Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 10

Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 10
1Ó MÖkGÓN;BlíXÐÍÐ SÍítóiuDAGUR 9. jAÍitóAk'1994 Morgunblaðið/Árni Sæberg í þyrlubjörgun- arsveit varnar- liðsins eru fjór- ar Sikorsky HH- 60 G-björgunar- þyrlur og á myndinni svífur ein þeirra yfir íslenskri strönd. Ef við- ræður við Bandaríkja- menn leiða til þess að íslend- ingar taka við rekstri björgun- arsveitarinnar verða áhafnir þyrlanna, starfsfólk sem sér um viðhald vélanna og stjórnendur ís- lenskir. eftir Ragnhildi Sverrisdóttur INNAN tveggja ára hefjast við- ræður Islands og Bandaríkjanna „til að kanna möguleika á að Is- land axli aukna ábyrgð á sviði - þyrlubjörgunarstarfa“, eins og segir í sameiginlegri bókun utan- ríkisráðherra íslands og vara- varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna. Of snemmt er að fullyrða hvað felst í þessu, en utanríkis- ráðherra setti fram hugmyndir um að Islendingar yrðu eins kon- ar verktakar hjá Bandaríkjaher, sem legði fram tæki og þjálfun starfsmanna. Margir viðmæl- enda Morgunblaðsins hafa líka viljað túlka bókunina á þennan veg og jjóst er að margir líta á Ratsjárstofnun sem fyrirmynd slíkrar verktöku, enda þykir þar hafa vel til tekist. Stofnunin tók við rekstri tveggja ratsjárstöðva hersins og byggði tvær nýjar og starfa nú 62 íslendingar á vegum hennar. Starf þyrlusveitarinnar er hins vegar annars eðlis, því sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að þær verði notaðar á ófriðar- tímum. Ekki fínnst mönnum lík- legt að íslendingar verði þá við stjórnvölinn, heldur taki her- menn við. Þær raddir eru einnig háværar, sem segja að íslending- ar eigi ekki að koma nálægt þess- ari starfsemi, enda henti þyrlur hersins alls ekki tíl þeirra björg- unarstarfa, sem íslendingar þurfi að geta leyst af hendi. Það þurfi eftir sem áður að kaupa stóra björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna. egar fréttir bárust af hug- myndum bandarískra ráða- manna um verulegan nið- urskurð á Keflavíkurflugvelli brá mörgum illa í brún. Ekki höfðu menn eingöngu áhyggjur af fjár- hagslegu tapi sem því myndi fylgja eða atvinnuástandinu á Suðurnesj- um, heldur og brotthvarfi björgun- arþyrlanna. Björgunarsveit hersins hefur oft verið kölluð til þegar slys hafa orðið hér á landi eða sjó og hefur sveitin bjargað mörgu manns- lífinu. Bandaríkjamenn vissu því að þeir höfðuðu til viðkvæmra tilfinn- inga þegar þeir sögðu að þyrlumar yrðu áfram hér og kanna ætti mögu- leika á að íslendingar öxluðu aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunarstarfa. „Þetta er ekki ákvörðun og ekki skuldbinding, en er þáttur í hug- myndum um að auka hlut íslendinga að þessu leyti,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, þegar bókun ráðherranna var kynnt. Hann sagði einnig, að ef niðurstað- an yrði sú að íslendingar tækju að sér rekstur þyrluflugbjörgunarsveit- arinnar, á grundvelli verktöku, þar sem Bandaríkjamenn legðu til tækjakost og þjálfun, gætu skapast um 100 ný atvinnutækifæri fyrir Islendinga. Gömul hugmynd skýtur upp kollinum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sú hugmynd kemur upp að íslend- ingar taki virkari þátt í starfi sveit- arinnar eða taki jafnvel að sér starf- rækslu hennar. Bandaríkjamenn hafa að öllum líkindum sótt hug- myndina, sem fram kemur í bókun ráðherranna, til nefndar undir for- sæti Bjöms Bjarnasonar alþingis- manns. Nefndin, sem flallaði um fyrirhuguð þyrlukaup, skilaði áliti sínu í október 1991. Þar sagði að kaupa yrði öflugri þyrlu fyrir Land- helgisgæsluna, en taka ætti upp formlegar viðræður við bandarísk stjómvöld um framtíðarskipan björgunarstarfsemi fyrir vamarlið- ið, með það fyrir augum að íslend- ingar tækju að sér þessa þjónustu eða samstarf við varnarliðið yrði stóraukið. Þessar formlegu viðræður fóm fram skömmu síðar og vom það ráðuneytisstjórar utanríkis- og dómsmálaráðuneytis sem önnuðust þær fýrir hönd íslenskra stjómvalda, en sendiherra Bandaríkjanna fyrir hönd Bandaríkjastjórnar. Niðurstað- an úr þessum viðræðum varð sú, að mjög góður gmndvöllur væri fyrir nánu og umfangsmiklu samstarfi. