Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 12

Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 Sögur frá undarlegnm heimi _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag’ Reykjavíkur - Borgarleikhús EVA LUNA Höfundar: Kjartan Ragnars- son og Óskar Jónsson Byggt á samnefndri skáldsögu Isabel Allende Tónlist og söngtextar: Egill Ólafsson Dansar og hreyfing: Micaela von Gegerfelt Búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir Leikmynd: Óskar Jónsson Lýsing: Lárus Björnsson Útsetningar: Rikharður Örn Pálsson Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving Leikstjóri: Kjartan Ragnars- son Einkennileg uppvaxtarár Evu Lunu, sem Isabel Allende skapaði svo eftirminnilega í samnefndri bók, er efniviðurinn í þessari viðamiklu uppfærsliT Leikfélags Reykjavíkur — og er stiklað á markverðustu atburðunum í bók- inni. Leikurinn hefst á því að Eva Luna situr við gröf móður sinnar og talar við hana, eins og henni er mjög tamt, því í hennar huga er dauðinn ekki til. Það er hátíð í bæ og í kirkjugarðinum birtist sjónvarpsstjórinn Aravena og kynnir söngkonuna og sjónvarps- stjörnuna Mimi, sem hann kallar hina latnesku Marilyn Monroe og hún syngur fyrir hershöfðingjann Rodriguez. Síðan hvetur hún Evu Lunu til að segja honum sögu - því Eva Luna er sagnakona. Mimi reynir einnig að vekja áhuga Aravenas á Evu Lunu og vill fá hann til að gefa henni tækifæri; leyfa henni að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum. Aravena er ekki alveg viss um að sögur Evu Lunu séu til þess fallnar - en hershöfðinginn heillast af henni og byrjar að stíga í vænginn við hana. Eva Luna býr hjá Mimi og er undir hennar verndarvæng og þangað fylgir hershöfðinginn þeim og hættir ekki fyrr en hann fær hina þvermóðskufullu Evu Lunu til að samþykkja að fara með sér út að borða. Mimi, sem er kynskiptingur, hvetur Evu Lunu tii að skrifa sjónvarpsefni um eigið líf og Eva byrjar þar- með að segja sögu sína - allt frá því hún var sjö ára og móðir hennar dó. Þá var Eva Luna skil- in eftir hjá guðmóður sinni - sem sendi hana í vinnu hjá efnuðu fólki og hún gat hallað sér upp að brjósti vinnukonunnar Elvíru - á meðan guðmóðirin hirti laun- in hennar. I því húsi dvaldi Eva Luna til þrettán ára aldurs. Þá hafði hún fengið nóg og stakk af út á götu; götu sem hún var þegar farin að þekkja. Þar var hún undir vemdarvæng Hubert- os, sem kom henni í hús hjá Maddömunni, sem rak hórukassa með mellum og kynskiptingum. Þarmeð er Eva Luna komin í innstu kviku heims átaka og spill- ingar, þótt Huberto sjái til þess að Eva Luna verði ekki gerð að gleðikonu; fyrir honum er hún lítil systir og hann krefst þess að hún klæði sig sem slík. En Adam er ekki lengi í paradís, eða Eva í hórukassanum, því eftir átök við yfirvöld, leysist hann upp í slagsmálum og Eva Luna er aftur stödd á götunni. Hún verð- ur á vegi Tyrkja nokkurs, Ríads, sem fer með hana burt úr borg- inni og gerir hana að dóttur sinni og Zulemu konu sinnar. Tyrkinn er ákaflega góður og réttsýnn maður og á þeim árum sem Eva Luna dvelst á heimili hans, lærir hún að lesa og skrifa. Tengslin við Huberto rofna, en Evu Lunu hefur aldrei liðið betur. Það kem- ur þó