Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
Rannveig Jónas-
dóttir — Minning
Fædd 18. október 1903
Dáin 2. janúar 1994
Rannveig móðursystir okkar hef-
ur lagt upp í sína hinstu för. Rann-
veig var fædd að Brekku í Fljótsdal
í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp
til sjö ára aldurs, þegar hún fluttist
með foreldrum sínum til Sauðár-
króks þar sem faðir hennar tók við
embætti héraðslæknis. Á Sauðár-
króki ólst hún upp í stórum systk-
inahópi á hinu merka og gestrisna
heimili læknishjónanna Hansínu
Benediktsdóttur og Jónasar Krist-
jánssonar. Var hún elst fimm barna
þeirra hjóna, og eru nú eftirlifandi
systurnar Guðbjörg og Ásta. Auk
þess átti hún fjögur uppeldissystk-
ini. Rannveig bjó á Sauðárkróki til
1937 og kenndi þar handavinnu,
en fluttist þá til Reykjavíkur og
kenndi áfram handavinnu, fyrst við
Miðbæjarskólann og síðan við Aust-
urbæjarskólann til 1970, þegar hún
lét af störfum. Fór sérstakt orð af
afköstum hennar jafnt sem vand-
virkni í hannyrðum.
Rannveig giftist ekki né eignað-
ist börn, en systkinabörn hennar
urðu henni sérlega kær og síðan
" þeirra börn og barnabörn. Gekk hún
ævinlega undir nafninu „frænka“,
og margir ungir fjölskyldumeðlimir
nefndu hana einfaldlega „frænku
ömmu“. Rannveig reyndist fjöl-
skyldu sinni einstök hjálparhella,
alltaf reiðubúin að rétta hjálpar-
hönd; sitja hjá veikum bömum eða
taka að sér barnagæslu þegar með
þurfti, og frá hennar iðnu höndum
streymdu fallega unnar flíkur til
smáfólksins. Sérstakt samband
myndaðist milli Rannveigar og okk-
ar undirritaðra strax í bernsku, og
leit hún fremur á okkur sem dætur
en systradætur. Okkur báðum
reyndist hún frábærlega vel, hlý og
góð og ávallt reiðubúin til aðstoðar
ef á þurfti að halda. Það kom því
af sjálfu sér, þegar til þess dró að
hún þurfti sjálf á umönnun að
halda, að í okkar hlut kæmi að
annast um hana, og tókumst við
það hlutverk á hendur með mikilli
ánægju. Síðastliðið ár varð henni
að mörgu leyti erfítt, en reynt var
að gera allt sem í mannlegu valdi
stóð til að létta henni ævilokin.
Rannveig hafði alla tíð mikið
yndi af ferðalögum og fór í margar
utanlandsferðir, fyrst á yngri ámm
í námsferðir, síðan í fjölmargar
ferðir til ýmissa landa Evrópu, og
hafði af því óblandna ánægju. Það
var því einkar táknrænt, að þegar
að leiðarlokum var komið talaði hún
jafnan um að hún væri á ferðalagi,
og ævinlega var ferðinni heitið á
sama stað, norður í Skagafjörð, sem
hún unni mjög og taldi fallegustu
sveit á íslandi og þó víðar væri leit-
að. Þar vildi hún að ferðalaginu lyki.
Að lokinni langri samferð viljum
við frænkurnar þakka henni yndis-
lega samfylgd svo lengi sem við
munum eftir okkur, og óskum henni
góðrar heimkomu. Þegar líða tók á
ævina hlakkaði hún mest til hinsta
^ferðalagsins, því það var að hennar
dómi æsilegasta ferð lífsins. Hún
trúði einlæglega og vonaði, að
handan grafar yrði tekið á móti
henni útbreiddum faðmi af foreldr-
um, systkinum og öðrum nánum
ættingjum, og vonum við að henni
hafí orðið að þeirri ósk sinni.
Guð blessi minningu Rannveigar
frænku.
Regína Birkis,
Svanhildur Bjarnadóttir.
Á morgun verður jarðsungin í
''Fossvogskapellu Rannveig Jónas-
dóttir, sem lengi var handavinnu-
kennari í Austurbæjarskólanum, en
hún lézt á Elliheimilinu Grund laust
eftir áramót, rúmlega níræð að
aldri.
