Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 11 anum mannað þyrlubjörgunarsveit- ina, þá er því ósvarað hvernig rekstrarformið verður. Enn taka við getgátur, en þeir möguleikar, sem viðmælendur Morgunblaðsins nefndu, voru m.a. að Landhelgis- gæslan (LHG) tæki við rekstrinum, en flestir nefndu að eðlilegast væri að komið yrði á fót sérstakri stofnun eins og Ratsjárstofnun, sem rekur fjórar ratsjárstöðvar með sérstökum samningi við Bandaríkjamenn. Ef litið er á þann kost að LHG taki við rekstrinum líta menn til þess að innan þeirrar stofnunar hef- ur löngum verið andstaða við hug- myndir um samstarf við Bandaríkin varðandi rekstur þyrla og flugdeild LHG telur sig alls ekki geta notað Sikorsky-þyrlur vamarliðsins til björgunarstarfa. Frá LHG hefur lítið heyrst eftir að fréttir af bókun ráð- herranna birtust og þar vildu menn lítt tjá sig við Morgunblaðið. Afstaða LHG, eða að minnsta kosti flug- manna þar, hefur þó lengi legið ljós fyrir. Páll Haljdórsson yfirflugstjóri og Benóný Ásgrímsson flugstjóri sögðu til dæmis í samtali við Morg- unblaðið í desember 1991, þegar enn var verið að ræða hugmynd nefndar Bjöms Bjarnasonar um aukið sam- starf eða yfírtöku á björgunarsveit vamarliðsins, að fullkomin björgun- arþyrla í höndum íslendinga væri miklu betri kostur fyrir þá sem lenda í nauð en aukið samstarf við vamar- liðið. Páll taldi mjög fjarlægt að ís- lendingar gætu tekið að sér rekstur sveitarinnar og nefndi meðal annars að langan tíma tæki að þjálfa þá þyrluflugmenn sem til þyrfti. Mótmæli þeirra Páls og Benónýs lutu þó helst að því, að Sikorsky- þyrlur hersins væm ekki fullnægj- andi við björgunarstörf hér, en þeg- ar viðtalið birtist var varnarliðið að fá nýjar þyrlur. Flugmennirnir tveir sögðu að nýju þyrlurnar tækju til dæmis aðeins 8-10 menn fyrir utan áhöfn, en áður hafði verið um það rætt að þyrla hér yrði að geta borið skipsáhöfn, sem algengt er að telji 15-20 manns á togurunum. Aðal- aðfinnsluefni flugmannanna var þó tækjabúnaður Sikorsky-þyrlunnar. „í henni er ekki sjálfvirkur aðflugs- búnaður til björgunarstarfa og stendur ekki til að útbúa hana þann- ig,“ sagði Benóný í viðtalinu. „Þessi búnaður gerir þyrlum kleift að „hanga“ yfir skipi í myrkri án þess að flugmaðurinn þurfi að hafa viðm- iðun. Hún er ekki með neyðarflot og fengjum við slíka þyrlu ekki skráða hér á landi nema með því skilyrði að hún flygi ekki yfir sjó.“ Flugmennirnir bættu við að Sik- orsky-vélarnar væm með takmark- aðan afísingarbúnað sem engin flugmálastjóm hefði viðurkennt. Aðrir benda á að Bandaríkjaher hafi aldrei sætt sig við ófullkominn búnað, enda séu þyrlurnar löngu búnar að sanna sig sem björgunar- tæki. Þeim hafi verið flogið 6-700 sjómílur í mjög siæmu veðri að næturlagi og tekið eldsneyti á flugi 2-3 sinnum í sömu ferðinni, sem sé mjög vandasamt og erfítt. Þá sé augljóst öryggi að fjórum þyrlum í stað einnar þýrlu Landhelgisgæsl- unnar. Þrátt fyrir að Sikorsky-þyrl- urnar taki helmingi færri farþega en Super Puma-þyrlan sem LHG hefur augastað á, þá bæti íjöldi þeirra það upp. Bilun í einu þyrlu LHG þýddi að björgunarstarf stofn- unarinnar væri lamað. Það hefur áður komið upp hér að þyrla LHG var ónothæf af einhveijum ástæðum og hefur þá verið leitað til varnar- liðsins. Ratsjárstofnun fyrirmyndin Þó sá möguleiki sé ræddur að LHG taki við rekstri þyrlubjörgun- arsveitarinnar nefndu flestir við- mælenda Morgunblaðsins að far- sælla myndi reynast að setja á fót sérstaka stofnun um reksturinn, líkt og Ratsjárstofnun, sem komið var á fót árið 1987 og sér um rekstur fjögurra ratsjárstöðva. Fyrstu tvær stöðvarnar, sem stofnunin tók við, voru stöðvarnar á Stokksnesi og Miðnesheiði, en þær höfðu verið mannaðar bandarískum hermönn- um. Þá byggði stofnunin tvær nýjar stöðvar, á Bolafjalli og Gunnólfsvík- uríjalli, og starfa nú 62 Islendingar við ratsjárstöðvarnar fjórar, en þeir Sameiginleg bók- un ráðherranna er sá grunnur sem embættismenn- ina skorti á sínum tíma til að koma málinu í höfn Sveitin yrði að sinna upphaflegu hlutverki áfram og yrði það for- senda þess að ís- lendingar fengju búnað og þjálfun frá Bandaríkja- mönnum. Það þýðir ekki að fresta þyrlukaup- um og skjóta sér á bak við þessa bókun. Ingi Björn Albertsson hlutu þjálfun á vegum og á kostnað bandaríska hersins. Stofnunin er ríkisstofnun sem heyrir undir