Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 31
31 sýslu til Þorgerðar systur sinnar og Einars Einarssonar manns hennar að Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi. Ólst Bjarni þar upp hjá móður sinni og þótti mikill mannkostamað- ur er hann komst á legg. Var þung- ur harmur kveðinn að fjölskyldu hans og vinum er hann fórst með togaranum Sviða árið 1941. Guðrún naut góðrar tilsagnar í Hemru, en nam auk þess ýmis kven- leg fræði, svo sem matreiðslu er hún nam á Laugarvatni og einnig kvenfatasaum, er hún lærði í Reykjavík. Varð hún afar vel að sér í þeirri list. Mun sú kunnátta hafa komið henni að góðum notum á lífs- leiðinni. Hinn fyrsta október árið 1939 giftist Guðrún eftirlifandi manni sínum Ólafi Guðmundssyni lög- reglumanni frá Laugarvatni. Hófu þau búskap á Ljósvallagötu 8 í Reykjavík. Hemámsárið 1940 flutt- ust þau að Bergþórugötu 57 í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eignuðust tvo mannvæn- lega syni, þá Bjarna Einar flug- virkja, sem kvæntur er Guðrúnu G. Amadóttur, en þau eiga þrjár dætur, og Guðmund verslunar- mann, kvæntan Maríu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm. Öll mín fýrstu kynni af Reykja- vík eru bundin Gunnu og heimilinu á Bergþóragötu 57. Vora miklir dáleikar með móður minni og Guð- rúnu. Hefði sá vinskapur varla ver- ið nánari þótt þær hefðu verið syst- ur, en þær voru systradætur. Naut fjölskyida mín ávallt einstakrar gestrisni, velvilja og höfðingsskapar þeirra hjóna. Var auðfundið að þar var veitt af gleði veitendanna og aldrei neitt við nögl skorið. Móttök- urnar voru einlægar og manni leið vel í návist þeirra. Faðir minn og Ólafur áttu einnig ýmis áhugamál er þeir ræktu saman og var þeim vel til vina. Ekki var ég ekki hár í loftinu er ég hóf að ferðast með þeim á fjöll og renna fyrir silung, og minn fýrsti leiðsögu- maður um götur Reykjavíkur var Guðmundur Ólafsson. Ekki breyttist viðmótið á Berg- þóragötunni með árunum, þrátt fyrir þverrandi heilsu húsbændanna og þó að lengra hafi liðið á milli heimsókna en vert hefði verið. Urðu kona mín og börn einnig þeirrar vináttu aðnjótandi. Hafði Gunna frænka einlægan áhuga á gengi fjölskyldu minnar allrar og gladdist jafnan með okkur á góðum stund- um. Guðrún Einarsdóttir var falleg kona og fimamyndarleg húsmóðir. Hún átti það til að vera glettin, segja hnyttilega frá og átti gott með að gleðjast með glöðum. Hún bar mjög hag fjölskyldu sinnar fyr- ir bijósti, og fagnaði innilega öllu er henni gekk í haginn en tók nærri sér ef eitthvað blés þeim í móti. Hún var manni sínum góð eigin- kona, sonum sínum gjöful móðir og auðsýndi þeim, konum þeirra og börnum mikla ástúð. í viðræðum við hana komu þessir eiginleikar berlega í ljós. Hún var sannur vinur vina sinna, jafnt í meðbyr sem mótlæti. Hin síðari ár átti Guðrún við mikla vanheilsu að stríða. Fór ekki hjá því að það mæddi hana nokkuð, en aldrei var þú djúpt á brosinu hennar hýra. Er ég heimsótti hana á Landspítalann skömmu fyrir jól var hún hress í tali að vanda. Rædd- um við um fjölskyldur okkar og vini. Einnig spjölluðum við um að- gerð þá er hún hugðist gangast undir. Sagði hún mér þá, að henni væri fullljóst, að áhættan væri mik- il, en að það væri einnig til nokk- urs að vinna. Allt tal hennar ein- kenndist af æðraleysi og ekki fór á milli mála að hún efaðist ekkert um örugga heimkomu ef miður gengi. Hún kvaðst þess þá albúin að mæta skapara sínum væri það hans vilji. Næst er ég leit til hennar veit ég ekki hvort hún merkti nær- veru mína, enda þá skammt í það að hún kveddi þennan heim. Guðrún Einarsdóttir rækti hlut- verk sitt hér á jörð af þeirri alúð, ástúð og samviskusemi, sem er