu.
Hrinan hófst með skjálfta sem
mældist nálægt 3 stigum á Ric-
hters-kvarða, að sögn Ragnars
Stefánssonar jarðskjálftafræð-
ings. Mældust um 100 skjálftar
fram að hádegi á aðfangadag og
áttu þeir allir upptök í Þrengslun-
um. Þá fór að draga úr skjálftum
• en þeirra varð síðast vart á sunnu-
dag þegar fáeinir skjálftar mæld-
ust um hádegisbilið. Voru þeir
rúmlega 2 stig á Richter-kvarða.
Skjálftar við Kleifarvatn
Ragnar sagði það aíhyglisvert
að kvöldið áður en hrinan hófst
varð vart við skjálfta við norðan-
vert Kleifarvatn. „Það er því eins
og að svæðið sem er frekar stórt
hafi verið á smá hreyfingu á þessu
tímabili,“ sagði hann. „Það hafa
aðeins verið skjálftar út frá þessu
svæði síðan en ekki neitt sem er
orð á gerandi og er aðalhrinunni
. er væntanlega lokið.“
Upptök skjálftanna voru í Þrengslum og vestur um Heiðina há
í-—3<v
ReyWaý 2o~.
í'^, HafnarfjörðurSr
/ Héiðiii í j
T I i/orA
^ Grindavík \ _ Breqn 5tfinsf](>ll
Ragnar sagði að Þrengslin væru
óvenjulegur staður fyrir upptök
jarðskjálfta en samt ekki óþekkt-
ur. Nokkuð mörg ár eru síðan síð-
ast varð vart við hreyfingar þar.
„Það má segja að ástæðan fyrir
því að við leggjum sérstaklega við
hlustirnar á þessu svæði sé sú að
þó nokkur jarðskjálftasvæði eru
vestar frá Bláfjöllum og yfir í
Brennisteinsfjöll, þar sem verða
stundum heldur stærri skjálftar
en Iítið um hreyfingar þess á milli,“
Satrði hann. ............1
Fólkið var að koma með Flug-
leiðavél frá Lúxemborg og þegar
tollverðir tóku farangur konunnar
til skoðunar fundust þar 134 töflur
sem hún sagði vera alsælu. Jafn-
framt sagðist hún vera með meira
af fíkniefnum innvortis og kom í
ljos að hún hafði gleypt 233 grömm
af amfetamíni.
Konan, sem lítið hefur aður
komið við sögu fíkniefnalögreglu
en hefur verið þekkt að því að
vera í slagtogi með fólki í fíkni-
efnaheiminum, bénti á 29 ára
margdæmdan fíkniefnasmyglara
og neytanda sem var á leið til
landsins með sömu flugvél, sem
eiganda efnanna. Hann neitaði
ábrðinum en var handtekinn og
síðar úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til gamlársdags að kröfu
fíkniefnalögreglunnar. Við hús-
leit á heimili mannsins fundust
14 kanabisplöntu, 1,4 grömm af
hassi og lítilræði af einhveiju
hvítu efni og einnig sprautur,
sprautunálar og hassreykinga-
áhöld.