Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 27 Saga norðfirskrar verkalýðshreyfíngar eftir Hrafnkel A. Jónsson í formála Sögu norðfirskrar verkalýðshreyfingar (fyrra bindi, útg. Nesprent hf. 1993. 252 bls.) gerir Sigfinnur Karlsson formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga grein fyrir tilefni þess að bókin er skrif- uð: „Hinn 30. mai 1992 voru liðin 70 ár frá stofnun Verkalýðsfélags Norðfjarðar en það var stofnað árið 1922. Verkalýðsfélag Norð- fjarðar var forveri Verkalýðsfélags Norðfirðinga sem stofnað var 1942 og sú hefð hefur skapast að líta á sögu þessara félaga sem eina sam- fellda heild.“ Þegar bókin er lesin kemur í ljós að hér er ekki eingöngu rakin saga norðfirskrar verkalýðshreyfingar heldur er hér færð til bókar auk sögu verkalýðsfélaganna norðf- irsku, saga stjórnmálaþróunar á Norðíírði frá upphafi þéttbýlis- myndunar á Nesi við Norðfjörð og í þessu bindi er sagan rakin til ársins 1942. Auk þess saga Pönt- unarfélags alþýðu í Neskaupstað en saga þeirra samtaka er rakin frá stofnun þeirra til loka 1960. Kaflaheiti bókarinnar gefa nokkra vísbendingu um hversu vítt höf- undurinn fer yfir í umfjöllun sinni. Bókin skiptist í 16 kafla sem heita. Inngangur - Um þéttbýlis- þróun á Norðfirði og forsendur skipulagðar verkalýðsstarfsemi. Pyrstu sporin - Vinnufólksfélag Norðfjarðar og Verkamannafélagið Starfandi. Stofnun Verkalýðsfélags Norðljarðar og upphaf starfsemi þess. Verkalýðsfélag Norðíjarðar festist í sessi. Blaðið Jafnaðarmað- urinn og Verkalýðssamband Aust- urlands. Fyrstu tilraunir til að tryggja lágt vöruverð. Kjarabarátt- an frá 1927 fram að kreppu. Kreppa og kommúnismi. Sviptingar á krepputímum. Pólitísk kreppuá- tök. Pöntunarfélag alþýðu. Árið 1938 - Ár tvennra bæjarstjórnar- kosninga. Norðfirsku verkalýðs- samtökin klofna. Kjaramál við upp- haf síðari heimsstyijaldar. Samein- ing verkalýðsfélaganna í Neskaup- stað. Stjórnarmannatal Verkalýðs- félags Norðfjarðar og nokkrir þætt- ir um starfssemi félagsins. Höfundur ritsins, Smári Geirsson kennari á Neskaupstað, er enginn nýgræðingur við ritun sagnfræði- rita. Áður hefur hann ritað sögu útgerðar og fiskvinnslu á Norðfirði og þá hefur hann skilað frá sér fyrra bindi af Iðnsögu Austurlands. Ég hafði nokkrar efasemdir um að Smári væri líklegur til að skila frá sér hlutlægri frásögn af sögu verkalýðshreyfingar á Norðfirði, til þess væri hann of tengdur hinu pólitíska baksviði sem núverandi pólitískur leiðtogi sósíalista á Nes- kaupstað og arftaki þeirra þre- menninganna Lúðvíks, Jóhannesar og Bjarna sem eru örlagavaldar þeirrar sögu sem Smári er að segja í bókinni. Eftir að hafa lesið þetta fyrra bindi sögu norðfirskrar verkalýðs- hreyfingar þá tel ég að þarna hafi Smára tekist vel og staðist með prýði það próf að gæta hlutlægni í frásögninni og þess að draga fram þau sjónarmið sem tekist var á um. Þegar rakin er átakasaga kreppuáranna á milli jafnaðar- manna innan Alþýðuflokksins og kommúnista, þá verður ljóst hversu örlitlu munaði að ísland yrði vett- vangur blóðugra átaka. Smári rekur nokkuð hinar harð- vítugu persónulegu deilur sem stóðu á Neskaupstað á milli for- ingja Alþýðuflokksins, Jónasar Guðmundssonar, og kommúnista undir forystu þremenninganna sem ég nefndi fyrr, þeirra Lúðvíks Jós- epssonar, Jóhannesar Stefánssonar og Bjarna Þórðarsonar. Þegar þessi átök eru skoðuð í dag þá virðist mér