Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 Sýknaðir af ákærum um svik og skjalafals HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær þijá menn, þar á meðal Jón Magnússon hæstaréttarlögmann, af ákæru um umboðssvik og mis- notkun skjals, tilraun til fjársvika og hlutdeild í þeim brotum. í niður- stöðum dómsins segir að skýrt hafi komið í Uós að grundvöllur opin- berrar rannsóknar og ákærunnar í málinu hafi verið veikur. Upphaf málsins var það að lög- vegar og virðist það einkum stafa fræðingur Málningar hf. lagði fram kæru á hendur kaupmanni í Reykja- vík fyrir meðferð á veðskuldabréfi. í kærunni sagði að kaupmaðurinn hafi árið 1986 fengið að hagnýta sér lánsrétt fyrirtækisins í verslunarl- ánasjóði og í því skyni hafi fyrirtæk- ið gefið út veðskuldabréf fyrir 5 milljónir króna sem maðurinn hafi áritað og veðsett fasteign sína til tryggingar á og síðan fengið lánsféð í eigin hendur. Bréfíð hafi farið í vanskil og maðurinn leyst það til sín fyrir 11 milljónir króna í september 1992 og selt það þriðja manni fyrir 2 milljónir og jafnframt leyst fast- eign sína úr veðböndunum. Síðan hafi hæstaréttarlögmaður reynt að innheimta 11 milljónir króna út á bréfið hjá Málningu, án þess að bréfið veitti raunverulega kröfu á hendur Málningu. Hæstaréttarlög- maðurinn hafi hafnað kröfu um að afhenda fyrirtækinu bréfið að nýju heldur stefnt Málningu í nafni fyrr- greinds kaupanda kröfunnar. Óskaði lögfræðingur Málningar eftir því að við rannsókn málsins yrði upplýst um þátt þess manns og hæstaréttar- lögmannsins í málinu og þá hvort þeir væru með refsiverðum hætti að reyna að hafa fé af Málningu. Eftir lögreglurannsókn höfðaði ríkissaksóknari opinbert refsimál gegn mönnunum þremur; kaup- manninum, þeim sem sakaður var um að hafa keypt af honum kröfuna og Jóni Magnússyni, hæstaréttarlög- manni en hann var sakaður um hlut- deild í svikum hinna. Ekkert kom fram sem studdi ákæruna Í dómi Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara er rakin framburður hinna ákærðu og ýmissa vitna. í nið- urstöðum dómarans segir að ekkert hafí komið fram í málinu sem styðji fullyrðingar í ákæruskjali um að stjóm Málningar hafi heimilað kaup- manninum að nýta lánsrétt félagsins hjá Verslunarlánasjóði í þeim til- gangi að ráðstafa fjárhæðinni til greiðslu á skuld einkafyrirtækis hans. Þvert á móti sé sannað að sótt hafi verið um lánið vegna nýbygging- ar kaupmannsins og samið hafi verið um það munnlega að til þeirrar bygg- ingar hafi lánsféð átt að renna. Fram kemur í niðurstöðum dómar- ans að ekki hafi verið staðið sem skyldi að samskiptum og samningum milli kaupmannsins og verslunar hans annars vegar og Málningar hins af persónulegum tengslum þess fólks er hlut átti að máli. Sá sem kærði þekkti ekki bakgrunn málsins „Þessir samskiptaörðugleikar og dráttur [...] á fjárhagsuppgjöri þess- ara aðila er að mati dómsins veikur grunnur til að byggja á ákæru eftir að annar málsaðilinn kærði til lög- reglu. En hvorki með kærunum né síðar voru lögð fram skjöl eða önnur gögn sem eru til þess fallin að renna stoðum undir staðhæfingar í ákæru- skjalinu um að samskipti og athafnir [kaupmannsins] sem lýst er í ákæru- skjalinu séu saknæmar. Hins vegar virðist ljóst [...] að um tvö mál er að ræða, annars vegar umdeilt upp- gjör vegna viðskiptaskuldarinnar og hins vegar uppgjör vegna þess að [kaupmaðurinn] fékk ekki lánsféð í hendur eins og honum hafði verið lofað og samið var um,“ segir í dóm- inum. Síðan segir að athygli veki að lög- fræðingur Málningar, sem lagði fram kærubréf þau sem hleyptu rannsókn málsins af stað, hafí ekki vitað um ýmis atríði í bakgrunni málsins, þar á meðal til hvers lánið hafi átt að ganga og hvort fyrirtækið eða kaup- maðurinn fékk lánsfjárhæðina f hendur. „Grundvöllur opinberu rannsókn- arinnar var þannig veikur og í raun ákærunnar einnig og hefur þetta að mati dómsins komið skýrar í ljós við dómsmeðferð málsins," segir í dómi Héraðsdóms. Um ákærur yfir kaupanda skulda- bréfsins og hæstaréttarlögmannin- um segir í dóminum að ekkert sé komið fram sem gefi til kynna að kaupandinn hafi þekkt hvernig sam- skiptum kaupmannsins