Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 17 Framleiðsluráði umsögn um þann innflutning landbúnaðarvara sem takmarkaður er af öðrum lagaákvæð- um, eins og fram kemur í skýrum orðum greinargerðar, en þar er að fínna helstu heimild um vilja löggjaf- ans við setningu laganna. Stefndu hafa ekki bent á annað ákvæði í lögum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, eða í öðrum lögum, sem banni innflutning soðinnar skinku og hamborgarhryggs án leyfis. Þurfti því ekki innflutnings- leyfi fyrir þessum vörum eftir að lög nr. 63/1979 og auglýsing nr. 313/1990 höfðu verið felld úr gildi. Ber því að taka kröfur áfrýjanda samkvæmt 1. og 2. tölulið til greina þegar af framangreindum ástæðum. Þarf þá ekki að taka afstöðu til vara- málsástæðu áfrýjanda um valdsvið og skipan Framleiðsluráðs landbún- aðarins. Er þá næst að líta til kröfu áfrýj- anda um skaðabætur sér til handa. Gögn málsins bera það með sér að áfrýjanda var fullkunnugt um að rétt- arágreiningur var uppi á sviði inn- flutnings landbúnaðarafurða. Verður ekki annað séð en hann hafi með innflutningnum verið að láta reyna á þennan ágreining. Hann gat því fírrt sig tjóni með því að beina fyrirspurn til yfírvalda varðandi innflutninginn áður en í hann var ráðist, svo sem hann hafði áður gert í svipuðu til- viki. Væri hann ekki sáttur við svar- ið gat hann lagt ágreining um það fyrir dóm, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Verður krafa áfrýjanda um greiðslu skaðabóta ekki tekin til greina af þessum ástæðum. Hefur sú niðurstaða stoð í þeirri almennu reglu skaðabótaréttarins að mönnum beri að haga málum sínum svo að komist verði hjá tjóni. Eftir þessum úrslitum er rétt að hver aðili beri sinn kostnað af máli þessu í héraði og fyrir Hæstarétti. Það athugast að framlagning áfrýjanda á ljósritum úr dagblöðum var óþörf, enda ekki á þeim gögnum byggt í málinu. Hins vegar verður framlagning lögfræðilegra álits- gerða, sem gerðar voru af öðru til- efni, látin óátalin eins og hér hagar til. Dómsorð: Ógiltur er úrskurður stefnda ijármálaráðherra frá 10. september 1993 um synjun á tollaf- greiðslu 1.008 kg af soðinni svína- skinku með vörusendingarnúmeri SHEG31083DKAARS002C og ógilt jafnframt synjun tollstjórans í Reykjavík frá 6. sama mánaðar um tollafgreiðslu á soðnum svínaham- borgarhrygg með vörusendingar- númeri SHEG31083DKAARS001. Ógild er synjun stefnda landbúnað- arráðherra frá 15. september 1993 um tollafgreiðslu á ofangreindum 1.008 kg af soðinni svínaskinku með vörusendingarnúmeri SHEG31083- DKAARS002C. Stefndi fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs skal sýkn af kröfu áfrýjanda, Hagkaupa hf., um greiðslu skaða- bóta. Staðfest er ákvæði héraðsdóms um málskostnað. Hver aðili skal bera kostnað sinn af máli þessu fyrir Hæstarétti. Sératkvæði hæstaréttardómar- anna Gunnars M. Guðmundssonar, Haralds Henryssonar og Péturs Kr. Hafstein í hæstaréttarmálinu nr. 442/1993: Hagkaup hf. gegn land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs: Þegar áfrýjandi sótti um heimild til innflutnings á'soðinni svinaskinku og soðnum hamborgarhrygg 31. ág- úst og 2. september 1993 voru í gildi lög nr. 88/1992 um innflutning. Sam- kvæmt 1. gr. þeirra skyldi innflutn- ingur á vöru og þjónustu til landsins vera óheftur, nema annað væri sér- staklega tekið fram í lögum eða milli- ríkjasamningum sem Island er aðili að. Með lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992, sem sett voru samtímis fyrmefndum lögum, voru numin úr gildi lögnr. 