Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 52
H FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 flfargiiiiÞlafrft KJÖRBOK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGVNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Haukur Snorrason Ævintýranótt íÞórsmörk JÓLIN og áramótin eru liðin og grámi hversdagsleikans tekinn við. Um áramót og á þrettándanum er sá siður í heiðri hafður að kveikja bálkesti og víst er að þeir sem staddir voru á Básum í Þórsmörk um áramótin gleyma seint þeirri ævintýranótt þegar norðurljós og mána- skin mögnuðu upp stemmninguna við brennuna. Kennir Irönum að smíða stálskip „ÍRANIR hafa áhuga á að hefja smíði á fiskveiðiskipum úr stáli og ég legg þeim til þekkingu á slíkri smíði. Það verður byrjað á 26 metra bátum og ég efast ekki um að þetta verkefni á eftir að færa íslendingum ýmis frekari verkefni og viðskipti," segir Jón Sveinsson, tæknifræðingur. Hann hefur verið ráðinn til að stjórna uppbyggingu skipasmíðastöðvar í Chah Bahar í suðurhluta íran. íranir hafa stofnað fyrirtæki um skipasmíðarnar og hefur það fengið úthlutað átta hektara landi. Opinber stuðningur felst í vilyrði fyrir 2 millj- ónum Bandaríkjadala og skattleysi fyrirtækisins og starfsmanna þess næstu 15 árin. Jón segir að leitað hafi verið til hans þar sem hann var í ágætu sambandi við Irani frá því að hann rak skipasmíðastöðina Stál- vík._ „í íran stunda 70 þúsund manns fiskveiðar, en skipakosturinn er rýr,“ segir Jón. „Flestir sækja sjó á 6 metra löngum bátum með utanborðs- mótor, en stærsti báturinn sem nú er í smíðum er 30 metra langur tré- bátur. Smíði nýtísku stálbáta þekkist hins vegar ekki og þar á ég að bæta úr. -»■■■♦ » Sjávarútvegsráðherra reynir að koma viðræðum í sjómannadeilunni í gang „Það þjónar ekkí tilgangi að banna verkfall með lögum“ ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra boðaði fulltrúa samtaka sjómanna og útvegsmanna á sinn fund, hvora í sínu lagi, eftir hádegi í gær, laugardag, til að kanna hvort hægt sé að koma viðræðum deiluaðila af stað á ný. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið greinilegt að kjaradeilan hefði farið í algjöran hnút og sagði að staðan hefði versnað. Þorsteinn kom til landsins á föstudagskvöld og ráðgaðist við ríkissáttasemjara um vandann í gærmorgun. Að því búnu kallaði hann fulltrúa sjómanna á sinn fund eftir hádegi í gær og fulltrúa vinnuveitenda þar á eftir. Lífrænn landbúnað- ur vænlegur MARKAÐSRÁÐGJAFINN Carl Haest ráðleggur íslendingum að taka upp aðferðir lífræns landbún- aðar. Hann telur íslenskar afurðir tæplega samkeppnisfærar á er- lendum mörkuðum á forsendum verðs, en gætu átt góða möguleika á að ná útbreiðslu vegna gæða og þeirrar sérstöðu að vera lífrænar. Carl Haest dvaldi hér í liðinni viku og mun hann í þessum mánuði kynna stjórnendum og innkaupastjórum DELHAIZE verslanakeðjunnar í Belgiu íslenskar landbúnaðarafurðir. Þessi vérslanakeðja rekur 200 stór- verslanir í Belgíu og 1.200 í Banda- ríkjunum. Sjá bls. 22: „Lífræn framtíð ..." Viðræðutilboð stendur Aðspurður hvort einhver breyt- ing hefði orðið á tilboði ríkisvalds- ins um hugsanlega lagasetningu til að koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum eða hvort hann teldi kominn tíma til að setja lög á verkfallið svaraði sjávarút- vegsráðherra: „Það hefur alltaf legið fyrir af minni hálfu frá því síðastliðið vor, að ég væri tilbúinn til þess að ræþa við samningsaðila um að finna með einhveijum hætti lausn á þessum vanda, sem er óeðlileg þátttaka sjómanna í kvóta- kaupum. Það viðræðutilboð hefur staðið af minni hálfu æ síðan. Það hefur verið afstaða ríkisstjórnar- innar og verður engin breyting á því,“ sagði hann. „Eg hef á hinn bóginn sagt, að ég teldi engin rök fyrir því að setja lög á sjómenn, en ef hægt er að hjálpa deiluaðilum við að finna lausn á þessu með einhverskonar lagalegri skiptingu þá hef ég alltaf verið tilbúinn til þeirrar umræðu, en ég hef ekki séð að það þjónaði tilgangi að banna verkfall sjómanna með lög- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson. 25 hafa náð 100 ára aldri TUTTUGU og fimm landsmenn eru nú 100 ára og eldri, samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Elsti Islendingurinn er Valgerður Friðriksdóttir á Akureyri, hún er 104 ára, fædd 3. maí 1989. Síðust til að ná þessum merka áfanga var Vaifríð- ur Guðmundsdóttir frá Heimaskaga á Akranesi, sem varð tíræð í gær, laugardag. Oft áður hefur tala 100 ára íbúa landsins verið hærri en nú, hún hef- ur farið yfír 30. Búist er við að þeg- ar nálgast aldamót fjölgi í 100 ára hópnum, að sögn Guðna Baldursson- ar hjá Hagstofunni. 20 núlifandi ís- lendingar eru fæddir árið 1894 og gætu því náð 100 ára aldri á þessu ári. Ratsjárstofnun fyrir- mynd að þyrlurekstri EF TIL þess kemur að íslendingar taki við rekstri þyrlubjörgunar- sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli þykir æskilegt að líta til reksturs Ratsjárstofnunar. Stofnunin sér um rekstur ratsjárstöðva bandaríska hersins og segir framkvæmdastjóri hennar, Jón Böðvarsson, að sér væri til efs að Bandaríkjamenn hefðu nefnt möguleika á að íslending- ar öxluðu aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunarstarfa ef reynslan af samstarfinu við Ratsjárstofnun hefði ekki verið góð. Niðurstöður viðræðna Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra og Williams J. Perry, vara- varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í byrjun vikunnar voru m.a. þær, að þyrlubjörgunarsveitin yrði hér áfram. í bókun ráðherranna er sá möguleiki nefndur, að íslending- ar taki aukinn þátt í rekstri sveitar- innar. Sá möguleiki var ræddur við Bandaríkjamenn þegar í árslok 1991, en þá fengust þau svör að annmarkar væru á því og var við- ræðum hætt. Nú er hins vegar litið svo á, að yfirlýsing ráðherranna hafi jjþlitískt vægi, sem skorti þeg- ar íslenskir embættismenn ræddu við bandaríska sendiherrann á sín- um tíma. Viðmælendur Morgunblaðsins, sem hafa látið þyrlumál til sín taka, segja að enn sé ekkert fastmótað í þessu efni. Hugsanlega yrði rekst- urinn innan vébanda Landhelgis- gæslunnar, en flestir lítatil Ratsjár- stofnunar sem fyrirmyndar, taki íslendingar við rekstrinum á fjórum Sikorsky HH-60 G þyrlum varnar- liðsins. Sjá bls. 10-11: „Það tekst..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.