Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 11 Fyrirspurn til íslenskra námsmanna Eru rangfærslur stað- reynda ykkur til hagsbóta? eftir Gunnar Birgisson Undanfarið hefur það gerst að fulltrúar námsmannasamtaka og opinberir íjölmiðlar hafa reynt að koma höggi á starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna með því að rangfæra eða sniðganga staðreynd- ir og klifa á alröngum fullyrðingum. Þessi blaðaskrif og viðtöl, t.d. í Morgunblaðinu, Stúdentablaðinu og í Sjónvarpinu minna satt að segja óþægilega á vinnubrögð miður þokkaðra áróðursmeistara fyrr á öldinni. Tvö dæmi skulu hér til- færð: í blaðaskrifum fulltrúa náms- manna er því haldið fram að stuðn- ingur íslensks almennings við námsmenn sé mun minni en hann sannanlega er. Þá er vitnað til er- lendrar blaðagreinar í því efni sem var augljóslega byggð á alröngum forsendum. I>ví er auk heldur blá- kalt haldið fram að fækkað hafi námsmönnum í lánshæfu fram- haldsnámi á íslandi. Hér er stað- reyndum snúið við eða þær freklega rangtúlkaðar. NAMSADSTOÐ A NOEDURL0NDUM Eiiistaklingur i leig\ihú3naeöi 60 Þús. kr. lsland 49.345 Danmðrk 49.430 Sviþjóö 52.054 Noregur 47.895 40 30 20 10 Finnland 32.373 Hl Lán Styrkur X. ., I) Samtals aöstoö MAna&arleg aöstoö, haust 1993 140 NÁMSAÐSTOÐ A NORÐUKL0NDUM Námsmaöur meö maka og tvö börn á framf. Þús. kr. lsland 117.495 120 100 80 40 Noregur 82.688 Danmðrk 52.752 Finnland 36.659 I Svíþjóö 59.386 I ■i Lán Styrkir L...J Samtals aöstoö Mlnaöarleg aöstoö haust 1993. Gunnar Birgisson „Nú taka um 42-43% þeirra námsmanna lán sem stunda framhalds- nám í lánshæfum skól- um hér á landi en það hlutfall var 63% skóla- árið 1990-91, þegar það varð hæst. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að mínu mati, að þeir sem ekki þurfa á náms- lánum að halda vegna framfærslu taka síður lán en áður.“ Námsmenn eru fleiri en áður í lánshæfu námi á íslandi Guðrún Guðmundsdóttir, fyrrv. varamaður í stjórn LÍN, skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið og fullyrti að námsmönnum hafí fækk- að í Háskóla íslands „... í fyrsta sinn í fjögur ár um 20%“ vegna nýrra og vondra laga um lánasjóð- inn. Henni tókst að snúa staðreynd- um við með því að vitna einvörð- ungu i tölur um innritun frá haust- inu 1992, en þá voru innritunar- gjöld í háskólann hækkuð verulega, eins og kunnugt er. Staðreyndin er hins vegar sú að innrituðum nem- endum við Háskóla íslands fjölgaði verulega í haust, þ.e. 1993. I grein sinni endurtók Guðrún hvað eftir annað, þvert ofan í staðreyndir að námsmönnum hafi fækkað í láns- hæfu námi á íslandi. Námsmenn í þessu skólum eru nú fleiri en þeir hafa áður verið. Á hvað minnir þessi tegund á meðferð staðreynda? Það hefur vonandi komið Guðrúnu og öðrum fulltrúum námsmanna þægilega á óvart að námsmönnum við Háskóla íslands fjölgaði mjög síðastliðið haust, bæði konum og körlum. Gagnálykta má: Stafaði sú fjölgun af nýjum lögum um LÍN? Auðvitað sýna þessar staðreyndir að það er fráleitur áróður sem full- trúar námsmanna hafa haldið fram í rúmt ár að ný lög og reglur um LÍN hreki menn í stórum stíl frá námi. í þessu sambandi skal tekið fram að ekki eru til haldgóðar upp- lýsingar um þróun námsmanna- fjölda í lánshæfu námi erlendis. Unnið er að þesari upplýsingaöflun en hún er augljóslega vandasöm. Færri taka námslán KÍ grein Guðrúnar kemur fram að færri námsmenn sækja nú um lán sér til framfæris en áður gerð- ist. Nú taka um 42-43% þeirra námsmanna lán sem stunda fram- haldsnám í lánshæfum skólum hér á landi en það hlutfall var 