Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 32 Minning Oddgeir Hjartar- son verslunarmaður Fæddur 3. nóvember 1900 Dáinn 30. desember 1993 Á morgun, mánudaginn 10. jan- úar, kl. 13.30, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju Oddgeir Hjartar- son verslunarmaður, en hann lést í Borgarspítalanum 30. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri. Oddgeir afí fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1900. Hann var sonur hjónanna Margrétar Sveinsdóttur (1861-1940) og Hjartar Jónssonar (1863-1940) sjómanns og stein- smiðs. Þau hjónin Margrét og Hjört- ur byggðu steinbæinn Reymimel sem lengi stóð þar sem nú er Bræðraborgarstígur 22 í Reykjavík. í þessum litla steinbæ, sem byggður var úr höggna grjótinu sem eftir varð þegar smíði Alþingishússins var lokið, er afí fæddur sem og flest hans systkini. Systkini afa voru mörg og var hann sjötti í röðinni af níu bömum langömmu og lang- afa sem upp komust. Systkini hans voru: Sveinn (1885-1940) bakari, Jón (1888-1948) lengi kaupmaður í Hafnarstræti 4, Ingibjörg (1890- 1970) húsfreyja, Liija (1895-1925) húsfreyja, Olafur Ágúst (1898- 1989) í mörg ár verksmiðjustjóri Kaffibrennslu Johnsons & Kaaber, Hjörtur (1902-1985) kaupmaður í rúmlega hálfa öld að Bræðraborg- arstíg 1. Jafet Egill (1906-1992) vélstjóri, og Sigríður Guðmundína (1908-1980) húsfreyja. Eins og sjá má náðu nokkur systkini afa háum aldri, en afí lifði þó öll systkini sín. Hann er því síðastur þessarar kyn- slóðar í okkar íjölskyldu sem lifað hefur tímana tvenna, þar á meðal tvær heimsstyijaldir, kreppuna og allar þær öru framfarir sem orðið hafa í íslensku samfélagi á þessari öld. Ungur að árum tók afi auðvitað Fæddur 11. janúar 1917 Dáinn 2. janúar 1994 Við fráfall föður okkar Trausta Jónassonar horfum við systkinin um öxl og rifjum upp minningar frá æskuheimilinu. Við eigum af miklu að taka og verður fátt eitt upp tal- ið hér. Pabbi var fæddur í Norður- Hvammi í Mýrdal 11. janúar 1917 sonur hjónanna Steinunnar Áma- dóttur og Jóns Tómassonar og var hánn elstur sex systkina. Þau eru Guðrún Ása, búsett í Vestmanna- eyjum, Margrét, sem er látin, Tryggvi, búsettur í Vestmannaeyj- um, Bragi búsettur í Vestmannaeyj- um, og Tómas, sem lést á unglings- aldri. Til Vestmannaeyja fluttist hann ásamt foreldrum sínum tveggja ára að aldri en dvaldist í Hvammi og Vík hjá öfum sínum og ömmum meira og minna til 14 ára aldurs og þaðan átti hann góð- ar minningar þó að lífsbaráttan hafí verið hörð á þessum árum. Pabbi hóf verslunarstörf hjá Gunnari Ólafssyni hf. á Tanganum aðeins 14 ára að aldri og starfaði þar uns hann ásamt félögum sínum hóf verslunarekstur og ráku þeir saman verslunina Bæjarbúðina ásamt kjötvinnslu á árunum 1945- 1959. Við systkinin eigum margar minningar frá þeim árum, einkum þó þau eldri. Oft fengum við að aðstoða pabba við afgreiðslustörf og annað sem til féll í svo stórri versiun og fannst okkur við gegna mikilvægu hlutverki er við fengum að hjálpa til við að vigta og pakka vörum sem í dag koma pakkaðar úr vélum. Þeir félagar lögðu sig alla fram í rekstrinum og vöktu jólaútstillingar