Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakurh.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuöi
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Á að banna af-
greiðslu fjárlaga
með halla?
Ragnar Arnalds, formaður
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, setti fram athyglisverða
hugmynd í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann sagði: „En
það er löngu tímabært að slá
því föstu, að það sé bannað að
afgreiða fjárlög með halla, sem
er orðinn eitt mesta þjóðfélags-
meinið, og í raun og veru hljótum
við óðfluga að nálgast þann
punkt, að það verður að setja
þar algert stopp.“
Þetta er hugmynd, sem er
löngu tímabært að komi fram
og verði tekin til alvarlegrar
umræðu. Það er alveg ljóst, að
hallarekstur á ríkissjóði er þjóð-
félagsmein, eins og Ragnar Am-
alds segir. Hver ríkisstjómin á
fætur annarri og hver fjármála-
ráðherra á fætur öðrum hafa
lýst því yfír, að nú verði tekið á
þessu vandamáli og stefnt að
hallalausum fjárlögum. Hingað
til hefur fáum ríkisstjómuin tek-
izt að ná því marki.
Núverandi ríkisstjóm hefur
gert ákveðna tilraun til þess að
draga úr hallarekstri ríkissjóðs.
Hún hefur líka náð vissum
árangri. Þeim árangri lýsti Dav-
íð Oddsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, með eftirfarandi
hætti í áramótagrein hér í Morg-
unblaðinu á gamlársdag. Hann
sagði: „Bönd varð að setja á
útgjöld ríkissjóðs en þau hafa
lækkað um 10 milljarða króna
síðan 1991. Jafnfrarót var afar
mikilvægt að draga úr lánsíjár-
eftirspum ríkisins en hún var
um 40 milljarðar króna 1991 eða
mun meiri en allur nýsparnaður
í landinu! Eftirspum eftir láns-
fjármagni fyrir hið opinbera hef-
ur nú minnkað um helming."
Og Davíð Oddsson sagði enn-
fremur: „Ríkisstjórnin hefur
þrátt fyrir framangreinda við-
leitni verið með réttu gagnrýnd
fyrir að hafa ekki dregið enn
meira úr útgjöldum ríkisins. Þar
er vissulega hægara um að tala
en á að taka, ekki sízt á sam-
dráttartímum í þjóðartekjum og
þegar atvinnustig er þess vegna
lakara en þjóðin er vön. Á hinn
bóginn verða menn að líta til
þess, þegar halli á ríkissjóði er
skoðaður, að fjármunir hafa ver-
ið fluttir úr rekstri í varanlegar
arðskapandi aðgerðir. Hallatal-
an ein segir því ekki alla sög-
una.“
Hallarekstur á ríkissjóði er
ekkert annað en ein aðferð þjóð-
arinnar til þess að lifa um efni
fram. Þótt hann megi í stöku
tilvikum réttlæta með efnahags-
legum rökum á það ekki við hér
eins og Sigurður B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfa-
markaðar íslandsbanka hf. vék
að í grein í viðskiptablaði Morg-
unblaðsins sl. fímmtudag er
hann sagði: „Hér er þess ekki
kostur að auka framleiðslu að
neinu marki með því að auka
ríkisútgjöld vegna þess hve fyár-
lagahallinn er þegar mikill og
skuldir ríkissjóðs háar. Slík lausn
er hvort sem er aðeins til
skamms tíma.“
Jafnvel þótt ríkisstjórn ogein-
stakir ráðherrar gangi fram fyr-
ir skjöldu og leggi fyrir þingið
tillögur um spamað, sem dregur
úr hallarekstri, fer ekkert á milli
mála, að þingmenn eru mjög
tregir til að taka þátt í spam-
aðaraðgerðum, sem snerta kjós-
endur þeirra með einhveijum
hætti. Örlög þeirrar tillögur, sem
Þorsteinn Pálsson, dómsmála-
ráðherra, lagði fram um fækkun
sýslumannsembætta er glöggt
dæmi um þetta.