63% skólaárið 1990-91, þegar það varð hæst. Ástæðan er fyrst og fremst sú, sað mínu mati, að þeir sem ekki þurfa á námslánum að halda vegna framfærslu taka síður lán en áður. Rétt er að minna á að fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN hafa lagt þar fram tillögur um að lækka lán til námsmanna í foreldra- húsum, sem þeir telja að þurfi ekki á þeim námslánum að halda, sem þeim hafa verið reiknuð. Þá benda athuganir til þess að tekjur náms- manna hafi hækkað verulega milli áranna 1992 og ’93 þrátt fyrir at- vinnuástandið. Námsmenn fjár- magna nám sitt því í vaxandi mæli af eigin tekjum. í því sambandi er rétt að minna á að núverandi stjórn lánasjóðsins hefur breytt reglum þannig að tekjur hafa mun minni áhrif á rétt manna til námslána en var í tíð fyrri stjórnar. Opinberun „sannleikans" í norsku blaði Hinn 11. nóvember sl. skrifaði norskur blaðamaður grein í Aften- posten þar í landi. Þessi greinarstúf- ur, sem var bersýnilega byggður á alröngum forsendum, hefur að því er virist orðið sumum hér á landi eins konar opinberun „sannleikans mikla“ um aðstoð við námsmenn á Norðurlöndum. Mikið veður var t.d. gert úr þessari grein í ríkissjónvarp- inu og ritstjóri Stúdentablaðsins gerir þessu ítarleg skil í blaðinu og vitnar í áðurnefnda Aftenposten- grein eins og prestur í ritningarstað í hinni helgu bók. Hann hnykkir á niðurstöðunum og telur að um sé að ræða hvorki meira né minna en sex sinnum minni stuðning almenn- ings á íslandi við íslenska náms- menn heldur en gerist hjá Dönum. Verst er þó að um svo augljósar villur og rangar forsendur var að ræða í þessari margívitnuðu norsku grein að íslenskir blaðamenn og fulltrúar námsmanna hefðu átt að sjá í hendi sér að samanburðurinn var út í hött og á engan hátt mark- tækur. Engu er líkara en að viðkom- andi hafi viljað halda kolröngum niðurstöðum Aftenpostens hátt á loft í þeim tilgangi að villa um fýr- ir íslenskum námsmönnum, stjórn- málamönnum og almenningi í þessu efni. Málflutningur af þessu tagi dæmir sig í rauninni sjálfur. Á hinn bóginn hlýtur það að vera öllum almenningi, sem hefur sannanlega stutt íslenska námsmenn með mikl- um fjárframlögum, sérstakt um- hugsunarefni að slíkum áróðri sé við brugðið af fulltrúum þess fólks, sem nýtur þessa stuðnings. Nú hefur hinn norski blaðamaður leiðrétt augljósa reikniskekkju í út- reikningum sínum í bréfi til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Niður- staða hans eftir leiðréttingu er sú að hann reiknar styrk til íslensks námsmanns vegna vaxtaniður- greiðslu á 5 ára námstíma ekki í íslenskum krónum 278 þúsund krónur, eins og hann gerði í Aften- posten-greininni heldur 674 þúsund íslenskar krónuri Augljóslega alrangar forsendur emnig lagðar til grundvallar Þar með er ekki öll sagan sögð. Augljósasta ranga forsendan sem gerir þennan samanburð algjörlega ómarktækan er sú staðreynd að blaðamaðurinn reiknar einungis stuðning við námsmenn á 5 ára námstíma. Með því móti reiknast ekki vaxtaniðurgreiðsla, sem ís- lenskir námsmenn njóta allan þann tíma sem þeir eru að greiða náms- lán sín, en beinir styrkir til náms- manna sem tiðkast í mismiklum mæli á Norðurlöndum reiknast auð- vitað sem stuðningur á 5 ára náms- tíma! Ef gengið er út frá því að íslenskir námsmenn greiði lán sín til baka á 10 árum eftir námslok nemur vaxtaniðurgreiðsla hins opinbera, miðað við forsendur norska blaðamannsins um raun- vexti, nálægt því 947.500 íslensk- um krónum til viðbótar niður- greiðslu á námstíma. Stuðningur almennings við íslenska náms- manninn