Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 EFNI Ráðningarstofan fær nýtt hlutverk LEITAÐ hefur verið eftir hentugu húsnæði fyrir Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, þar sem núverandi húsnæði nægir engan veginn þeim fjölda, sem þangað leita í viku hverri. Þá standa skipulagsbreyt- ingar fyrir dyrum og fær Ráðningarstofan nýtt nafn, Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Markús Öm Antonsson borgar- stjóri sagði við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar, að skipulagsbreytingar stæðu fyrir dyr- um á Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar. Sagði hann að vænta mætti tillagna um framtíðarlausn á næst- unni. Þær athuganir sem fram hafa farið miði að því að atvinnuleysis- skráning og vinnumiðlun á veg^um Ráðningarstofunnar og skráning sumarvinnu unglinga verði undir sama þaki og ef til vill einnig Vinnu- skólinn. Starfsemin efld Sagði borgarstjóri að starfsemin yrði efld og að ákveðið hafi verið að hún breytti um nafn um leið og hún flytti í nýtt húsnæði fyrir mitt þetta ár. Eftir það mun hún heita Vinnu- miðlun Reykjavíkurborgar. Nafnið gefí til kynna þá viðhorfsbreytingu sem orðið hefur í erfiðu atvinnu- ástandi og flóknari vinnumarkaði. „Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar verður gert kleift að láta til sín taka í allri umræðu um vinnumiðlun, at- vinnuleysistryggingamál og önnur málefni, sem snerta hag atvinnu- lausra," sagði Markús. „I því sam- bandi gerist sú spuming sífellt áleitn- ari, hvort ekki megi einfalda mjög alla afgreiðlsu innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins og gera það skil- virkara, til dæmis með hliðsjón af því fyrirkomulagi, sem komið hefur verið á í Noregi.“ Morgunblaðið/Þorkell Þröngft setinn bekkurinn RÁÐNINGARSTOFA Reykjavíkurborgar býr við þröngan húsakost eins og sjá má. Vinnuaðstaðan er ekki upp á marga fiska þegar þrír starfsmenn, þær Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Steinunn Hjartar og Anna Helgadóttir, eru saman um eitt skrifborð. Lögreglustjóraembættið ætlar að innheimta 250 milljónir króna í sektir í ár Hátt hlutfall lögreglusekta hefur fymst undanfarin ár HJÁ embætti lögreglustjórans í Reykjavík er stefnt að því að inn- heimta allt að 250 milljónir króna í hvers kyns sektir á þessu ári. Verið er að gera átak í sektarinnheimtu hjá embættinu en undan- farin ár hefur að sögn Sigríðar Stefánsdóttur Iögfræðings lijá embættinu hátt hlutfall lögreglusekta í innheimtu hjá embættinu fyrnst, en þar er t.a.m. um að ræða sektir sem ökumenn eru krafð- ir um vegna vægari hraðakstursbrota og þeirra brota í umferðinni sem ekki sæta dómsmeðferð. Slík mál fyrnast yfirleitt á tveimur árum. í því skyni að hraða innheimtu og bæta innheimtuhlutfallið er nú farið að gera fjárnám í eignum þeirra sem dæmdir hafa verið til sektargreiðslu og þeim sem vilja greiða án þess að farið sé í ítrustu aðgerðir býðst nú að skipta greiðslum og greiða með greiðslukortum. Stór hluti þeirra sekta sem inn- heimtar eru hjá lögreglustjóraemb- ættinu eru lögreglusektir og lög- reglustjórasáttir vegna ýmis konar minniháttar afbrota sem heimilt er að ljúka með þessum hætti án þess að mál séu borin undir dómstóla. Málin fymast eftir 2 ár frá broti sé fyrningekki rofin með sérstökum hætti þannig að unnt sé