að því að hún verði að yflr- gefa litla þorpið - eftir að voveif- legir atburðir eiga sér stað og hún heldur aftur til borgarinnar, þar sem hún hittir Mimi aftur. Hún hittir einnig aftur þýskan ljósmyndara, Rolf, sem hafði ver- ið að snattast á hennar vígstöðv- um þegar hún var krakki og kemst að því í gegnum hann að Huberto er orðinn skæruliðafor- ingi í frumskógunum og þau tvö eiga eftir að hittast aftur. Sögum hennar er lokið, en við tekur næsta tímabil í lífi Evu Lunu - allt þar til hún þarf að flýja land, ásamt Rolf. Hinn kost- urinn í stöðunni er að verða ást- kona Rodriguez. Það éru mörg skemmtileg at- riði í sýningunni og hún er mikið „show,“ en ég verð að viðurkenna leikgerð þessarar skrautlegu sögu hreif mig ekki - þótt vissu- lega hafi mér ekki leiðst. Þótt persónurnar séu skrautlegar, tapast eitthvað þegar tungumál- inu sleppir. Styrkur Isabel All- ende liggur helst í því hvernig hún leikur sér með tungumálið í persónulýsingum og sérkenni- legri sýn á það samfélag sem hún segir frá. Þegar þessar persónur birtast svo á sviðinu, með hvers- dagslegan texta, eru þær nánast undantekningalaust einhliða og íyrirsjáanlegar, án þess að vera á nokkurn hátt fulltrúar fyrir sjónarmið eða þau átök sem eiga sér stað í landinu. Þær eru svipir sem líða fram hjá lífsáhorfandan- um, Evu Lunu; annaðhvort góðar eða illar. Vissulega elst hún upp við að horfa á eilíf átök góðs og ills, en þau átök lifna ekki í leik- gerðinni - ekki einu sinni sem undirtónn. Maður hefur það hvergi á tilfinningunni að Eva Luna sé í neinni hættu, eða ver- öld hennar sé ógnað á einhvern hátt, því áherslan er á léttleikann og hið góða - hið illa birtist helst í gervi Rodriguez og lögreglunn- ar, en það hyski virðist ekkert ógnandi; þeir eru bara leiðinda kúkalabbar sem trufla þennan skemmtilega götuheim af og til. Mér finnst höfundar leikgerðar- innar líka of trúir sögunni og taka sér heldur lítið skáldaleyfi. Afleiðingin verður sú að „dram- að“ rís ekki verulega og sýningin flýtur áfram fremur lygn og mun meira fyrir augað en eyrað, án þess að bilið þar á milli sé brúað. Með hlutverk Evu Lunu fer Sólveig Amarsdóttir og kemst mjög vel frá því. Þetta er mjög vandasamt hlutverk, því Eva Luna er í rauninni áhorfandi að því sem er að gerast, sem og sögumaður, og þótt sögur hennar lifni á sviðinu, hefur hún alltaf vissa fjarlægð við atburðarásina. Hún er á löngum köflum „passív“, aðalpersóna, sem þó þarf að halda athyglinni. Það tekst Sólveigu og sýnir einnig á dramatískum augnablikum hvers hún er megnug sem leikkona. Hún hefur sterka nærveru á sviði, góða rödd og skýra framsögn, en á stöku stað er brotalöm í raddbeitingu; eins og Sólveig stilli röddina of hátt og nái því ekki sannfærandi blæbrigðum í frásögn Evu Lunu. Þrátt fyrir það er þetta glæsileg frammi- staða og óhætt að óska Sólveigu til hamingju með hana. Edda Heiðrún Backman leikur kynskiptinginn Mimi/Melechio og gerir það afbragðsvel. Söng- rödd hennar nýtur sín mjög svo í hlutverkinu og hún kemur ein- staklega skemmtilega til skila innra lífi þessarar persónu sem hefur alltaf lifað tvöföldu lífi og er eilíflega klofín; kona í karl- mannslíkama, háskólaprófessor sem stundar