Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 17
1- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 17 haldið áfram að vinna að teikning- um, fé hefur fengist og vonandi verður húsið byggt snarlega. Það hafa orðið deilur um þessa byggingu — þó varla um annað að ég held en staðsetninguna. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að húsið fari þarna vel. Það kemur fallegt hús í staðinn fyrir svart bílastæði með mislitum og mishreinum bílum. Ég tel að þetta hús skyggi ekki á Safnahúsið eða Þjóðleikhúsið. En auðvitað verð- ur þama ekki lengur autt svæði. Ég held að það sé líka æskilegt að í miðbænum sé um góða nýtingu að ræða. Ég er viss um að þegar húsið rís verða flestir ánægðir með það. Okkur finnst hins vegar öllum leitt að sumir hafa gagnrýnt þetta og talið um að ræða spjöll á miðbæn- um. Ég segi stundum við fólk að það skuli standa við Þjóðleikhúsið og hafa styttu Ingólfs Arnarsonar beint fyrir framan sig. Þá er allt húsið vel til hægri við þann stað sem menn standa á. Það gefur hugmynd um að þama er rýmra en menn ætla. Áform voru um að flytja inn í húsið árið 1995 á 75 ára afmæli réttarins. Fjárveitingar urðu ekki „Það er alltaf hægt að finna dæmi um það að dómararnir hefðu viljað að af- staða væri tekin í þinginu. IMýlegur dómur hér í Hæsta- rétti um skattlagn- ingu vegna kvóta- kaupa er fyrir mér persónulega skýrt dæmi um þetta." — Verður þú var við gagnrýni í þá veru að dómar ykkar séu of mildir? „Víst heyrist það. Það var til að .mynda heill leiðari i Alþýðublaðinu nú í dag, er við tölumst við, um að allt of mildilega sé tekið á bmggur- um. Ég man líka eftir grein sem ég las í haust eftir reyndan rann- sóknarlögreglumann um að það væri allt of mildilega tekið á fíkni- efnasölum. Og það hafa komið margar greinar í blöðum um að það sé allt of mildilega tekið á þeim sem fremja kynferðisbrot. Að mínu áliti myndi það ekki valda neinum straumhvörfum þótt refsingar yrðu hertar.“ — Af hveiju ekki? „Það hafa ekki komið fram nein- ar traustar sannanir fyrir því að svo muni verða. Hér er refsingum beitt og hvort fangelsið er þijú ár eða tíu ár myndi sjálfsagt ekki fækka þessum brotum umtalsvert. Sumum þykir réttlætismál að herða refsing- ar. Þó tel ég ekki vera nægilegan grundvöll til að umsteypa refsikerf- inu í landinu. Það er að vísu svo að það verður alltaf að hafa augun vonandi réttlátara á komandi árum.“ — Sumir fræðimenn hérlendir tala um kreppu löggjafans, löggjaf- arvaldið valdi ekki sínu hlutverki og það hljóti að hafa áhrif á störf dómstólanna, þeir verði að geta meira í eyðurnar. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi skýrar hugmyndir um hvort þetta hafi breyst. Það er alltaf hægt að finna dæmi um það að dómararnir hefðu viljað að afstaða væri tekin í þinginu. Nýlegur dómur hér í Hæstarétti um skattlagningu vegna kvótakaupa er fyrir mér persónu- lega skýrt dæmi um þetta. Ég held að þingið hefði átt að segja til um þetta með ótvíræðari hætti en raun bar vitni. En af því að það gerði það ekki urðu dómstólarnir að beita fremur ómarkvissum lagaákvæðum samkvæmt þeim reglum sem gilda um skyldur þeirra í samfélaginu. Vitanlega krefst fjölbreyttara þjóð- félag fjölbre>dt.ari laga. Þingið er ekki bara lagasetningarstofnun heldur stofnun þar sem umræður fara fram um aðstæður í þjóðfélag- inu. Sumum finnst að þær taki of mikinn tíma og ég er í þeim hópi.“ — Hvernig er ástatt um sjálf- stæði dómstóla? „Það er virt. Það er hins vegar hægt að segja að það þurfi alltaf að vinna að því að tryggja það. Launamálin eru hluti af því. Að- stæður í kringum skipun dómara, starfstíma og starfsöryggi eru líka atriði sem tryggir sjálfstæði dóm- ara. Ég hef verið dómari síðan 1960 að undanteknum níu árum sem ég var prófessor í Háskólanum. Ég hef aldrei orðið var við að það væri gerð tilraun af hálfu utanaðkomandi aðiia til þess að hafa áhrif á niður- stöðu dómsmála. Ég hef hins vegar orðið var við það í örfá skipti að menn hafa orðið mjög reiðir eftir að dómar gengu og snúið sér til mín með harðyrði. Það voru ekki stjórnmálamenn heldur aðilar úti í bæ. Og það var í þannig málum að ég gat vel skilið að menn yrðu fyrir vonbrigðum og yrðu jafnvel gramir. En það er nú einu sinni hlutverk dómara að skera úr ágreiningi þar sem menn hafa skoðun á réttindum sínum sem ekki er alltaf hægt að fallast á.