Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJJJDAGUR 28. DESEMBER 1993
Minning
Steingrímur Aðal-
steinsson fyrrv.
alþingismaður
Jólahátíðin var að ganga í garð.
En það er ekki spurt um árstíma
þegar kallið kemur. Að morgni 20.
desember lést hann Steingrímur
afí á Landakotsspítala eftir nokkur
veikindi. Hann afi var orðinn gam-
''•tll maður, en frá því að við munum
fyrst eftir honum fannst okkur
hann ekkert eldast.
Afi var maður sem bar sig ávallt
vel og hafði mikla reisn. Hann var
mikill rólyndismaður sem sagði oft
ekki margt. En maður fann hlýjuna
streyma frá honum þó hún kæmi
ekki í orðum. Elsku afi, minningin
um þig lifír hjá okkur.
Elsku amma, Guð styrki þig á
þessum erfíða tíma.
Alma María Rögnvaldsdóttir,
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson.
Við fráfall Steingríms Aðal-
steinssonar, fósturföður míns,
streyma minningarnar fram í hug-
, ann eins og raðir af skyggnum á
sýningartjaldi. Liðin atvik birtast
mér aftur og aftur, doka við,
hverfa, koma á ný og það er eins
og yfír þau bregði birtu sínýrra
ljósa. Steingrímur var mér elsku-
legur pabbi, innilegur, ljúfur og
kær, og ég á honum mikið að
þakka. - Og þótt samband okkar
hafí nánast slitnað um eitt skeið
ævinnar, þá endurnýjaðist það í ást
*pg innileik og varð eins og best
’getur orðið í nánu sambandi feðg-
ina.
Ég var aðeins örfárra mánaða
þegar ég kom til þeirra Steingríms
og Ingibjargar Eiríksdóttur, fyrri
konu hans, og því kann ég lítið að
segja frá þessu fyrsta ferðalagi
mínu, sjóferðinni vestan frá ísafírði
til Akureyrar í umsjá ungs sjó-
manns. Eitt er þó víst að þegar til
Akureyrar kom tóku fósturforeldr-
arnir vel og innilega á móti mér
og hjá þeim ólst ég upp í kærleiks-
ríkri umsjá beggja öll mín bernsku-
ár - allt þar til leiðir þeirra skildu.
Atvik eins og hjónaskilnaðir
skilja oftast eftir sig sárindi, en
■^geta líka orðið báðum aðilum til
heilla - allt eftir atvikum og að-
stæðum hverju sinni. En hvort held-
ur er þá græðir tíminn sárin smátt
og smátt þar til allt er um garð
gengið og gróið er yfír allt.
Steingrímur og Ingibjörg voru
ólíkrar gerðar. Hún var örlynd og
ákaflynd og vildi koma hlutunum
á hreyfíngu. Sterkur vilji hennar
hreif oft aðra með sér svo að það
sem virtist nær óyfírstíganlegt varð
í hennar forsjá leikur einn. Að
þessu leyti var mamma lík Elísa-
betu systur sinni sem var verka-
lýðsleiðtogi, formaður Einingar í
áratugi og bæjarfulltrúi. Stein-
jgrímur var aftur á móti gjörhug-
ull, fálátur og fámæltur og bar
ekki tilfmningar sínar utan á sér.
Sumum þótti þessi stóri og myndar-
legi maður drumbslegur og jafnvel
fráhrindandi þótt þeir kynntust
öðru ef þeir náðu honum út úr
skelinni. Hann var sílesandi á þess-
um árum og aflaði sér áreiðanlega
mikillar þekkingar með lestri og
sjálfsnámi enda komu menn sjaldan
að tómum kofunum hjá honum,
a.m.k. ekki þeir sem rökræddu
stjómmál við hann, enda held ég
að andstæðingar hans í stjómmál-
' úm hafí yfirleitt virt hann mikils.
Hann var í eðli sínu ákaflega hlé-
drægur maður og tranaði sér aldr-
ei fram, en í honum bjuggu hæfi-
leikar foringjans og atvikin urðu á
þá leið að þessir hæfíleikar fengu
útrás og nýttust. Þrátt fyrir hóf-
semi hans til orðs og æðis eru þó
-tjl dæmi um að ausið væri yfír
hann óhróðri, en ekki var það til
ávinnings fyrir þá sem það gerðu
heldur kom þeim sjálfum í koll.
