Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DBSEMBER 1993 Læknisj ólahómilía Kristsvitund leiði okkur CLIPTEC rofarnir og tenglarnir frá BERKER gegna ekki aðeins nytjahlutverki, þeir eru líka sönn íbúðarprýði! CLIPTEC fæst í ótal litasamsetningum og hægt er að breyta litaröndum eftir því sem innbú, litir og óskir breytast. CLIPTEC er vönduð þýsk gæðavara á verði, sem kemur á óvart I Vatnagörðum 10 s 685854 / 685855 eftir Esra S. Pétursson Jóhannes skýrir frá því, í jólaguð- spjallinu, að Orðið var í upphafi hjá Guði og var Guð. Hann skapaði himin og jörð, og án hans varð ekki neitt til. í honum var líf og lífíð er ljósið sem upplýsir huga og vitund sérhvers manns. Guð er Líf. (Nafnið Yohai á hebr- esku útleggst Guð er Líf.) Líf Guðs er stöðugt skapandi og eilíft, í sjálfu sér ósýnilegt, og fólg- ið í sköpunarverkinu. Einkum í líf- hvelinu. Guð skapaði það sér til ánægju, með því að afmarka það með þrengingum tíma og rúms, og láta það þá vaxa þar og aukast og uppfýlla tilveruna. Þegar tími vaxtar og sköpunar er útrunninn, safnar hann hinu tímanlega og sundurdreifða aftur saman, til sín í eilífri dýrð. Þannig er Guð, ósýnilegur og óbreytilegur kærleikur til lífsins. Skaparinn gef- ur án afláts sjálfan sig í sköpunar- verkið, og óskapað tómið, og er með og yfír því öllu. Og nú á jólunum gefur hann son sinn eingetinn, Jesú Krist, sem var og er og kemur til að endumýja allt sem hann hefur skapað. Guð sendir Jesúm sem lækni allra meina, og til að frelsa mannkynið en ekki dæma. Kirkja Krists játar að hann var óskapaður Guð,1 uns Guð sendi hann, fæddan af Maríu Guðsmóður, í tilveruna, með fagnaðarerindið um fyrirgefningu og eilíft líf. Hann sendi son sinn og manninn Jesúm, til að vera viska lífsins og ljós heimsins. Son Guðs er hann með sanni. En hann var smáður í þessum heimi, fyrirlitinn og kunnugur þján- ingum. Menn þoldu ekki sannleik- ann. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að svo má góðu venjast að gott þyki. Þeir urðu því honum, sjálfum sannleikanum, sárreiðastir. Svo þeir krossfestu hann og halda áfram að gera það. Krossfestur enn á ný og dáinn, stígur hann niður til verstu vítanna, sjálfskaparvítanna, og stígur upp UlsALA Rýmum til fyrir næstu jól Nú seljum við allar jólavörur á 1/2 virði þessa viku. Tilvalið tækifæri til að eignast: Gervijólatré, jólakransa, jólarósir, gluggaljós, jólapappír, jóladúka, kerti, og margt fleira. úpið frá kl. 12-18 þri.-fim. 10-14 föstud. Suðurlandsbraut 16, sími 812449. (áður hús Gunnars Ásgeirssonar hf.) þaðan, á þriðja degi, með þeim sem geta tekið á móti honum; að hætti iðrandi þjófsins sem krossfestur var með honum. Upprisinn með dýrðinni sem hann hafði frá upphafí, er Jesús áfram eitt með Föðumum ... Abba, Pabba okkar á himnum, eins og Jesús nefnir hann í upphafí Faðir- vorsins; á aramaískunni sem þeir gyðingar töluðu þá. Hann fræddi samversku konuna, við Jakobs bmnninn, á því að Guð er andi og hjálpræðið kemur frá gyðingum. Hann uppfræddi einnig farís- eann, Nikódemus, með því að taka saman guðspjöllin í eina setningu, svohljóðandi: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafí eilíft líf.2 Kristur sjálfur er einkasonurinn, og hann gerði sér grein fyrir því. Hann einn er fæddur af Guði frá upphafi, eins og orð fæðist af hugs- un og visku hugans. Hann einn er skólastjórinn, svo að segja, í reynsluskóla Lífs síns, sem allar vemr em í. Iðulega án þess að gera sér grein fyrir því. Ósýnileg guðdómssól Kristsvit- undar upplýsir altilvemna og óskapað tómið i henni og umhverfís hana. Hún upplýsir einnig skugga- legu vantrúna á mátt trúar, vonar og kærleika. Guð opinberaði okkur leyndardóm sinn í Kristi sem hjálp- ræði trúarinnar og kærleikans, sem sigrar allt, og „hjúpar allt í kær- leiksgeislum sínum“. Eins og Ólína Andrésdóttir orðar það í undurfögr- um sálmi: Skín, guðdóms sól, á hugarhimni mínum, sem hjúpar allt í kærleiksgeislum sínum. Þú, Drottinn Jesús, lífsins ljósið bjarta, ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta.3 Án anda og vitundar Guðs sonar sjá augun ekki neitt sem til er. Engann skapaðann hlut. Kristur læknaði andlega blindu lærisvein- anna, svo þeir sáu Föðurinn i honum sem Guð í alheimsgeimi. í ljósi hans sáu þeir hann jafnframt fólginn í hvomm öðmm, og gátu leitað og fundið hann í þeim sjálfum og mitt á meðal þeirra. Utan og innan, sem einn allsherjar Guð. í eilífðar ljósi Kristsvitundar em ljós og myrkur eitt. Þegar tekið er á móti ljósinu hverfur myrkrið. Ljósið skín innilegast í lífi manna og allrar sköpunar, þó að stundlegt náttmyrkur sálna geti skyggt, um tíma, á ljósið; svipað svörtu skýi sem dregur fyrir sólu. Sálimar hafa þá ekki vaknað enn til meðvitundar um heiðríkju lífsins í huga Kristsvit- undar þeirra. Mun það ekki vera vantraust kvíða, efagimi og afneitunar sem bælir ljósið? Ljós raunveraleikans í sálunum? Vantraust sjúklegs kvíða Esra S. Pétursson „Undirbúum því hjörtu, huga og meðvitund nú á aðventunni, til að taka á móti honum, þegar Drottinn okkar kemur ájólunum.