yrði skv. þessum útreikn- ingum 1.650 þúsund krónur en ekki 228 þúsund eins og stendur í norsku „opinberunarbókinni". íslenskt fjölskyldufólk í námi best sett fjárhagslega Þetta er þeim mun óskamrnfeiln- ari og óvandaðri málflutningur af hálfu fulltrúa íslenskra námsmanna að staðreyndin er sú að íslensku fjölskyldufólki í framhaldsnámi er tryggður miklum mun hærri fram- færslulífeyrir frá LÍN en náms- mönnum með börn á framfæri fá frá lánasjóðum á hinum Norður- löndunum, þrátt fyrir ný lög og breyttar reglur LÍN. Raunar er um slíka sérstöðu að ræða að þessu leyti að því er varðar íslenska náms- aðstoð að í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi fá einstaklingar í námi sama stuðning og námsmenn með börn á framfæri. Einungis í Noregi er tekið tillit til fjölskyldustærðar en þó mun minna en á Islandi. Ein- staídingum í námi er tryggður hlið- stæður framfærslueyrir á íjórum Norðurlandanna en hann er minnst- ur í Finnlandi. (Sjá súlurit.) Þetta eru staðreyndir málsins sem auðvit- að skipta meginmáli þegar rærtt er um hvernig mönnum eru tryggð- ir fjármunir til þess að hefja og stunda framhaldsnám án tillits til efnahags sem er megintilgangurinn með námsaðstoð frá LÍN, eins og kunnugt er. í þessu sambandi ser skylt að geta þess að hluti af þess- um framfærslueyri eru beinir ríkis- styrkir á öðrum Norðurlöndum og að þar eru að auki veitt námslán sem yfirleitt bera venjulega banka- vexti, eða allt að 7-8% raunvexti, skv. nýjustu upplýsingum. Hér á landi er nú einungis um að ræða lán með 1% raunvöxtum. Stuðning- ur íslensks almennings við náms- menn felst því fyrst og fremst í stórfelldri niðurgreiðslu á vöxtum allan þann tíma sem námsmenn eru að endurgreiða lán sín. Námsmenn: Er hægt að una slíkum vinnubrögðum forráðamanna ykkar? Athyglisvert er að norski blaða- maðurinn neitar að birta leiðrétt- ingu á reikningsskekkju sinni í , þannig að opinberunin stendur þar óbreytt! Sjónvarpið og fleiri íslensk- ir fréttamiðlar geta þvi þess vegna haldið áfram að vitna í þessa „opin- .berunarbók sannleikans“ um náms- aðstoð á Norðurlöndum til eilífðar- nóns! Spurning mín er hins vegar sú sem ég vona að námsmenn svari hver fyrir sig: Er hægt að una því að fulltrúar ykkar iðki slík vinnu- brögð sem þeir hafa orðið uppvísir að. Nægir að styrkja námsmenn með 5.600 kr. á mánuði?! Þá er einnig rétt að spyrja. Næg- ir að styrkja hvem og einn íslensk- an námsmann um 5.600 krónum á mánuði á námstíma án tillits til fjöl- skyldustærðar? Ef útreikningur Norðmannsins í Aftenposten væri réttur þýddi það að beinn stuðning-_ ur hins opinbera yrði ekki meiri. í þessa fásinnu vitna svo forystu- menn íslenskra námsmanna hvað eftir annað sem heilagan sannleika. Þá vaknar sú spurning að lokum: Er það ekki réttlætiskrafa íslensks almennings að stjórnvöld taki þessa forráðamenn námsmanna á orðinu og gefi íslenskum námsmönnum kost á slíkum styrk og lánum að auki með venjulegum bankavöxt- um? Ef slíkt yrði gert yrði fjárþörf LÍN á fjárlögum aðeins brot af því sem reiknað er með skv. núverandi lögum og reglum LÍN, svo ekki sé talað um hvað námsaðstoð yrði ein- faldari í framkvæmd með þessum hætti. Höfundur er formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. A^ssri sjslfetg^ðisinaður Á næstu dögum munum við heimsækja þig og afhenda þér kynningarrit Árna Sigfússonar vegna prórkjörs sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Með kveðju og von um að þu takir vel á móti okkur. ARNA I 2. SÆTIÐ Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.