Hann hafði áreiðanlega þegið lang-
skólanám menntavegarins hefði
honum staðið það til boða, en það
hlotnaðist honum ekki, mest vegna
aðstöðuleysis og fátæktar. Hann
var þó maður bóka, fróðleiks og
skrifta. Mér fannst hann njóta þess
að vera heima, ýmist lesandi eða
skrifandi, hafandi mig prílandi og
dundandi sér við hlið.
Á þessum árum hafði pabbi enga
fasta vinnu, enda var atvinnan
kröpp og menn veigruðu sér við
að taka „bolsa“ í vinnu. Það gat
haft slæmar afleiðingar fyrir þá
sem vinnu höfðu að miðla. Á tíma-
bili var þetta svona þótt á því yrði
breyting þegar eftirspurn eftir
vinnuafli jókst. En pabbi lét þetta
ekki á sig fá. Hann var hugsjóna-
maður í pólitík eins og margir sam-
heija hans og þeim mun meira
vann hann ótrauður fyrir flokkinn.
Hann annaðist m.a. ritstjórn
Verkamannsins og handskrifaði
oftast greinar sínar þótt hann ætti
ritvél. Minnisstæður er mér penn-
inn hans, breiður og gljáandi, og
formföst og sterkleg skriftin, ein-
hvern veginn svo karlmannleg og
þróttmikil. Svo virtist sem hann
þyrfti lítið að breyta textanum eft-
ir að hann einu sinni var kominn
á blaðið. Hann hafði svo gott vald
á hugsun sinni. Á þessum árum sat
hann að vísu í bæjarstjórninni og
var kannski í einhveijum nefndum
á hennar vegum.
Þessi störf voru létt í vösum.
Störfín fyrir flokkinn og störfin
sem hann vann, beint eða óbeint,
fyrir verkalýðshreyfínguna og
flokkinn voru aldrei launuð. Þau
voru unnin í þágu hugsjónarinnar
um bætt kjör og betra líf fyrir al-
þýðuna. Við hefðum engan veginn
komist af ef mamma hefði ekki
haft örugga og tiltölulega vel laun-
aða kennarastöðu. Kennarastarfíð,
pólitíkin og málefni kvenna voru
henni hugstæð, en mamma var
sérkennari og kenndi matvæla- og
heimilisfræði í skólanum. Sum vor-
in sigldi hún til að afla sér meiri
menntunar á námskeiðum erlendis.
Vel man ég eftir einu slíku tíma-
bili; ég varð lasin og ég man hversu
mikið umburðarlyndi pabbi sýndi
mér, hlýr, þolinmóður og traustur.
í húsinu okkar, Þingvallastræti
14, var oft glatt á hjalla og mikið
um að vera á þessum árum. Ann-
ars vegar vorum við og hins vegar
systkini mömmu: Elísabet, Ólafur
og Ingunn og uppeldisdóttir þeirra,
Hermína. Það var mikill gesta-
gangur í húsinu og næturgestir
voru engin tíðindi. Það var spilað
brids, það voru fundahöld og sumir
gestir voru jafnvel svo vikum skipti.
Þau systkinin áttu vini og kunn-
ingja vítt og breitt um Iandið sem
nutu gestrisni þeirra og fádæma
greiðvikni þegar þeir þurftu að er-
inda á Akureyri. Einhver orðaði það
svo að húsið hefði verið mistöð
róttækninnar á Norðurlandi og lík-
lega er það alveg rétt. Bolsahúsið,
sem margir nefndu svo, gegndi
miklu hlutverki í þessari hreyfíngu.
Sjálf fór ég ekki varhluta af nafn-
inu og var oft kölluð „litli bolsinn“,
en aldrei tók ég það nærri mér,
líklega af því að ég var stolt af
foreldrunum og vissi að þau nutu
trausts og margir litu upp til þeirra.
Kristbjörg, móðir Steingríms,
orðin ekkja þegar ég fyrst man
eftir henni, bjó í Lyngholti í Glerár-
þorpi. Þar bjuggu einnig börn henn-
ar, Kristín og Jónas ásamt fjöl-
skyldum sínum og Eiður. Bræður
Steingríms, Ólafur og Karl, voru
ijölskyldumenn og búsettir á Akur-
eyri. Margar ferðirnar fór ég út í
Lyngholt þegar ég var krakki og
frá þessum heimsóknum mínum að
Lyngholti á ég ákaflega góðar
minningar. Þetta var kærleiksríkt
fólk, umvafið sterkum fjölskyldu-
böndum.
