Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INIULEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 Sjónvarpið aðili að fréttaskiptum Fær fréttir frá Norðurlöndunum og sendir einnig fréttir héðan SJÓNVARPIÐ er orðið aðili að sameiginlegum fréttaskiptum á milli Norðurlandanna og taka ríkisreknu sjónvarpsstöðvarnar fimm í þessum löndum þátt í verkefninu, segir Ólafur Sigurðs- son, varafréttastjóri erlendra frétta. „Sjónvarpsstöðvamar bjóða helstu fréttir sem talið er að séu áhugaverðar," segir hann. Það var Bogi Ágústsson frétta- stjóri, sem fyrstur kom með hug- myndina um þessi fréttaskipti, segir Ólafur, og var það á fundi Norrænu sjónvarpsstöðvanna árið 1991. Þetta hefur verið að þróast síðan. Allt í allt segir Ólafur frétta- stofuna vera búna að senda frá sér um 10 fréttir og hafa þær allar verið notaðar einhvers staðar á Norðurlöndunum fimm, og jafn- vel víðar, því myndirnar eru sendar um gervihnött sem Euro- vision og aðrar stöðvar nota einn- ig- Meðal þeirra frétta sem farið hafa héðan eru samningurinn um framtíð Keflavíkurflugvallar og frétt um þrettándabrennur. í staðinn er fréttastofan búin að nota 6-10 fréttir, t.d. er fréttin um drukknu flugmennina hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot meðal annars fengin í gegnum þessi fréttaskipti, segir hann. „Hingað til höfum við fengið efni sem er mjög gott,“ segir Ólaf- Morgunblaðið/Sverrir Tekið á móti fréttunum ÓLAFUR Sigurðsson, varafréttastjóri erlendra frétta, tekur á móti efni frá Norðurlöndunum í gegnum gervihnött. Fréttirnar eru sendar einu sinni á dag, klukkan 15. ur. „Það er miklu betra en ég átti von á.“ Þarf að vinna fréttirnar upp á nýtt Þegar fréttirnar eru sendar héðan þarf að vinna þær alveg upp á nýtt út frá því hvernig nor- rænu sjónvarpsstöðvunum hentar að segja frá þeim og kostar það talsverða vinnu, segir Ólafur. „Við sendum þeim efni í frétt,“ segir hann. „Það er, við sendum innihaldið í texta sem þeir lesa og síðan myndir sem passa við. Þetta þarf svo allt að þýða.“ Verslunarráð hyggst leita álits eftirlitsstofnunar EFTA Kannað hvort vöru- gjald standist lög EES VERSLUNARRÁÐ íslands og Félag íslenskra stórkaupmanna ætla að skjóta til eftirlitsstofnunar EFTA þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja vörugjald á ýmsan evrópskan iðnvarning, s.s. heimilis- tæki, hjólbarða, rafmagnstæki, skotvopn o.fl. Hækkun vörugjalds kemur í stað innflutningstolla sem féllu niður um áramótin. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að ráðið telji fulla ástæðu til að kanna hvort að vörugjaldið standist lög EES sem tryggja eigi fijálsa samkeppni og vöruflæði og efla hag neytenda í þeim ríkjum sem að EES standa, og hafi því ákveðið að fá skýrt álit eftir- litsstofnunarinnar i þessu máli. _______________________________________ um og vörugjaldi af innflutningi áðurnefndra vörutegunda voru í fyrra rúmlega milljarður, þar af 735 milljónir af tollum og 312 milljónir af vörugjaldi. Eftir breytinguna frá innflutningstollum til vörugjalds á þeim vörum sem EES-samningur- inn tók til er áætlað að tekjur ríkis- ins nemi um 20 milljónum kr. lægri upphæð. Er þessi smávægilega tekjuskerðing skýrð með því að í meðförum Alþingis á frumvarpi varðandi þessi