Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 44

Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 áður en þið eldið Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Spinatpasta meó osti 250 g spínatskrúfur eóa annað pasta NÚ stíga landsmenn á vigtina og uppgötva sér til skelfingar að jóla- maturinn hefur hlaðist utan á þá. Vafalaust er jólamatur flestra landsmanna alltof feitur og þung- ur, enda er það útbreiddur mis- skilningur að hollur matur sé vondur. Veislumatur þarf hvorki að vera fitandi né þungur í maga. Eitt sinn hélt ég mjög stóra matarveislu heima hjá mér. Marg- ir sem hringdu í mig og þökkuðu fyrir síðast sögðu: „Þetta var einn besti og fallegasti matur, sem ég hefí borðað, en mér varð ekkert þungt af honum og svaf í einum dúr alla nóttina, en það hefur aldr- ei gerst eftir stóra máltíð." Það er enginn vandi að búa til léttan og gómsætan veislumat, en maður þarf aðeins að hugsa. Eins er með okkar daglega fæði, maður þarf að hugsa áður. en maður setur saman máltíð. Það býr enginn til góðan og hollan mat án þess að hugsa. Vissulega höfum við flest mikið að gera, en höfum þó flest tíma til að hugsa örlítið. Fyrir fjórum árum kom út bók eftir mig sem ber heitið Minna mittismál. Sú bók hefði átt að heita: „Hugsið áður en þið eld- ið“ eða „Breyttar matreiðsluað- ferðir“. Vissulega tekur lengri tíma í byijun að breyta matarvenj- um, en það eins og annað kemur upp í vana og þegar upp er stað- ið verður maturinn bæði betri og hollari, okkur líður betur og við bætum ekki á okkur, en það er einmitt mergurinn málsins. Farið ekki í megrun, en breytið mat- reiðsluháttum. Við Islendingar eigum mikið af mjög góðum físki, sem margar þjóðir öfunda okkur af, en margir segja: „Eg borða ekki fisk, mér fínnst fískur vond- ur.“ Af hveiju segir fólk þetta, eru þetta ekki leifar af þeim tíma, þegar ýsunni var stungið í fullan pott af söltu vatni og hún soðin þar til húsbóndinn kom heim úr vinnu? Með breyttum mat- reiðsluaðferðum verður fískurinn hin gómsætasta fæða. Nú fæst mikið af frosnu og fersku græn- meti og ferskum kryddjurtum auk annars krydds, margar tegundir af osti, alls konar pasta og baun- ir. Þetta allt hentar mjög vel með físki. Á ári fjölskyldunnar skulum við gefa henni fjölbreyttari, holl- ari og bragðbetri mat. Stórlúóa meó tómatmauki I stór, þykk sneið stórlúða 2 tsk. matarolía 1 Vi tsk. salt nýmalaður pipar 'A smódós tómatmauk (puré, 35 g) 'A dl edik 2-3 greinar ferskt dill eða steinselja (mó sleppa) 1. Þvoið lúðusneiðina vel, skerið af henni ugga, skafið roðið örlít- ið. 2. Setjið pönnu á eldavélarhellu, setjið olíuna á hana og smyrjið henni um pönnuna. 3. Stráið salti og pipar á báðar hliðarlúðusneiðarinnar, leggið hana á pönnuna, hafið mesta straum. Setjið lok á pönnuna. 4. Minnkið hitann í minnsta straum eftir4 mínútur, snúið lúðusneiðinni við. 5. Hrærið saman tómatmauki og ediki, hellið yfir lúðusneiðina. 6. Leggið dillið eða steinseljuna ofan á. Setjið lok á pönnuna, og látið lúðuna krauma í 12-15 mínútur. Athugið að lúðan er soðin, þegar bein eru laus frá holdi. 7. Berið lúðuna fram á pönnunni. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða spínatpasta með osti. Pasta á alltaf að sjóða í miklu saltvatni í opnum potti við mikinn hita. Pastað á alltaf að vera á hreyfingu í vatninu, en það gerist ef hiti er hár. Leiðbeiningar um suðutíma fylgja umbúðum en oft má bæta 2-4 mínútum við áætlaðan suðutíma. 100 g frosið spínat 1 msk. matarolía 1 msk. smjör 100 g rifinn ostur, 17% 1. Sjóðið pastað skv. leiðbeining- unum á pakkanum. Notið mikið saltvatn. Sjá hérað ofan. 2. Setjið smjör og matarolíu í pott eða í skál í örbylgjuofninn. 3. Saxið frosið spínat og sjóðið við hægan hita í pottinum í 5-7 mínútur en í örbylgjuofninum í 3-5 mínútur. 4. Hellið pastanu í sigti og látið renna af því, setjið í skál ásamt spínati. Blandið saman. 5. Rífið ostinn og stráið yfir. Athugið: Pastað með spínat- inu og ostinum má setja í bakara- ofninn eða örbylgjuofninn svo að osturinn bráðni. Útsala - útsala Viðskiptavinir athugið! 30% afsláttur af öllum hljóðrit- unum (geisladiskum, kassettum). Athugið að tilboð þetta stendur aðeins út þennan mánuð. Landsins mesta úrval af kristi- legu tónlistarefni. Líttu inn, það þorgar sig. □ HELGAFELL 5994011019 VI I.O.O.F. 3 = 1751108 = ,□ GIMLI 5994011019 I = 1 atkv.gr. Erindi I.O.O.F. 10 = 1751108 = Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Audim'klia 2 . Kcpawciur Sunnudagur: Samkoma I dag kl. 16.30. Paul Hansen prédikar. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.30 með Paul Hansen. Miðvikudagur: Lokasamkoma með Paul Hansen. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavfk. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekklngar Félagsfundur í menningarsmið- stöðinni Gerðuþergi, sal E, kl. 20.15, mánudaginn 10. jan. Kristniboðsfélag karia Fundur verður í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 10. janúar kl. 20.30. Lesin verða bréf frá kristniboð- unum. Hugleiðing. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. IHallveigarstig 1 • simi 614330 Nýárs- og kirkjuferð í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 9. janúar Endurtekin ferð sem féll niður sl. sunnudag. Brottför kl. 9.30 frá BSl, verð kr. 2.000,- og kl. 14.00 frá BSÍ, verð kr. 1.500,-. Fyrsta myndakvöld ársins verð- ur fimmtud. 13. janúar. Sýnt verður í húsnæði Skagfirð- ingafélagsins í Stakkahlíð 17. Árni Sæberg Ijósmyndari sýnir. Dagsferð sunnud. 16. janúar: Lýðveldisganga. Aðal raðganga Útivistar 1994 í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1994 er komin út. Útivist. auglýsingar Félag fráskilinna Þorrablót félagsins verður haldið laugard. 29. jan. Gamlir og nýir félagar, skráið ykkur fyrir 15. jan. hjá Hrafnkeli, s. 870613, Hrafn- hildi, s. 51648, Sigurði, s. 76521. Miðilsfundur -áruteikning Miðillinn Colin Kingschott starfar á vegum félagsins frá 6. jan. Hann verður með einkafundi, áruteikn- ingar, kristalheilun og rafsegulheil- un. Ath.: Einnig framhald kristal- heilunarnámskeiðs 2 og 3. Upplýsingar í síma 811073. Silfurkrossinn. Ungtfoik jfölg meðhlutverk jSíea YWAM - island Samkoma í Breiöholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Eyvind Fröen prédikar. „Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum og miskunn- samur í öllum verkum sínum". Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Myndakvöld miðvikudaginn 12. janúar Hálendið kringum Hofsjökul og Austurland. Fyrsta myndakvöld ársins verð- ur miðvikudaginn 12. janúar kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Ingi Sigurðsson sýnir myndir úr ferð Ferðaféiagsins á sl. sumri um hálendiö kringum Hofsjökul, svo og myndir frá Austurlandi og víðar að. Kaffiveitingar í hléi. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Feröafélagiö hefur langa reynslu í skipulagn- ingu ferða um Island. Fræðist um ferðir félagsins á mynda- kvöldinu. Ferðafélag Islands. 0 - VEGURINN vsgtx Kristiö samféiag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Ein- ar Gautur Steingrímsson prédik- ar. Allir hjartanlega velkomnir. „Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. “ Nýja postulakirkjan, íslandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Jörgen Babbel umdæm. öldungur þjónar. Ritningarorð er tekið úr 1. kor. 16:13. Verið velkomin í hús Drottins! FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnudagsferð 9. janúar kl. 13.00 Bessastaðir - Álftanes Það er við hæfi að hefja fyrstu sunnudagsgöngu þessa lýðveld- isafmælisárs í nágrenni Bessa- staða. Þetta er einnig ágæt fjöl- skylduganga f upphafi árs fjöl- skyldunnar. Strönd Álftaness er eitt af skemmtilegustu útivistarsvæð- um í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. Verð aðeins 600 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (stansað við Mörk- ina 6). Ferðafélag Islands þakkar frá- bæra þátttöku í fjölskyldu- göngu og blysför um Öskjuhlíð á þrettándanum þar sem mættu á annað þúsund manns. Fyrsta myndakvöld ársins er miðvikudagskvöldið 12. janúar I Sóknarsalnum. Gleðilegt ferðaár! Ferðafélag íslands. §Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudag kl. 11.00: Helgunar- samkoma og sunnudagaskóli. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Lt. Sven Fosse talar á þessum samkomum. Velkomin á Her. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sheila Fitzgerald. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Munið bænavikuna sem hefst mánudagskvöld kl. 20.30. Fjallið mannræktar- stöð, Krókhálsi 4, 110 Reykjavík, S. 91-672722. Dagskrá í janúar '94 Fimmtud. 13. jan. skyggnilýsing, Ingibjörg Þengilsdóttir kl. 20.30. Laugard. 15. jan. heilunar- námskeiö, Guðrún Marteins. Fimmtud. 27. jan. fyrirlestur, Terry Evans miðill, boðskapur fjallsins. Ingibjörg Þengilsd. miðill og Terry Evans miðill eru með einkalestra, einnig er Ingibjörg meö lestra fyrir orkustöövar lík- amans, aðallega er farið inná tilfinningar einstaklingsins. Heilun, Guðrún Marteins, Guð- ríður Ólafsd. og Jón Jóhannsson. Jón tekur einnig að sér að hjálpa dýrum með fyrirbænum og heil- un. Skráning og upplýsingar í síma stöðvarinnar 672722 á milli kl. 10-15 alla virka daga. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 12,-jan. kl. 20.30 I Tjarnarbíói við Tjarnargötu. Miöar seldir við innganginn. Húsið opnað kl. 19.30. fíunhjálp Almenn samkoma í Þríbúðum I dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. KFUM/KFUK, SÍK, KSH Háaleitisbraut 58-60 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00 (ath. breyttan tíma) í Kristniboðssalnum. „Þeir hlusta á orð þín“ Esek. 33,30-33. Ræðumaður sr. Ólafur Jóhanns- son. Upphafsorð: Herdís Gunn- arsdóttir. Athugiö að laugardag- inn 29. jan. verður námskeið i Kristniboðssalnum. „Allt breyt- ist við bæn" veröur yfirskriftin. Námskeiðið mun standa yfir frá kl. 10.00 til 17.00 og fer skráning fram á aðalskrifstofunni, Holta- vegi. Nánar auglýst siðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.