Svo kom að því að pabbi var
kosinn á þing. Það var erfítt fyrir
mig að sjá á eftir honum suður og
ég hlakkaði mikið til þegar von var
á honum til baka. Hann sat á Al-
þingi á annan áratug og var kjörinn
forseti efri deildar, yngstur þeirra,
hefur mér verið sagt, sem fram að
því höfðu verið kjömir í forseta-
stöðu á Alþingi. Nokkrum árum
seinna náði flokkurinn að verða
stærsti flokkurinn á Akureyri í
kosningum til bæjarstjórnar.
Þegar ég lít á þetta allt í þess-
ari fjarlægð tímans þá fínnst mér
að í pólitíkinni hafí pabbi og
tengdafólkið hans þáverandi bætt
hvort annað upp og allt hafí sam-
verkað þeim til góðs. Hann annars-
vegar, gjörhugull, öruggur og
traustur, og þau systkinin hinsveg-
ar, kraftmikil, viljasterk og mælsk
sem létu ekkert tækifæri ónotað
til viðtala og heimsókna, málstaðn-
um til styrktar og fylgis.
Svo urðu þáttaskil. Misfellur
urðu í samstarfinu, svo slitnaði
það. Ég man þá stund þegar mér
varð ljóst að pabbi myndi fara frá
okkur mömmu og ég man nákvæm-
lega staðinn, já, meira að segja
gangstéttarhelluna, sem ég stóð á
framan við flugafgreiðsluna þegar
ég kvaddi hann. Mörgum árum síð-
ar bundumst við aftur traustum
böndum sem aldrei rofnuðu. Hann
varð mér hjálparhella í erfiðleikum
og það var ekki síst fyrir hans til-
verknað að ég öðlaðist öryggi og
fastan punkt í tilverunni. Börnum
mínum sýndi hann tryggð og vin-
áttu. Fyrir þetta og öll okkar sam-
skipti fyrr og síðar er ég óumræði-
lega þakklát.
Síðari kona Steingríms er Sigríð-
ur Þóroddsdóttir frá Alviðru í Dýra-
fírði. Þau urðu svo gæfusöm að
eignast traust og gott heimili og
þijú elskuleg og myndarleg börn:
Kristbjörgu, Sólveigu og Aðalstein,
og fóstursoninn Rögnvald. Ég bið
Guð að blessa framtíð þeirra og
votta þeim og Sigríði mína dýpstu
samúð.
Steingrím, fósturföður minn,
kveð ég að leiðarlokum með orðum
Ingibjargar, fósturmóður minnar
sem hún viðhafði jafnan þegar hún
kvaddi kæra vini: Vertu ætíð Guði
falinn.
Gunnlaug Björk.
Steingrímur Aðalsteinsson
fæddist 13. janúar 1903 á Mýrarl-
óni í Glæsibæjarhreppi, sonur Aðal-
steins Hallgrímssonar sjómanns og
verkamanns og konu hans, Krist-
bjargar Þorsteinsdóttur, og var
næstelstur sex systkina. Föður sinn
missti Steingrímur 11 ára gamall,
en móðir hans vann síðan fyrir
heimilinu og hélt því saman. Á
sextánda ári varð Steingrímur
vinnumaður á Æsustöðum og nam
þá nokkurn tíma hjá Gunnari Bene-
diktssyni, þá presti í Saurbæ. Dugði
honum það nám til að komast í
annan bekk Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar haustið 1922, og lauk hann
prófi frá honum 1924. Næstu tvö
ár vann hann verkamannavinnu,
en veturinn 1926-27 var hann far-
kennari í fræðsluhéraði Fáskrúðs-
fjarðar.
Verkamannafélag var stofnað í
Glerárþorpi 1927 og varð Stein-
grímur formaður þess. Þremur
árum síðar, í janúar 1930, var hann
kjörinn formaður Verkamannáfé-
lags Akureyrar, sem hann var síðan
lengi kenndur við, en það átti í
hörðum vinnudeilum á fjórða ára-
tugnum. — Eftir stofnun Kommún-
istaflokks íslands 1930 var félag
úr honum stofnað á Akureyri og
gekk Steingrímur í það, en það
átti hlut að Verkamanninum í
fyrstu, en gaf hann síðar út. Fyrir
fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á
Akureyri var Steingrímur kjörinn
í bæjarstjóm 1934.