mál var m.a. hluti af rafmagnstækjum færður í neðri flokk, eða með 25% vörugjaldi í stað 30%. Tolltekjur er áætlaðar 137 milljónir kr. vegna innflutnings frá löndum utan EES. Vörugjaldið hækkar verð um allt að 30% 100 þús. kr. sjónvarps- tæki myndi kosta 69 þús. „Þama er um að ræða vörur sem flestar eru ekki framleiddar hér- lendis, og ekki er útlit fyrir að svo verði í bráð. Ef þessi ákvörðun stjórnvalda á að standast gætu Austurríkismenn tekið upp á sömu leikjum varðandi vörugjald á t.d. sjóveiddan fisk frá íslandi, þó sann- að þyki að ekki veiðist branda úr sjó í Austurríki,“ segir Jónas. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu em nær sömu tekjur áætlaðar fyrir og eftir breyt- inguna frá innflutningstollum til vörugjalds. Tekjur ríkissjóðs af toll- Oddvitinn vill ekk- ert segja GUÐRÚN Inga Sveinsdóttir, fyrrverandi oddviti Austur- Eyjafjallahrepps, vill ekkert láta eftir sér hafa vegna bréfs frá félagsmálaráðuneytinu þar sem störf hennar eru gagnrýnd. í bréfínu, sem henni var sent á föstudag, eru Guðrún gagnrýnd og áminnt fyrir óreiðu í bókhaldi, en það er á ábyrgð oddvita að hafa slíkt í lagi. Jafnframt óskar ráðuneytið eftir því að hrepps- nefndin taki afstöðu til þess hvort biðja eigi um opinbera rannsókn á meðferð oddvitans á fjármunum hreppsins. Það er ekkert um þetta að segja í dag,“ segir Guðrún Inga. Hún er nú í tveggja mánaða leyfi frá störfum oddvita, en situr áfram í hreppsnefnd. EVRÓPSKT sjónvarpstæki sem kostaði hérlendis 100 þúsund kr. fyrir gildistöku EES-samningsins kostar 95 þúsund kr. eftir hana, en myndi án vörugjalda þeirra sem stjórnvöld leggja á innflutn- inginn í stað tolla áður kosta 69 þúsund krónur, segir Kristmann Magnússon, framkvæmdastjóri Pfaff á Islandi. Hann hefur gert samanburð á verði nokkurra heimilistækja frá framleiðslu- löndum innan EES-svæðisins, fyr- ir og eftir breytingu og ef vöru- gjald hefði fallið niður að fullu leyti. Sem dæmi nefnir hann þvottavél sem kostaði 60 þúsund kr. með innflutningstollum og kosti nú 58.600 kr. með 25% vöru- gjaldi en myndi kosta 46.900 kr. án þess. Ákvörðun stjórnvalda varðandi innflutningsvörur sem þessar, bygg- ir á 14. grein EES-samningsins um fijálsa vöruflutninga, er segir: „Ein- stökum samningsaðilum er óheimilt að leggja hvers kyns beinan eða óbeinan skatt innanlands á fram- leiðsluvörur annarra samningsaðila, umfram það sem beint eða óbeint er lagt á samskonar innlendar vör- ur.“ Þetta ákvæði túlka íslensk stjórnvöld á þann hátt að í því felist heimild til að leggja vörugjöld á all- an evrópskan iðnvarning. Kristmann segir þessa túlkun fráleita. „Við lít- um svo á að tollar og vörugjöld hefðu átt að falla niður á þeim iðnaðarvör- um sem ekki eru framleiddar hér- lendis. Það er algjörlega siðlaust að leggja vörugjald á þeim forsendum, að þáð myndi vera gert ef viðkom- andi vara væri framleidd hér. Eg túlka því ákvörðun stjórnvalda sem brot á EES-samningnum,“ segir ÆVAR R. Kvaran leikari og leik- stjóri lést á Landspítalanum að síðast liðið föstudagskvöld, 77 ára að aldri. Ævar fæddist í Reykjavík 17. maí 1916, sonur Ragnars Einarssonar Kvaran Iandkynnis og konu hans Sigrúnar Gísladóttur. Ævar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1936 