Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 Ellefu menn í framboði í forsetakosningunum í Finnlandi 16. janúar Mikið fylgi við Elisabeth Rehn vekur mesta athygli Frambjóðendur á fundi RAIMO Ilaskivi, frambjóðandi Hægriflokksins; Paavo Vayrynen, frambjóðandi Miðflokksins; Elisa- beth Rehn, frambjóðandi Sænska þjóðarflokksins; Keijo Korhonen, frambjóðandi Sjálfstæðisfylking- arinnar; Claes Andersson, frambjóðandi Vinstra bandalagsins, og Martti Ahtisaari, frambjóðandi jafnaðarmanna. ELISABETH Rehn, varnar- málaráðherra Finnlands, verður líklega fyrst finnskra kvenna til að ná verulegu fylgi í forsetakosningum. Skoðana- könnun, sem birtist í stærsta blaði Finna, Helsingin Sano- mat, á fimmtudag sýnir, að Rehn er orðin jafn vinsæl og frambjóðendur Miðflokksins og Hægriflokksins, þeir Pa- avo Vayrynen og Raimo II- askivi. Aðeins Martti Ahtisa- ari, forsetaefni jafnaðar- manna, hefur verulega meira fylgi. Hingað til -hefur þótt sjálfsagt, að annar þeirra II- askivis eða Vayrynens yrði á móti Ahtisaari í síðari umferð kosninganna en vaxandi fylgi við Rehn, sem er forsetaefni Sænska þjóðarflokksins, get- ur valdið því, að kona verði í fyrsta skipti raunverulegur kostur í finnskum forseta- kosningum. Fylgi við Ahtisa- ari mælist nú um 24% en við Vayrynen, Ilaskivi og Rehn á milli 15 og 20%. í forsetakosningunum 16. jan- úar munu því fjórir frambjóðend- ur takast á en ekki aðeins fram- bjóðendur þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna. Af öðrum frambjóðendum, sem minna máli skipta, má nefna rokksöngvara; fyrrum rannsóknarlögreglu- mann; geðlækni og mann, sem kallaður er „síðasti kommúnist- inn“ í Finnlandi. Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti lætur af störfum eftir tólf ár á forsetastóli þann 1. mars næstkomandi. Eftirmaður hans verður fyrsti forsetinn kosinn beinni kosningu. Hingað til hafa sérstakir þjóðkjörnir kjörmenn ráðið úrslitum. Stafar þetta af því að Finnar þóttu ekki nógu þroskaðir til að kjósa sér þjóð- höfðingja beint þegar lýðveldið var lögfest með stjómarskránni árið 1919. Þessu var ekki breytt næstu 70 árin. Dregið úr miklum völdum forseta í forsetatíð Koivistos hefur orðið þróun í þingræðisátt þar sem völd forseta hafa verið skert í nokkrum málaflokkum. Þannig mun ríkisstjórn Eskos Ahos, for- sætisráðherra, ekki segja af sér þegar nýr forseti tekur við eins og hingað til hefur tíðkast. Til þessa hefur nýr forseti getað skipt um forsætisráðherra að vild. Forsetakosningarnar eru samt örlagaríkari atburður en halda mætti af þeim dræmu undirtekt- um sem kosningabaráttan hefur hlotið af hálfu almennings. Þar sem kjörtímabil Finnlandsforseta er sex ár verður næsti forseti við völd fram á næstu öld. Finn- landsforseti ber ábyrgð á utan- ríkisstefnu Finna. Með hliðsjón af öllum þeim breytingum sem orðið hafa í nágranna- löndum Finn- lands og hugs- anlegri aðild Finna að Evr- ópubandalaginu, EB, verður hinn nýi forseti að kljást við vandasöm verkefni. Afstaða frambjóðenda til EB hefur verið í brennidepli síðan kosningabaráttan hófst. Forset- inn hefur afar lítil afskipti af efnahagsmálum og öðrum innan- ríkismálum en þar sem kreppu- ástand ríkir og fimmti hver Finni er án atvinnu hafa sumir fram- bjóðenda einnig reynt að höfða til almennings með loforðum um batnandi atvinnuástand. Slík ummæli verður hins vegar að telja afar hæpin þar sem forset- inn getur varla haft nokkur af- skipti af efnahags- og félagsmál- um. Kjósendur áhugalausir í augum margra landsmanna snúast kosningarnar ekki um að finna hæfasta manninn í emb- ætti forseta, fremur sé verið að útiloka þá verstu. Enginn þeirra sem hafa gefið kost á sér í emb- ættið hefur orð á sér fyrir að vera raunveru- legt leiðtoga- efni. Engum frambjóðanda hefur af þeim sökum tekist að ná umtals- verðum stuðningi meðal stuðn- ingsmanna annarra stjórnmála- flokka. Áhugi finnskra kjósenda virð- ist vera með minna móti og eru miklar getgátur uppi um það hvort kjörsóknin, einkum í síðari umferð kosninganna, verði nógu mikil. Þá verður að kjósa milli þeirra tveggja sem hlotið