Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 fclk f fréttum Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Fremst til vinstri situr Bára Hreiðarsdóttir og við hlið hennar Margrét Júlidóttir. Fyrir aftan þær f.v. eru Anna Sigurðardóttir, sparisjóðsstjóri, Anna Halldórsdóttir og Inga Kristín Sveinbjðrnsdóttir. BANKAR Met í innlánum undir stjórn kvenna Fátítt er að peningastofnanir á íslandi séu reknar eingöngu af konum. Þó er málum svo háttað í Sparisjóði Hornafjarðar og ná- grennis. Einnig geta konumar stát- að af Islandsmeti í innlánsaukningu bankastofnana milli áranna 1992 og ’93, sem var 63,6%, en meðaltal- ið var 9,7% á landinu. Innlán ársins voru um 280 milljónir króna, en voru um 170 milljónir árið áður. „Við erum auðvitað mjög stoltar, því hér koma engir karlmenn inn fyrir dyr nema sem viðskiptavinir,“ sagði sparisjóðsstjórinn Anna Sig- urðardóttir og bætti við að innláns- aukningin árið áður hefði verið rúm 32%. Hún telur skýringuna á þessari gífurlegu aukningu megi að hluta rekja til þess að stutt sé síðan bank- inn var stofnaður eða í maí 1991. Minni sveiflur séu hjá bönkum sem eru orðnir fastari í sessi. Við þeirri spumingu hverjir væm að tapa inn- lánum á þetrra kostnað vildi hún ekki gefa neitt beint svar. „Hér er öflugur og stór Landsbanki, þar sem innlánin em miklu stærri. Eg býst þó fastlega við að eitthvað hafí flust frá þeim til okkar. Einnig má láta sér detta í hug að sú almenna inn- lánsaukning sem orðið hefur á svaeð- inu hafí frekar komið til okkar. Ég hef hins vegar engar tölur í höndun- um, því opinberar tölur um hvert og eitt útibú Landsbankans em ekki komnar fram,“ sagði hún. Fædd og uppalin á Hornafirði Anna er fædd og uppalin á Homafírði og þekkir því vel til þar. „Ég hef verið hér alltaf af og til meðfram því að vera í skóla. Ég lauk masters-prófí í opinberri stjórnsýslu í Bandaríkjunum um áramótin 1990/91 og hafði aðeins unnið nokkra mánuði í fjármála- ráðuneytinu þegar mér bauðst þetta starf,“ sagði hún. Anna er ein þriggja kvenkyns sparisjóðsstjóra á Islandi en hinar tvær em báðar á Akureyri. Önnur er í Sparisjóði Akureyrar og Amameshrepps og hin í Sparisjóði Glæsibæjarhrepps. Þegar hún var spurð hver við- brögð viðskiptavinanna urðu þegar kom í ljós að eingöngu kvenmenn höfðu verið ráðnir svaraði hún að ekki hafi borið á öðm en þeim hafi líkað það vel. „Það er auðvitað hent svolítið gaman að þessu því hér inn- andyra em bæði skrifstofur Vá- tryggingafélagsins og lögfræðingur sem er fasteignasali. Þær em báðar konur, þannig að hér á kaffistofunni em ekki einu sinni karlmenn í kaffí- tímanum. Einu karlmennimir era eins og áður segir viðskiptavinimir." Bæði íslendingum og Dönum hefur tekist vel til með talsetningu á Aladdín. VIÐURKENNINGAR Danir fá hrós fyrir Aladdín Islendingar eru ekki þeir einu sem fá hrós fyrir góða talsetningu á teiknimyndinni Aladd- ín. Nú hafa Danir einn- ig hlotið hól fyrir sína útgáfu. í skeyti sem útibú Walt Disney í Danmörku barst í hend- ur kemur fram að danska útgáfan sé með þeim bestu í heimi. Sannast hér enn einu sinni hvað íslendingar og Danir eru frábærar