Þess vegna er brýnt að setja
þingmönnunum sjálfum þær
skorður, sem takmarka mögu-
leika þeirra til þess að afgreiða
ijárlög með halla. Lögbundið
bann við því að afgreiða fjárlög
með halla er aðferð, sem vert
er að taka til skoðunar. Áber-
andi er að þeir, sem með völdin
fara hveiju sinni, gera gjaman
lítið úr efnahagslegum áhrifum
hallareksturs á ríkissjóði. Við
íslendingar höfum hins vegar
af því töluverða reynslu hver
þessi áhrif em. Á undanförnum
ámm hefur vaxtastigið í landinu
verið óhæfílega hátt. Ef mark
er takandi á skýringum fjár-
málasérfræðinga á því er ástæð-
an fyrst og fremst sú, að ríkis-
sjóður hefur verið svo umsvifa-
mikill lántakandi að lánsfjárþörf
hans hefur haldið vöxtum svo
háum, sem raun ber vitni.
Vaxtastigið hefur orðið til þess
að draga úr framkvæmdum og
íjárfestingum og öðmm umsvif-
um og þar með atvinnu. Atvinnu-
leysi er nú orðið mikið og vem-
leg hætta á því, að það verði
viðvarandi.
Þótt færa megi einhver rök
að því, að viss hallarekstur á
ríkissjóði sé hættulaus eða
hættulítill fer þó ekkert á milli
mála, að alveg með sama hætti
og einstaklingar verða að reka
heimili sín innan þeirra marka,
sem tekjur þeirra gefa tilefni til,
og atvinnufyrirtæki verða að
skila einhveijum hagnaði, eigi
þau að blómstra og dafna, eiga
sömu lögmál við um hinn sam-
eiginlega sjóð landsmanna allra.
Þar sem reynslan sýnir, að
ríkisstjóm og Alþingi gengur
afar illa að ná þeim tökum á
rekstri ríkissjóðs, að hann verði
rekinn hallalaus er fyllsta
ástæða til að taka hugmyndir
Ragnars Arnalds um bann við
halla á ríkissjóði til alvarlegra
umræðna. Þær koma úr óvæntri
átt, þar sem Sjálfstæðismenn
hafa hingað til lagt meiri áherzlu
á ráðdeild í rekstri hins opinbera
en Alþýðubandalagsmenn en það
breytir hins vegar engu um efni
málsins. Lögbundið bann við
hallarekstri ríkissjóðs er mál-
efni, sem tímabært er að Alþingi
taki til umræðu.
togsíðast erindi við eigin þjóð. Jó-
hann Siguijónsson gaf þjóð sinni
og tungu nýja reynslu og jók þann-
ig höfuðstól íslenzkrar menningar.
Þessi höfuðstóll hefur einnig ávaxt-
azt í ljóðrænum kveðskap — og þá
ekkisízt í tímamótaverki skáldsins,
Sorg. Jóhann sagði að kvæði væri
einsog lind sem tekur ekki að
streyma fyrren regnið er um garð
gengið. Enn streymir þessi lind og
minnir á fljót æskunnar norður við
Laxamýri; sólglitrandi vatn sem
gjálfrar við iðjagræna hólmana ein-
sog fyrirheit um einhverskonar ei-
lífð. Þetta vatn fylgdi skáldinu öll-
um stundum einsog tíminn sjálfur;
þessi skammvinna stund í eilífum
niði elfunnar; ekkert er fjarri dauð-
anum en þessi skriðþungi strengur;
kyrrstæður einsog tíminn og eilífðin
— og þessi hugarveröld guðs svoað
vitnað sé til Jónasar í lokin; þessi
knattleikur gylltra sólna í faxi
myrkursins.
M
(meira næsta sunnudag)
í SORG ERU
• myndir sem
minna á önnur verk
skáldsins, tilaðmynda
talar hann um að dag-
amir drjúpi einsog tár
af auga næturinnar í
kvæði á dönsku, Tre smaa vers:
mens Dagene drypper een for een
som Taarer fra Nattens Öjne.
