Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 53
ZIS6N
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
53
Morgunblaðið/Kristinn
Saktmóðigur.
ROKK
Saktmóðigur
leikur á
Tveimur vinum
Ein sérkennilegasta rokksveit
landsins er Saktmóðigur;
sveit sem varðveitir pönkandann
af óbilandi hugsjón. Fyrir
nokkru sendi Saktmóðigur frá
sér snælduna Legil, en eftir
mannabreytingar í haust brugðu
liðsmenn sér í hljóðver að taka
upp 10“, sem kemur út á næst-
unni. Sú plata verður meðal
annars kynnt á jólatónleikum í
Tveimur vinum í kvöld.
Mikið vatn er runnið til sjávar
frá því Saktmóðigur kom fram
sem settleg dreifbýlissveit á
Músíktilraunum Tónabæjar og
tók tilgerðarlega borgarrokkara
í nefið, en Saktmóðugir voru þá
í Menntaskólanum á Laugar-
vatni. Ekki hafði það mikil áhrif
til hins verra á þá félaga að
flytja í spillinguna í Reykjavík
að loknu námi, utan að einn
sveitarmanna fluttist úr sveit-
inni, ef svo má segja, með því
að flytjast út í sveit, því hann
hóf nám við Bifröst. Pjarvera
hans gerði félögum hans erfitt
að æfa og smám saman hvarf
hann á braut, þó segja megi að
það eina sem virðist nýstárlegt
við Saktmóðug í dag sé að liðs-
menn hafa lært betur á hljóð-
færi sín. „Það þýðir fyrst og
fremst að lögin eru orðin hrað-
ari og þéttari,“ segir söngspíra
sveitarinnar Karl Ottar Péturs-
son, „og allir geta látið eins og
vitlausir á sviðinu því þeir kunna
á hljóðfærin.“
Það er einmitt hamslaus
sviðsframkoman sem menn taka
fyrst eftir hjá Saktmóðugi, og
Karl segir að það sé helsta gam-
anið við að vera í sveitinni; „við
hlökkum alltaf til hverra tón-
leika og bíðum spenntir eftir því
að fá að sleppa okkur á sviði.“
Áheyrendur geta nú sjálfir met-
ið frammistöðu Saktmóðiga í
sviðsljósinu, því í kvöld leikur
Saktmóðigur í Tveim vinum.
Kallast það jólatónleikar hljóm-
sveitarinnar og margt jólalaga
á dagskránni. Einnig lætur ljós
sitt skína hljómsvein Texas Jesú,
sem sendi fyrir skemmstu frá
sér snældu.
/ /
GAMLARSKVOLD A HOTELISLANDI
Forsala aðgöngumiða hafin
Miðasala frákl. 11-18.
Miðaverð kr. 2000.
NAMSKEIÐ
Fór til Lúxemborgar
að kenna jólaskreytingar
Leikklúbburinn Spuni í Lúxem-
borg stóð fyrir jólaskreyt-
inganámskeiði þegar líða tók að
fyrsta sunnudegi í aðventu. Sigrún
Eyjólfsdóttir blómaskreytinga-
hönnuður kom frá íslandi og
kenndi þátttakendum handtökin.
Var ekki að sökum að spyija að
eingöngu var kvenfólk á námskeið-
inu. Sýndi Sigrún m.a. hvernig
hægt er að nýta laufblöð og grein-
ar bæði úr skógum og görðum í
hinar ýmsu skreytingar. Höfðu
konurnar mikið gagn og gaman
af námskeiðinu og útbjuggu þær
m.a. aðventukransa, hurðakransa,
borðskreytingar og fleira. Haft var
á orði að gaman væri að hafa fram-
hald á föndurnámskeiðum sem
þessum til dæmis fyrir páska.
Morgunblaðið/Linda Knstín Kagnarsdóttir
Hluti þátttakenda á jólaskreytinganámskeiði Spuna. F.v. Kristjana
Daníelsdóttir, Bjargey Eyjólfsdóttir, Elsa M. Walderhaug, Unnur
Jónasdóttir, Laufey Ármannsdóttir, Ingunn Þorvaldsdóttir, Drífa
Sigurbjarnardóttir, íris Þorkelsdóttir, Þórhildur Hinriksdóttir, Guð-
munda Guðmundsdóttir, Sigrún Pétursdóttir og leiðbeinandinn, Sig-
rún Eyjólfsdóttir.
HASKOLABIO
lunni og Laugavegi 26) og Músík & Myndir Mjódd