í framboði til Alþingis fyrir
Kommúnistaflokkinn var Stein-
grímur Aðalsteinsson 1933 og
1937 og varð hann þá fyrsti vara-
maður hinna tveggja landskjörnu
þingmanna hans. Á Alþing var
Steingrímur kjörinn 1942 og sat á
þingi fram til 1953, og var hann
forseti efri deildar 1942-46.
Steingrími Aðalsteinssyni varð
ég rétt málkunnugur 1945 eða
1946, en um miðjan sjötta áratug-
inn tókust með okkur kynni í Sós-
íalistafélagi Reykjavíkur, en í því
starfaði hann mjög, eftir að hann
lét af þingmennsku. I umræðum í
því, sem gátu orðið allsnarpar, fóru
skoðanir okkar mjög saman, um
stefnumál sem kjaramál. — Sósíali-
staflokkurinn var lagður niður á
þingi hans 1968, þótt ekki hefði
áður verið til þess leitað samþykkis
félaga hans, og munu það hafa
verið viðbrögð við klofningnum í
Alþýðubandalaginu í Reykjavík
árið áður. Nokkur hluti félags-
manna hélt þó Sósíalistafélagi
Reykjavíkur áfram starfandi, og
var Steingrímur Aðalsteinsson for-
maður þess.
Á milli starfa utan lands var ég
heima veturinn 1968-69 og var
þá áfram í Sósíalistafélagi Reykja-
víkur, sem liðlega 100 félagsmenn
héldu þá tryggð við. Fljótlega varð
það ofan á, að það starfaði sem
stjórnmálafélag og byði fram til
borgarstjórnar og Alþingis, en ekki
sem fræðslufélag, þótt einnig kæmi
það til álita. Hafnað var að kalla
saman ráðstefnu með skoðana-
bræðrum úr félögum sósíalista úti
á landi, en upp munu félagsmenn
ekki hafa gert hug sinn, hvort inn-
an tíðar skyldi leitað samstarfs við
Alþýðubandalagið í Reykjavík að
einum eða öðrum hætti, en um það
mun sitt hafa sýnst hveijum. Hóf
félagið útgáfu vikublaðs, Nýrrar
Dagsbrúnar (en sumum þótti nafn-
ið illa valið) og undirbúning að
framboði í borgarstjórnarkosning-
um. Samstarf þess við Fylkinguna
og ungu maóistana varð minna en
efni stóðu til, en í félaginu var
góður andi og baráttuhugur þenn-
an vetur. Og hvað sem um starf
þess verður endanlega sagt, átti
það ásamt fyrrnefndum samtökum
hlut að mótun sósíalískra baráttu-
manna af nýrri kynslóð.
Dræmar undirtektir við framboð
Sósíalistafélags Reykjavíkur olli
Steingrími Aðalsteinssyni von-
brigðum, og dró hann sig litlu síðar
í hlé úr starfi félagsins, sem hélt
þó saman fram yfír 1980. Hafði
hann lokið dijúgu dagsverki, og
án sárinda leit hann um öxl.
Haraldur Jóhannsson.
Látist hafa á þessu ári þrír aldn-
ir leiðtogar róttækrar verkalýðs-
hreyfíngar á Akureyri, Tryggvi
Emilsson, Einar Olgeirsson og
Steingrímur Aðalsteinsson, þeirra
yngstur, sem hér verður minnst.