FLEIRA ER UNDAN-
• skilið í Sorg en það sem
nefnt hefur verið og þá ekkisízt lífs-
löngunin einsog hún birtist í bréfi
til konunnar sem Jóhann elskar og
veit ekki enn hvort hann fær,
Hversu fuglarnir syngja, segir hann
í bréfí til Ib 5. ág. 1911, eða á
þeim árum þegar hann hefur velt
fyrir sér Opinberunarbókinni, laufið
grænkar og fiýtir sér að lifa. Þú
segist þrá frið, ég veit ekki, hvað
ég þrái, helzt að vera dáinn og
upprisinn á ný.
Þetta er einkennileg setning og
sýnir óþol skálds sem þarf helzt að
lifa allt á einu andar-
taki; gleði og sorg; líf
og dauða; jafnvel
ragnarök og fyrirheit
alls sem er nýtt en
eilíft — einsog skuggi
gleðinnar, sorgin.
ÉG LÝK SVO ÞESSUM
• athugasemdum með þeim
ummælum sem ég viðhafði í Morg-
unblaðinu á aldarafmæli Jóhanns
Siguijónssonar 19. júní 1980; að
ástæða væri til við þetta tækifæri
að leiða hugann að Ijóðrænum
skáldskap og mikilvægi hans í ís-
lenzkri arfleifð. Jóhanni Siguijóns-
syni tókst það sem flestum er um
megn, að gera ljóðrænt tungutak
að fullgildu talmáli í leikritum sín-
um. Það er eftilvill mesta framlag
hans til íslenzkra bókmennta og
listar, enda sækir hann frægð sína
í þessa sjaldgæfu gáfu. Hann öðlað-
ist aðvísu frægð utan Iandsteinanna
en um hann gildir samt það sem
ræður úrslitum um lífsstarf ís-
lenzkra skálda: að þau eiga fyrs-
HELGI
spjall
+
RE VKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 8. janúar
SVEITARSTJÓRNAKOSN-
ingar, sem fram fara í lok
maímánaðar, og þá ekki
sízt kosningamar til borg-
arstjómar Reykjavíkur,
munu móta mjög stjóm-
málaumræður næstu mán-
uði. Framvinda mála á
vettvangi stjórnmálaflokkanna síðustu
daga er til marks um það. Annars vegar
er undirbúningur að prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík og raunar víðar í fullum
gangi. Hins vegar stendur nú yfír alvarleg-
asta tilraun, sem gerð hefur verið til þess
að koma á sameiginlegu framboði minni-
hlutaflokkanna í borgarstjóm Reykjavíkur.
Hin opnu prófkjör, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur efnt til í rúma tvo ára-
tugi með örfáum undantekningum, þar
sem þúsundir manna taka þátt í vali fram-
bjóðenda, hvort sem er til borgarstjórnar
eða Alþingis, hafa jafnan verið umdeild
innan flokksins. Kostir þeirra eru augljós-
lega þeir, að tæpast er hægt að hugsa sér
lýðræðislegri aðferð við val frambjóðenda.
Mikil þátttaka er einnig vísbending um
kröftugt starf og í prófkjörsbaráttu skýr-
ist að einhveiju marki, hvaða málefni Sjálf-
stæðisflokkurinn hlýtur að leggja áherzlu
á í sjálfri kosningabaráttunni.
Eftir því, sem prófkjörin hafa fest sig
í sessi, hafa vinnubrögð frambjóðenda í
prófkjömm einnig orðið faglegri, ef svo
má að orði komast. Frambjóðendur beita
í smáum stíl þeirri tækni, sem mtt hefur
sér til rúms erlendis, með auglýsingum,
sérstökum aðferðum til þess að ná beinu
sambandi við kjósendur og til þess að ná
athygli fjölmiðla. Allt kostar þetta peninga
og það er ekki sízt umtalsverður kostnað-
ur einstakra frambjóðenda, sem hefur vak-
ið athygli og þá um leið vakið upp spum-
ingar um, hvort þeir einir geti gefið kost
á sér til pólitískra trúnaðarstarfa og náð
árangri, sem hafa mikla fjármuni undir
höndum eða aðgang að þeim.
