Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Minning Lilja Kristjánsdóttir JBæ, Borgarfirði Fædd 9. maí 1929 Dáin 14. janúar 1994 Því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Þegar sorgin hefur knúið dyra, þegar einhver nákominn fer yfir móðuna miklu, þá lítur maður um jjxl. Hugsunin reikar til baka og margt rifjast upp. Ýmsir atburðir liðinna ára koma upp í hugann og gefa lífinu gildi meira en áður. Lilja systir mín var fædd 9. maí 1929 að Dalsmynní í Eyjahreppi. Við vorum sex systumar og var hún fjórða í aldursröð- í Dalsmynni þar sem við ólumst upp í skjóli ástríkra foreldra okkar, Þorbjargar Kjart- ansdóttur og Kristjáns Jónssonar, áttum við áhyggjulaus og yndisleg æskuár. Þaðan höfðum við vega- nestið út í lífíð, guðstrúna, trúna á landið og trúna á okkar eigin per- sónu. Það kom fljótt í ljós hvað Lilja var mikið fyrir bókina, hún varð -snemma fluglæs og las allar bækur sem hún náði í. Eftir ferminguna fór hún í Héraðsskólann í Reyk- holti. Hugur hennar hneigðist til mennta en örlögin gripu í taumana. í Borgarfírðinum kynntist hún manni sínum, Halldóri Þórmunds- syni frá Bæ, miklum öðlings- og sómamanni. Þau giftu sig og bjuggu á Bæ í Bæjarsveit. Lilja og Halli, eins og hann var alltaf kallaður, eignuðust þrjár dætur. Þær heita Ólöf Helga, fædd j£>. nóvember 1948, gift Ólafí Jens Sigurðssyni, þau eiga fjögur böm; Þorbjörg, fædd 24. febrúar 1950, ógift, og Sigrún, fædd 19. mars 1962, gift Gunnari Egilssyni og eiga þau tvö börn. Lilja sagði oft að mesta rikidæm- ið sitt í lífínu væm bömin og þeirra fjölskyldur. Vakandi og sofandi hugsaði hún um velferð bama sinna og ömmubarna. Þar var hin kær- leiksríka hönd útrétt. Sú ást og umhyggja sem hún sýndi þeim átti engin takmörk enda fékk hún það ríkulega launað. Hún var elskuð og virt af bömum sínum og fjölskyld- um þeirra sem allt vildu fyrir hana gera. Margar ferðir fómm við hjónin og böm okkar í Borgarfjörðinn. Þegar fór að vora var það sjálfsagð- Svandís Guðmundsdóttir. Mynd féll niður Með minningargrein Gyðu Jó- hannsdóttur um Svandísi Guð- mundsdóttur á Siglufirði á bls. 42 í Morgunblaðinu á fímmtudag átti að vera mynd af Svandísi, en vegna mistaka í vinnslu birtist myndin ekki. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- 'um. ur hlutur að heimsækja Lilju, eigin- lega fastur punktur í tilvemnni. Oft á sumri hveiju var ekið upp að Bæ til Lilju og Halla sem tóku alltaf á móti okkur með sinni alkunnu gest- risni, alúð og hlýju, sem þeim var svo eðlileg. Þau komu alltaf til dyr- anna eins og þau voru klædd, lát- laus og elskuleg. Lilja var svo mikil húsmóðir, sama hvenær komið var að Bæ var alltaf nóg til með kaffinu, allt bak- að heima. Stóra frystikistan hennar var aldrei tóm. Ég gleymi því ekki þegar við komum tuttugu manns samán án þess að láta vita. Var þá ekki lengi að fyllast kaffíborðið af brauði og tertum. Ég hafði á orði að ekki þýddi að koma svona til mín, það væm kannski tvær- þijár tertur í frystinum. Þá sagði Lilja mín blessuð að þetta væri svo vanalegt að kæmu hér gestir án þess að gera boð á undan sér. Oft var glatt á hjalla í eldhús- króknum hjá Lilju og Halla. Hún með sína látiausu hlýju og vakandi auga með að öllum liði vel hjá sér og Halli með sína skemmtilegu frá- sagnarlist, græskulausa gamni. Hann gat látið alla hlæja í kringum sig með vel krydduðum sögum, minnstu atvik gátu orðið að skemmtilegri frásögn hjá honum. Börnin okkar hjónanna vom svo hrifin af Lilju að heimsóknir til hennar enduðu oft með því að eitt- hvert þeirra varð eftir og fékk að vera hjá henni í smátíma. En mest var Erlendur sonur minn hjá henni, hann var sumar eftir sumar. Annað sumarið sem hann fór sagði ég við hann: Ef þér leiðist þá veistu að þú