hafa flest atkvæði í fyrri umferðinni. Skoðanakannanir sýna, að aðeins 5% Finna treysta stjórn- málamönnum yfirleitt. Hefur þetta haft sín áhrif á frambjóð- endur og kosningabaráttuna. Reyna þeir allir að leggja áherslu á, að þeir hafi verið tiltölulega „ópólitískir“ en af fjórum helstu frambjóðendunum eru þó tveir virkir í stjórnmálum. Elisabeth Rehn er þingmaður og varnar- málaráðherra en hefur aðallega íjallað um jafnréttismál og Evr- ópubandalagsmál í kosningabar- áttunni. Paavo Váyrynen situr einnig á þingi en sagði af sér sem utanríkisráðherra í fyrravor til að einbeita sér að kosninga- baráttunni. Raimo Ilaskivi sat á þingi fyrir Hægriflokkinn en var ' síðan um margra ára skeið borg- arstjóri Helsinki eða þar til hann settist í helgan stein fyrir nokkr- um árum. Martti Ahtisaari er jafnaðarmaður en lenti í útistöð- um við verkalýðsarm flokksins strax í byijun kosningabarátt- unnar Harðvítug kosningabarátta Baráttan milli þeirra Ahtisaar- is, Váyi-ynens og Ilaskivi hefur verið óvenju harðvítug þar sem ásakanir um spillingu og van- rækslu í starfi hafa gengið á milli. Allir þrír eru fylgjandi EB-aðiId Finna með einhveijum fyrirvörum. Ahtisaari virðist mesti EB-sinninn en Váyrynen hefur sett fram fyrirvara sem rekja má til bændaarms Mið- flokksins. Flokkur Ilaskivis, Hægriflokkurinn, er hlynntastur EB-aðild. Ilaskivi sjálfur vill hins vegar skoða skilyrðin gaumgæfí- lega áður en tekin verður afstaða til aðildar. Líklegt þykir, að Ahtisaari komist í síðari umferð kosning- anna en Váyrynen, Ilaskivi og Rehn virðast mjög jöfn. Síðustu skoðanakannanir, sem byggja að hluta á viðtölum við kjósendur, sem greitt hafa atkvæði utan kjörstaða, sýna, að um fjórðung- ur styður Áhtisaari en 15-20% hin þijú. Er árangur Rehns hvað merkilegastur en stuðningur við hana er mun meiri en við Sænska þjóðarflokkinn í þingkosningum. Minna má þó á, að hún var efst í skoðanakönnunum áður en kosningabaráttan hófst fyrir al- vöru. Pólitískar breytingar í kjölfar sigurs þjóðernissinna í Rússlandi juku fylgi við Váyrynen sem starfaði lengi sem utanríkisráð- herra þegar Sovétríkin voru og hétu. Hins vegar telja margir Finnar að eina leiðin til að tryggja sjálfstæði Finnlands sé að nálgast Vestur-Evrópu, þ.e. með aðild að EB og ef til vill Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þá væru Ahtisaari eða Ilaskivi líklega betri kostur en Váyrynen. Miðflokkurinn klofinn Ur Miðflokknum eru tvö klofn- ingsframboð. Keijo Korhonen, fyrrum utanríkisráðherra 'og trúnaðarmaður Urhos Kekkon- ens, fýn-verandi forseta, reynir að ná kjöri með því að beijast á móti EB-aðild Finna. Hann er einkum talinn ógna Váyrynen þar sem miðflokksmenn eru oft bændur og heldur neikvæðir gagnvart EB. Eeva Kuuskoski, fyrrum félagsmálaráðherra, er einnig úr röðum Miðflokksins en hún leggur mesta áherslu á fé- lags- og kvennamál. í C-riðli forsetakosninganna eru svo fimm frambjóðendur en þátttaka þeirra ber heldur keim af óánægju með ríkjandi ástand en af raunverulegum vilja til að ná kjöri. Claes Andersson er for- maður Vinstra bandalagsins en einnig geðlæknir og skáld. Flokkur hans hefur næstum því horfið eftir hrun kommúnismans. Helmingur flokksmanna vildi frekar styðja Ahtisaari, forseta- efni jafnaðarmanna. Sulo Ait- toniemi er þingmaður Lands- byggðarflokksins og fyrrum rannsóknarlögreglumaður. Af helstu baráttumálum Aittoniem- is má nefna andstöðu við EB og landvist fyrir flóttafólk. Pekka Tiainen er talsmaður síðasta flokksbrots í Finnlandi sem kennir sig enn við kommúnisma en helsta baráttumál hans er að Finnar gerist ekki aðilar að EB. Pertti Virtanen er þekktastur sem rokksöngvari, en þá notar hann niðurnefnið „Veltto“ (Slappi) Virtanen. Hann starfar einnig sem sálfræðingur og seg- ist þekkja þjóðarsál Finna mun betur en hin forsetaefnin. Kristi- legi flokkurinn hefur formann sinn, Toimi Kankaanniemi þró- unaraðstoðarráðherra, í fram- boði en frammistaða hans í kosn- ingabaráttunni hefur verið léleg. BAKSVID Lars Lundsten skrifar frá Helsinki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.