Sú gagnrýni, sem fram kemur í yfirlýs-
ingu Katrínar Fjeldsted, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í
dag, laugardag, er því ekki ný af nálinni
en Katrín segir: „Eins og prófkjörin hafa
þróast á liðnum ámm hef ég hins vegar
ákveðnar efasemdir um ágæti þeirra. Þeg-
ar skráðar eða óskráðar leikreglur þeirra
eru á þá lund, að hægt er að segja fyrir
um „rússneska kosningu" ákveðinna
manna í ákveðin sæti, en tilviljun ræður
mestu um skipun annarra, er nánast
ómögulegt að koma saman lista, sem end-
urspegli til fulls þann styrkleika, breidd
og fjölbreytni sjónarmiða, sem hafa verið
meginstyrkur Sjálfstæðisflokksins frá upp-
hafi.“
Þetta er bæði rétt og ekki rétt. Væntan-
lega á borgarfulltrúinn hér m.a. við þá
aðferð, að frambjóðendur bjóði sig fram í
ákveðin sæti og þar með verður frambjóð-
andi í prófkjöri sjálfstæðismanna að gera
upp sig, hvort hann vill bjóða sig fram
gegn borgarstjóranum í Reykjavík. Slíkt
framboð mundi að sjálfsögðu vekja upp
úlfúð í röðum stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins og veikja stöðu hans í komandi
borgarstjómarkosningum. Á hinn bóginn
tíðkaðist einu sinni sú regla í prófkjörum
sjálfstæðismanna, að menn buðu sig fram
en ekki í ákveðin sæti. Þá voru þær athuga-
semdir gerðar við það fyrirkomulag, að
það væri mjög ósanngjamt í garð þeirra
oddvita Sjálfstæðisflokksins á hveijum
tíma, sem hlytu að taka á sig á stundum
miklar óvinsældir vegna erfíðra og óvin-
sælla ákvarðana, sem alltaf þarf að taka
í stjórnmálum og gætu af þeim sökum
staðið mjög höllum fæti í prófkjöri eins
og dæmin sanna. Það eru því tvær hliðar
á þessu máli og fengin reynsla af hinni
fyrri leið varð áreiðanlega til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn tók upp þá aðferð, sem
nú er viðhöfð.
Hins vegar eru þær athugasemdir Katr-
ínar Fjeldsted umhugsunarefni, að ekki
sé til „vettvangur til að skjóta sínum mál-
um til hins almenna flokksmanns og fínna
þannig styrkleikavægi hinna ýmsu hug-
mynda og lífsgilda, sem verða mætti til
leiðbeiningar í starfí borgarstjórnarmeiri-
hlutans".
Það er augljóst, að pólitískar aðstæður
geta verið mjög erfiðar fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, þegar gengið verður til kosninga
í vor. Það fer mjög eftir því, hver þróunin
verður í landsmálum næstu mánuði. Þessa
stundina stendur Sjálfstæðisflokkurinn
nokkuð vel á landsvísu. Þar skipti vaxta-
lækkunin í haust sköpum. Hins vegar get-
ur veturinn orðið erfiður, ekki sízt, þegar
kemur fram á vorið og þorskkvótinn verð-
ur uppurinn. Þá kemur í ljós, hvort veiðar
í Smugunni og annars staðar bæta okkur
upp að verulegu leyti niðurskurðinn í
þorskveiðunum. Allt mun þetta hafa áhrif
á stöðu sjálfstæðismanna í borgarstjórnar-
kosningum í Reykjavík. Þeir þurfa því á
að halda samstöðu og samheldni. Ágrein-
ingur og ýfíngar geta veikt flokkinn, þótt
aldrei megi kæfa opnar umræður með til-
vísun til þess. Einlitar umræður geta aldr-
ei orðið styrkleikamerki fyrir eins breiðan
flokk og Sjálfstæðisflokkurinn er og á að
vera.