“ þjúpar vitund og sálir skuggum óraunvemleikans, svo þær stara í gaupnir sér, og halda ekki vöku sinni en sofna, vonlausar og trú- lausar, á verðinum. Til er málsháttur, sem mér var sagður vera frá Landeyjum: Sæll er sá sem hræddur er, sé hann ekki of hræddur. Hann vísar senni- lega til brimlendinganna í hafnleys- inu. Góðir formenn fluttu sjóferða- bænina í upphafí hvers róðrar. Þeir vom venjulega nógu varkárir og hræddir, en vonglaðir og traustir, til að vera með biðlund og vakandi á verði eftir laginu. En þeir voru ekki of hræddir til að taka það um leið og það kom, og hvetja ræðar- ana til að róa lífróður, og hafa svo allt á þurm landi; áhöfnina, þá sjálfa, bátinn og aflann. Það var spennandi starf upp á líf og dauða. Sannleikur vongleði og trúar, í anda Krists, upplýsir vitund vak- andi sálna með hugljómun, og gefur þeim kjark til að grípa tækifærið þegar lagið gefst. Traustið og trúin á bænheyrslu Guðs frelsar þær frá afneitun og bælingu raunvemleik- ans vegna kvíða. Þá gleðjast þær yfír starfí sínu, sem er Guðs gjöf, og hugsa ekki mikið um ævidaga lífs síns. Því Guð svarar þeim með því að veita þeim gleði í hjarta. Undirbúum því hjörtu, huga og meðvitund nú á aðventunni, til að taka á móti honum, þegar Drottinn okkar kemur á jólunum. Upplýst af sannleikanum vöknum við til fullrar meðvitundar um eilífðina í Kristi nú, verðum fullorðin og náum vaxtartakmarki Kristsfyllingarinn- ar. Því nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðisdagur. Og nú er náðarár. Nú er eilífur og síendurtekinn tími Krists, sem segir: Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífíð. Hann veit- ir okkur nú friðsæld í miklu þreng- ingu heimsins. Jesús ljómar í myrkri jólanótt. Um hánótt. Fátæka jólabarnið í jötunni, hjá Maríu Guðsmóður og Jósep. Hjálpum því smælingjum, sem við höfum alltaf, hjá okkur og víð- ar. Guð hjálpar þeim sem hjálpast að. Gleðileg jól. 1 Dr. Einar Sigurbjömsson. Kirkjan játar. Aþanasíusaijátningin. Áttunda lína: Faðirinn er óskapaður, sonur- inn er óskapaður, heilagur andi er óskapaður. Bókaútgáfan Salt hf. 1980. 2 „Sálmabók íslensku kirkjunnar, 343. Útgefandi: Kirkjuráð Reykja- vík. 3 Jóh. 3:6. Höfundur er sáJkönnuður í Reykjavik. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 12 umsækjendur um stöðu deildarstjóra Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gert að tillögu sinni til forseta íslands að Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðing- verði skipuð deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- ur neytinu frá 1. janúar 1994. Tólf sóttu um stöðuna. Ragnheiður Haraldsdóttir lauk B.S. prófí í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1977 og M.S. prófí í hjúkmn sjúklinga á hand- læknis- og lyflæknisdeildum frá háskólanum í Wisconsin, Madison árið 1984. Ragnheiður hefur starf- að sem hjúkmnarfræðingur á ýms- Höfum til sölu nokkurt magn af hlutabréfum í Islenska Utvarpsfélaginu hf. Upplýsingar veittar í síma 686111 í Handsal hf. HANDSAL HF. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKl • AÐILI AD VERÐBRÉFAMNGl ÍSLANDS ENGJATEIGI 9 • 105 REYKJAVIK • SIMI 686111 ■ FAX 687611 um deildum Borgarspítala og Land- spítala. Hún var stundakennari í námsbraut í hjúkmnarfræði frá 1977 til 1979 og frá 1987 til 1989 og við Nýja hjúkmnarskólann árið 1978 og frá 1987 til 1989. Árið 1989 var Ragnheiður skipuð lektor við Námsbraut í hjúkmnar- fræði til fímm ára. Ragnheiður var hjúkranarfræðslustjóri á Landspít- alanum frá ágúst 1980 til aprílmán- aðar 1981 og hjúkmnarfram- kvæmdastjóri fræðsludeildar spítal- ans frá 1987. Þá hefur hún verið varasviðsstjóri á almennu hjúkmn- arsviði og staðgengill hjúkrunarfor- stjóra á Landspítalanum frá því í janúar 1990 til júlímánuðar árið 1993. Ragnheiður hefur stundað rannsóknir í hjúkmn ogtekið virkan þátt í féiagsmálum. Hún er gift Hallgrími Guðjónssyni lækni, og eiga þau fjögur börn. cgla bréfabindi Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnuslola SÍBS • Hálún 10c SEmar: 688476 og 688459 • Fax: 28819
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.