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði hins vegar að viðræðum loknum í febrúar 1992 að miklir annmarkar hefðu verið taldir á því að íslendingar tækju yfír . rekstur þyrlusveitarinnar og ekki yrði unnið að því frekar. Lá sú hugmynd svo niðri þar til á þriðjudagsmorgun, að varavarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna dustaði af henni rykið. Viðmælendur Morgunblaðsins segja ástæðu þess að ekki gekk saman með íslendingum og Banda- ríkjamönnum fyrir tæpum tveimur ámm vera þá, að ekki lá pólitískur þungi að baki viðræðunum. Emb- ættismennimir þrír, ráðuneytisstjór- amir og sendiherrann, höfðu ekki yfirlýstan pólitískan vilja ríkis- stjóma sinna til að styðjast við og var því nokkum veginn sjálfgefið að viðræðurnar sigldu í strand. Nú er hins vegar allt annað upp á ten- ingnum, því sameiginleg bókun varavamarmálaráðherra Bandaríkj- anna og íslenska utanríkisráðherr- ans er sá grunnur sem embættis- mennina skorti á sínum tíma til að koma málinu í höfn. 100 manns með fjórar þyrlur En hver er sá rekstur sem talað er um að íslendingar taki hugsanlega við? Bandaríkjamenn em með fjórar Sikorsky HH-60 G-þyrlur, sem em staðsettar hér á landi. Þyrlumar kosta sitt, eða um 10 milljónir Bandaríkjadali hver, sem er um 730 milljónir króna. Áhafnir, starfsmenn í viðhaldi og stjórnun telja samtals um 100 manns og það er sú tala sem utanríkisráðherra vísaði til þegar hann talaði um atvinnutækifærin sem skapast gætu fyrir íslendinga. Auk þessara Qögurra þyrla skiptast Hercules-björgunarvélar á um að koma hingað frá Bandaríkjunum. Hver vél er staðsett hér í 1-2 vikur og er áhöfn hennar 10 manns. Þar við bætist ein Hereules-eldsneytis- flutningavél, en þyrlumar geta tekið eldsneyti á flugi ef nauðsyn krefur. Helst er horft til þess að íslendingar taki við þyrlunum sjálfum, en færri velta fyrir sér Hercules-vélunum. Björgunarvélina kæmi vart til greina að Islendingar fæm að eiga við, enda er oft skipt um þær vélar, eins og áður var sagt. Þyrlubjörgunarsveitin hefur fyrst og fremst það markmið að bjarga flugmönnum ormstuflugvéla og kafbátaleitarvéla ef vélar þeirra brotlenda eða steypast í hafið. Þjálf- un flugmannanna er mjög dýr og þeir teljast því mjög dýrmætir starfskraftar, svo ávallt hefur verið lögð áhersla á góðan björgunarbún- að. Ef íslendingar taka við rekstrin- um er talið að þjálfun til þessara björgunarstarfa og almennra björg- unarstarfa geti farið vel saman. Þjálfunartími flugmanna til þessara starfa er talinn a.m.k. eitt ár og eins og áður er komið fram myndu Bandaríkjamenn sjá um þá þjálfun, sem og þjálfun starfsmanna við við- hald og stjómun. Sveitin yrði að sinna upphaflegu hlutverki áfram og yrði það forsenda þess að íslend- ingar fengju búnað og þjálfun frá Bandaríkjamönnum. Hins vegar era flestir sammála um að íslensku starfsmennimir myndu draga sig í hlé á ófriðartímum, því þeir væm jú ekki hermenn Bandaríkjastjórnar. Ef Bandaríkjamenn hefðu forgang að sveitinni væri einnig ljóst að þeir myndu taka að sér að greiða allan kostnað henni samfara. Þó er það ekki talið víst, því hugsanlega tækju íslendingar að sér hluta kostnaðarins. Þarna er auðvitað aðeins verið að velta upp ýmsum hugmyndum og engar tölur hægt að nefna í þessu sambandi, enda ekkert fast í hendi enn. Sérstakt fyrirtæki eða LHG? Þó að komist verði að þeirri niður- stöðu að íslendingar geti með tím-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.