En samstaða og samheldni sjálfstæðis-
manna er ekki sízt nauðsynleg vegna þeirr-
ar alvarlegu tilraunar, sem nú er gerð til
þess að koma á sameiginlegum framboðs-
lista minnihlutaflokkanna í borgarstjóm
Reykjavíkur. Augljóst er, að sú hugmynd
hefur fengið byr undir báða vængi vegna
þeirrar niðurstöðu í skoðanakönnunum
fyrir nokkrum vikum, að sameiginlegur
framboðslisti minnihlutaflokkanna nyti
meira fylgis meðal Reykvíkinga en Sjálf-
stæðisflokkurinn. Þá fer ekki á milli mála,
að sameiginlegur framboðslisti vinstri
flokkanna mundi draga úr möguleikum
Sjálfstæðisflokksins til þess að beita frægri
glundroðakenningu í kosningabaráttunni.
Þá er bersýnilega stefnt að því, að slíkur
sameiginlegur framboðslisti tilnefni borg-
arstjóraefni fyrir kosningar. Það fer svo
alveg eftir því, hvemig frambjóðendur á
sameiginlegum lista koma fram í kosn-
ingabaráttunni hver árangur þeirra verð-
ur. Ef deilur verða að marki á milli fram-
bjóðenda á hinum sameiginlega lista geta
sjálfstæðismenn bent á þær sem vísbend-
ingu um það, sem koma skal.
En hvemig sem á það er litið er ljóst,
að sameiginlegur framboðslisti minnihluta-
flokkanna mundi skapa alveg ný viðhorf
í borgarstjórnarkosningunum og þess
vegna nauðsynlegt fyrir sjálfstæðismenn
að gæta vel að sér. Urslit borgarstjórnar-
kosninganna munu hafa mikil áhrif á þró-
un landsmála. Nú er ekki nema rúmt ár
þar til reglulegar alþingiskosningar eiga
að fara fram. Samstarf núverandi stjórnar-
flokka hefur ekki verið sem skyldi. Úrslit
sveitarstjórnakosninganna munu því gefa
ákveðna vísbendingu um, hvert framhaldið
verður í landsstjórninni.
Yarnarmál
og Morgrm-
blaðið
MORGUNBLAÐIÐ
lá undir harðri
gagnrýni úr ólík-
legustu áttum í
maímánuði sl. og
októbermánuði sl.
vegna frétta blaðsins af viðhorfum innan
Bandaríkjastjórnar um framtíð varnar-
stöðvarinnar í Keflavík. Engu var líkara
en það væri litið á það sem móðgun við
íslenzk stjómvöld, stjórpmálamenn og
embættismenn, að birta fréttir um mis-
munandi sjónarmið til málsins í stjórnar-
skrifstofum í Washington. Blaðið lá undir
ásökunum um rangfærslur, ósannindi og
Gróusögur. Nú þegar niðurstaða er fengin
er væntanlega öllum ljóst, að fréttir Morg-
unblaðsins endurspegluðu í öllum megin-
atriðum þau sjónarmið, sem uppi voru inn-
an bandaríska stjórnkerfísins.
Hinn 6. maí sl. skýrði Morgunblaðið frá
því, að mikill niðurskurður væri fyrirhug-
aður í Keflavík og að stefnt væri að því
að minnka flugvélaflota Bandaríkjamanna
á íslandi. Sagt var, að yrðu allar kafbáta-
leitarvélar varnarliðsins og F-15 orustu-
þotur kallaðar heim mundi slíkt hafa í för
.... f
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
með sér um 1.400 manna fækkun í vamar-
liðinu. í fréttinni sagði: „Samkvæmt upp-
lýsingum bandarískra stjórnvalda hefur
það ekki komið til tals að hætta allri starf-
semi á vegum vamarliðsins í Keflavík, en
meðal annars mun það hafa verið til skoð-
unar að kalla allan flugflota Bandaríkja-
hers á íslandi heim til Bandaríkjanna.