Hún var ein af beztu vinkonum
móður minnar og um margra ára-
-tuga skeið einn af fastagestunum
og heimilisvinunum á bernskuheim-
ili mínu. Við andlát hennar rifjast
því upp margar minningar frá þeim
árum.
Rannveig fæddist 18. október
1903 á Brekku í Fljótsdal, dóttir
hjónanna Jónasar Kristjánssonar,
sem var landsfrægur læknir, eink-
um á sviði náttúrulækninga, og
konu hans, Hansínu Benediktsdótt-
ur, Kristjánssonar prests á Grenjað-
arstað í Suður-Þingeyjarsýslu.
Á Brekku ólst Rannveig upp, þar
til hún fluttist með foreldrum sínum
til Sauðárkróks árið 1911, þar sem
Jónas var lengst af héraðslæknir,
og var þar í foreldrahúsum ásamt
fjórum yngri systkinum sínum, unz
hún hleypti heimdraganum til
Reykjavíkur og stundaði nám í
Kennaraskólanum, og lauk þaðan
handavinnukennaraprófi árið 1937,
en fór sama ár til Svíþjóðar til frek-
ara náms og þjálfunar. Þegar heim
kom stundaði hún handavinnu-
kennslu, fyrst sem forfallakennari
við Barnaskólann á Sauðárkróki,
en síðar við gamla Miðbæjarskólann
og Austurbæjarskólann, þar sem
hún starfaði síðan sem aðalkenn-
ari, þar til hún varð að hætta
kennslu sökum aldurs. Hún var allt-
af ógift og bamlaus.
Á læknisheimilinu á Sauðárkróki
dvaldist langömmusystir mín, Re-
bekka Ólafsdóttir, sem Jónas hafði
kynnst á þeim tíma, sem hann
stundaði héraðslækningar austur í
Fljótsdal, og aðstoðaði Rebekka
hann við hjúkrun og umönnun sjúkl-
inga upp frá því, auk þess sem
heita má, að hún hafi um leið verið
ráðskona á hinu umsvifamikla
heimili. Það hefur engum blandast
hugur um, sem heyrt hefur þær
læknisdætumar tala um Rebekku,
hverrar virðingar og væntumþykju
hún naut af þeirra hálfu fyrir það
mikla og fórnfúsa starf, sem hún
vann á heimilinu, svo og hjálpsemi
hennar og umhyggju fyrir fjölskyld-
unni allri.
Það voru ófáir ættingjar Re-
bekku, sem ekki komust í kynni við
læknisfjölskylduna á Sauðárkróki
að meira eða minna leyti, enda
komu þeir aldrei svo til Sauðár-
króks, að þeir færu ekki til fundar
við Rebekku og dvöldust jafnvel hjá
henni þar á heimilinu. Þannig mun
kynni þeirra móður minnar og
læknisdætra hafa borið að, en móð-
ur minni sagðist svo frá, að þær
Rannveig hafi einhvern tíma orðið
samskipa austan af landi, og við
komuna til Sauðárkróks hafí eitt-
hvað tafið för skipsins þaðan, sem
gerði móður minni kleift að heim-
sækja Rebekku á meðan, og Rann-
Fædd 29. janúar 1923
Dáin 3. janúar 1994
Hún Veiga systir er dáin. í þijú
ár hef ég vitað að þetta gat gerst
hvenær sem var, samt kemur það á
óvart, samt er það svona sárt.
Rannveig fæddist á ísafirði 29.
janúar 1923. Hún var hin sjötta í röð
átta bama hjónanna Þorbjargar
Sveinbjörnsdóttur og Konráðs Jens-
sonar, sjómanns og síðar veitinga-
manns á ísafírði.
Sex elstu börnin fæddust með um
tveggja ára millibili. Það var ljúft
að vera yngst í þessum tápmikla
hópi. Fjölskyldustærðin þótti orðin
hæfileg og tekin var fjölskyldumynd.
Áfallið kom þegar Veiga var sjö
ára. — Eg fæddist! Allt í einu hætti
hún að vera yngst, athyglin og eftir-
lætið færðist yfír á nýja bamið og
ekki nóg með það, stuttu seinna var
ætlast til að hún passaði króann líka.