að bera þau undir dómstóla. Að sögn Sigríð- ar hefur mikill fjölda þessara lög- reglu- og lögreglustjórasekta fyrnst árlega í Reykjavík til þessa. Einnig innheimtir lögreglustjóra- embættið fyrir Fangelsismálastofn- un þær sektir sem dómarar dæma menn til að greiða í þeim málum sem ganga alla leið til dóms. Síðan í haust hefur verið beitt lagaheim- ild til þess að gera fjárnám í eigum dómþola til þess að hraða inn- heimtu þessara sekta. Frá því í haust hafa verið gerð rúmlega 100 fjárnám ýmist í fasteignum eða lausafé, t.d. bílum, í eigu hinna dæmdu og er verið að senda fyrstu uppboðsbeiðnimar til sýslumanns um þessar mundir. Hægt að semja um greiðslur Frá áramótum var tekin upp sú nýbreytni við alla sektarinnheimtu hjá lögreglustjóranum í Reykjavík að bjóða mönnum sem eiga ógreidd- ar sektir að semja um greiðslu þeirra og skipta greiðslu annað hvort með greiðslusamningum eða greiðslukortasamningum. Sé greiðslum skipt hækkar fjárhæðin ekki heldur tekur lögreglustjóra- embættið á sig að greiða þann kostnað og það álag sem greiðslu- kortafyrirtækin krefjast fyrir þessa greiðslumiðlun. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur gera áætlanir ráð fyrir að embættið innheimti 250 milljónir króna í sekt- um í ár. Ekki liggur fyrir hve há fjárhæð hefði innheimtist í fyrra en að sögn Sigríðar liggur fyrir stór bfínki mála frá liðnum árum sem áhersla verður lögð á að hreinsa upp og reyna að forða frá fymingu þar sem hætta getur verið á slíku. Virt óperusöngkeppm í New York Olafur í 3. sæti ÓLAFUR Ámi Bjarnason tenór- söngvari vann til þriðju verð- launa í óperusöngkeppni sem fram fór í New York í vikunni. Keppnin var haldin á vegum Singer Development Foundation og fór fram dagana 4. og 5. jan- úar sl. í úrslit komust alls 32 óperusöngvarar. Heimsþekkt tónlistarfólk skipaði sjö manna dómnefnd sem skar úr um röð söngvara í efstu sætunum, svo sem sópransöngkonan Renata Scotto, Marilyn Hom, messósöng- kona, og Henry Lewis, hljómsveit- arstjóri. Margir upprennandi óperusöngvarar tóku þátt í keppn- inni, þar á meðal söngvarar sem þegar hafa staðið á sviði Metro- politan-ópenmnar. Ólafur Ámi söng í keppninni aríur eftir Verdi og Puccini sem tryggðu honum þriðja sætið og hlaut hann fimm þúsund dollara í verðlaun eða liðlega 350 þúsund krónur. Skrifað undir samning Ólafur Ámi hefur nýverið skrif- að undir samning við Columbia Ölafur Árni Bjarnason Artist Management en á vegum þeirrar umboðsskrifstofu starfa margir af þekktustu óperusöngvur- um samtímans. Fyrstu verkefni Ólafs í samvinnu við þennan um- boðsaðila verða hlutverk Alfredcs í La Traviata í óperunni í Palma á Mallorca í mars og aprílmánuði nk. og hlutverk Pinkertons í Madam Butterfly í Köln haustið 1995 und- ir stjóm James Conlon. Um þessar mundir syngur Ólaf- ur hlutverk Manricos í II Trovatore Verdis og prinsinn í Rusalka eftir Dvorak í óperuhúsinu í Gelsenk- irchen í Þýskalandi. Viðræður hefj- ast eftir helgina —Leitað lausna á Sólheimadeilunni á grund- velli tillagna félagsmálaráðherra „ÞETTA er nákvæmlega það sem ég var að hvetja formanninn til að leggja fyrir fulltrúaráðið strax á þriðjudaginn var sem hefði getað sparað okkur mikil átök í fjölmiðlum. Mér urðu það mikil vonbrigði að ekki var tekið á þessu máli strax og ég kynnti þessar tillögur fyr- ir formanni