að hin styrka staða Alþýðu- flokksins á Neskaupstað, en hann hafði um tíma 6 fulltrúa af 9 i bæjarstjórn Neskaupstaðar, hafi hrunið vegna óreglu forystumanna Alþýðuflokksins frekar en af því að kommúnisminn hefði heillað svo mjög Norðfirðinga. Það virðist ljóst að Jónas Guðmundsson, sem hefur verið mikill foringi, laut í lægra haldi fyrir Bakkusi frekar en að hann hafi orðið undir í málefna- legri baráttu. Það er eftirtektarvert að áherslan sem samfylkingarmenn eftir Alfreð Þorsteinsson Deila sjálfstæðismanna við vagn- stjóra SVR hlýtur að vekja starfs- menn annarra borgarstofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar til umhugsunar um stöðu þeirra sjálfra í framtíðinni. Úr því að sjálfstæðismenn treysta sér til að beita slíkri hörku rétt fyrir kosningar hvernig munu þeir þá haga sér eftir kosningar? Núverandi borgarstjóri Markús Örn Antonsson hefur lýst því yfir, að sjálfstæðismenn muni breyta starfsemi borgarfyrirtækja í hluta- félög. Þannig er næsta víst, að Hita- veita, Vatnsveita og Rafmagnsveita Smári Geirsson leggja í haustkosningunum 1938 er meðal annars á að á lista þeirra séu: „Reglumennirnir sem óhikað „Borgarstarfsmenn geta því átt von á launa- lækkun og starfsöryggi þeirra skerðist verði sjálfstæðismenn áfram við völd.“ verða á einkavæðingalista sjálf- stæðismanna haldi þeir meirihluta sínum í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Og fleira mun fylgja á eftir. Borgarstarfsmenn geta því átt von á launalækkun og starfsöryggi þeirra skerðist verði sjálfstæðis- menn áfram við völd. Reykvíkingar gætu síðan átt von á því, að fulltrúar fjölskyldnanna Hvernig munu þeir haga sér eftir kosningar? þora að beijast gegn áfengisböl- inu.“ Gildi bókarinnar fellst m.a. í því að höfundur hefur leitað uppi óbirt- ar heimildir úr fórum Jónasar Guð- mundssonar og Hannibals Valdi- marssonar. Bókin er prýdd fjölda mynda auk þess sem birtar eru fjölmargar ,til- vitnamir í blöð og bækur frá sögu- tímanum, þessar tilvitnanir 'eru skýrt afmarkaðar og gera hana læsilegri. Bókin er Nesprenti hf. til sóma eins og reyndar öllum að- standendum hennar. Ég hvet alla sem áhuga hafa á íslenskri samtímasögu að lesa þessa bók. Hér birtist áhugaverður þáttur hennar, hún verður ekki skilin rétt nema með því að gefa honum gaum. -------------------------------5r Höfundur er formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. Alfreð Þorsteinsson 14 ráði verðlagningu á rafmagni og vatni eftir að hafa eignast orku- fyrirtæki Reykvíkinga - rétt eins og SR-mjöl. Pjölskyldurnar 'ÍV munu minna á sig á ári ljölskyld- unnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokks. Kjúklingapottréttur Ætli sú kynslóð, sem nú er að alast upp, viti að kjúklingakjöt var sjaldan á borðum þegar þeirra foreldrar voru í sömu sporum, og alls ekki á borðum afa og ömmu. Að vísu var hænsnakjöt oft notað, en varphænur hafa verið á Islandi frá landnámsöld. Yfirleitt var hænunum ekki slátrað fyrr en þær voru orðnar gamlar og seigar, enda var hænsnakjöt ekki í miklu uppáhaldi. Hönunum var aftur á móti slátrað snemma til þess að spara 'fóðrið — áður en þeir urðu ætir. Það var svo ekki fyrr en á árunum milli 1950 og 60 að veit- ingahús í Reykjavík fór að fram- reiða kjúklingakjöt sem áhugi á því vaknaði. Tvö kyn eru ræktuð hér. Létt kyn sem verpir mikið og þungt kyn, sem er holdakjúkl- ingar. Nú er mikið borðað af