og Málningar hafí verið háttað eða að hann hafí vitað að kaupmaðurinn hafí ekki átt kröfu á fyrirtækið samkvæmt skuldabréfínu. Rakið er að lögmaður- inn og kaupandinn hafi í sameiningu ákveðið að öllum vörnum skyldi hleypt að í einkamáli því sem höfðað var gegn Málningu til innheimtu bréfsins og þar sem fulltrúi lög- mannsins veitti bréfinu viðtöku til innheimtu frá kaupandanum telur dómurinn sannað að lögmaðurinn hafí enga vitneskju haft um skulda- bréfíð og/eða hugsanlegan ágreining vegna þess fyrr en lögfræðingur Málningar hafði samband við hann eftir sendingu innheimtubréfs frá fulltrúa á lögmannsstofunni. Ekkert var saknæmt við viðskiptin Ekkert gefí til kynna að hæstarétt- arlögmaðurinn hafí þá vitað um það hvemig viðskiptunum hafí verið hátt- að, „en svo sem lýst er hér að fram- an var ekkert saknæmt við þau við- skipti,“ segir í dóminum. Síðan er rakið að lögmaðurinn sé ákærður fyrir að hafa fylgt eftir innheimtutil- raunum eftir að hafa fengið upplýs- ingar frá lögfræðingi Málningar um að kaupmaðurinn sjálfur en ekki Málning væri hinn raunverulegi skuldari frá upphafi. Dómarinn segir að mótbámr lögfræðings Málningar hafí ekki getað verið þess eðlis að hæstaréttarlögmaðurinn hafí á þeim forsendum mátt vita að kaupmaður- inn væri hinn raunverulegi skuldari. Þessi ályktun af þeirri staðreynd hvað lögfræðingur Málningar vissi lítið um sjálfan bakgrunn útgáfu skuldabréfsins og hvað hann hafði fengið litlar upplýsingar frá forsvars- mönnum Málningar hf. Áfrýjun við dómsuppkvaðningu Sakbomingarnir þrír vora því allir sýknaðir af ákæram og veijendum þeirra dæmd samtals 675 þúsund króna málsvamarlaun úr ríkissjóði. Við uppkvaðningu dómsins lýsti ákæravaldið yfír áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Júlíus Göte Magnússon sendiherra Svía sæmir Atla Heimi Sveinsson orðunni við athöfn í sendiráðinu í gær. Atli Heimir Sveinsson sæmdur sænskri orðu ATLI Heimir Sveinsson tónskáld hefur verið tilnefndur af Karli Gustav Svíakonungi til riddara Hinnar konunglegu norðurstjörnuorðu, I. gr. Sendiherra Svíþjóðar, Göte Magnússon, afhenti Alta Heimi Sveinssyni riddaramerkið við hádégisverð í sendiráðinu föstudaginn 21. janúar sl. Atli Heimir Sveinsson hlýtur orð- una fyrir framlag sitt til samvinnu á tónlistarsviðinu milli Svíþjóðar og íslands. Verk hans hafa m.a. verið flutt í Gautaborg af dómorganistan- um Henrik Janson og í Norrköping af sinfóníuhljómsveitinni þar. Harin hefur samið verk fyrir Maros ens- amblen og unnið með Ríkiskonserter og Fílharmoníuhljómsveitinni í Stokkhólmi. Konunglega norðurstjörnuorðan var stofnuð árið 1748 af Friðriki I. konungi. Hún er nú aðeins veitt er- lendum ríkisborguram. Stjóm Stéttarsambands bænda um afleiðingar dóms Hæstaréttar Búvörulög takmarka ekkí ínnflutningmn Athugum hvar lagasetningin brást, segir Egill Jónsson EGILL Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, hefur ákveðið að kalla nefndina saman kl. 8 á mánudagsmorgun til að fara yfir dóm Hæstaréttar í skinkumálinu og segir hann að að meta þurfi hvað hafi brugðist í lagasetningu Alþingis í desember þegar samþykktar voru breytingar á búvörulögunum. í ályktun sem stjórn Stéttarsambands bænda hefur sent frá sér, segir að samkvæmt dómi Hæstaréttar séu forsendur búvörusamningsins brostnar og ekki unnt að takmarka inn- flutning landbúnaðarvara eftir ákvæðum búvörulaganna. Egill segist hafa leitað álits sér- fræðinga á því í desember hvort breytingarnar á búvöralögunum, sem þá vora samþykktar, tryggðu að for- ræði innflutningsmála væra hjá land- búnaðarráðherra og að takmörkun á innflutningi búvara yrði óbreytt þótt Hæstiréttur kæmist hugsanlega að þeirri niðurstöðu að innflutningur Hagkaups á skinku í haust væri heimill. „Það var mat hinna fróðustu manna sem ég leitaði til að þótt Hæstaréttardómurinn félli á þennan veg myndi breytingin á lögunum taka af öll tvímæli um þetta. Nú liggja fyrir í umræðunni miklar efasemdir um það og í ljósi þess hlýtur málið að verða skoðað," sagði hann. Sinfóní uhlj óms veit æskunnar og Zukofsky eftir Atla Heimi Sveinsson Það var einkennilegt að hlusta á Sinfóníuhljómsveit æskunnar spila án