Rætt er um að tveir valkostir séu til stað-
ar: annars vegar verulegur niðurskurður,
sem hefði í för með sér ofangreinda fækk-
un í herliði Bandaríkjamanna á íslandi;
hins vegar margvíslegar smávægilegar
breytingar. Sá fyrri er talinn mun líklegri
niðurstaða en þó er mögulegt að bil beggja
verði farið.“
í þessari frétt Morgunblaðsins sagði
ennfremur: „Bandarísk stjómvöld leggja
áherzlu á, að þótt fyrirhugaðar séu ákveðn-
ar breytingar á starfsemi og umsvifum
varnarliðsins í Keflavík, þá hafi ekkert
endanlega verið ákveðið. Að sögn heimild-
armanna blaðsins verður reynt að taka
allar slíkar ákvarðanir í eins miklu sam-
ráði við íslenzk stjórnvöld og unnt er.“
Hinn 16. október sl. birti Morgunblaðið
aðra frétt um málið þar sem sagði m.a.:
„Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í
Washington leggja Bandaríkjamenn fram
þijá mismunandi kosti: Sá fyrsti mun gera
ráð fyrir því, að varnarliðið hverfí úr landi,
ásamt öllum tækjum, tólum og flugvéla-
kosti; annar kosturinn gerir ráð fyrir
breytilegum umsvifum og ákveðnum
hreyfanleika, þannig að herþotur verði
sendar hingað til lands í eftirlitsskyni, eft-
ir þörfum; sá þriðji kemur til móts við
kröfu íslenzkra stjórnvalda að því leyti,
að hér verði varanlegt varnarlið en þó
minni umsvif en nú eru og færri flugvélar
en þær eru nú 12.“ í þessari frétt sagði
einnig, að bandaríski flugherinn vildi, að
allri starfsemi yrði hætt í Keflavík. Á gaml-
ársdag skýrði Morgunblaðið svo frá því,
að viðhorf í Washington hefðu breytzt og
að svéit F-15 orustuþotna yrði áfram í
Keflavík.
Þótt ofangreindar fréttir væru birtar á
meðan umræður stóðu yfír innan banda-
ríska stjómkerfísins og áður en niðurstaða
var fengin er hin endanlega niðurstaða
staðfesting á því, að þær upplýsingar, sem
Morgunblaðið hafði undir höndum um
framvindu málsins voru í öllum meginatr-
iðum réttar. Þegar íslenzkir stjómmála-
menn héldu því fram, að fréttir Morgun-
blaðsins væra rangar benti blaðið á, að
innan bandaríska stjórnkerfisins væru uppi
ýmsar skoðanir um málefni Keflavíkur-
stöðvarinnar og ágreiningur milli einstakra
aðila um framtíð hennar. Þetta mat blaðs-
ins var svo staðfest af aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, sem hingað
kom fyrir nokkram dögum, en dr. William
J. Perry sagði m.a. á blaðamannafundi um
málið: „Það er rétt, að þau sjónarmið hafa
verið reifuð meðal hemaðaryfirvalda í
Bandaríkjunum að hægt væri að halda
uppi trúverðugum loftvörnum í íslenzkri
lofthelgi án þess, að nokkur F-15 orastu-
þotnanna væri staðsett á íslandi, heldur
væra þær staðsettar í Bandaríkjunum, en
gætu bragðizt til Ioftvarna í íslenzkri loft-
helgi með skömmum fyrirvara. Aðrir hafa
haldið því fram, að F-15 vélarnar ættu
áfram að vera staðsettar á íslandi. Niður-
staða þessa fundar okkar í morgun er því
sú, að við fóram bil beggja og ákveðum
málamiðlun ...“
Sl. fímmtudag birti Morgunblaðið ítar-
lega grein um gang viðræðnanna milli ís-
lendinga og Bandaríkjamanna, raunar svo
ítarlega, að til tíðinda verður að teljast í
íslenzkri blaðamennsku, þar sem skýrt var
frá því í smáatriðum hvaða tillögur fulltrú-
ar Bandaríkjastjórnar lögðu fram á við-
ræðufundi, sem haldinn var í Reykjavík
hinn 6. ágúst sl. Á þeim fundi lögðu Banda-
ríkjamenn m.a. til, að allar F-15 orustuþot-
urnar yrðu kallaðar heim frá íslandi frá
og með 1. janúar sl., að björgunarsveit
varnarliðsins yrði einnig á brott, þótt sú
afstaða hafi ekki verið jafn eindregin og
í hinu fyrra tilviki, en þetta hefði þýtt
fækkun um rúmlega 900 manns í varnar-
liðinu en hámarksfækkun samkvæmt upp-
haflegpi frétt blaðsins frá því í maí sl.