þjóðir! HÚSAVÍK Guðni Helgason íþróttamaður ársins Guðni Rúnar Helgason, 17 ára ungur og efnilegur knattspymumaður, var valinn íþróttamað- ur ársins á Húsavík. Guðni Rúnar leikur með Völsungi, en hann lék einnig alla leiki, sem landslið 18 ára og yngri háði á síðasta ári. Hann hef- ur nú gert samning við enska knattspym- uliðið Sunderland og leikur með unglingal- iði þess í vetur. Guðni Rúnar stundar fleiri íþróttir og varð í sum- ar Norðurlandsmeist- ari í golfi. Þeir sem næst komu titlinum vora Anný Björg Pálma- dóttir, Amar Arn- grímsson, Lilja Frið- riksdóttir og Sveinn Bjömsson. Titilinn Völsungur ársins er veittur þeim ungmennum sem skara fram úr í íþrótt- um og félagsstörfum. Hlutu hann að þessu sinni Jóhanna Gunnarsdóttir og Unnar Þór Garð- arsson. Varðveita þau bikar sem Morgunblaðið/Silli Standandi eru Völsungar ársins Jóhanna Gunnarsdóttir og Unnar Þór Garðasson. Á milli þeirra með bikarinn er Helgi Kristjáns- son faðir Guðna Rúnars sem nú dvelur í Englandi. gefinn hefur verið í minningu Hallmars Freys Bjamasonar sem lengi var formaður Völsunga. Duff McKagan, bassaleikari GNR, þenur hrjúf raddböndin. UMDEILT Lag Mansons á nýrri skífuGNR Bandaríska þungarokkssveitin Guns n’ Roses sendi nýverið frá sér skífu sem kom aðdáendum sínum í opna skjöldu. í stað hins hefðbundan skammts af nötrandi þungarokki í bland við ljúfar ballöð- ur, kom skífa full af gömlum lögum eftir hina og þessa tónlistarmenn. Það er sundurleitur hópur og vom rokkararnir krafðir svara. Þeir tjáðu mönnum að lög þessi væm eftir sveitir þær og einstaklinga sem höfðu haft hvað mest áhrif á þá í tónlistinni á ámm áður. Þegar menn höfðu fyrirgefið víxlsporið fékk skíf- an eðlilega umfjöllun og þótti þegar að var góð vera öldungis frábær. En hljómsveitin var mjög gagnrýnd vegna eins lags á plötunni og allt fram á síðustu mínútu stóð jafnvel til að það yrði ekki með. Það er lag- ið við „Look at your Game Girl“ sem reyndist vera eftir fjöldamorðingj- ann Charles Manson, en sem kunn- ugt var hann höfuðpaur hóps ung- menna sem myrtu fímm manns í Los Angeles árið 1969. Meðal hinna myrtu var leikkonan Sharon Tate, eiginkona leikstjórans Roman Pol- anski, en hún gekk með bam þeirra hjóna undir belti. Slash, gítarleikari GNR, sagði um þetta, að þeir félagarnir hefðu verið reiðubúnir að sleppa laginu er al- mannarómur taldi að Manson, sem situr í steininum og afplánar lífstíð- ardóm, myndi fá prósentur af sölu. Sagði Slash að það hefði ekki komið til greina af þeirra hálfu, en er látið var á það reyna kom í ljós að prósent- umar myndu þess í stað renna til sonar Pólveq'ans Voiytek Frykowski, en hann var góður vinur Polanskis og einn hinna myrtu. Frykowski yngri er búsettur í Póllandi. Þetta var ákvæði úr dómi frá árinu 1971. „Það breytti öllu og við emm kátir með það. Skífan hefði ekki verið söm án þessa lags,“ bætti Slash við. Hinn ungi Frykowski fær nú óvæntan glaðning, því GNR er gif- urleg söluvara. Seljist skífan, sem heitir annars „The Spaghetti Incid- ent“, í milljón eintökum, fær Pólverj- inn 62.000 dollara í sinn hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.