Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 51 eftir Eltnu Pálmadóttur 1 1 I MERKTUR PAKKI 4 í í í í í i í í 4 4 4 Hún er vísast ekki með rauðan skúf í peysu og líklega er hún ekki í peysu nema það hafí komist í tísku nýverið og þröstur minn góður svo kann að fara að þú þekkir hana ekki á lýsingunni en síðast þegar ég sá hana var hún í dragt frá Etíen Ægner með svona merki og ég ætla að biðja þig að heilsa því. etta ljóð undir heitinu Merki las ég í ljóðabók Þórðar Helgasonar, sem út kom fyrir jólin. Það þótti lesanda, nýkomn- um af skemmtiferðaskipinu Norway með lúxusbúðum fullum af tollfijálsum merkjavarningi frá þekktum tískuhúsum og framleiðendum, hitta vel í mark. Farþegar vísast reiðubúnir til að borga vel fyrir merkin á glitr- andi glæsikjólunum fyrir gala- kvöldin um borð. Þar hefði þrösturinn hans Jónasar Hall- grímssonar vísast lent í basli með að koma kveðjunni frá hon- um til skila, enda fara víst eng- ar sögur af því að þrestir kunni að lesa utanáskriftina á svo vel merktum konu- pakka. Nú má raunar sjá' að dýrkun merkja- vara sé í rénun, enda ómark þeg- ar fátæku þróun- arþjóðirnar fram- leiða bara merki tískuhúsanna sem hver sem er getur saumað í hvaða flík sem er eða fest á hvaða úr sem er. Dýru flíkurnar verða líklega bara að sýna gæðin án áberandi merkimiða. Slíkar kvennamerkingar hafa raunar verið óþarfar á tíma Jónasar Hallgrímssonar. Jónas biður að heilsa öllum heima rómi blíðum: Vorboðinn ljúfí! fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. Takið eftir, að komman er á undan orðunum í peysu. Söng- lagið hefur ruglað okkur í rím- inu, svo við syngjum viðstöðu- laust um rauðan skúf í peysu. Það getur verið svo snúið að syngja kommur. Þótt maðurinn sé skáld hefði honum ekki dott- ið í hug sú vitleysa, að stúlkan bæri skúfinn sinn á peysunni. Eftir að djúpu húfurnar komu með þjóðbúningum á síðustu öld gátu stúlkur borið í þeim skúf í hvaða lit sem er. Matthías Jo- hannessen segir raunar í nýút- kominni bók sinni Um Jónas að í upphaflegri gerð ljóðsins sé talað um „grænan skúf, í peysu“. Matthías kryfur málið: „Þessi stúlka er huldukona útúr ævintýri eins og Grasaferð; með rauðan blómskúf, í peysu; sprottin úr jörðinni sjálfri; falleg minning um ást og ævintýri; og sumardalinn. Stúlka sem gengur úr hóli inní hjarta skálds eins og hvert annað atvik úr ójarð- neskum draumi. Og þó er kvæð- ið veruleikinn sjálfur; samfylgd okkar með þessu skáldi sem getur ekki dáið eins og annað fólk. Ég bið að heilsa er lýsandi dæmi um handbragð Jónasar. Hann ætlar sér að lýsa stúlk- unni sinni sem engli með húfu og „rauðan skúf, í peysu“. Hon- um þykir öðru litalýsingarorði ofaukið þarna í næsta nágrenni og því vill hann ekki segja að söngfuglinn kveði kvæði sín í grænum dal en leitar annarrar frábærrar lausnar: í sumardal að kveða kvæðin þín; þarmeð er liturinn einnig kominn því að sumardalur er grænn, að sjálf- sögðu. Hitt er svo annað mál að Jónas hafði mikið aðhald af fjölnisfélögum sínum. í fyrstu gerðinni hófst síðasta erindi þessa kvæðis á svofelldri línu, Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer, en félagar hans gagn- rýndu söngfuglinn á þessum stað og þá flaug vorboðinn inní kveðjuna. Slík breyting getur ráðið úrslitum í jafn viðkvæmu ljóði og fínlegu og þessi fagra og mjúka son- netta er. Mér er til efs að hún væri jafn vinsæl og raun ber vitni ef vorboðinn hefði ekki komið til skjalanna og gef- ið henni dýpri og sterkari merk- ingu en ella... í upphafi son- nettunnar segir Jónas í þriðju línu vog flykkjast út að fögru landi Isa“, en verður svo að„flykkjast heim að fögru landi ísa“; það er vinalegra. í næsta erindi breytir hann „orðum blíðum" í „rómi blíðum“ og „um haf og land“ í næstu línu verður „um hæð og sund“. í fyrsta erindi sonnettunnar stendur í frum- drögum skáldsins „í grænan dal að kveða kvæðin þín“, en síðan er strikað yfír grænan og lágan sett í staðinn. I þessari upphaf- legu gerð er talað um „grænan skúf, í peysu“, en sumardalurinn kallar að lokum á rauða skúf - og þá er kvæðið fullkomið. Svo markviss vinnubrögð gætu verið ungum skáldum verðugt íhugunarefni - og við- miðun. Ekkert kallar á jafn- hnitmiðað orðalag og ljóð; það getur allt oltið á einu orði,“ seg- ir Matthías. Mér þótti fengur að þessari ,jólabók“, þar sem Matthías gefur nýja sýn á margt í gamalkunnum ljóðaperlum Jónasar, sem maður er farinn að fara með og syngja eins og páfagaukur. Vel á minnst, hvergi skiptir framburður jafn miklu til að skila merkingu sem i söng. í Söngvaseiði á nýársdag í sjón- varpinu mátti heyra hve norð- lenskan hans Kristjáns Jóhanns- sonar er miklu betur fallin til söngs en sunnlenskan hennar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Sér- hljóðarnir viðráðanlegri. Frakk- ar hafa sérstakt söngvamál, bera allt orðið fram í söng og franskan þá miklu auðskildari. Kannski við ættum að innleiða norðlensku sem söngvamál? UTSALA Ein sú magnaðasta! • Jakkaföt frá kr.....14.900,- • Frakkarfrákr.12.900,- • Stakir jakkar frá kr.7.900,- • Úlpurfrákr....5.900,- • Stakar buxur frá kr..5.900,- • Rúskinnsjakkar frákr.... 5.900,- • Flauelsbuxur frá kr.4.500,- • Gallabuxur frá kr...2.900,- • Skyrturfrákr........1.250,- • Bindifrákr.1.250,- • Peysur frá kr...... 2.900,- Ath.: 15% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum. Laugavegi 47 LAUGAVEGI 163 Innrítun ó vornámskeib fer fram dagana 10.-21. jan.ísíma 621661 ab Laugavegi 163 milli kl. 17.00 og 20.00. Skipuleggjendur námsefnis og aðal kennarar eru Bjorn Thoroddsen og Friðrik Karísson. Að þessu sinni verður boðið upp á kennslu í eftirfarandi stiltegundum: ROKK - BLÚS - HEAVY METAL - JASS COUNTRY - ROKKABILLY - ÞJÓDLÖG. • RAFBASSALEIKUR Kennsla fyrír byrjendur og lengra komna i flestum stíltegundum. • 12 vikna námskeið - Fyrirlestrar • Stúdiáupptaka i lok námskeiðs. • Undirbúningsnám fyrír FÍH Innritun í síma: 621661 ROKK - BLUS - HEAVY METAL - JASS - COUNTRY ÞJÓÐLÖG - RAFBASSI Nemendur skólans fá sérstakan nemendaafslátt í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.