stjórnar Sólheima á þriðjudagsmorguninn var,“ sagði Ólafur Skúlason, biskup íslands, um samþykkt fulltrúaráðs Sólheima á föstudag um að skipa þriggja manna nefnd til að leita eftir Iausn á Sólheimadeilunni á grundvelli tillagna félagsmálaráðherra. „Það er sjálfsagt að taka á þessu núna og reyna að tryggja hag heimilisins sem allra best, sem átti að vera það eina sem vekti fyrir mönnum," sagði Ólafur. Málið í höndum biskups Ólafur sagðist eiga von á að strax eftir helgina hæfust viðræður um lausn á deilunni. Sagðist hann hafa fengið staðfest hjá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra að í bréfinu sem hún sendi inn á fund fulltrúaráðsins kæmi fram að hún teldi að málið væri nú í höndum biskups og að hún teysti honum til að finna á því skynsamlega niðurstöðu. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Sólheima í gær. Tekinn með sexjakka ÞJÓFUR braust inn í verslun við Laugaveg í fyrrinótt og hafði á brott með sér þijá leðurjakka og þijá ullaijakka. Hann fékk ekki að njóta fengsins lengi, því Iög- reglan greip hann skömmu síðar. Lögreglunni var tilkynnt um að þjófur væri að athafna sig í verslun- inni Mótor á Laugavegi 39 um kl. fjögur um nóttina. Tilkynnandi sá manninn fara af vettvangi skömmu síðar og fylgdi lögreglan sömu leið. Þjófurinn komst ekki langt því hann var gripinn á bak við Kjörgarð á Laugavegi 59, með jakkana sex í fanginu. A ► 1-52 Það tekst með ratsjár - hví ekkl þyrlur? ►Ýmsir telja að Ratsjárstofnunin geti orðið fyrirmyndin að rekstri Islendinga á þyrlubjörgunarsveit- inni. /10 NATO fetar sig í tóma- rúm fyrrverandi lepp- ríkja ►Fyrrum kommúnistaríkjum boð- ið að ganga til tvíhliða samninga umnáið hemaðarsamstarf á sögu- legum fundi leiðtoga NATO-ríkj- anna. /18 Ekki æskilegt að þyngja refsingar ►Þór Vilhjálmsson, fyrrum forseti Hæstaréttar íslands, ræðir í við- tali um Hæstarétt, stöðu dómstól- anna og refsipólitík. /16 Lífræn framtíð íslands ►ísland á góða möguleika á að verða fyrst til að njóta viðurkenn- ingar sem „lffrænt" land, að mati Carl Haest. /22 ► B ► l-32 Þrælaeyjar ►Þar lenti Sigurður Teitsson af Islandi í ómældum hremmingum og þaðan komi dökki þrællinn Hans Jónatan, sem endaði uppi á íslandi og á hér marga afkomend- ur, m.a. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. /1 Ég vil ekki hætta að gráta ►S-ameríska skáldkonan Isabel Allende í viðtali, en hún verður fyrirferðarmikil í reykvísku listalífi næstu vikurnar. /10 Frá Kínverjum til kónga ►Áhugafólk í Reykjavík efnir reglulega til grímudansleikja og það er ekkert til sparað, að búning- arnir verði sem óvenjulegastir. /16 BÍLAR ► l-4 Skattar á bíleigendur hækka ►Nema alls 17,6 milljörðum á árinu, sem er liðlega 7% hækkun milli ára. /1 FASTIR ÞÆTTIR 15b 20b 22b 22b 22b 22b 23b 28b 28b 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2/6/BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1/4 Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 HelgÍ8pjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 28 íþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Gárur 61 Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir 14b Dægurtónlist Fólk 1 frétlum Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréf til blaðsins Velvakandi Samsafnið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.