hefði getað orðið 1.400 manns.
Af framangreindu má vera ljóst, að frét-
taflutningur Morgunblaðsins um þetta mál
byggðist á traustum upplýsingum og má
það vera nokkurt umhugsunarefni þeim,
sem héldu öðru fram.
*
Osanninda-
brigzl
ÞAÐ LOÐIR VIÐ í
þjóðmálaumræðum
hér, að stjórnmála-
menn og embættis-
menn og raunar
margir aðrir telja sig geta borið fjölmiðla
ásökunum um ósannindi og jafnvel lygar
án þess að draga ummæli sín til baka,
þegar hið rétta hefur verið staðfest. Hins
vegar gera stjórnmálamenn þá kröfu til
fjölmiðla, að þeir leiðrétti ummæli sín og
biðjist afsökunar á ranghermi, þegar um
það er að ræða.
Morgunblaðið hefur það fyrir fasta reglu
að leiðrétta ranghermi og biðjast afsökun-
ar á því, ef um slíkt er að ræða enda sjálf-
sagt. En er ekki sjálfsagt að gera sömu
kröfu til stjórnmála- og embættismanna,
sem staðnir era að ranghermi og sem
halda því t.d. fram, að fjölmiðill á borð
við Morgunblaðið fari með rangt mál? Á
síðasta ári var Morgunblaðið tvívegis borið
þeim þungu sökum, að blaðið færi með
rangt mál og ósannindi, annars vegar
vegna ofangreindra frétta um málefni
vamarliðsins, hins vegar vegna umfjöllun-
ar blaðsins um viðhorf innan Framsóknar-
flokksins til forystumála flokksins.
í hinu fyrra tilviki fer nú ekki lengur á
milli mála, hver hafði rétt fyrir sér. I hinu
síðara er auðvitað ljóst, að blaðið hefur
undir höndum gögn, sem staðfesta frásögn
þess, þótt þau gögn séu ekki til birtingar.
Er nú ekki tímabært, að íslenzkir stjóm-
málamenn geri sömu kröfur til sjálfra sín
og þeir með réttu gera til fjölmiðla, að
þeir leiðrétti ranghermi og ósannindabrigzl
í garð annarra og biðjist afsökunar á þeim,
eða telja þeir sér sæma að notast við vinnu-
brögð, sem kennd eru við gula pressu?
„En hvernig sem
á það er litið er
ljóst, að sameigin-
legur framboðs-
listi minnihluta-
flokkanna mundi
skapa alveg ný
viðhorf í borgar-
stj órnarkosning-
unum og þess
vegna nauðsyn-
legt fyrir sjálf-
stæðismenn að
gæta vel að sér.
Urslit borgar-
stj órnarkosning-
anna munu hafa
mikil áhrif á þró-
un landsmála. Nú
er ekki nema
rúmt ár þar til
reglulegar al-
þingiskosningar
eiga að fara fram.
Samstarf núver-
andi stjórnar-
flokka hefur ekki
verið sem skyldi.
Úrslit sveitar-
stjórnakosning-
anna munu því
gefa ákveðna vís-
bendingu um,
hvert framhaldið
verður í lands-
stjórninni.“