þeirra alltaf sér- staka athygli og vorum við systkin- in afar stolt af þeim. til hendinni á heimili sínu að Reyni- mel eins og hin systkinin. Faðirinn löngum á sjónum og nóg að gera á stóru heimili. En hann var ekki gamall þegar hann fór að sumri til í sveit í Borgarfjörðinn. Fyrst var hann þrjú sumur á Hreðavatni í Norðurárdal og síðan eitt sumar í Svignaskarði. Við minnumst þess að afa var tíðrætt um þessi ár sín að Hreðavatni og sagði oft frá því þegar hann var strákur þar í sveit. Árið 1914 þegar afí er aðeins 14 ára kynnist hann því starfssviði sem síðan átti fyrir honum að liggja. Það sumar byijar hann sem sendill í versluninni Liverpool að Vestur- götu 3. Fljótlega varð afí afgreiðslu- maður í þessari sömu verslun og vann þar samtals í 12 ár. Hann réði sig síðan til Biering sem rak jámvöruverslun að Laugavegi 3. Það var svo árið 1930 að afí hóf störf hjá Heildverslun Garðars Gíslasonar þar sem hann starfaði samfleytt í 41 ár sem sölustjóri eða til ársins 1971. Verslunarstörf áttu vel við afa eins og fleiri bræður hans, lipurð og þjónusta var þeim í blóð borin. Árið 1923 kemur til íslands ung þýsk hárgreiðslukona Alma Helene Kummer aðeins 22 ára gömul. Þessi unga kona kynnist fljótt kunningja- hópi afa og þar sem afi var að læra þýsku var hann auðvitað feng- inn til að túlka innan hópsins. Síðan leiðir eitt af öðru og afí stígur það gæfuspor að eiga þessa ungu konu árið 1927. Afí og amma eignuðust þrjú böm: Sveinn Ragnar, fæddur 21. maí 1927, dáinn 23. september 1958, hann kvæntist Markúsínu Guðnadóttur hárgreiðslumeistara og eignuðust þau tvö börn; Lilja Margrét, fædd 6. júní 1928, hár- greiðslumeistari; Paul, fæddur 22. júlí 1932, gullsmiður, kvæntur Gis- Þegar faðir okkar hætti verslun- arrekstri hóf hann störf sem kirkju- garðsvörður og meðfram því rak hann útgerð og hænsnarækt eða allt til ársins 1973 er gosið hófst í Eyjum. Pabbi var mikill Eyjamaður og gat hvergi hugsað sér að vera ann- arsstaðar. í gosinu keypti hann ásamt Haraldi elsta syni sínum vörubifreið og tóku þeir félagar þátt í hreinsun eyjanna. Hann tók svo við rekstri vörubílsins og vann hjá Vörubifreiðastöð Vestmanna- eyja allt til haustsins 1989 er hann hætti störfum. Á árunum sem pabbi vann á Tanganum kynntist hann mömmu okkar, Ágústu Haraldsdóttur frá Garðshorni, og giftu þau sig 14. október 1939. Fæddumst við systk- inin hvert af öðru, fystur Haraldur 22. nóvember 1939, d. 13. júní 1993, kvæntur Eddu Tedeger og eignuðust þau fjögur börn; Jón Steinar, f. 3. desember 1941, ókvæntur og barnlaus; Ágústa f. 12. febrúar 1943, gift Guðmundi Birni Sigurgeirssyni og eiga þau þijú börn; Brynja, f. 27. ágúst 1944, hennar maður var Guðmundur Kr. Stefánsson og eiga þau fímm böm; Óli ísfeld, f. 6. október 1945, kvæntur Bonnie Harvey, eiga þau tvær dætur; Steinunn, f. 14. desem- ber 1948, á hún þijú börn og henn- ar maður var Skarphéðinn Einars- son; Ásta, f. 26. október 1950, gift Sigurði Stefánssyni, eiga þau eina dóttur; yngstur var Trausti Ágúst, f. 19. mars 1952, en hann lést að- eins 17-ára að aldri og var það okkur öllum mikið áfall, ekki síst foreldrum okkar. Pabbi