Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Tillögur „þríhöfðanefndar“ til sjávarútvegsnefndar og hagsmunaaðila Viðskipti með aflaheimild- ir fari fram á Kvótaþingi HEIMILT verður að færa aflamark á milli skipa í eigu sama að- ila, en öll viðskipti með aflamark á milli útgerða önnur en jöfn skipti verða að fara um opinn tilboðsmarkað, Kvótaþing, ef tillög- ur þær sem svonefnd „þríhöfðanefnd“ hefur sent frá sér verða að veruleika. Sú krafa verður gerð til Kvótaþings að kaupendur og seljendur viti ekki hveijir af öðrum, svo þeir geti ekki sam- mælst um undirboð. í tillögunum sem ríkisstjórn sendi sjávarútvegsnefnd í gær er lagt til að settur verði upp tilboðs- markaður, Kvótaþing, sem á að Valur Valsson bankastjóri ís- landsbanka segir að rekstraráætl- anir fyrir árið i ár, geri ráð fyrir áframhaldandi aðgerðum til að auka hagkvæmni og spara í rekstri. Þannig sé ráðgert að meðalstöðugildi á þessu ári verði 668, þannig að stöðugildum fækk- ar um nálægt 60 á þessu ári. Jafn- framt sé að því stefnt að heildar- rekstrarkostnaður lækki áfram og nemi lækkunin á þessu ári a.m.k. á milli 100 og 200 milljónum króna. Á liðnu ári voru þijú útibú ís- landsbanka sameinuð öðrum og hefur útibúum þá verið fækkað um 10 eða 25% frá árinu 1990, að bankinn tók til starfa. Að með- altali voru stöðugildi í íslands- Kærður fyrir brot gegn ungumpiltum RÚMLEGA þrítugur Reykvík- ingur hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum piltum. Piltamir tveir, sem maðurinn er sakaður um að hafa brotið gegn, eru 14 ára gamlir. Morgunblaðið fékk staðfest hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins að þangað hefði bor- ist áð kæra á hendur manninum og verið væri að vinna að rann- sókn málsins. Frekari upplýsingar um meint brot mannsins fengust ekki. annast viðskipti með allt það afla- mark sem flyst á milli skipa. Und- antekningar frá því eru að heimilt verður að færa aflamark á milli banka á liðnu ári 726, en það svar- ar til fækkunar um 71 stöðugildi frá árinu 1992. Frá árslokum 1989 til ársloka 1993 fækkaði starfs- fólki bankans um 21,6%. skipa í eigu sama aðila og leyfð eru skipti á jafnverðmætum afla- heimildum. Verður mat á jafnvirði kvótanna byggt á samtímaverði aflamarks á opinbera tilboðsmark- aðinum. Til að koma í veg fyrir undirboð er sú meginkrafa gerð til markaðsviðskiptanna að kaup- andi og seljandi viti ekki hver af öðrum þannig að þeir geti ekki sammælst um kaupin áður en þau eru gerð. Fyrirkomulag viðskiptanna verður með þeim hætti að seljandi kvóta tilkynnir Kvótaþingi um magn og lágmarksverð þeirra fisk- tegunda sem hann hefur ákveðið að selja af tiiteknu fiskiskipi. Kvótaþingið kannar hvort tilboðs- gjafinn hefur heimild til að ráð- stafa kvótanum og eins hvort afla- heimildimar séu fyrir hendi. Að öllum skilyrðum uppfylltum er til- boðið skráð. Sá sem óskar að kaupa afla- heimildir tilkynnir það til Kvóta- þings og tilgreinir magn, tegundir og verð og fyrir hvaða fiskiskip heimildimar era. Áður en tilboð er skráð kannar Kvótaþing meðal annars hvort skipið hefur aflahlut- deild af þeirri tegund sem um ræðir og að greiðslutrygging sé fyrirliggjandi. Viðskiptin eiga síðan að vera með líkum hætti og á Verðbréfa- þingi þannig að sá sem býður hæsta verðið fær fyrstur kvóta og þannig koll af kolli þar til kauptil- boð fer undir hæsta sölutilboð. Ef ekkert boð er jafnhátt eða hærra en lágmarksverðið sem seljandi hefur sett upp fyrir ákveðna teg- und fer engin sala fram. Þegar viðskiptin hafa farið fram sendir Kvótaþing tilkynningu til Fiski- stofu sem skrásetur flutning kvót- ans milli skipanna. Nefndin sem útbjó tillögurnar var skipuð af sjávarútvegsráð- herra í kjölfar setríingar bráða- birgðalaga vegna sjómannaverk- fallsins. Hlutverk hennar var að gera tillögur um hvernig koma mætti í veg fyrir að viðskipti með aflaheimildir hefðu óeðlileg áhrif á skiptakjör og einnig að undirbúa nauðsynlega löggjöf í þeim efnum. í nefndina vora skipaðir ráðuneyt- isstjórarnir Árni Kolbeinsson sem er formaður, Ólafur Davíðsson og Þorkell Helgason. Eldsvoði í Vill- ingaholtshreppi Heimilis- hundurinn gerði viðvart Selfossi. ELDUR kom upp í íbúðarhúsi að Kolsholti III í Villingaholts- hreppi laust fyrir kl. 22 í gær- kvöld. Heimilishundurinn gerði húsráðendum viðvart og náðu þeir