63/1979 um skipangjald- eyris- og viðskiptamála. Með reglu- gerð nr. 415/1992 um innflutning og innflutningsleyfi féll úr gildi aug- lýsing nr. 313/1990 um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi, sem gefin hafði verið út með stoð í lögum nr. 63/1979, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 312/1990 um skipan gjaldeyris- og yiðskiptamála. í þessari auglýs- ingu og fyrri reglugerðum um sama efni, sem fyrir gildistöku laga nr. 63/1979 höfðu verið settar á grund- velli laga nr. 30/1960 um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismála o.fl., voru ákvæði þess efnis að innflutn- ingur annarra vara en þar voru greindar væri óheftur eða fijáls. A þessum tíma voru og í gildi lög nr. 46/1985 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum með síð- ari breytingum, sbr. lög nr. 5/1992 og Iög nr. 112/1992. Samkvæmt 55. gr. laganna, upphaflega 41. gr., sbr. nú 52. gr. laga nr. 99/1993 um sama efni, skyldi leita álits og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins, áð- ur en ákvarðanir væru teknar um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Jafnframt var sagt að innflutningur landbúnaðarvara skyldi því aðeins leyfðar að Framleiðsluráð landbúnað- arins staðfesti að innlend framleiðsla fullnægði ekki neysluþörfinni. Með innflutningslögunum frá 1992 var ekki hróflað við ákvæðum þessara laga. Af hálfu áfrýjanda er því hald- ið fram að skýring þessarar laga- greinar hljóti að ráðast af greinar- gerð með henni í frumvarpi að lögun- um, þannig að merking hennar sé í reynd önnur og mun þrengri en orð hennar segi til um. A þetta verður ekki fallist. Samkvæmt lögskýringar- reglum víkur greinargerðin að því leyti sem hún samrýmist ekki skýru og afdráttarlausu orðalagi lagagrein- arinnar og ótvíræðum vilja löggjaf- ans. Af greinargerð með frumvarpi til laga um innflutning nr. 88/1992 og meðferð þess á Alþingi verður örugg- lega ráðið að vilji löggjafans hefur ekki staðið til þess, að innflutningur landbúnaðarvara yrði svo að segja óheftur nema af heilbrigðisástæðum. Um það ber ekki síst glöggt. vitni framsöguræða viðskiptaráðherra á Alþingi 10. september 1992, sbr. og yfirlýsingu efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis 13. september 1993, þar sem fram kemur sá skilningur að með lögum nr. 88/1992 hafi „eng- ar efnislegar breytingar orðið á heim- ildum til innflutnings á búvörum". Samkvæmt þessu eru engin efnis- rök fyrir því að svo verði litið á, að gildi áðumefnds ákvæðis búvörulaga frá 1985 um atbeina framleiðsluráð landbúnaðaríns og neysluþörf innan- lands hafi á þeim tíma, er hér skipt- ir máli, einskorðast við ákvæði laga um skorður við innflutningi af heil- brigðisástæðum. Innflutningur land- búnaðarvara sætti .því í september 1993 þeim reglum sem fram koma í lögunum, enda varð ekki annað ráðið af öðrum lögum eða milliríkjasamn- ingum, sbr. 1. gr. laga nr. 88/1992. Ákvæði samnings um hið evrópska efnahagssvæði um fijáls viðskipti með vöru og þjónustu, sem ekki hafði öðlast gildi á þessum tíma, getur ekki skipt máli við þessa lagatúlkun. Eigi verður talið að Framleiðslu- ráði landbúnaðarins hafi verið fengið ákvörðunarvald með fyrrgreindri 41. gr. búvörulaga. Því er einungis ætlað að staðfesta á grundvelli tiltækra upplýsinga, hvort neysluþörf verði fullnægt með innlendri framleiðslu eða ekki. Ákvörðun um þá skipan hefur löggjafinn tekið. Þeir sem telja ályktanir ráðsins í þessu efni fara í bága við hagsmuni sína geta brugð- ist við þeim með úrræðum sem al- menningi eru tryggð gagnvart stjóm- völdum samkvæmt reglum stjóm- sýsluréttar. Verður því ekki fallist á að í þessu lagaákvæði felist óheimilt framsal valds til Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað málsins fyrir Hæsta- rétti. í málinu voru lagðar fram af hálfu áfrýjanda lögfræðilegar álitsgerðir og blaðaúrklippur með fréttum og greinum, þar sem fjallað er um þau álitaefni sem um er deilt. Framlagn- ing slíkra gagna í dómsmáli er and- stæð grundvallarreglum réttarfars um málatilbúnað og ber að átelja hana.