“ m ? Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur í desember 1993 FREMRI röð: Hrafn Bragason varaforseti (forseti frá 1. janúar), Þór Vilhjálmsson forseti, Guðrún Erlendsdóttir. Aftari röð: Garðar Gíslason, Pétur Kr. Hafstein, Haraldur Henrysson, Gunnar M. Guð- mundsson, Hjörtur Torfason og Erla Jónsdóttir hæstaréttarritari. eins miklar og áætlað var þannig að ekki er vitað nú hvenær af flutn- ingunum getur orðið. I nýja húsinu verður rýmra um alla sem þarna eiga erindi, starfs- fólk, lögmenn, aðila að málum og almenning sem vill fylgjast með, þar á meðal ykkur fjölmiðlamenn." Gerðu sínar kaupkröfur eins og fólk gerir — Launamál hæstaréttardómara hefur borið nokkuð á góma að und- anfömu. Þú varst eini dómarinn sem ekki tók yfirvinnugreiðslur. Hvernig stóð á því? „Launin hafa verið ákveðin með þeim hætti sem lög mæla fyrir um, þ.e. Kjaradómur ákveður þau. Mér finnst mergurinn málsins sá að hæstaréttardómarar eigi að fá borg- aða sína eftirvinnu eins og langflest- ir aðrir menn í þjóðfélaginu. Það er misskilningur að þetta sé ákveðið af hæstaréttardómumm einum. Þeir gerðu sínar kaupkröfur eins og fólk gerir og það var síðan greitt í sam- ræmi við þær. Þetta stóð í nokkum tíma en nú hefur Kjaradómur kveð- ið upp úrskurð um að hæstaréttar- dómarar eigi að fá laun fyrir eftir- vinnu með tilteknum hætti. Þetta millibilsástand var þannig að menn fengu greitt fyrir þá mánuði sem rétturinn var að störfum, þ.e. tíu mánuði á ári, og þetta var borgað einungis þeim sem á þessum tíma unnu yfirvinnu. Og af því að þú spyrð um mig þá er svarið það að ég vann ekki yfirvinnu á þeim tíma.“ — Er það tilfellið að launamálum hæstaréttardómara sé þannig hátt- að að erfítt sé að fá hæfa menn til starfa? „Nei, ég held að það sé ofmælt." — Hefur staða dómstólanna breyst frá því þú hófst dómstörf? „Það held ég nú ekki. Stjómskip- un okkar er byggð á hugmyndum um að ríkisvaldinu sé þrískipt og einn þáttur þess sé dómsvaldið. Næstum því frá upphafi Islands- byggðar hafa hér verið dómstólar. Stundum hafa ekki verið til neinar sérstakar löggjafarstofnanir, jafn- vel ekki framkvæmdavaldsstofnanir sem næðu til landsins alls. Dómstól- arnir hafa sínu hlutverki að gegna. Aðalverkefni þeirra eru tvö, í fyrsta lagi að dæma í ágreiningsefnum um einkaréttarmálefni, aðallega í skuldamálum, og í öðru lagi að dæma um refsiábyrgð manna og ákveða þeim viðurlög ef þeir eru sakfelldir. Einkamálin eru ekki öll um skuldir því að til þeirra teljast líka til dæmis fjölskyldumál og mál um ýmsan ágreining manna við yfir- völd. Það er athyglisvert að sá flokk- ur mála sem mest hefur fjölgað í síðan ég kom í réttinn eru opinberu málin eins og kom fram í upphafi. Þar er um að ræða mjög mikla breytingu sem ég get ekki skýrt með vissu þótt það megi láta sér detta margt í hug í því sambandi. Ég vil þó geta þess að það hafa komið upp ný vandamál í samfélag- inu eins og t.d. fíkniefnamál. Dóms- mál vegna þeirra eru nokkur á hveiju ári hér í Hæstarétti. Mál út af efnahagsbrotum eru einnig fleiri nú heldur en áður var.“ Hertar refsingar myndu ekki valda straumhvörfum — Eru dómstólarnir í stakk búnir til að taka á svona þjóðfélagshrær- ingum? „Þeir eru það jafn vel nú og fyr- ir hundrað árum. Hinu er ekki að leyna að ýmis vandamál í samfélag- inu eru erfið viðfangs og lausnir torfundnar. Ef vitað væri um örugg- ar leiðir til að uppræta fíkniefna- vandann til dæmis þá væri löngu búið að því. Hæstiréttur og aðrir dómstólar gera sitt besta og hið sama gera handhafar ákæruvalds, lögreglan og menn sem vinna fyrir- byggjandi starf og meðferðarstarf. I þeim flokki eru prestar, félagsráð- gjafar, sálfræðingar, læknar, hjúkr- unarfræðingar og fleiri. Hugmyndin sem starf dómstólanna byggist á er gamalkunn: Að reyna að fyrir- byggja að þetta verði aftur gert og svo að