að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á stað- inn. Eldsins varð vart þannig að lassie-hundur sem var í kjallaran- um opnaði dyr og kom upp í íbúð- ina. Þegar heimilisfaðirinn ætlaði með hann niður aftur þá gaus reykurinn á móti honum. Upptök hans vora í kyndingu í kjallaran- um. Húsráðanda tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum og urðu skemmdir mjög óverulegar. Slökkviliðið á Selfossi var kallað á staðinn en þegar það kom að hafði húsráðandi þegar ráðið niðurlögum eldsins. Slökkviliðs- menn gerðu því ekki annað en ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Að Kolsholti búa hjón með tvö börn og var farið með bömin yfir á næsta bæ á hlaðinu en í Kols- holti era þrír bæir. Sig. Jóns. ------» ♦ »---- Bankamenn ganga frá samningum SAMBAND íslenskra banka- manna hefur gengið frá lqara- samningum við bankana. Samn- ingurinn gildir til ársloka og er hliðstæður þeim samningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði undanfarna mánuði, hvað varðar ákvæði um láglaunabætur og orlofsuppbót. AHsheijarat- kvæðagreiðsla um samninginn fer fram 7. og 8. febrúar. Að auki er í samningnum ákvæði um aukinn uppsagnarfrest starfs- manna. Fresturinn lengist úr þrem- ur mánuðum í sex fyrir starfsmenn sem starfað hafa í tíu ár eða náð 45 ára aldri. Áður þurfti starfsmað- ur að uppfylla bæði skilyrðin til að hafa sex mánaða uppsagnarfrest, en nú eru rúmlega 100 bankamenn á atvinnuleysisskrá. Þá era í samn- ingnum ákvæði um aukna starfs- menntun bankamanna. Ákveðið var að Bankamannaskólinn hæfi starf- semi að nýju en hún hefur legið niðri undanfarin misseri og fær Samband íslenskra bankamanna nú aðild að rekstri skólans. Vetur konungur ræður ríkjum Morgunblaðið/Kristinn MIKIÐ vetrarveður gekk yfir landið í gær og áttu bílar víða í erfiðleikum. Allt innanlandsflug féll niður og má því segja að samgöngur hafi meira eða minna verið lamaðar. Þessi mynd sýnir vegfarendur í erfiðleikum á Suðurlandsvegi í gærdag, snjó skóf inn á vélar bifreiða, sem drápu á sér. Hagræðing og sparnaður í íslandsbanka hf. Rekstrarkostnaður 480 milljónum lægri en 1991 ÁRIÐ 1993 lækkaði rekstrarkostnaður íslandsbanka um 250 milljónir króna, miðað við árið 1992, eða um 7,7%. Á síðustu tveimur árum hefur rekstrarkostnaður samtals lækkað um 480 milljónir króna, þannig að árið 1992 lækkaði rekstrarkostnaður bankans um 230 milljónir króna, miðað við árið 1991. í dag Bosníudeilan____________________ Owen lávarður hyggst halda áfram friðarumleitunum í Bosníu 22 Mest verðbólga 1983_____________ Verðbólga náði sér á skrið fyrir um 20 árum, náði hámarki 1983, varð þá 84%, en hefur hjaðnað jafnt og þétt síðan 24-25 Vilji löggjafans Innlendur vettvangur um laga- ákvæði varðandi innflutning land- búnaðarafurða 25 Leiðari Niðurstaða Hæstaréttar 24 ogÞriíinn lcika 14hlutverk IHorQimXitnbíb Lesbók Menning/Listir ► Þjóðernishyggja, alþjóða- ^ Magnús Pálsson myndlistar- hyggja og Evrópa - Hóladóm- maður - Af tónleikum Kammer- kirkja: Ein brann en tvær fuku - músfkklúbbsins, söngtónleikum Kúba, fögur og framandi - Co- og gítartónleikum - L.A. frumsýn- usteau, rannsakari hafdjúpanna ir Barpar - Sýning á Sóloni Grunaðir um að stela varahlutum vamarliðs ÞRÍR íslenskir starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa undanfarið verið yfirheyrðir vegna gruns um að þeir hafi stolið varahlutum í bíla frá hernum. Málið mun ekki hafa reynst eins alvar- legt og í fyrstu var talið, en þó þykir ljóst að varahlutum hafi verið stolið í einhverjum mæli undanfarin ár. Bifreiðir varnarliðsins eru all- flestar sendar út fyrir vallarsvæðið til viðgerða. Grunur kom upp um að starfsmenn hefðu ýkt bilanir og látið varnarliðið kaupa varahluti, sem engin þörf var fyrir. Varahlut- ina hafi menn svo nýtt í eigin þágu. Varnarliðið rannsakaði málið sjálft í fyrstu, en óskaði síðan eftir því að rannsóknarlögreglan á Kefla- víkurflugvelli tæki við rannsókn þess, þar sem íslenskir starfsmenn áttu í hlut. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er málið ekki talið eins alvarlegt og heryfirvöld höfðu ætlað. Óskar Þórmundsson, yfirlög- regluþjónn, sagði að rannsókn málsins hefði staðið yfir undanfarn- ar tvær vikur, en eftir helgina skýrðist hvenær eða hvort málið yrði sent ríkissaksóknara til ákvörð- unar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.