aðalsmerki góðrar eiginkonu, móð- ur og manneskju. Verk sín vann hún í kyrrþey og ætlaðist ekki til MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 launa. Hún reisti sér ekki háan minnisvarða, en hún er harmdauði öllum þeim er hana þekktu. Minn- ingin um hana er hlý og það er ljúft að minnast hennar brosandi. Ólafi manni hennar og öðram ástvinum hennar öllum votta ég mína dýpstu samúð. Einar Ragnarsson. Jólahátíðin sem var að ganga í garð breyttist skyndilega, þetta urðu dimm jól þar sem vonin dofn- aði með degi hveijum og sorgin fór að setjast að, minningar að koma í mörgum myndum. Sagan hennar tengdamóður minnar er saga þeirr- ar kynslóðar sem nú er óðum að týna tölunni. Þetta er kynslóðin sem þekkti upprana sinn, sem var spar- söm og nýtin, vildi aldrei skulda neinun neitt. Kynni okkar hófust fyrir 33 áram. Þá kveið ég fyrir að vera kynnt fyrir henni. Eg var að stíga fýrstu sporin inn á heimil- ið þar sem hún réð ríkjum, á Berg- þóragötu 57, og þar sem hún var ávallt reiðubúin fyrir eiginmann og syni. Kvíðinn var óþarfur. Tengda- móðir mín, öðra 'nafni „amma á Beggó“, sem varð nafn hennar hjá dætrum mínum, er farin, hefur kvatt um stund. Hún var ein af þessum sérstöku konum í lífi mínu. Hún gat verið stórlát og stolt og ekki síður sterk ef á þurfti að halda og ekki var hún gefin fýrir að bera tilfinningar sínar á torg. Hún var alltaf til staðar og hægt að biðja bónar og ef hún var ekki heima þá var hún ekki langt undan, hafði ef til vill rétt skroppið niður á Laugaveg og myndi koma innan stundar. Nú er ekki lengur ilmandi pönnukökulykt eða hægt að ræða málin af festu, hún hafði skoðun á flestum málum. Hún var alltaf fús og viljug að gæta sonar- dætra sinna og kenndi þeim bæði að sauma krosssaum og að pijóna. Hún vildi hag bamabama sinna sem mestan og bestan og vildi að þau menntuðu sig og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Ófá handverk vann hún fyrir barnabörnin, ófáar peysurnar sem hún pijónaði og sokkar og vettling- ar sem hafa veitt þeim skjól. Þegar yngsta dóttir mín vissi lát ömmu sinnar sagðist hún ekki eiga lengur neina pijónakonu. Langömmubam- inu hennar, Bjama litla, sem hún kallaði litla gleðigjafann sinn, var hún búin að hlú að með handverki sínu. Það var eitt hennar síðasta verk að ganga frá sokkum á Hildi dóttur mína áður en hún fór á spítalann og það mátti ekki bíða betri tíma að ljúka við þá. Hafí hún þökk fýr- ir allt sem hún var Hildi Hrand og okkur hinum í fjölskyldunni sem hún lifði og hrærðist fyrir. Hún var orðin lasburða og þurfti að fara á sjúkrahús og lagði það á sig og vonaði að nú myndi heilsan batna, en það fór á annan veg. Hún vissi að bragðið gæti til beggja vona. Hún og við öll vonuðum að hún myndi sigra, en dauðinn sigr- aði og við hin sitjum eftir döpur í bragði og söknum hennar. Nú eig- um við að gleðjast og vera þakklát fyrir samfylgdina. Er ekki gott að syrgja góða konu? Megi amma á „Beggó“ hvíla í friði. Guðrún Árnadóttir. Hún Gunna amma okkar er dáin. Á hveijum jólum frá því ég man eftir mér höfum við fjölskyldan hist heima hjá afa og ömmu á Beggó á jóladag og drukkið kaffi og borðað smákökur og góðu pönnukökurnar hennar ömmu. En þessi jól voru öðravísi. Amma okkar lá mikið veik á spítala og það eina sem við gátum gert var bara að biðja og vona að hún hefði betur í baráttunni. En það var ekki okkar að ákveða hve- nær guð tæki ömmu til sín. Og mikið verður skrýtið að koma í heimsókn á Bergþórugötuna þegar amma er ekki lengur til staðar. Ekkert pijónadót uppi við eins og alltaf þar sem amma var. Það var ekki sjaldan í gegnum tíðina sem maður sagði vinum og kunningjum stoltur frá því að maður ætti ömmu