Auðvitað varð hún afbrýðisöm, en
það sýnir best manngildi hennar að
aldrei, ekki í eitt einasta skipti á
ævinni, hefur hún sýnt mér annað
en væntumþykju.
Það sem mér finnst mest einkenn-
veig hafi orðið þess áskynja, hvert
ferð hennar hafi verið heitið, og
bauð henni samfylgd heim í læknis-
húsið. Upp frá því má heita, að þær
hafí orðið óijúfanlegar vinkonur.
Ég minnist þess líka allt frá upp-
hafi, að mikill samgangur hafi ver-
ið milli þeirra, og mörg voru þau
sporin, sem Rannveig átti inn á
bemskuheimili mitt, og þá ósjaMan
til að aðstoða móður mína, enda
með afbrigðum hjálpsöm. Ég tala
nú ekki um, ef málið snerist um
handavinnu eða saum af einhveiju
tagi, þá var alltaf leitað til Rann-
veigar, enda alltaf boðin og búin
til að aðstoða okkur mæðgurnar
eins og hægt var með það sem
þurfti á þeim sviðum. Ef ég lenti í
einhveijum vandræðum með pijón-
les, sem ég var að vinna við, og
von var á Rannveigu í eina af ótal
heimsóknum sínum lítilla erinda,
sem hún gerði ærið oft, þá var allt-
af viðkvæðið hjá móður minni:
„Bíddu með þetta, þangað til Rann-
veig kemur, þá sýnir hún þér,
hvernig bezt er að gera þetta. Hún
hefur alltaf verið svo flink við allt
svona lagað.“ Og ekki brást það,
frekar en fyrri daginn. Það stóð
ekki á Rannveigu að leysa úr mál-
inu, og móðir mín hafði lög að
mæla, hvað snilli Rannveigar í
handavinnu viðkom, enda lærði ég
margt af henni, þegar hún líka
hjálpaði mér með skylduvinnuna í
skólanum, sem ekki reyndist alltaf
sem auðveldust, og hún hlaut fyrir
það mikla aðdáun hjá mér. Oft sát-
um við báðar með einhver handa-
vinnuverkefni milli handanna í
heimsóknum hennar á bernsku-
heimili mitt, meðan móðir mín tók
til veitingar fram í eldhúsinu, enda
var handavinna sameiginlegt
áhugamál okkar Rannveigar, og ég
er ekki frá því, að hún hafi ekki
síður glætt áhuga minn á því en
amma mín gerði. Rannveig kom líka
oft með handavinnuverkefni sín
heim til okkar til þess að sýna okk-
ur hvað hún væri að vinna að þá
stundina, og þá var mikið dáðst að
handbragði hennar, ef um ísauma
var að ræða. Marga fagra munina
fengum við mæðgurnar líka að gjöf
frá henni, sem hún hafði töfrað
fram með saumnálinni, og verða
alltaf stofuprýði.
Rannveig hafði mjög gaman af
að ferðast til útlanda og kynnast
framandi menningarheimum, jafnt
sem þekktum. Ósjaldan kom hún í
heimsóknir til okkar eftir ferðalög
til útlanda til að segja okkur ferða-
sögur sínar, og kom þá alltaf fær-
andi hendi.
Heimili Rannveigar var heimur
út af fyrir sig og bar vott um
smekkvísi hennar og fegurðarskyn.
Það blandaðist heldur engum hugur
um, sem þangað kom, að þar bjó
mikil handavinnukona, sem hafði
yndi af því að skrýða heimili sitt
andi fyrir skaplyndi Veigu var ótrúleg
samviskusemi. Þótt henni dauðleiddist
að hafa okkur litlu systur sínar með
sér í leikjum, sundi, beijaferðum eða
öðru, tók hún okkur alltaf með og
kvartaði aldrei. Hún átti glaða og
skemmtilega æsku á ísafirði. Að
loknu gagnfræðaprófi fór hún að
vinna í verslun og síðan á Vitanum,
veitingahúsi pabba og mömmu.