“ ÞÁ ER ÞAÐ PRÓFKJÖRIÐ eftír Sigurjón Fjeldsted Ég er einn þeirra sem gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í lok janúar nk. Eins og eðlilegt er í slíku kjöri reyna allir að ota sínum tota og hampa sínu ágæti þó að á mismunandi vegu sé. Stuðningsmenn opna kosningaskrifstofur vítt og breitt um borgina með seríu af síma- númerum og kaffi á könnunni, fer- sentimetramir í auglýsingum dag- blaðanna breytast í ferdesimetra eða jafnvel í fermetra þegar upp er stað- ið og ef að líkum lætur munu bréfber- ar borgarinnar finna rækilega fyrir bæklingum frambjóðenda sem streyma inn um bréfalúguna. Vafa- laust er þetta allt gott og blessað en það kostar sitt þegar upp er stað- ið og mun ég ekki taka þátt í þessum leik, þar sem ég hef einfaldlega ekki bolmagn til þess og verður hve'r og einn sjálfstæðismaður að túlka það fyrir sig. Morgunblaðið vissi af langri reynslu að nú færu greinar frambjóð- enda að streyma inn á blað og til- kynnti i snatri að sjálfsagt væri að birta greinar um frambjóðendur og pólitísk áhugamál þeirra ef þær færu ekki fram úr einu A4 blaði. Mér finnst þetta ekki ósanngjörn ákvörð- un hjá blaðinu því ekki má kaffæra kjósendur í áróðri. Ég hef haft afskipti af borgarmál- Sigurjón Fjeldsted. „Reykjavík hefur haft forystu í þróunarmál- um skóla.“ uin meira eða minna frá 1978 og var borgarfulltrúi og varaborgarfull- trúi til ársins 1990. Fyrst og fremst hafa afskipti mín verið af skóla- og uppeldismálum enda hef ég verið kennari, yfirkenn- ari og skólastjóri í Reykjavík í yfír 25 ár. Nú eru líkur til þess að skólamál færist alfarið yfir til sveitarfélaganna áður en langt um líður og tel ég það rétta stefnu. Stendur það ekki hveiju sveitarfélagi næst að kappkosta að styðja við æskuna á allan veg og verða ekki áhrif aðstandenda meiri á famvindu mála þegar þau eru alfar- ið heima í héraði? Reykjavík hefur haft forystu í þró- unarmálum skóla undir forystu sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Það var í Reykjavík sem kennsla hófst al- mennt hjá 6 ára börnum og leiddi síðar til skólaskyldu og það er í Reykjavík sem allir grunnskólar borgarinnar bjóða upp á „heilsdags- skólann" og um 2.000 börn og ung- menni tengjast því starfi. Næsta markmið er að mínum dómi að koma á móts við óskir foreldra, kennara og bamanna sjálfra og hafa skólana einsetna. Það er kostnaðarsöm fram- kvæmd sem verður að gefa nokkum tíma og hljómar e.t.v. ekki vel í eyr- um marga í dag í slæmu árferði í þjóðarbúskapnum en það kemur dag- ur eftir þennan dag. Æskan er framtíðin og ef hún er meðhöndluð rétt er framtíðin okkar allra. Höfundur er skólastjóri í Rcykjavík ogfyrrum borgnrfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Johan Jörgen Holst utanríkisráðherra Noregs — Minning Johan Jörgen Holst, utanríkisráð- herra Noregs, lést að morgni dags 13. jan. eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann veiktist alvarlega á sl. hausti en var að mati lækna á batavegi. Samstarfsmenn hans höfðu vænst þess að hann tæki brátt til starfa á ný af fullum krafti. Andlátsfregn hans kom því eins og reiðarslag yfir vini hans og samstarfsmenn. Johan Jörgen féll frá í blóma lífs, aðeins 57 ára gamall, og á hátindi ferils síns. Á sl. ári vakti hann heims- athygli fyrir vel undirbúið frum- kvæði að/SÖgulegum friðarsamning- um milli ísraela og Palestínumanna. Undirbúningur þess máls hafði stað- ið lengi, þótt allt færi það fram í kyrrþey. Þetta veigamikla verkefni jók mjög vinnuálag utanríkisráð- herrans og var hann þó þekktur að því fyrir að