mátt koma heim aftur. Við emm ekki að neyða þig til að vera í burtu. Barnið leit á mig stórum augum undrandi og sagði: Hveijum heldur þú að leiðist hjá Lilju. Þetta var nóg svar, hann var í Bæ í mörg sumur. Lilja var hans önnur móður. Fleiri systrabörn hennar nutu góðs af hennar gæðum. Þau vom mörg sem fengu að vera í Bæ tíma og tíma. Já, hamingjan var mikil í Bæ en sorgin var ekki langt undan. Hús- bóndinn, hress að vanda, gekk út til að sinna skepnunum en kom inn að vörmu spori aftur og hneig niður bráðkvaddur. Þetta var slíkt reiðar- slag fyrir heimilið, Lilja aðeins fer- tug og yngsta dóttirin sjö ára göm- ul. Slíkt högg á heimilið var hræði- legt en Lilja lét ekki bugast. Hún tókst á við sorgina og erfíðleikana, og með Guðshjálp og góðra manna hélt hún áfram að lifa lífínu. Hún lét sorgina gera sig sterkari. Henn- ar skynsemi sagði að bugast mætti hún ekki og það tókst. Síðast þegar ég sá Lilju var á gamlársdag, þá var hún að koma frá Sigrúnu dóttur sinni, því hjá henni var hún um jólin. Sú stund er mér núna dýrmæt í minningunni eins og svo margar aðrar. Við sem eftir stöndum á strönd- inni kveðjum Lilju með sársauka í hjarta og skiljum ekki hvers vegna þessi elskulega kona mátti ekki vera lengur hér á þessari jörð. En Guð ræðúr. En sárastur harmurinn er hjá börnum hennar og barna- börnum. Þeim votta ég innilega samúð og bið Guð að gefa þeim þrek og kraft að takast á við sorg-. ina. Þetta skarð verður aldrei fyllt. Bjartur og fagur röðull ris þótt rökkvi í sálu minni þá kemur fregnin köld sem ís, þú kvaddir í hinsta sinni. Það er svo margt sem þakka ber þegar leiðir skilja. Aldrei þú taldir eftir þér. annarra að gjöra vilja. Nú átt þú á himnum eilíf jðl, ei mun þar skuggi leynast. Minningin björt sem morgunsól í mínum huga skal geymast. (Ókunn. höf.) Ég og við allar systurnar kveðj- um þig, elsku Lilja mín, með sárs- auka í hjarta en þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Guð geymi þig og blessi minningu þína. Anna. Ég vil minnast hér hennar Lilju móðursystur minnar í örfáum orð- um en hún varð bráðkvödd að heim- ili sínu 14. þessa mánaðar. Frá því ég man eftir mér hefur það verið fastur þáttur í tilveru minni að heimsækja þig og Halldór að Bæ, fyrst með foreldrum mínum síðan með fjölskyldu minni. Þá eru þau sumur sem ég dvaldi hjá ykkur geymd í minningunni sem bjart og fallegt tímabil. Þau eru mörg mynd- brotin sem birtast mér, t.d. þegar þú útbjóst nesti handa fólkinu er við fjölmenntum á engjar. Þá var mjólkurflaskan mín ávallt klædd þykkum sokki. Eins þegar ég fékk að tína af vínbeijaplöntunni í gróð- urhúsinu þínu beint í munninn, eft- ir að hafa tínt gúrkur og tómata í körfuna. Einkahestinn þinn hann Skjóna fékk ég til útreiðar, fannst mér sem ungum dreng það mikil upphefð og traust. Ekki má gleyma símtölunum sem voru orðin nokkuð mörg, sérstak- lega yfír vetrarmánuðina. Síðasta samtalið okkar var kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim. Það er virkilega sárt að kveðja þig því þú varst mér sem besta móðir. Lilja var gift Halldóri Þórmunds- syni frá Bæ í Borgarfirði og bjuggu þau allan sinn búskap að Bæ. Hall- dór andaðist árið 1969. Dætrum þínum Ólöfu, Þorbjörgu, Sigrúnu og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Að leiðarlokum kveð ég þig og þakka fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Erlendur Guðnason. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að amma, sem alltaf hefur verið óijúfanlegur hluti af tilveru okkar bamabarna hennar, sé látin. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og ég var ekki há í loftinu þegar ég byijaði að leita til hennar ef mér fannst ég vera misskilin í hin- um stóra heimi. Amma sagði oft frá því þegar mér hafði sinnast við systkini mín og kom þá yfir til henn- ar með uppáhaldsjdúkkuna mína og fötin mín í poka. Ég ætlaði að flytja því að amma var alltaf ánægð að sjá mann og hafði alltaf tíma fyrir okkur. Til að lesa með okkur, spila eða segja sögur, þó að stundum hafí hún breytt endinum til að hann yrði örugglega góður. Ég á ekki færri minningar af heimili ömmu heldur en af mínu eigin og núna skil ég hvað við vor- um heppin að eiga hana að. Þetta breyttist ekki þó að ég eltist og amma væri ekki lengur í næsta húsi. Það var alltaf jafn gott að koma til hennar, borða pönnukök- ur, spjalla og spila. Ég hef lært margt af ömmu og við verðum að muna að minningarnar eru dýrmæt- ar og vera þakklát fyrir þær þó að við þurfum líka að þola sorgina. Elsku amma, þakka þér fyrir allt. Guðbjörg Asta. Allt hið góða, sem maður hefur vanist, á sér tvær hliðar, báðar góðar. Annars vegar er löngunin til að geta treyst því að ætíð verði allt í sömu, góðu, föstu skorðunum. Hennar nýtur maður, vegna þess öryggis, er hún veitir. Hin hliðin þess góða sem maður venst er, að hún fellur að umhverfi sínu og gef- ur því sinn lit og sinn tón án þess að stinga í stúf. Báðar þessar hliðar prýddu Lilju í Bæ. Hún var trygg, vingjarnleg en um leið glaðlynd á sinn hógværa hátt. Það er gott að eiga þannig vin og samstarfsmann, því hann gæðir tilveruna öryggi og fegurð. En svo gerist það einn daginn, og verður ekki umflúið, að okkur eru meinaðar frekari samvistir. Þann dag setur mann hljóðan. Og dagurinn, sem hafði verið einn sá fegursti á nýja árinu, mildur og sólfagur vetrardagur hér í Borgar- fírði. Fagur, bjartur og kyrr, alveg eins og mér hafði fundist Lilja vera frá því leiðir okkar lágu fyrst sam- an haustið 1970. Þá vorum við bæði að hefja störf við Kleppjárns- reykjaskóla. Ég var reyndar vetr- armaður á beitarhúsum skólans fyrstu tvö árin, en svo kölluðum við okkar á milli útibú skólans sem var á Hvanneyri. Ég var þó tíður gestur á höfuðbólinu báða veturna. Eftir það vorum við sambýlingar í „gamla húsinu" einn vetur. Ég minnist margra skemmtilegra kvölda með þeim Lilju og Valgerði. Oft drukkum við te og ræddum saman, helst um ljóð, stundum sög- ur eða menntun, en Lilju var hug- leikið að öllum miðaði og þó sér í lagi að hver og einn væri hlutskipti sínu trúr. Án þess að ég gerði mér grein fyrir því á þeim tíma, var Lilju fjöl- skyldan ákaflega kær. Hún sýndi það í öllu að hún helgaði fólkinu sínu líf sitt. Á henni sannaðist að maðurinn er fyrst og fremst það sem hann er öðrum. Fæðingarsveit sína talaði hún stundum um og ætíð af hlýju. Samt voru Bæsveitungar hennar fólk, þar bjó hún, þar uxu dætur hennar úr grasi og þar missti hún mann sinn og þaðan hélt Lilja í sína hinstu för. Óg dagurinn sá var fagur eins og öll hennar meining, lífsafstaða. Við sem þekktum Lilju, minnumst þess sterka eiginleika hennar að tala aldrei öðruvísi en vel um menn og að taka ekki undir háð eða ádeilu á fjarstadda. Hún átti gjaman til að draga úr slíkum sögum eða and- mæla alveg. Sérlega lítið var hún og gefín fyrir að ræða lasleika ann- arra, eins og oft vill nú henda menn. Starf hennar við Kleppjárns- reykjaskóla einkenndist af alúð og tryggð, en frá því hún hóf hér störf 1970 hefur varla fallið dagur úr utan þess að hún var rúmt ár í leyfi. Það hefur verið okkur öllum sem störfuðum með Lilju dýrmæt reynsla að deila með henni dögun- um. Nemendur áttu ófáar ferðir í eldhúsið, ýmist til að þiggja eitthvað í munninn, en ekki síður til að rabba um daginn og veginn og kanna matseðilinn. Lilja tók þessum heim- sóknum á besta veg og þar naut sín næmi hennar og góðvild í garð barnanna. Viþ. erum henni þakklát fyrir góðan heimilismat úr éldhúsi skólans og viðmót hennar, er