og mamma bjuggu allan sinn búskap á Hásteinsvegi 9 þar sem þau bjuggu okkur systkinunum elu Herbertsdóttur og eiga þau þijú börn. Árið 1946 tóku afi og amma einnig að sér tvö bróðurbörn ömmu og ólu upp, þau Giselu og Reinhold Herbertsbörn, en foreldrar þeirra voru látnir. Afí og amma voru mjög samhent hjón og ferðuðust mikið innanlands sem utan. Þá kom glöggt fram að afí unni náttúru íslands, ótal ljós- myndir og kvikmyndir átti hann úr slíkum ferðalögum. Það lýsir einnig öðrum áhugamálum afa, það er að segja ljósmyndum og kvikmyndum. Ekki var nóg fýrir hann að taka aðeins myndirnar, því hann sá sjálf- ur einnig um framköllun á myndum sínum. Það var forvitnilegt fyrir okkur sem lítil böm þegar við fyrst sáum þessi forláta tæki sem afí átti, kvikmyndavél og framköllun- artæki. Afí kom okkur fyrir sjónir sem einn af þeim mönnum sem var mjög jákvæður gagnvart flestum tækninýjungum. Það lék allt í hönd- unum á honum, hann var hagleiks- maður. Eitt af hugðarefnum afa sem stóð öðmm framar var tónlistin. Það var skömmu fyrir 1920 að hann gekk til liðs við Lúðrasveitina Hörpu sem var fyrirrennari Lúðra- kærleiksríkt og gott skjól og þaðan eigum við margar góðar minningar sem gott er að ylja sér við nú þeg- ar þau em bæði látin. Um sama leyti og pabbi hætti störfum lést mamma eða 27. des. 1989 og var þetta honum afar þungbært. Sl. sumar var pabba mjög erfítt þar sem hann missti Harald elsta son sinn en í gegnum hann fylgdist hann með atvinnulífínu og öllu sem að útgerð sneri, en hún var honum hugleikin. Við systkinin viljum sér- staklega þakka mágkonu okkar, Eddu, og hennar fjölskyldu og Braga bróður hans fyrir hve vel þau reyndust honum á erfíðum tímum. Elsku pabbi, nú er við kveðjum þig er gott að orna sér við góðu minningamar sem við eigum um þig en af þeim eigum við nóg. Við erum fullviss um að þú hefur feng- ið góðar móttökur hjá ástvinum þínum sem á undan eru farnir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Jón Steinar, Ágústa, Brynja, Steinunn og Ásta. ELskulegur afí okkar er dáinn. Hann dó að kvöldi annars janúar. Eftir stutt en erfíð veikindi fékk hann loksins að fara og hitta ömmu, ömmu sem hann hafði saknað svo óskaplega mikið síðan að hún bless- unin dó fyrir fjórum árum, sem var langur saknaðartími. Afí var elstur sex systkina, barna Jóns Tómassonar og Steinunnar Árnadóttur frá Mörk í Vestmanna- eyjum, og hann lifði tvö systkina sinna, þau Tómas sem lést aðeins þrettán ára að aldri og Margréti sem lést fyrir ári 69 ára að aldri. Okkur systkinin langar að kveðja afa okkar hinstu kveðju með nokkr- um orðum, en hvers eru orðin megn- ug þegar svo góð og mikil mann- eskja sem afí hafði að geyma er farin. Afí kynntist ömmu Gógó þegar þau voru á unglingsárum sínum og hófu þau búskap ung eins og þá sveitar Reykjavíkur. Áhugi afa á flautuleik hafði vaknað, en í þá daga reyndist ekki auðvelt að verða sér úti um slíkt hljóðfæri og þaðan af síður að fá tilsögn í flautuleik. Það var því hvalreki á fjörur afa þegar helmingur Fílharmoníuhljóm- sveitar Hamborgar kom hingað til lands árið 1926. Þetta voru alls 40 hljóðfæraleikarar og