utan- ríkisráðuneytið. Jón Böðvarsson, framkvæmda- stjóri Ratsjárstofnunar, sagði að starfsemi stofnunarinnar byggðist á samkomulagi ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um að stofnunin sæi um rekstur og viðhald á ratsjár- kerfi vamarliðsins. „Ratsjárstofnun semur svo árlega um þennan rekst- ur við sjóherinn, fýrir hönd flughers- ins,“ sagði Jón. „Við setjumst niður í janúar og segjum Bandaríkja- mönnum hversu háa upphæð við þurfum fyrir næsta tímabil, sem er frá 1. október til 30. september ári síðar. Við ræðum um nauðsynlegar fjárfestingar, breytingar og fleira og komumst að samkomulagi um umfang þessa. Þeir vega og me'ta fjárþörfina og í júní er gengið frá samningum. Núna hljóðar samning- urinn fyrir tímabilið 1. október 1993 til 30. september 1994 upp á rúmar 566 milljónir króna, sem er svipuð upphæð og undanfarin ár.“ Jón segir að þettá fyrirkomulag á samningum hafí reynst vel og réttmætar óskir verið teknar til greina. „Stundum ganga hlutirnir ekki upp á skömmum tíma, enda við stórt og stundum svifaseint kerfi að eiga, en samstarfíð við Banda- ríkjamenn hefur verið hnökralaust. Þó samið sé árlega og miðað við fjárlagaár Bandaríkjamanna, þá er ekki þar með sagt að reksturinn sé aðeins tryggður í eitt ár í senn, því samkomulag ríkisstjórnanna er auð- vitað grundvöllur starfsins.“ Jón sagði að hann vissi ekki fyrir víst hvort þetta fyrirkomulag væri ódýrara fyrir bandaríska herinn en ef hann ræki stöðvarnar sjálfur, en kvaðst hins vegar sannfærður um að svo væri. Bandaríkjamenn hefðu lýst yfir ánægju sinni með samstarf- ið og sér væri til efs að þeir hefðu ljáð máls á því að íslendingar kæmu að rekstri björgunarsveitarinnar ef reynslan af samskiptum við Ratsjár- stofnun hefði verið slæm. Langtíland Ingi Björn Albertsson, þingmað- ur, hefur verið iðinn við að benda á nauðsyn þess að Landhelgisgæslan fái nýja þyrlu til umráða. Hann sagði að ein setning í bókun vara- varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðherra íslands drægi ekki úr þeirri nauðsyn. „Bókunin fjallar eingöngu um að viðræður hefjist innan tveggja ára, en þessi eina setning hefur gefíð mönnum tilefni til að gera úlfalda úr mý- flugu. Þó svo að viðræðurnar leiddu til samninga um að íslendingar tækju að sér að reka sveitina þá gerist það ekki á einum degi. Það þýðir ekki að fresta þyrlukaupum og skjóta sér á bak við þessa bók- un, enda trúi ég fyrri ummælum forsætisráðherra og dómsmálaráð- herra um að þeir ætli sér að standa við samþykktir Alþingis um þyrlu- kaup.“ Ingi Bjöm sagði að vissulega væri margt gott að segja um þyrlu- björgunarsveitina á Keflavíkurflug- velli, en þyrlur sveitarinnar væru hins vegar ekki svo útbúnar að þær gætu komið í stað fullkominnar björgunarþyrlu. „Frumskilyrði þess að björgunarþyrla standist þær kröfur sem gera verður hér á landi er að hún sé búin fullkomnum afís- ingarbúnaði," sagði hann. „Sik- orsky-þyrlur hersins eru með svo takmarkaðan afísingarbúnað að hann dugir ekki nema við sérstök skilyrði og slíkt er ekki hægt að sætta sig við.“ Ljóst er að töluverður tími líður þar til hugmyndir um yfírtöku ís- lendinga á þyrlubjörgunarsveitinni verða að veruleika, ef nokkum tím- ann. Viðræður um að íslendingar „axli aukna ábyrgð á sviði þyrlu- björgunarstarfa" heflast innan tveggja ára. Náist samkomulag líður þó enn langur tími, því þá bíður þjálf- un allra starfsmanna. Á þessum undirbúningstíma er ekki hægt að láta þyrlukaup Iönd og leið og hlýtur að teljast skynsamlegt að leigja þyrlu eða kaupa notaða til afnota fyrir Landhelgisgæsluna þessi ár. Þyrlu- mál væri svo hægt að endurskoða eftir því hvernig viðræðum miðaði. Fatastíll og saumanámskeið " Upplýsingar hjá Önnu Gunnarsdóttur ísíma 682270 og Nönnu Lovísu ísíma 30021. . V. Utsala Útsala Glugginn, Laugavegi 40 Stundið líkamsrækt í eiéin kveríi! Að eiga kost á því að stunda leikfimi eða líkamsrækt í eigin hverfi er eitthvað sem ekki öllum býðst. Bæði getur það sparað tíma og gert konum kleift að stunda líkamseækt á öðrum tímum en annars henta. Ef þú býrð í Breiðholti þá skaltu nýta þér þjónustu JSB í Hraunbergi. ^Aðhaldsflokkar. Fyrir þær sem þurfa, vilja og ætla í megrun núna... Vigtun-mæling-mataræði. Fundir með Báru. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir i alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.