kjúklingakjöti á íslandi, og er það uppáhaldsfæða margra, einkum barna. Hér á landi er kjúklinga- kjöt dýrt miðað við það sem ger- ist í nágrannalöndunum, en víða er það ein ódýrasta fæða sem völ er á. Þótt kjúklingum sé slátrað 7-9 vikna, er kjötmagnið þá 1 kg eða meira. Sjálfsagt er að kaupa sem stærsta kjúklinga, kjötmagnið er tiltölulega meira og kjötið bragðmeira. Kjúklinga- kjöt er létt í maga og fitulítið, nema hamurinn, undir honum leynist talsverð fita. Þeir sem vilja forðast feitan mat, ættu því að fjarlægja haminn áður en kjúkl- ingurinn er matreiddur. Hann missir að vísu eitthvað af bragð- gæðum, en getur samt verið mjög góður. Hamurinn þarf þó að vera á grillkjúklingi. Kjúklingur hentar mjög vel í pottrétti og má setja alls konar grænmeti og kryddjurt- ir saman við. Kjúklingapottréttur er dijúgur og ódýr matur og í flestum tilfellum mjög góður. Með kjúklingapottréttum henta hrís- gijón vel, en þau drýgja matinn verulega. Áður en við byijum á Þorramatnum, er gott að borða léttan mat eins og kjúklinga. Fljótlegur kjúklingapottréttur 1 kjúklingur 1.200-1.500 g 1 heildós niðursoðnir tómatar 1 stór laukur 2 hvítlauksgeirar 'h tsk. salt eða meira nýmalaður pipar 20 g hreinn íjómaostur sósujafnari eða hveitihristingur 1. Setjið innihald dósarinnar í pott. Afhýðið lauk og hvítlauk, saxið og setjið saman við ásamt salti og pipar. 2. Sundurhlutið kjúklinginn, takið af honum haminn og fleyg- ið. Setjið kjúklingabitana í pott- inn, látið sjóða upp, en minnkið þá hitann og látið sjóða við hægan hita í 40-50 mínútur. 3. Takið kjúklingabitana upp úr pottinum, kælið örlítið, en tak- ið síðan allt kjöt af beinum. 4. Hrærið ijómaost og nýmal- aðan pipar út í, setjið siðan sósu- jafnara eða hveitihristing út í. Bætið við salti ef með þarf. 5. Setjið kjúklingabitana út í og látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgijón og snittubrauð. Næsta uppskrift er úr bók minni „Minna mittismál“. Karrí/kjúklingaréttur 1 meðalstór kjúklingur 'h sítróna 1 tsk. karrý 1/8 tsk. svartur pipar 'h tsk. salt 1 msk. matarolía 1 sm biti fersk engiferrót (má sleppa) 1 stór laukur 2 litlir hvítlauksgeirar 2 'h dl vatn 1 tsk. hreinn ijómaostur eða síuð súrmjólk 1. Hamflettið kjúklinginn. Skerið það neðsta af legg og vængjum frá og fleygið, en skiptið hinu í stóra bita. Notið fuglaklippur eða uggaskæri. Beinin eiga að vera í. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, setjið karrý, svartan pipar og salt út í. Penslið alla bitana með því. Setjið í skál og hellið því sem eftir er af legin- um yfir bitana. Látið standa á eldhúsborðinu í 2 klst. eða í kæliskáp helmingi lengur. 3. Afhýðið lauk, hvít- lauk og engiferrót. Saxið laukinn og hvítlaukinn, en rífið engiferrót- ina. 4. Hitið matarolíu i litlum potti. ^ ( Hafið hægan hita. Setjið lauk, hvítlauk og engiferrót út í og sjóð- ið í 5 mínútur. 5. Setjið kjúklingabitana og löginn af þeim út í. Hafið miðl- ungshita og snúið kjúklingabitun- um eftir þörfum. 6. Setjið vatn út í og sjóðið við hægan hita í 40 mínútur. 7. Hrærið ijómaost eða síaða súrmjólk út í. Síuð súrmjólk Súrmjólkin er síuð í kaffipapp- írspoka. Mikill safi rennur úr henni. Síðan er hún hrærð upp með örlítilli rnjólk. í þennan rétt er hæfilegt að nota 2 dl af ós- íaðri súrmjólk, en hræra hana upp með 1 msk. af nýjólk eða létt- mjólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.