Zukofskys þann 14. janúar sl. Svo nátengt er nafn hans starfi hljómsveitarinnar. Þetta voru þokkalegir tónleikar, en heldur ekki meira. Sá árangur, sem náðist kann að nægja einhverj- um, en ekki nærri öllum. Ekki var um framför að ræða, allt líkt og áður, en tæplega þó. Christofer Adey er góður stjómandi, en hann hafði ekkert nýtt, né ferskt, fram að færa. Við eigum alveg eins góða stjórnendur hér heima, og hvers vegna þá að leita langt yfír skammt? Það vantaði smitandi eld- móð og andlegt gneistaflug Zukof- skys. Það heyrðist greinilega og viðbrögð áheyrenda voru eftir því: moðvolg. Ef gestastjómendur hafa „Zukofsky á hér trygga aðdáendur. Við mælumst til að hann verði fenginn hingað, til að taka við stjórnar- taumunum á ný.“ ekkert áður ósagt fram að færa, eru þeir ónauðsynlegir. Við getum fengið hingað fjölda manna á borð við Adey. Sagan mun bara endur- taka sig. Miðlungsmennskan vinn- ur á, snilldin verður á ur.danhaldi. Það er ég ekki ánægður með. Hvar er til ráða?, Það eitt að fá Zukofsky hingað aftur. Honum gekk nefnilega prýðilega að starfa hér. Krakkamiryora him- inlifandi, elskuðu hann. Áheyrend- ur stórhrifnir. Verkefnaval var metnaðarfullt og spennandi. Framfarir stórstígar. En svo kom stjórn sem misskildi hlutverk sitt: 'vildi stjóma listinni í staðinn fyrir að þjóna henni, þá fór allt upp í loft. Svo fór kjaftagangurinn um Zukofsky af stað, en’ í smábæ er hann skætt vopn í höndum þeirra, sem æfðir era að beita því. Við þekkjum þetta um þessar mundir, þegar prófkjörsfaraldur gengur yfir borgina, og kosninga- skjálfti er í algleymingi. Margir eru snillingar í rógburði án þess að vita það. Enginn hélt því fram að Sukof- sky væri ekki nógu góður. Þvert á móti: hann var kannski of góður. Enginn hélt því fram að hann segði ósatt eða væri undirförull. Þvert á móti: hann var hreinskilinn og sagði sannleikann umbúðarlaust. Zukofsky á hér trygga aðdáend- ur. Við mælumst til að hann verði fenginn hingað, til að taka við stjómartaumunum á ný. Annars mun Sinfóníuhljómsveit æskunnar Atli Heimir Sveinsson staðna. Þá munu krakkamir missa áhugann og áheyrendur hverfa. Þegar framfarir verða engar í list- inni, tekur stöðnun við, loks aftur- för. Lágkúran mun verða alls ráð- andi og listin flýr annað. Það verð- ur að hindra. Höfundur er tónskáld. Egill vildi ekki fullyrða hvort nauð- synlegt væri að breyta lögunum en sagði augljóst, að hafi Alþingi orðið á við lagasetninguna, yrði að taka það til athugunar. „Þá er sérstaklega nærri landbúnaðarnefnd Alþingis höggvið því að hún hafði forræði málsins í Alþingi og ber ábyrgð á þessum texta eins og um hann var fjallað á Alþingi,“ sagði Egill. Egill sagði aðspurður að áform Bónuss um innflutning kalkúnalæra á næstunni væru ekki samrýmanleg þeim ásetningi sem hafí falist í af- greiðslu laganna á Alþingi. „Ég mun Ieggja mig fram um það þegar þing kemur saman aftur að við náum valdi á hvað hefur bragðist í þessari lagasetningu. Það liggur alveg fyrir að með þessum lagabreytingum vor- um við að færa innflutningsmálin í þetta alþjóðlega umhverfí GATT og EES, en við voram ekki að breyta landbúnaðarpólitíkinni með það fyrir augum að allur innflutningur yrði frjáls,“ sagði Egill. Alþingi bæti úr með lagasetningu í ályktun stjórnar Stéttarsam- bands bænda á fimmtudag vegna dóms Hæstaréttar í skinkumálinu segir: „Hinn 11. mars 1991 gerði Stéttarsamband bænda búvörasamn- ing við ríkisvaldið, sem í 9. gr. kveð- ur á um að forsenda samningsins sé að reglum verði ekki breytt eða ákvarðanir teknar um innflutning búfjárafurða þannig að teflt verði í tvísýnu því jafnvægi og þeim árangri sem stefnt er að í samningnum. Með breytingu á lögum um inn- flutning hinn 17. nóvember 1992 hefur 9. gr. búvörusamningsins tví- mælalaust verið brotin, þar sem laga- breytingin felur í sér að ekki er unnt eftir ákvæðum búvörulaga að tak- marka innflutning landbúnaðarvara, skv. nýföllnum dómi Hæstaréttar. Samkvæmt dómi Hæstaréttar eru því forsendur búvörusamningsins brostnar og skorar stjóm Stéttar- sambands bænda á Alþingi að bæta úr því með lagasetningu nú þegar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.