sem væri svo myndarleg í höndun- um og dugleg að pijóna. En við vitum núna að eftir stutta en erfiða baráttu líður Gunnu ömmu vel. Hún er hjá guði og hann hugs- ar vel um þá sem á hann hafa trúað í lifenda lífi. Megi amma okkar hvíla í friði. Sigrún. t Útför ástkærrar móður okkar, tengamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR KONRÁÐSDÓTTUR, Hamraborg 18, sem lést mánudaginn 3. janúar, fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 10. janúar kl. 10.30. Arnar Einarsson, Jakobína Sigurbjörnsdóttir, Þorbjörg Einarsdóttir, Jón Ólafsson, Sigurjón Einarsson, Anna G. Sverrisdóttir, Konráö Einarsson, Unnur Þórarinsdóttir, Jóhann Einarsson, Ása Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐURÞÓRÐARSON fyrrverandi verkstjóri og framfærslufulltrúi, Háukinn 4, Hafnarfirði, sem lést á gamlársdag, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hafnarfjaröarkirkju, tékkareikning 625 í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sigurður Þórðarson, Kristfn Friðriksdóttir, Trausti Þórðarson, Barbro Þórðarson, Guðbjörg Hulda Þórðardóttir, Þórður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSILÍA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Sigríðarstöðum, Ljósavatnsskarði, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 30. desember sl., verður jarðsungin frá Áskirkju mónudaginn 10. janúar kl. 13.30. Kristján Sigurgeirsson, Jóhanna Pálsdóttir, Hanna María Tómasdóttir, Jón Th. Friðþjófsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS GUÐMUNDSSON, Kríuhólum 2, Reykjaík, áður Hrisnesi, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 13.30. Hjálmrún Guðnadóttir, Magnea K. Andrésdóttir, Hannes Helgason, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Konráðsson, Guðjón R. Andrésson, Margrét Björgólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA GÍSLADÓTTIR, Sæviðarsundi 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð hjá Krabbameins- félagi (slands. Óiafur A. Ólafsson, Gísli Örvar Ólafsson, Margrét Árnadóttir, Valgerður Björk Ólafsdóttir, Reynir Jóhannsson, Helga Hrönn Ólafsdóttir, Roger Gustafsson, Hulda Sjöfn Ólafsdóttir, Ólafur Sturla Kristjánsson, Ólafur Orn Ólafsson og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNA ERLENDSDÓTTIR frá Hvallátrum, Öldugötu 55, Reykjavík, sem lést aðfaranótt gamlársdags, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 11. janúar kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hvíta- bandsins. Fyrir hönd ástvina, Kristján Búason, Erla Guðjónsdóttir, Magðaiena Búadóttir, Höskuldur Baldursson, Erlendur Búason, Hólmfríður Pétursdóttir, Þorvaldur Búason, Kristín Norðfjörð, Þórður Búason, Hildur Guðlaugsdóttir. t Útför móður minnar og tengdamóður, VILBORGAR PÁLSDÓTTUR, Aðalstræti 80b, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkkuð en þeir sem, vildu minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Hermannsdóttir, Reynir Eiriksson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS GUÐJÓNSSONAR, Sólheimum 27. Bergþóra Valdimarsdóttir, Gréta Ágústsdóttir, Grétar Jón Magnússon, Guðjón Agústsson, Sigrún Alda Michaelsdóttir, Garðar Valur Halldórsson, Hulda Magnúsdóttir, Valgerður Morthens, Stefán Halldórsson, Hinrik Morthens, Elín Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og útför PÁLÍNU ÁRNADÓTTUR. Jón G. K. Jónsson, Erla Sigurðardóttir, Árni Björn Jónasson, Baldur Jónasson, Ebba S. Jónasdóttir, Sigurður R. Jónasson, Jónas Sigurðsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Óskar Steindórsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Margrét Sigurðsson, Ebba Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.