framfylgja réttlætinu." opin fyrir þjóðfélagsþróuninni og gera sér grein fyrir því hvernig við eigi að bregðast. Éins og sagan sýnir hafa stundum verið allt of harðar refsingar jafnvel við brotum sem okkur finnast nú vera smávægi- leg. Eins og nú stendur á held ég að það sé ekki líklegt til árangurs að herða refsingar. Þyngstu refsing- arnar hér eru fyrir manndráp, kyn- ferðisbrot, fíkniefnabrot, alvarlegar líkamsmeiðingar og rán. Ég held að það sé ekki æskilegt að gera meðvitaða stefnubreytingu í þá átt að þyngja refsingar á þessum svið- um. Meginatriðið er að það er ekki vitað með vissu hvaða stefnu á að taka í breytingaskyni. Það hafa komið fram góðar hugmyndir varð- andi sum afbrot eins og um samfé- lagsþjónustu í stað hefðbundinna refsinga, um fyrirbyggjandi með- ferð og fleira. En um hugmyndir um nýja meginstefnu, sem við í sannleika sagt trúum að geti borið árangur, er ekki að ræða.“ — Þú nefndir að dómstólar þyrftu í auknum mæli að fjalla um samskipti einstaklinganna og ínkis- valdsins. „Já, þetta eru mál sem athyglin hefur beinst talsvert að þau ár sem ég hef unnið við dómstólinn. Þróun- in hefur líka orðið á öðrum vett- vangi. Ég gæti nefnt tvennt: Emb- ætti umboðsmanns Alþingis sem tók til starfa 1. janúar 1988 og nýju stjórnsýslulögin sem taka gildi um þessi áramót. Fræðilega þáttinn má rekja til þriðja áratugarins er dansk- ir fræðimenn tóku að reyna að laga franskar hugmyndir um stjómsýsl- una að aðstæðum í sínu heima- landi. Prófessor Ólafur Jóhannesson byggði sinn Stjórnarfarsrétt á þess- um hugmyndum og dómstólarnir hafa gert það lengi. Meginhug- myndin að baki er reyndar bæði engilsaxnesk og frönsk, þ.e. hug- myndin um lögbundna stjómsýsiu. Þetta er talsvert merkileg þróun og ég tel að margt í stjómsýslunni muni verða skýrara og skarpara og Ein milljón sænskra króna til rannsókna, sem tengjast notkun lofttegunda AGA er eitt af stærstu fyrirtækjum Noröur- landa á svibi lækninga- og sjúkravöru Við erum mikilvægir framleiðendur lofttegunda til lækninga á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. $■ AGA er einnig einn af stærstu styrkveit- endum til rannsókna á svibi læknavísinda Styrktarsjóður okkar hefur á síöustu 7 árum veitt yfir 4,1 - milljón sænskra króna til 120 mismunandi rann- sóknaverkefna. Við aukum styrkveitinguna árið 1994 í eina milljón sænskra króna. Fyrir rannsóknaabila á öllum Norburlöndum Rannsóknasjóður AGA á sviði læknavísinda stendur öllum rannsóknaaöilum á Noröurlöndum opinn, hvort heldur læknum, dýralæknum eða tannlæknum. Ert þú með verkefni í gangi eða hugmynd, sem hefur eða gæti haft þýðingu við notkun lofttegunda í lækningaskyni? Verkefnið eða hugmyndin getur varðað bæði hefðbundnar loftteg- undir eins og súrefni og glaðloft sem og aðrar áhugaverðar lofttegundir t.d. koldíoxíð, eðallofttegundir, köfnunarefni eða háhreinar lofttegundir og loftblöndur. Abilar frá Karolinska Institutet og AGA skipa stjóm sjóbsins, sem veitir styrktarféb: Prof. Dag Linnarsson - Karolinska Institutet. Dr. Jan Eklund - Karollnska Sjukhuset. Prof. Hugo Lagercrantz - Karolinska Sjukhuset. Prof. Gunnar Bomann - Akademiska Sjukhuset, Uppsala. Prof. Göran Hedenstierna-Akademiska Sjukhuset, Uppsala. Dr. Per Rosenberg - HUCS, Helsingfors. Dr. Lars Irestedt - Karolinska Sjukhuset. Rolf Petersen - ACA AB. Umsóknargögn Umsóknargögn eru fáanleg hjá ÍSAGA hf., Breiðhöfða 11, 112 Reykjavík eða beint frá AGA AB, Medicinska Forsikningsfond, S-18181 Lidingö, Svíþjóð. Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar 1994. Svar við umsóknum berast um miðjan apríl og úthlutunarathöfnin verður í Stokkhólmi í maí 1994. ÁGÁ Rannsóknasjóbur AGA AB á svíbi læknavísinda á öllum Norburlöndum ÍSLAND: ÍSAGA hf., pósthólf 12060, 132 Reykjavík, sími 1-687912. SVfÞJÓÐ: AGA Gas AB, 17282 Sundbyberg, sími 8-7069500. DANMÖRK: AGA A/S, Uplandsgade 52, 2300 Köbenhavn S, sími 31-549900. NOREGUR: AGA AS, Box 6039 Etterstad, 0601 Osló, sími 22-727600. FiNNLAND: Oy AGA Ab, Karapellontie 2, 02610 Espoo, sími (9)0-59161.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.