Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 24

Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna þessa dagana spennu- og ævintýramyndina „Demolition Man“ með Sylvester Stallone og Wesley Snipes í aðalhlutverkum. Myndin íjallar um æðisgenginn eltingarleik og illskeytt átök tveggja manna árið 2032 í þjóðfélagi þar sem allt getur gerst. Kaldir kallar í kúlnahríð í FRAMTÍÐINNI eru engar byssur, engir bófar, eng- in eiturlyf og engir glæpir. Ljótt orðbragð er hins vegar refsivert athæfi, og hverskonar líkamlegt sam- neyti einstaklinga er með öllu bannað. Þetta er sögu- sviðið í San Angeles árið 2032 þar sem ekki hefur verið framið morð í 22 ár og allt sem er óhollt, hvort sem það er súkkulaði, kaffi, eða kjöt og kryddaður matur, er bannað. Skotvopn og önnur drápstól frá seinni hluta 20. aldarinnar eru höfð til sýnis í iðrum safns þar sem gestir geta virt fyrir sér ýmsar minjar um ofbeldið sem ríkti í Los Angeles árið 1996. Inn í þessa gerilsneyddu veröld ryðst skyndilega ofbeldis- fullt hrottamenni frá 20. öldinni, Simon Phoenix (Wesley Snipes), sem geymdur hefur verið í frysti í 36 ár, en honum hefur tekist að flýja úr prísund- inni. Þar sem lögregla framtíðarborgarinnar er eng- an veginn í stakk búin til að fást við ofbeldisfullt fól af þessu tagi dugir auðvitað ekki annað en að þíða upp samtímamann hans og erkióvin, lögguna John Spartan (Sylvester Stallone), og sleppa honum lausum á illvirkjann. John Spartan var settur í frystigeymsluna árið 1996 til endurhæfingar eins og Phoenix eftir að hafa ver- ið ásakaður um dráp 30 óbreyttra borgara sem Pho- enix hélt í gíslingu þegar Spartan gerði úrslitatilraun til að ráða niðurlögum hans. Það er lögregluforinginn Lenina Huxley (Sandra Bullock) sem fær þá hug- mynd að hleypa Spartan út úr frystigeymslunni og fá hann til liðs við lögregluna, en hún er ákafur áhugamað- ur um menningu 20. aldar- innar og þá sérstaklega of- beldisfullar hasarmyndir. Hún heldur að eina ráðið til að stöðva glæpamann af gamla skólanum sé feinmitt harðsnúin lögga af gamla skólanum. Hún leysir því Spartan úr prísundinni til þess að hann geti enn á ný fengið að eltast við erkióvin sinn. En í þetta sinn er Spart- an í heimi sem hann þekkir ekki, og þar er hann sjálfur álitinn ótaminn villimaður sem blótar, dælir blýinu í all- ar áttir og jafnvel brýtur bannið um líkamlega snert- ingu. Gjörsamlega ókunnug- ur samtíma sínum verður Spartan því að taka á öllu sínu í eltingarleiknum við Phoenix, en í ljós kemur að endurhæfing þeirra hefur verið með ólíkum hætti og illmennið er nú orðið ennþá hættulegra en það var á öld- inni sem ól hann. Þegar Spartan fer svo æðandi um í tilraun sinni til að ráða nið- urlögum fólsins fyrir fullt og allt kemst hann að því hvað býr að baki hinum stórbrotnu hæfileikum óvinar síns og jafnframt hvaða leyndarmál hin siðprúða San Angeles hefur að geyma undir skín- andi yfirborði sínu. Spartan veit að hann hefur fengið nýtt tækifæri til að mæta andstæðingi sínum og það er alveg Ijóst að framtíðin getur með engu móti rúmað þá báða. Sérfræðingxir í gerð hasarmynda „Demolition Man“ hefur hvarvetna notið metaðsóknar þar sem hún hefur verið sýnd frá því hún var frumsýnd í haust, en fyrstu sýningar- helgina í Bandaríkjunum sló myndin haustmet með því að skila 14 milljón dollara tekj- um í aðgangseyri. Framleið- andi myndarinnar er Joel Sil- ver sem hefur notið hvað mestrar velgengni af kvik- myndaframleiðendum sam- tímans, en myndimar sem hann hefur framleitt háfa samtals halað inn um tvo milljarða dollara, eða sem samsvarar tæplega 150 millj- örðum íslenskra króna. Sér- svið Silvers er gerð hasar- mynda og var „Lethal Weap- on 3“ sem hann gerði árið 1992 níunda myndin hans sem skilaði meiru en 100 milljónum dollara í kassann, en hinar eru „Lethal Weap- on“, „Lethal Weapon 2“, „Die Hard“, „Die Hard 2“, „Predator", „Commando", Tekinn föstum tökum SPARTAN kominn með gott tak á Phoenix en hann vill gjaman renna honum úr greipum. „48 hrs“ og „The Last Boy Scout“. Árið 1990 var Silver heiðraður af samtökum kvik- myndahúsaeigenda í Banda- ríkjunum sem útnefndu hann framleiðanda ársins, og þá hlaut hann einnig viðurkenn- ingu fyrir að veita leikurum í minnihlutahópum hlutverk af ýmsu tagi. Silver fer ekki í launkofa með að fólk kemur að sjá kvikmyndir hans í