vera ósérhlífinn vinnu- þjarkur. Margir ætla að með þessu mikla álagi hafi hann ofboðið heilsu sinni. Johan Jörgen Holst var gagn- menntaður á sviði alþjóðastjómmála og varnarmála, enda viðurkenndur fræðimaður á alþjóðlega vísu. Menntun sína sótti hann til háskól- ans í Osló _og Columbia háskóla í New York. í upphafi starfsferils síns vann hann að rannsóknarstörfum við Harward, Hudson- stofnunina í Bandaríkjunum, rannsóknarstofnun vamarmála í Noregi og sem for- stöðumaður rannsóknarstofnunar alþjóðamála í Osló. Hann var tíður fyrirlesari og gestaprófessor við ýmsa háskóla og rannsóknastofnan- ir, einkum í Bandaríkjunum og Kanada. Frá upphafi stjómmálaferils síns var Johan Jörgen Holst náinn sam- starfsmaður Gro Harlem Brundt- land, leiðtoga norska verkamanna- flokksins og forsætisráðherra Nor- egs. Hann varð fyrst aðstoðarráð- herra 1976-79 en því næst varnar- málaráðherra 1986-89 og 1989-93. Þegar Thorvald Stoltenberg lét af störfum sem utanríkisráðherra Nor- egs til að taka að sér sáttasemjara- störf vegna borgarastyijaldarinnar á Balkanskaga, þótti Johan Jörgen sjálfsagður eftirmaður hans. Johan Jörgen var fyrir skömmu tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir árið 1994 vegna friðarfrum- kvæðis síns í Mið-Austurlöndum. Johan Jörgen Holst var tvíkvænt- ur. Seinni kona hans Marianne Hei- berg var jafnframt náinn samstarfs- maður hans við undirbúning friðar- samninganna í Mið-Austurlöndum. Jóhann Jörgen lætur eftir sig tvo syni og þijár dætur. Johan Jörgen Holst féll frá á há- tindi ferils síns. Það skarð, sem hann skilur eftir, verður vandfyllt. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. SSH hélt fund um jöfnun atkvæðisréttar Tíu sveitarstjómar- menn mættu til fundar SAMTÖK sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu héldu fund síðastlið- inn miðvikudag þar sem afgreiða átti ályktanir um jöfnun atkvæð- isréttar. Sveitarsijórnamenn á höfuðborgarsvæðinu eru 88 en aðeins mættu tíu tíl fundarins og því ekki unnt að afgreiða álykt- anirnar. Á fundinum var rætt um ann- marka núverandi kosningafyrir- komulags og hugsanlegar leiðir til jöfnunar atkvæðisréttar. Fram komu hugmyndir um að gera landið að einu kjördæmi, koma á einmennings- kjördæmum, eða koma á tvíþættu kosningafyrirkomulagi þar sem helmingur þingmanna yrði kosinn í allsheijarkjördæmi og hinn hlutinn í einmenningskjördæmum. Framsögumenn voru Þorkell Helgason prófessor, sem gerði grein fyrir núverandi kjördæmaskipan, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi, sem mælti fyrir einmenn- ingskjördæmi, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem mælti fyrir land- inu sem einu kjördæmi. Einnig voru gallborðsumræður þar sem Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalista, Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, Finnur Ingólfsson, Framsóknar- flokki, Gísli S. Einarsson, Alþýðu- flokki og Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi, gerðu grein fyrir afstöðu flokkanna og sinni eigin. Málið tekið upp í október Kom meðal annars fram að megin forsenda umræðna milli flokkanna um breytta kjördæmaskipan væri sú að fullt jafnræði héldist milli flokka og stjórnmálaskoðana eftir breyt- ingu. Eins og fyrr sagði reyndist ekki unnt að greiða atkvæði um til- lögurnar vegna fjarveru 78 sveitar- stjórnamanna og sagði Sveinn Andri Sveinsson, formaður SSH, að málið yrði tekið upp á fundi samtakanna í október. - Frumkvæði - Framkvæmdavilii - Árangur - Svein Andra i 5. sœti Kosningaskrifstofa Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa, Suóurgötu 7, er opin ómilli kl.9.00 og 24.00. Sjálfstæðismenn velkomnir. Stuóningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.