Morgunblaðið - 28.12.1993, Síða 60

Morgunblaðið - 28.12.1993, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 f LJAIÍ(>cASS/coúL-rU*P-T 11-12 C1992 Farcus Cartoons/Dislnbuled by Urwersa) Prass Syndcat* Farsi „þa£ eraUiaf yA'rbékat Þojar 'eg ALýg." Með morgunkaffinu Ást er... C? <5 &/LO 2-22 ... að þakka henni fyrir að vera hluti af lífi þínu. TM Reg. U.S Pat Otf,—all rights reservod ® 1994 Los Angetes Times Syndicate Heyrðir þú líka hljóðmerki áðan? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Opið bréf til Dóminós Frá Gunnari Jónatanssyni: ÁGÆTI framkvæmdastjóri! Mig iangar að vekja athygli þína á frekar ómerkilegu neytendamáli, en mikilvægu prinsipmáli. Þannig var að undirritaður fann til svengdar sl. föstudag um hádegis- bil. Ekkert nýtt þar. Undirritaður brást við þeirri tilfinningu eins og oft áður, með því að leita til Domin- os. Glaðleg stúlkurödd tók niður pöntun mína og tilkynnti mér í lokin að klukkan væri 10 mínútur yfír tólf. „Verði pizzan ekki komin innan hálf- tíma þá er hún frí.“ Þú kannast við þetta ekki satt? Þess ber að geta að þegar ég byij- aði að versla við þitt ágæta fyrir- tæki, þá var ég eilítið spenntur á stundum hvort varan kæmist í mínar hendur á réttum tíma. Þessi spenn- ingur var löngu horfín, hélt ég, enda hafði ég aldrei átt rétt á ókeypis pizzu. En þessi spenningur dúkkaði upp á nýjan leik á föstudaginn. Hvers vegna hef ég ekki hugmynd um. Mér lá akkúrat ekkert á. En þar sem ég sat hér við kontórstörf þá gjóaði ég augunum öðru hvoru á klukkuna. Þegar tuttugu og átta mínútur voru liðnar og engin pizza þá fór að fær- ast yfir mig einkennileg tilfinning spennu. „Skyldi ég loks ætla að sigra?“ Eins og áður segir þá lá mér hreint ekkert á. Það vill jú þannig til að ég ber utan á mér, því miður, fituforða er dugar mér gott bétur en hálftíma. Tíminn leið. Mínúturnar virtust dagar, ég hafði misst alla eirð til að vinna. Ætti ég að fara fram á skaða- bætur vegna vinnutaps? Eg hugsaði ekki skýrt lengur. Klukkan tifaði, mínútur liðu, þegar þijátíu og tvær voru liðnar þá setti ég veskið í vas- ann. Sigurgleði færðist yfir mig- Gleði mín var fullkomnuð stuttu síð- ar er pizzu sendillinn brunaði í hlað á glæsilegri BMW-bifreið, þrjátíu og fimm mínútum eftir að pöntun mín var staðfest. „Fjandi er erfitt að fínna þennan stað“, sagði sendillinn. — „Nú er það?“ sagði ég fullur samúðar. Ég átti bátt með að leyna sigurgleði minni. Ég leit síðan á hann og beið þess að hann játaði sig sigraðan. En það gerðist ekki. Þess í stað var hann í framan eins og ég skuldaði honum pening. — Það er merkilegt hvað sumir geta náð þessum þú- skuldarmérpeningsvip. í stöðunni var ekki um annað að ræða en að spyija ofurvarlega. „Er hún ekki frí?“ „Nei“ sagði sendillinn með sama svip og áður. „En þijátíu ogfímm mínú ... ?“ Ég komst ekki lengra. „Sjáðu til“, sagði sendillinn, „hér er miðinn, sko þú pantar kl. 12.12, ef við leggjum hálfan tíma við það þá ...“ Hann var einkennilega lengi að leggja saman. „Já þá“ sagði hann, „þá er klukkan...“ hann leit á klukku á veggnum, „nei bíddu við ...“ Síðan rauk hann út í bíl og kom síðan öllu glaðlegri til baka: „Klukkan í bílnum er núna 12:42, Frá Árna Helgasyni: ENNÞÁ einu sinni banka þau uppá hjá okkur, blessuð jólin, með sinn fagnaðarboðskap sem alltaf er nýr. Bjóða frelsi og frið á jörð. Benda á að leita fyrst guðsríkis og hans rétt- lætis, bjóða frelsi og frið á jörð. Og hver er þessi boðskapur fyrir þig, vinur minn? Hvemig tekur þú á móti honum í raun og sannleika. Um jólin ber mest á jólagjöfum. Og ekki af verra tagi. Állir vilja gefa sem veglegastar gjafir. Getur þá ekki verið að dýrmætasta jólagjöfín fari framhjá, það er mikils og mest um vert hvernig þú heldur jólin. Býður þú kannske Bakkusi heim, mesta friðarspilli allra alda? Þetta er stór spuming: Biblían segir: Líttu ekki á vínið, hversu það gióir í skálinni, og svo: að síðustu bítur það sem högg- ormur og spýr eitri sem naðra. Alvar- leg staðreynd sem er daglega fyrir augum okkar. Við sjáum jafnvel ást- vini okkar og skynsama menn villast af leið og hversu margir em þeir sem eru í viðjum vímunnar um þessi jól, í myrkrinu? Við tölum,um fátækt meðal okk- ar, um veraldlegu fátæktina, en gleymum þeirri fátækt sem er hryggilegri, hinni andlegu fátækt. Auðsöfnunin og veraldlegir hlutir fylgja okkur ekki út yfír gröf og þannig að hún hefur verið 12:40 þegar ég kom. — Borgaðu og verði þér að góðu“. Sendillinn hlýtur að hafa dáleitt mig því að ég borgaði um hæl. Þeg- ar ég vissi