klæðskiptinga í leynum, kona sem kynnst hefur ofbeldi valdsins í svörtustu mynd og þekkir það niður í skósóla - sér í gegnum það og veit hvaða leik hún á að leika. Pétur Einarsson leikur Rodrig- uez og er mun líkari vonsviknu góðmenni en valdamanni úr ógn- arveröld. Pétur nær hvorki að sýna slægð hans né hrottaskap og því miður kemur ekki fram hvað þvermóðska og kjaftháttur Evu Lunu ögrar honum og ríg- heldur áhuga hans á henni. Hann verður bara dasaður á að bíða eftir henni og telur tímann til að áhorfandinn viti hversu lengi hann hefur gengið á eftir henni; áhugi hans kemur bara fram í því sem hann segir. Steindór Hjörleifsson er frem- ur sviplaus sem Aravena og sleikjuskapur hans við valdið kemur hvergi fram. Aravena, sem er einhvers konar brú á milli Evu Lunu úr götuheimi og Rod- riguezar úr valdaheimi, virkar ekki sem slíkur og þaðan af síður sem hliðstæða Mimiar í því að vita alltaf hvemig á að sneiða hjá hættunum og halda sig réttu megin valdsins. Þór Tulinius skilar texta ljós- myndarans Rolfs ágætlega, en það skortir óþreyjuna og spenn- una sem rekur Rolf stöðugt áfram úr einni hættunni í aðra. Það sama má segja um Ellert A. Ingimundarson I hlutverk Hubertos götustráks og skæru- liðaforingja. Enda er aldrei eins og þeir séu í neinni hættu, þótt það sé sagt. Margrét Ólafsdóttir á hins vegar skemmtilegan leik sem þjónustustúlkan Elvíra og Karl Guðmundsson er árans góður í hlutverki Maddömunnar sem rek- ur hórukassann. í öðrum hlutverkum eru Ása Hlín Svavarsdóttir, sem leikur Consuelo, hina látnu móður Evu Lunu, Soffía Jakobsdóttir, sem leikur guðmóðurina, Valgerður Dan, sem leikur húsfreyjuna í því húsi sem Eva Luna er látin vinna frá sjö ára aldri, Sigurður Karls- son, sem leikur bróðurinn í hús- inu, Þröstur Leó Gunnarsson, sem fer með hlutverk Krabba, götuvinar Hubertos, Egill Ólafs- son, sem leikurbæði „Velgjörðar- manninn", æðsta vald landsins og Tyrkjann Ríad, Ari Matthías- son, sem leikur hverfisstjóra í götubæ, Steinunn Ólafsdóttir, sem Ieikur Zulemu, konu Ríads, og Magnús Jónsson, sem fer með hlutverk Kamals, frænda hans. Þetta eru allt fremur smá og ein- hliða hlutverk, en eru ágætlega unnin sem slík. Þótt mér finnist einhveijar brotalamir í handritinu er margt mjög skemmtilegt á sviðinu. Leikmyndin er mjög haganlega gerð og það er óvenjulega góður heildarsvipur yfir útliti sýningar- innar í samspili leikmyndar, bún- inga, dansa og lýsingar. Dansat- riðin eru með því besta sem ég hef séð í leiksýningu hér um nokkurt skeið, lýsingu er beitt af mikilli vandvirkni og er mjög afgerandi í að skapa andrúmsloft atriðanna hveiju sinni og búning- arnir fínnst mér nálgast hið skrautlega inntak sögu Isabel Allende meira en nokkuð annað í sýningunni. Tónlistin er áheyri- leg og vel leikin af þeim Árna Scheving, Kjartani Óskars- syni/Óskari Ingólfssyni, Kjartani Valdimarssyni, Pétri Grétarssyni, Richard Korn, Stefáni S. Stefáns- syni og Vilborgu Jónsdóttur. Leikstjórnin er ágæt og geng- ur alveg upp á forsendum verks- ins sem er síbreytilegt og at- burðahlaðið „show“. Útkoman er því fín skemmtun, þótt hún skilji ekkert sérlega mikið eftir sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.