í þeirra hópi tveir flautuleikarar og var annar þeirra aðalkennari við tónlistarskól- ann i Hamborg. Þessir tveir menn kenndu afa öll kvöld þann tíma sem þeir voru staddir hér. Þessi heim- sókn var afa því mikil hvatning og gat hann fyrir tilstilli þessara manna keypt fullkomnari flautu en hann átti og haldið áfram sínu sjálfsnámi. Afí var einn af stofnfélögum Lúðrasveitar Reykjavíkur og síðast- ur þeirra að hverfa á vit feðra sinna. Með Lúðrasveitinni lék hann allt til ársins 1958. Hann lék einnig í Hljómsveit Reykjavíkur í mörg ár, en sú hljómsveit var fyrirrennari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Eins og títt er um tónlistarmenn lék afi í ýmsum öðrum hljómsveitum, en jafnframt spilamennskunni og verslunarstörfunum stundaði hann einnig kennslu í flautuleik í mörg ár. Tónlist var ætíð ríkur þáttur í héimilislífí afa, ömmu og barna þeirra og veitti þeim mikla lífsfyll- ingu. Hjónaband ömmu og afa var ákaflega farsælt og voru þau sér- staklega glæsilegt par, þá ekki síð- ur því eldri sem þau urðu. En þó hjónabandið væri farsælt knúði sorgin dyra hjá þeim, elsti sonur þeirra deyr árið 1958 eftir veik- indi. Þetta sama ár var amma mik- ið veik og gekkst undir uppskurð. Amma náði sér sæmilega vel eftir veikindin, þó hún yrði ekki eins lík- amlega sterk eftir sem áður þá kvartaði hún aldrei. Sonarmissirinn hefur hins vegar skilið eftir stórt ör í hjörtum þeirra beggja. Fyrir um það bil tuttugu árum fór sjón afa að hraka og hefur hann verið alveg blindur síðustu 17-18 árin. Það var erfítt fyrir hann í fyrstu en hann trúði ætíð á framfar- ir læknavísindanna og gerði sér tíðkaðist og varð þeim átta barna auðið á meðan á jarðvist þeirra stóð, en misstu yngsta barnið sitt Trausta Ágúst á átjánda aldursári, og það hafði mikil áhrif á þau, ekki síst ömmu Gógó. 14. október 1939 var mikill hamingjudagur í lífi þeirra því þá gengu þau í hjónaband, og stuttu síðar fæddist þeim frumburð- urinn Haraldur, og þegar yfír lauk voru börnin á Hásteinsvegi 9 orðin átta að tölu, og eins og geta má var þar oft mikið líf og fjör innan veggja. Afkomendur afa i þijá ættliði eru 38, og var hann alltaf mjög áhuga- samur um þennan hóp sinn og fylgdist vel með þó að hann færi leynt með. Trausti afi, en það vorum við krakkarnir vön að kalla hann, var maður athafna og fátt var það sem hann ekki tók þátt í og starfaði við með mjög miklum sóma því stjórnun og rekstur var eins og honum í blóð borin. Fram á fjórtánda ár ólst hann svo að segja upp á æskustöðvum sjálfsagt lengi vonir um að fá sjón- ina aftur, en svo varð ekþj. Þó svo sjónin hafí gefíð sig gat afí stundað tónlistarkennsluna áfram i nokkum tíma. Við þökkum fyrir að afí hélt heyrninni og gat notið tónlistarinn- ar sem véitti honum svo mikla ánægju. Afa var einnig mikill styrk- ur að hafa ömmu sér við hlið, sem hugsaði um hann af alúð eins lengi og heilsa hennar leyfði, en hún lést 12. september 1987. Okkur systkinunum er minnis- stæður bókaskápur afa og ömmu sem við grúskuðum oft í þegar við komum í Hólmgarðinn og þó afí gæti aldrei lesið allar bækurnar sín- ar las hann margar bækur af