næst af mér færðist mik- il auðmýkt yfir mig. Ég hafði verið gabbaður. Ég leit á hálfkláraða pizz- una sem ég hafði ekki notið sem skyldi. Enda varla hægt að ætlast til að dáleiddur, auðmýktur og gab- baður maður kunni að meta Dominos pizzur. Næst panta ég pizzu frá ... F.h. íslensku umhverfisþjón- ustunnar sf., GUNNAR JÓNATANSSON, Vatnsmýrarvegi 20, Reykjavík. dauða, það verðum við að skilja eft- ir, en hinir andlegu, séu þeir ræktir af alúð, eru vegabréf okkar að há- stóli, náð og fyrirgefningu guðs, him- neska auðlegðin sem gefur okkur þrek og þor, bjartsýni, góðvilja og það sem best er af öllu þakklæti. Munum um þessi jól að staldra við og horfa til baka og sjá að Guð er alltaf að leita okkar. Hann vill ekki glötun mannsins. Það er undir okkur komið að vilja snúa okkur til hans: Hann segir: Komið til mín og ég gef ykkur það besta. Hann bendir okkur leið lífsins og þeir sem hafa tekið boðskap drottins alvarlega geta borið því vitni. Drottinn bendir einnig á hið alvarlega þar sem menn vilja ekki lúta leiðsögn hans. Og hann er alltaf að minna okkur á þetta hvem dag. Árið er á enda. Hvað höfum við lært af því og hvernig getum við hjálpað til að næsta árið verði far- sælt? Uppgjörið er á næsta leiti. Þökkum því drottni fyrir jólagjöf- ina mestu af heilum hug. Lokum ekki hið góða og sanna úti. Á þessum tímamótum er það mín heitasta ósk að landsmenn allir gefí meiri gaum að orði drottins. Það svíkur engan. Og ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls árs og ára. Góður guð veri með landi og þjóð. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Blessuðjólin HÖGNI HREKKVÍSI „ áe ER. HRCPPUR U/H AO þó VERÐIR VONSViKIWM Víkveiji skrifar að getur oft verið álitamál, hvað á að birta á prenti. Annars vegar er nauðsynlegt að fólk hafi frelsi til þess að tjá sig, hins vegar verður að gæta þess, að ekki sé of langt gengið í neikvæðri eða niðr- andi umfjöllun um nafngreinda ein- staklinga. Starfsregla Morgunblaðs- ins hefur verið sú að neita ekki um birtingu á grein nema tæpast fari á milli mála, að um meiðyrði sé að ræða. Á seinni árum virðast margir hafa tapað áttum varðandi það hvað telst birtingarhæft á prenti. í hverri viku berast greinar og bréf inn á ritstjóm Morgunblaðsins, sem eru til marks um að greinahöfundar eða bréfritar- ar átta sig ekki á hvað er við hæfi að birta á prenti. Hugsanlega gætir hér áhrifa útvarpsstöðva, sem hafa tekið upp þann sið að gefa fólki kost á að hringja inn á stöðvarnar í beinni útsendingu og hafa þar með litla möguleika á að halda í skefjum meiðandi ummælum um náungann. Morgunblaðið gerir mistök í þess- um efnum eins og aðrir fjölmiðlar, þótt vonandi séu þau ekki alltof mörg. Við og við birtast hér í blað- inu greinar, bréf og í undantekning- artilvikum viðtöl, sem ekki hefðu átt að birtast hér í blaðinu. Sumt er hægt að segja í samtölum manna í milli, sem ekki á heima á prenti. xxx * Isíðustu viku birtist hér á þessari síðu bréf, þar sem fjallað var um sjónarmið Sigurbjörns Einarssonar, biskups, um málefni flóttamanns, sem hingað er kominn. Að sjálfsögðu er ekkert við því að segja, að nafn- greindir einstaklingar andmæli sjón- armiðum Sigurbjörns biskups, sem hefur alla tíð verið óhræddur við að taka þátt í opinberum umræðum um umdeild mál. Hins vegar er það skoð- un Víkveija, að bréf það, sem hér er vitnað til frá andmælanda hans og birtist í blaðinu 22. desember sl. hefði ekki átt að birtast óbreytt. Þar var á ferðinni dæmi um sjónarmið, sem auðvelt var að koma á fram- færi án þess að hafa uppi stóryrði í garð þess, sem gagnrýndur var. Það er full ástæða til að Morgunblað- ið biðji Sigurbjörn Einarsson afsök- unar á þeim mistökum, sem urðu við frágang hins umrædda bréfs. xxx Tjáningarfrelsi manna er á engan hátt skert, þótt þeir sýni al- menna kurteisi á prenti. Það flokk- ast einfaldlega undir almenna mannasiði að setja sjónarmið sín fram með viðeigandi hætti. Yfirleitt skaðar það málflutning manna að ganga of langt í notkun stóryrða um andstæðinga sína. Starfsmenn Morgunblaðsins benda greinahöfundum eða bréfrit- urum að jafnaði á slíka vankanta á greinum eða bréfum og yfirleitt er slíkum ábendingum vel tekið. Vegna ofangreinds tilefnis sér Víkveiji ástæðu til að fy'alla um þetta hér og hvetja þá sem senda Morgunblaðinu efni til birtingar til þess að gæta almenns velsæmis í skrifum sínum, sem langflestir að sjálfsögðu gera. Það skaðar engan og er mönnum yfirleitt til framdráttar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.