Á Vitanum kynntist hún eigin-
manni sínum, Éinari Sigurðssyni,
sem var vélstjóri á bát frá Vest-
mannaeyjum, en ættaður frá Hvoli
í Hvolhreppi. Einar var gull af manni,
dverghagur á járn sem tré. Hann var
mágur Binna í Gröf og svo góður
vélstjóri að honum tókst ævinlega
að halda gömlu Gullborginni gang-
andi, sem nálgaðist kraftaverk, að
kunnugra sögn.
Þau giftu sig á ísafirði 9. desem-
ber 1943, en byijuðu sinn búskap í
Vestmannaeyjum og bjuggu þar
lengst af fram að gosinu 1973. Þar
áttu þau fallegt einbýlishús, sem nú
hvílir undir hrauni.
Eftir gosið bjuggu þau hér í
Reykjavík, þar til Einar lést af slys-
Rannveig Konráðs-
dóttir — Minning
fallegum munum, sem hún hafði
saumað, pijónað og heklað.
Rannveig var líka mikill barna-
vinur og hafði gott lag á börnum.
Systkinabörn hennar og þeirra af-
komendur jafnt sem börn vinkvenna
hennar nutu þess í ríkum mæli.
Umhyggja hennar og væntumþykja
í okkar garð var ómæld, svo og
trygglyndi, sem þeir fengu að
reyna, sem eignuðust hana fýrir
vinkonu.
Hún var trúkona mikil, og sér-
staklega var hún sannfærð um, að
lífinu lyki ekki við enda þessa jarð-
lífs, heldur tæki annað og betra við
að því loknu, þar sem hún kæmist
á fund vina og vandamanna. Von-
andi hefur henni orðið að ósk sinni
i þeim efnum.
Að leiðarlokum færi ég fram
þakkir mínar fýrir allt það góða og
gjöfula, sem hún lét mér og foreldr-
um mínum í té, og sérstaklega fyr-
ir allar þær góðu, ómetanlegu leið-
beiningar, stuðning og hjálp, sem
hún veitti mér á handavinnusviðinu
og ég hef búið að síðan. Ég bið
Guð að blessa hana fyrir það og
vera með henni, þar sem hún er nú.
Blessuð sé minning Rannveigar
Jónasdóttur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Hún Rannveig mín er dáin, það
er lífsins saga.
Rannveig Jónasdóttir handa-
vinnukennari var dóttir Jónasar
Kristjánssonar læknis og Hansínu
Benediktsdóttur konu hans. í æsku
kynntist ég þessu fólki, en Jónas
var þá héraðslæknir í Skagafjarðar-
sýslu og læknisíjölskyldan á Sauð-
árkróki var aðaluppistaða gestrisni
og menningar á Sauðárkróki. Rann-
veig ólst upp á þessu mikla menn-
ingarheimili ásamt fjórum alsystk-
inum og fjórum fóstursystkinum.
Rannveig var elst af systkinum sín-
förum 8. febrúar 1980.
Síðan bjó Veiga með yngsta syni
sínum þar til hann gifti sig, en sl.
tvö ár hefur hún búið ein.
Veiga og Einar eignuðust fímm
börn, þau eru:
1. Arnar, f. 1945, f.k. Þorbjörg
Einarsdóttir, þeirra sonur Einar Orn.
S.k. Jakobína Sigurbjörnsdóttir,
þeirra sonur Sturia.
2. Þorbjörg, f. 1947, maki Jón
Ólafsson, börn: Einar Veigar, Jó-
hanna Margrét og Yr.
um og Regína var næst, en Regína
dó þegar hún var 18 ára og Rann-
veig saknaði hennar alla tíð, þær
höfðu verið svo samrýndar.
Læknisheimilið á Sauðárkróki
var alltaf mannmargt. Þar var einn-
ig mikil gestanauð og það nálgaðist
að það væri eins og hótel. Þar sat
húsfreyjan í öndvegi og pijónaði
og saumaði á alla á heimilinu og
féll aldrei verk úr hendi og allir á
heimilinu urðu að vinna sín verk.
Þar sem Rannveig var elst, varð
hún að nokkru leyti í forystu ásamt
móður sinni að vinna heimilinu.