hljóð- snældum, þó úr því hafí dregið hina allra síðustu mánuði. Við minnumst afa eins og hann alltaf var síðustu árin þegar við komum í heimsókn, sitjandi, nýrakaður og snyrtilegur í herbergi sínu í þægilegum stól með útvarpið sér við hlið og klukk- una þar sem hann gat þreifað á vísunum. Afi vildi alltaf fylgjast með, hvort sem það var tíminn, þjóðfélagsmál, veðrið eða þá hvern- ig barnabörnum og barnabarna- bömum vegnaði. Hann kunni skil á öllum barnabarnabörnunum með nafni þó hann hefði aldrei séð þau. En hann sá þau á sinn hátt. Hann stóð ætíð upp úr stólnum til að taka á móti okkur og faðmaði og klapp- aði okkur öllum. Það var ekki ósjaldan að þá fengi éinhver at- hugasemd um að hafa ekki borðað nóg eða að hafa lengst mikið frá því síðast, allt eftir því hvern um var að ræða. Þannig sá afi barna- barnabörnin sín og þekkti okkur öll. Nú að nýafstaðinni jólahátíð eru okkur systkinunum í fersku minni jól með ömmu, afa og Lillý föður- systur okkar. Þegar við vorum yngri voru engin jól nema við væmm hjá þeim í Hólmgarðinum, en þar bjuggu amma og afí frá því við munum fyrst eftir okkur. Það var einnig upplifun fyrir okkur sem börn þegar amma og afí fengu hund sem þau nefndu Spora. Við borgarbörnin höfðum lítið kynnst dýrum, en með lagni afa og ömmu tókst okkur að yfirvinna hræðsluna við hvolpinn og hættum smám sam- Steinunnar móður sinnar á Norður- Hvammi í Mýrdal og hjá föð- urömmu sinni og afa í Vík í Mýr- dal og án efa hefur það haft sitt að segja í mótun þess einstaklings sem seinna gerðist svo góð mann- eskja sem hann alltaf sýndi okkur hinum sem áttum samleið með hon- um. Það var svipað ástand á heim- ili foreldra hans í Vestmannaeyjum og hjá svo mörgum heimiium í Eyjum á unglingsárum afa þar sem allar vinnufærar hendur voru nýttar til þess að skaffa til heimilisins. Það sýndi sig best á því að fljótlega eftir komuna til Vestmannaeyja réðst hann til starfa hjá Gunnari Ólafssyni á Tanganum sem lærling- ur í verslun, þá enn á unglingsaldri. Það reyndist honum seinna mjög dýrmæt reynsla, því að hann fór snemma að starfa sjálfstætt við útgerð í félagi við aðra þar sem hann sá um reksturinn í landi vegna þess að á sjó gat hann ekki verið, og samhliða útgerðinni rak hann verslunina Vöruhúsið. Seinna á ævinni, rak hann hænsnabú og starfaði jafnhliða því sem kirkjugarðsvörður. Eftir að gosið hófst í Vestmannaeyjum lagð- ist sú starfsemi niður og hann keypti í félagi við Harald son sinn vörubifreið sem þeir skiptust á að keyra til þess að hreinsa bæinn. Þessi fáu orð eru lýsandi fyrir athafnamanninn sem hapn hafði að geyma. Það er alltaf erfitt að sætta sig við fráfall fólks sem er jafn stór hluti af tilveru manns og hann var, en þegar ferðin yfír móð- una miklu er hafin og við tekur nýtt líf þá er það viss léttir að vita að hans er beðið, og við sættum okkur við að horfa á éftir þessum góða og mikla manni. Elsku afi, kveðjustundin er erfíð, en minningin um þig lifír í bijóstum okkar og hún mun ekki frá okkur hverfa. Hvíl þú í friði. Stefán, Ágústa, Lóa, Tinna og Brynja Dís. Minning Traustí Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.