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1941. Stundaði hann leiklistar- og söngnám í Royal Academy of Dram- atic Art og Royal Academy of Music í London á árunum 1945-1947 og var jafnframt við leikstjóranám hjá breska útvarpinu. Kristmann, „og einkum á 10. grein samningsins þar sem segir: „Tollar á innflutning og útflutning, svo og gjöld sem hafa samsvarandi áhrif, eru bannaðir milli samningsaðila." Þetta ákvæði tel ég ótvírætt gefa til kynna að vörugjöldin standi ekki á traustum grundvelli." Ævar var fastráðinn leikari og söngvari við Þjóðleikhúsið frá stofn- un þess til 1980. Kenndi hann jafn- framt við Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins. Þá rak Ævar eigin leiklist- arskóla. Ævar sat í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 1944-1945 og var for- maður Félags ísl. leikara 1949-1950. Hann stofnaði Bandalag ísl. leikfé- laga ásamt Lárusi Sigurbjörnssyni 1951 og var stofnandi Leikarafélags Þjóðleikhússins og formaður þess um tíma. Ævar var afkastamikill rithöfund- ur og liggur eftir hann Qöldi rita og greina, m.a. um dulræn málefni. Þá þýddi hann ýmis leikrit fyrir Rík- Ævar R. Kvaran leikari látinn Lögreglan í Reykjavík Áhyggjur af fjölgun innbrota EF FRÁ eru talin umferðarlaga- brot hefur hvað mesta hlutfalls- lega aukningin orðið í fjölda inn- brota í borginni síðastliðin ár. Árið 1991 bárust tilkynningar um 1.051 innbrot, 1.417 árið 1992 og 1.543 árið 1993. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóTis, hefur verið tilkynnt um 27 innbrot í borginni það sem af er árinu. í því sambandi má nefna að tilkynnt var um 3 innbrot á þremur tímum i gærmorgun. Tilkynnt var um inn- brot í 5 fyrirtæki í Bygggörðum kl. 8, innbrot i bíl við Suðurlandsbraut kl. 9 og innbrot í fyrirtæki við Stór- höfða kl. 11. Litlu var stolið í Bygg- görðum, myndavél úr bílnum og þremur naglabyssum og hjólsög í Stórhöfða. -----» ♦ «--- 10-11 í Borgarkringlunni Hagkaup lengir opnun- artíma ef til- efni þykir til 10-11 verslun verður opnuð í Borgarkringlunni í mars. Opnun- artími verður eins og í öðrum 10-11 verslunum, frá kl. 10 að morgni til 23 að kvöldi alla daga vikunnar. Óskar Magnússon, for- stjóri Hagkaups, segir að búast megi við að opnunartími Hag- kaups í Kringlunni verði lengdur ef opnun 10-11 hafi áhrif á við- skipti í Hagkaup. Kjartan Hauksson, sölustjóri 10-11, segir að opnunartíma versl- unarinnar í Borgarkringlunni verði hagað eins og opnunartíma annarra 10-11 verslana, þ.e. frá kl. 10 til 23 alla daga. Hann segir stefnt að því að opna verslunina í mars en engar framkvæmdir séu enn hafnar í húsnæðinu í Borgarkringlunni. -----» ♦ ♦--- Norðmenn finna loðnu NORSKA loðnuveiðiskipið Heroy- traal, sem er komið á veiðar á loðnumiðunum fyrir austan land- ið, tilkynnti Landhelgisgæslunni á föstudag að það væri búið að veiða 885 tonn af loðnu. Auk norska loðnuveiðiskipsins er grænlenska loðnuveiðiskipið Amars- at komið á miðin fyrir austan landið en austfirskir sjómenn eru í áhöfn skipsins. Amarsat hafði ekki tilkynnt um neinn afla. isútvarpið og breytti íslenskum sög- um í útvarpsleikrit. Eftirlifandi kona Ævars er Jóna Rúna Kvaran, en þau gengu í hjóna- band árið 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.