Allir á tíðræðisaldri. Um margt
ólíkar manngerðir, sem allir áttu
það sameiginlegt, að vera í forystu-
sveit þeirrar merku baráttu, er
verkalýðshreyfíngin á Akureyri
háði á árunum eftir fyrri heims-
styijöld, fyrir því að bæta kjör ís-
lenskrar alþýðu. Þá hljómuðu kjör-
orðin: íslandi allt, kjörorð ung-
mennafélagshreyfingarinnar, og
frelsi, jafnrétti og bræðralag, kjör-
orð frönsku byltingarinnar í hugum
og gjörðum íslenskrar alþýðu. Það
er engum vafa undirorpið, að þessi
göfugu kjörorð áttu eftir að setja
svip á líf þessara öldnu baráttufé-
laga og marka líf þeirra. Þáttur
alþýðunnar á Akureyri var sterkur
þáttur í baráttusögu íslenskrar
verkalýðshreyfingar og var á
stundum úrslit ýmissa þátta þeirrar
baráttu ráðin þar. Ber þar hæst
nón-deilan. Akureyri var og er eitt
sterkasta vígi róttækrar verkalýðs-
hreyfingar og byggir enn stöðu sína
á baráttu þessara þriggja forustu-
manna að öðrum ólöstuðum, því
án fjöldahreyfingar er sú barátta
lítils virði. Reykjavík, sem var þá
þegar orðin miðdepill þessarar bar-
áttu sogaði til sín margan mætan
manninn, en við tóku yngri leiðtog-
ar, því mannval var mikið þar
nyrðra. Við sigur Sósíalistaflokks-
ins 1942 við tvennar kosningar til
Alþingis á því ári, varð verka-
mannasonurinn frá Glerárþorpi
fulltrúi íslenskrar alþýðu á Alþingi
og sat þar allt til ársins 1953. Var
hann við myndun nýsköpunar-
stjórnarinnar kjörinn forseti efri
deildar og er eini verkamaðurinn,
sem setið hefur það embætti. Slíkt
var traustið, sem Steingrímur naut.
Á þessum árum flutti Steingrímur
að norðan og bjó í Reykjavík eftir
það. Stundaði leigubifreiðaakstur
síðustu árin og naut þar virðingar
stéttarbræðra alla tíð. Steingrímur
var hlédrægur maður og lítt frama-
gjarn og þurfti oft að þrýsta nokk-
uð á til að fá hann til að taka við
virðingum og trúnaði er félagar
hans vildu trúa honum fyrir. Bar-
átta áranna eftir síðari heimsstyij-
öldina tók að vísu á sig annan svip,
svo sem vænta mátti. Sú saga hef-
ur lítt verið skráð af neinni sann-
gimi og trúnaði. Verður ekki gerð
tilraun til þess í þessari stuttu
minningargrein. Steingrímur stóð
þar í hópi sem varð undir í skoðana-
skiptum um forustuhlutverk Sós-
íalistaflokksins á ámnum eftir
1950 og gekk ekki í Alþýðubanda-
lagið, er það var gert að stjórn-
málaflokki um og eftir 1960. Um
þetta leyti giftist hann öðru sinni
mætri konu Sigríði Þóroddssdóttur,
sem lifir mann sinn ásamt indælum
barnahópi er þau áttu saman. Ég
sendi þeim samúðarkveðjur bar-
áttufélaganna frá þeim árum og
minnumst þess að orustan tapaðist
þá um stund, en stríðinu um barátt-
una fyrir mannsæmandi lífí heldur
áfram og verður seint lokið. Megi
íslensk alþýða kunna að meta bar-
áttu þessara frumheija um ókomna
framtíð.
Kjartan Helgason.
Steingrímur Aðalsteinsson, fyrr-
verandi alþingismaður, er látinn,
90 ára að aldri.
Steingrímur var kosinn á Alþing
í sumarkosningunum 1942. Hann
var þá einn af sex þingmönnum
Sósíalistaflokksins. Steingrímur
sat 11 ár á Alþingi, eða frá 1942
til 1953.
Ég var kosinn alþingismaður í
haustkosningunum 1942 og vorum
við Steingrímur því samþingsmenn
og samflokksmenn á þessum 11
árum.
Ég kynntist fyrst Steingrími
Aðalsteinssyni á námsárum mínum
á Akureyri á árunum 1931 til 1934.
Þá var Steingrímur einn af
helztu forystumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar á Akureyri.
Strax þá birtist Steingrímur mér
sem ákaflega staðfastur og örugg-
ur forystumaður. Hann var vel
máli farinn, skýr í hugsun, vel rit-.
fær og sérstaklega Jraustvekjandi
leiðtogi verkafólks. Á þessum árum
var hart í ári hjá verkafólki, hjá
því fólki sem varð að láta sér nægja
stopula tímavinnu á lágu kaupi.
Á þeim árum stóð heimskreppan
mikla sem hæst. Atvinnuleysi var
mikið, og alltaf var verið að gera
tilraunir til að lækka hið umsamda
kaup. Pólitíkin var tekin að harðna
á þessum tíma. Ósætti var komið
upp meðal forystumanna í verka-
lýðshreyfíngunni. Steingrímur
skipaði sér strax í raðir þeirra sem
lengst stóðu til vinstri. Á honum
og öðrum sem voru í sömu röðum
mæddi því harðvítug og erfíð bar-
átta.