Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 53
ZIS6N MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 53 Morgunblaðið/Kristinn Saktmóðigur. ROKK Saktmóðigur leikur á Tveimur vinum Ein sérkennilegasta rokksveit landsins er Saktmóðigur; sveit sem varðveitir pönkandann af óbilandi hugsjón. Fyrir nokkru sendi Saktmóðigur frá sér snælduna Legil, en eftir mannabreytingar í haust brugðu liðsmenn sér í hljóðver að taka upp 10“, sem kemur út á næst- unni. Sú plata verður meðal annars kynnt á jólatónleikum í Tveimur vinum í kvöld. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því Saktmóðigur kom fram sem settleg dreifbýlissveit á Músíktilraunum Tónabæjar og tók tilgerðarlega borgarrokkara í nefið, en Saktmóðugir voru þá í Menntaskólanum á Laugar- vatni. Ekki hafði það mikil áhrif til hins verra á þá félaga að flytja í spillinguna í Reykjavík að loknu námi, utan að einn sveitarmanna fluttist úr sveit- inni, ef svo má segja, með því að flytjast út í sveit, því hann hóf nám við Bifröst. Pjarvera hans gerði félögum hans erfitt að æfa og smám saman hvarf hann á braut, þó segja megi að það eina sem virðist nýstárlegt við Saktmóðug í dag sé að liðs- menn hafa lært betur á hljóð- færi sín. „Það þýðir fyrst og fremst að lögin eru orðin hrað- ari og þéttari,“ segir söngspíra sveitarinnar Karl Ottar Péturs- son, „og allir geta látið eins og vitlausir á sviðinu því þeir kunna á hljóðfærin.“ Það er einmitt hamslaus sviðsframkoman sem menn taka fyrst eftir hjá Saktmóðugi, og Karl segir að það sé helsta gam- anið við að vera í sveitinni; „við hlökkum alltaf til hverra tón- leika og bíðum spenntir eftir því að fá að sleppa okkur á sviði.“ Áheyrendur geta nú sjálfir met- ið frammistöðu Saktmóðiga í sviðsljósinu, því í kvöld leikur Saktmóðigur í Tveim vinum. Kallast það jólatónleikar hljóm- sveitarinnar og margt jólalaga á dagskránni. Einnig lætur ljós sitt skína hljómsvein Texas Jesú, sem sendi fyrir skemmstu frá sér snældu. / / GAMLARSKVOLD A HOTELISLANDI Forsala aðgöngumiða hafin Miðasala frákl. 11-18. Miðaverð kr. 2000. NAMSKEIÐ Fór til Lúxemborgar að kenna jólaskreytingar Leikklúbburinn Spuni í Lúxem- borg stóð fyrir jólaskreyt- inganámskeiði þegar líða tók að fyrsta sunnudegi í aðventu. Sigrún Eyjólfsdóttir blómaskreytinga- hönnuður kom frá íslandi og kenndi þátttakendum handtökin. Var ekki að sökum að spyija að eingöngu var kvenfólk á námskeið- inu. Sýndi Sigrún m.a. hvernig hægt er að nýta laufblöð og grein- ar bæði úr skógum og görðum í hinar ýmsu skreytingar. Höfðu konurnar mikið gagn og gaman af námskeiðinu og útbjuggu þær m.a. aðventukransa, hurðakransa, borðskreytingar og fleira. Haft var á orði að gaman væri að hafa fram- hald á föndurnámskeiðum sem þessum til dæmis fyrir páska. Morgunblaðið/Linda Knstín Kagnarsdóttir Hluti þátttakenda á jólaskreytinganámskeiði Spuna. F.v. Kristjana Daníelsdóttir, Bjargey Eyjólfsdóttir, Elsa M. Walderhaug, Unnur Jónasdóttir, Laufey Ármannsdóttir, Ingunn Þorvaldsdóttir, Drífa Sigurbjarnardóttir, íris Þorkelsdóttir, Þórhildur Hinriksdóttir, Guð- munda Guðmundsdóttir, Sigrún Pétursdóttir og leiðbeinandinn, Sig- rún Eyjólfsdóttir. HASKOLABIO lunni og Laugavegi 26) og Músík & Myndir Mjódd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.