Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Hvort sem þú ert námsmaður, þingmaður, forstjóri stórfyrir- tækis, smiður, verkamaður, ellilífeyrisþegi, ráðherra eða eitthvað annað, skiptir ekki máli. Þeir, sem vilja margfalda lestrarhraðann og gera þannig lestur auðveldari og ánægjulegri, koma allir á hraðlestrarnámskeið. Vertu með og skráðu þig strax á næsta námskeið, sem hefst 26. janúar nk. Kennt er í Árnagarði, H.(. Skráning er í símum 642100 og 641091. P.S. Skólafólk, munið námstækninámskeiðin og námsmannapakkann. HRM)LESTRARSKÓL1NN Hverfisbötu breytt þannig að ekið verður bæði austur og vestur auk lagningar þriggja gangþrauta Lagfæring á gatnamótum Sæþrautar og Dalbrautar Lokafrágangur við breikkun Bústaðavegar við Háaleitisbraut Hönnur: Tvöföldun Artúnsbrekku með mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut og Höfðabakka Strandvegur framlengd Breytt umferðarskiupulag i Hafnarstræti og endurbætur á skiptistöð strætisvagna ur til norðurs og raðist i annan afanga Borgarvegar Endurbætur a umferðar- skipulagi vestan Birkimels Hönnun: Mislæg gatnamot a Miklubraut og Kringlumýrarbraut Breikkun Miklubrautar um tvær akreinar milli Kringlumýrarbrautar og Skeiðarvogs Vegaframkvæmdi í Reykjavík 1994 Það er JazzLallettskóli í jiínu kverfi! Kennsla kefst 6. janúar Innritun nýrra nemenda hafin í síma 79988 í Hraunbergi Sýniskorn úr verleefnas krá nemencla og tlansflokka í gegn um árin: AU. THAT JAZZ ■ MJALtHVlT - STARLIGHT EXPRESS - RAUÐHETTA ON YOUR TOES - TOMMI, JENNI OG VILLIKETTIRNIR - HÁRIO OLIVER TWIST - MARTRÖÐ - DRAUGABANAR - WEST SIDE STORY ROCKY HORROR - KAREN - DJÁKNINN Á MYRKÁ - JAZZ-INN KING OF THE ROAD . DICK TRACY • TAKE IT FROM THE TOP - EVITA Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar rædd í borgarstjórn Framlag til gatna og hol- ræsa lækkar um 17,5% ÁÆTLAÐUR kostnaður við framkvæmdir, rekstur og viðhald -gatna og holræsa í Reykjavík er 2.086,2 millj. á árinu samkvæmt fjárhagsáætl- un borgarinnar. Er það 17,5% lægri upphæð en áætluð útkoma liðins árs. Sagði borgarsjóri við fyrri umræðu um áætlunina að reiknað væri með 257 miiy. króna framlagi úr ríkissjóði til þjóðvega í þéttbýli. Helstu verkefni á árinu verða breikkun Miklubrautar um eina ak- rein í hvora akstursleið frá Kringlu- mýrarbraut að Skeiðarvogi. Þá verð- ur umferðarskipulagi Hringbrautar vestan Birkimels breytt og lagfær- ingar gerðar á gatnamótunum við Sæbraut og Dalbraut. Mislæg gatnamót Fram kom að hönnun verður hald- ið áfram við tvöföldun Vesturlands- vegar í Artúnsbrekku með mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og Höfðabakka og hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Eru þessi verkefni unnin í samvinnu við Vegagerð ríkis- ins. Af öðrum framkvæmdum nefndi borgarstjóri lokafrágang við Bú- staðaveg og Háaleitisbraut, en þegar hefur verið samþykkt tvöföldun Bú- staðavegar frá Kringlumýrarbraut að Háaleitisbraut og breikkun henn- ar að Listabraut. Þá er fyrirhugað að breyta umferð um Hverfisgötu þannig að ekið verði bæði til vesturs og austurs. Verður þeirri skipun komið á samhliða breyttu skipulagi í Hafnarstræti og endurbótum á skiptistöð strætis- vagnanna þar. Strandvegur í Borgarhverfi verður Strandvegur framlengdur til norðurs og myndar hann ásamt öðrum áfanga Borgar- vegar aðkomu að nýjum byggingar- svæðum í Borgarhverfi norðan nú- verandi byggðar við Stara- og Smárarima. Ný hreinsistöð Til framkvæmda við aðalholræsa- kerfi borgarinnar og hreinsun stand- lengjunnar er áætlað að veija sam- tals 245 millj. og er hluti nágranna- sveitarfélaganna þar af 64 millj. Ný dælu- og hreinsistöð verður reist við Ananaust til móts við Mýrargötu og verður varið 170 millj. til verksins. Fram kom í máli borgarstjóra að hreinsistöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Skólpið verður síað áður en því verður dælt þijá til fjóra km út frá ströndinni. Gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin í notk- un síðari hluta árs 1996. Áætlaður heildarkostnaður er 650 millj. Tæplega 508 milljón- ir til menningarmála REYKJAVÍKURBORG áætlar að verja samtals 507,9 millj. til menn- ingarmála á árinu 1994, samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar. Þar af er 145,7 millj. varið í rekstur Borgarbókasafnsins en framlög til annarrar menningarstarfsemi verða 176,7 millj. Til framkvæmda við Iðnó er áætlað að verja um 40 millj. á árinu en dregið verður úr framkvæmdum við Korpúlfsstaði Lokað á morgun Útsalan hefst á þriðjudag 20-70% afsláttur IMIZflR í máli Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra kom fram að framlag til reksturs Kjarvalsstaða, Ásmundarsafns og annarra menn- ingarmiðstöðva verði samtals 81,7 millj. ogtil annarra safna 85,1 millj. Þar vegur þyngst framlag til Árbæj- arsafns sem er áætlað 64 millj. Borgarstjóri minnti á í ræðu sinni að á árinu voru samþykkt kaup á hluta Árvakurs hf. í Aðalstræti 6, þar sem fyrirhugað er að höfuð- stöðvar Borgarbókasafnsins verði í framtíðinni. Unnið hafi verið að for- Grænatún 1, Kópavogi, sími 43799 Virka Klapparstíg með útsölu: Flestar tegundir efna með 50% afslætti. VIRKA Klapparstíg 25-27, sími 24747 'v ú- sögn og undirbúningi hönnunar og verður því haldið áfram á árinu. Þá hafi verið undirritaður leigusamn- ingur um afnot af 700 fermetrum í kjallara Grafarvogskirkju, þar sem Grafarvogsútibú Borgarbókasafns- ins verður til húsa. Hlé á framkvæmdum „Á undanförnum árum hefur ár- lega verið veitt nokkru fé til þess að ljúka ýmsum frágangi í Borgar- leikhúsinu, en nú verður gert hlé á því þótt þessum verkum sé ekki að fullu lokið,“ sagði Markús. „Hið sama gildir um Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Þar hefur verið unn- ið að margvíslegum breytingnm og endurbótum undanfarin ár, en nú verður látið staðar numið í bili, og ekki þarf heldur að fara mörgum orðum um frestun framkvæmda á Korpúlfsstöðum eftir alla þá um- ræðu, sem fram hefur farið um þær í borgarráði og borgarstjórn að und- anförnu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.