kall- aði fram hið góða í okkur, sam- ferðamönnum hennar. Þegar erill dagsins var hvað mestur, elsku Lilja mín, haust og vor og skólabílar ekki á ferð, hlakk- aði ég oft til að mega keyra þig heim. Þá gafst tækifæri til að ræða það sem var framundan, hvort held- ur var ræðugerð eða tilgangur skólastarfsins. Þú varst góður hlustandi og ráðlagðir af heilindum, það reyndi ég. En svo er á einu augnabliki öllu lokið, og það án þess að við náum að kveðjast og ég að þakka fyrir samveruna og hjálpina sem þú varst mér í starfi og aldrei verður full- þökkuð. Vinátta þín á það sameigin- legt kristilegum kærleika að á hana fellur aldrei, og ekkert fær grandað henni. Minningin um þig mun lýsa okkur hinum í starfi skólans. Min harpa bærðist ekki það kvöld mitt hjarta sló ekki - einn stóð ég í glitandri mjöllinni aleinn: blóm vors skammvinna lífs það rís upp á sléttri grund með lit og blöð og einn dag er það horfið... Þannig orðar Jóhannes úr Kötl- um missi og þannig var mér innan brjósts á heimleið þann 14. janúar eftir að hafa fengið fregnina. Samúðarkveðjur sendum við, nemendur og starfsfólk Kleppjárns- reykjaskóla, dætrum, tengdasonum og bamabörnum Lilju með þessum orðum Þorsteins Valdimarssonar: Vertu sæl systir, - yndi og líf þeim garði er þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. Guð blessi Lilju. Guðlaugur Óskarsson, Kleppjárnsreykjum. Dauðinn gleymir engum. Á það er ég og mitt fólk minnt nú þegar Lilja tengdamóðir mín er fallin frá; Eftir langa samfylgd og náin sam- skipti leita ótal minningar á hug- ann. Lilja er ein þeirra sem ég hef virt mest og metið um ævina. Fyrir utan umhyggju sína, sem var vissu- lega mikils virði, var það mér ekki síður dýrmætt að geta alltaf til hennar leitað í námi og starfi. Allt- af hafði hún áhuga; tíma og vilja til að taka þátt í og fylgjast með. Að þessu leyti var hún mjög merki- leg kona. Þótt hún væri alókunnug efninu sem maður fítjaði upp á reyndi hún alltaf að setja sig inn í og fylgjast með en umfram allt að sýna manni áhuga. I slíkum viðræð- um reyndist henni auðvelt að taka þátt vegna skarprar greindar og mikils næmi. Mér er minnisstætt þegar ég gerði eitt sinn yfirreið á kirkjustaði í Borgarfirði með gáfu- manninum sr. Sigurði Pálssyni vígslubiskupi, og gistum við á með- an hjá tengdafólki mínu í Bæ, hvað hann hreifst af gáfum þessarar snæfellsku konu sem hann taldi sveitunga sinn næstum og jafnvel skyldmenni. Sem ungum manni í námi og starfí var Lilja mér mikils virði og oft ómetanleg. Og ég var stoltur af að eiga hana að tengdamóður og vini. Síðar átti ég eftir að sjá hana og heyra halda uppi samræð- um við börnin mín um þeirra nám og áhugamál og þeim fór eins og mér oft að fínnast amma kunna fræðin til jafns við þau sjálf. Eftir þessa samfylgd og nánu samskipti sem búin eru að standa rúman helming ævi minnar fínn ég að ég mun sakna þessarar konu mjög og er þakklátur fyrir sam- fylgdina og finnst verðugt að minn- ast hennar. Það eru næstum 26 ár liðin frá því leið mín lá fyrst að Bæ í Borg- arfirði. Á þeim árum bjuggu þar fjórir bræður og sá fimmti var til heimilis hjá þeim og fjölskyldum þeirra á víxl. Þetta var sérstakt samfélag að kynnast og um margt athyglisvert. Líktist það fremur stórri fjölskyldu þar sem hver hafði þó sitt út af fyrir sig. Samheldni var sérstök og einstakt lag að láta sér lynda og koma saman í þessu nábýli. Margan undraði hvað konur þessara bræðra virtu og viður- kenndu þau bönd sem héldu þess- ari stórfjölskyldu saman. Án þeirra vilja hefði það aldrei gengið. Og nú er þetta fólk flest gengið og horfið af sviðinu. Á þessum árum hefur dauðinn kvatt dyra níu sinn- um hjá þessu ágæta fólki og því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.