þeim tilgangi að upplifa spennu, áhrifamiklar tæknibrellur, hæfilegan skammt af kímni og yfirleitt hina bestu skemmtan. Vissulega er „De- molition Man“ engin undan- tekning hvað þetta varðar, en myndin hefur upp á að bjóða mestu glæfraatriði síð- an „Lethal Weapon" mynd- imar vom gerðar, og í henni springa heilu byggingamar, bein brotna og hausar rúlla þegar erkióvinimir Spartan og Phóenix beijast til þraut- ar. Silver hefur í gegnum tíð- ina fengið til liðs við sig ýmsa þekkta leikstjóra en til að leikstýra „Demolition Vanur maður og annar að venjast ÞEIR félagar Sylvester Stallone og Wesley Snipes sem leika aðalhlutverkin í „Demolition Man“ voru ekki valdir í þau hlutverk fyrir neina tilviljun. Joel Silver framleiðandi myndarinnar hefur sagt að aldr- ei hafi aðrir leikarar komið til greina í hlutverkin; Stallone vegna þess að hann sé hin eina sanna hasar- myndahetja samtímans og Snipes vegna þess að hann hafi þegar túlkað skúrk á óaðfinnanlegan hátt í „New Jack City“. Þá hafi það ekki spillt fyrir að kapparnir hafi verið óðir og uppvægir að fá að leiða saman hesta sína í kvikmynd. Sylvester Stallone tryggir í „Demolition Man“ svo um munar stöðu sína sem hörkutól og kemur það í kjölfar velgengni hans í „Cliffhanger" sem í fyrra skaut honum eftirminnilega á nýjan leik upp á toppinn á þessu sviði. Þetta kemur í kjölfar miður vel hepp- naðra tilrauna hans til að afla sér vinsælda sem gam- anleikari, en ferill hans var kominn í verulega hættu eftir nokkur hrapalleg mi- stök á því sviði. Ferill Stallo- nes á hvíta tjaldinu spannar tuttugu ár á. þessu ári, en hann fékk fyrsta hlutverk sitt í myndinni „The Lords of Flatbush" árið 1974. Sú persóna hvíta tjaldsins sem skaut vöðvabúntinu tryggiiega upp á stjörnu- himininn var svo hnefa- leikakappinn Rocky Balboa, en handritið að „Rocky“ skrifaði kappinn sjálfur. Fjölmargir framleiðendur voru tilbúnir að kaupa handritið með það í huga að fá einhveija þekkta stjörnu til að leika aðalhlut- verkið, en Stallone var hins vegar harður á því að leika það sjálfur. Myndin sló eftirminnilega í gegn og í framhaldi af því gerði Stall- one þijár myndir til viðbótar um Rocky þar sem hann skrifaði handritið, leikstýrði og lék aðalhlutverkið og í fimmtu myndinni skrifaði hann handritið og lék aðal- hlutverkið. í kjölfarið fylgdu ýmsar myndir sem hann var höfundur að auk þess að leika aðalhlutverkið, og má þar til dæmís nefna mynd- irnar um hetjuna Rambo. Tryggur í sessi Wesley Snipes er skemmst að minnast úr myndinni „Rising Sun“ þar sem hann var í aðalhlut- verki ásamt Sean Connery, en hann tryggði sér stöðu meðal stjarnanna í Holly- wood þegar hann lék í „New Jack City“ og „Jungle Fe- ver“. í „The Waterdance" og „White Men Can’t Jump“ sýndi hann enn á sér nýjar hliðar, og í spennumyndinni „Passenger 57“ þar sem hann lék aðalhlutverkið sýndi hann í fyrsta sinn Tilþrif ÞEIR Spartan og Phoenix sýna margvísleg tilþrif í ofsafengnum átökum sínum. Man“ fékk hann hinn ítalska Maarco Brambilla sem þama þreytir frumraun sína við að leikstýra kvikmynd í fullri lengd. Brambilla sem er 32 ára gamall er álitinn einn hæfíleikaríkasti leikstjóri auglýsingamynda í N-Amer- íku, en hann stundaði nám í kvikmyndagerð í Toronto í Kanada. Hefur hann unnið til margvíslegra verðlauna á því sviði, en meðal fyrirtækja sem hann hefur unnið fyrir eru Nike, Coca-Cola, IBM, Levi’s og General Motors. Fjöl- hæfur WESLEY Snipes hefur sýnt að hann getur brugðið sér í margvís- leg hlutverk og hefur hann tryggt sig í sessi meðal stjarn- anna í HoIIy- wood. Allt í rúst ÞAÐ gengur mikið á þegar erkióvinirnir kljást og leggja þeir heilu borgarhverfin í rúst í leiðinni. hæfni sína á sviði sjálf- svamaríþrótta. Snipes kom fyrst fram í myndbandi Mic- haels Jacksons „Bad“, sem Martin Scorsese Ieikstýrði, og í kjölfarið fylgdu smá- hlutverk í nokkrum kvik- myndum. Eftir að hafa leik- ið í „Major Leagne" með þeim Charlie Sheen og Tom Berenger bauðst hon- um svo hlutverk í mynd Spikes Lees, „Mo’ Better Blues", og hlaut hann mikið lof fyrir túlkun sína í þeirri mynd á hinum sjálfumglaða tónlist- armanni og kvennabósa. Eftir þá frammistöðu var gata hans nokkuð greið og hefur hann síðan óðfluga tryggt sig í sessi sem ein af helstu stjömum sam- tímans á hvíta tjaldinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.