Rannveig var mikil garðyrkju-
kona og þær mæðgur settu upp
fallegan garð við læknishúsið. Þar
vann Rannveig öllum stundum á
sumrin og þessi garður var svo fall-
egur að hann var annálaður um
héraðið. Eftir að fjölskyldan var
sest að í Reykjavík, á Gunnarsbraut
28, var haldið áfram við ræktunina
og nýr garður varð til og þessi
garður varð auðvitað líka til sóma.
Rannveig var líka afkastamikil
handavinnukona og fór í Kennara-
skólann og útskrifaðist þaðan sem
handavinnukennari. Hún kenndi öll
sín starfsár við Austurbæjarskólann
í Reykjavík. Hún prýddi heimili sitt
og vina sinna með fallegri handa-
vinnu og ég er þakklát fyrir það
sem hún gaf mér af list sinni.
Þegar Kvennadeild Skagfirð-
ingafélagsins í Reykjavík var stofn-
uð árið 1963, gekk Rannveig þar
til liðs af heilum hug, því að hún
var í hjarta sínu fyrst og fremst
Skagfirðingur alla tíð og unni fírð-
inum sínum fagra umfram önnur
byggðarlög. Hún vann mikið fyrir
Kvennadeildina fyrir basara og
þetta var allt svo listilega gert.
Ég átti því láni að fagna að við
vorum nágrannar hér í Stigahlíðinni
yfir 20 ár, og það var mikill sam-
gangur á milli heimilanna. Rann-
veig var trölltrygg vinum sínum og
einnig greiðug og gjafmild. Hún
vildi gera allt sem hún gat fyrir
frændfólk sitt. Henni þótti mjög
vænt um systkinabörn sín öll og
systradætur hennar, Regína og
Svanhildur, voru henni sérstaklega
kærar, enda reyndust þær henni
frábærlega vel þessa síðustu mán-
uði sem hún átti við mesta van-
heilsu að stríða, en þann tíma dvaldi
hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund. Þessar tvær frænkur hennar
hugsuðu um hana eins og hún væri
þeirra önnur móðir. Þær kölluðu
hana líka alltaf frænku og fylgdust
með henni eftir því sem hægt var
í þessari seinustu legu. Ég veit að
Rannveigu fannst hún aldrei geta
fullþakkað það.
Áð endingu þakka ég henni ómet-
anlega tryggð og vináttu sem aldr-
ei bar skugga á. Ég fagna með
henni heimkomunni og bið góðan
guð að varðveita hana alla tíð.
Guðrún Þorvaldsdóttir.
3. Konráð, f. 1948, maki Unnur
Þórarinsdóttir, böm: Rannveig og
Silja.
4. Siguijón, f. 1948, maki Anna
Sverrisdóttir, börn: Yngvi Þór og
María.
5. Jóhann, f. 1961, maki Ása Þor-
kelsdóttir.
Hjónaband þeirra stóð í 37 ár og
var farsælt, raunar bæði ákaflega
þægilegar manneskjur. Einar þénaði
oftast vel og í Vestmannaeyjum vann
hún aldrei úti, heimilið raunar stórt
og allt saumað og pijónað heima.
Veiga var mjög dugleg, eitt sinn tók
hún t.d. upp á því að mála allt húsið
á meðan Éinar var á sjónum.
Þau ferðuðust töluvert, bæði
heima og erlendis, og nutu þess
bæði tvö. Eftir dauða Einars hélt
Veiga áfram að ferðast og fór víða.
Mér er mjög minnisstæð ferð sem
við fórum í saman til gömlu Sovét-
ríkjanna. Þar skoðuðum við átta
borgir. Sú ferð er ógleymanleg.
Að vera hjá þeim á Þjóðhátíð var
yndislegt. Oft voru gestir mun fleiri
en heimafólk. Betri gestgjafar fyrir-
finnast ekki. Ög Veiga kunni öll Þjóð-
hátíðaljóðin og söng við raust, ger-
samlega laglaus, en kátust allra. Það
voru dýrðardagar.
Þegar upp á land kom fór Veiga
að vinna hjá Nóa-Siríus. Hún var
ótrúlega afkastarnikil, vegna þess að
aldrei sá maður hana flýta sér. En