Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Niðurstaða Hæstaréttar Hæstiréftur hefur hnekkt nið- urstöðu héraðsdóms frá 25. október sl. í hinu svonefnda skinkumáli, sem Hagkaup höfð- aði á hendur stjórnvöldum vegna þess, að fyrirtækinu var bannað að selja soðna skinku og ham- borgarhrygg, sem fyrirtækið hafði flutt til landsins. í undir- rétti var ríkisvaldið sýknað af kröfum Hagkaupsmanna en dómur Hæstaréttar var sá, að Hagkaup hafi átt rétt á að flytja þessar vörur inn í landið. Þar með er staðfestur sá skiln- ingur, sem Hagkaupsmenn lögðu í ákveðnar lagabreytingar, sem gerðar voru á Alþingi síðla árs 1992. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Friðrik Soph- usson, fjármálaráðherra, að þessi niðurstaða Hæstaréttar væri í samræmi við álit ríkislög- manns, sem fjármálaráðherra hafði undir höndum sl. haust, þegar mál þetta kom upp en þá vildi ráðherrann ekki skýra opin- berlega frá því hver skoðun ríkis- lögmanns væri í þessu álitamáli. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, taldi í samtali við Morgunblaðið í gær, að dómur Hæstaréttar þýddí, að innflutn- ingur væri enn heimill á þessum vörum, þrátt fyrir lagabreyting- ar á Alþingi í desember, sem Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, taldi hins vegar frá- leitt í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði, að lögin frá því í desember tækju af allan vafa í þeim efnum. Af fyrstu við- brögðum ráðherra að dæma í fyrradag er skoðanamunur um þetta atriði á milli ráðherra Sjálf- stæðisflokks og ráðherra Al- þýðuflokks, en hinir síðarnefndu hafa túlkað niðurstöðu Hæsta- réttar á sama veg og forstjóri Hagkaups. Það er af hinu góða, að endan- leg niðurstaða er fengin í því deilumáli hvernig túlka beri hin umdeildu lög, sem svo hart var deilt um sl. haust. Niðurstaða Hæstaréttar er auðvitað endan- ieg, þótt löggjafarvaldið geti að sjálfsögðu breytt lögum í fram- haldi af þeirri niðurstöðu. Það er fagnaðarefni út af fyrir sig, að starfsemi dómstóla skuli kom- in í þann farveg hér, að deilu- mál af þessu tagi, sem upp koma, fá svo skjóta meðferð bæði í undirrétti og Hæstarétti. Þegar mál þetta kom upp sl. haust voru deilur á milli stjórnar- flokkanna og einstakra ráðherra svo harðar, að þær sköðuðu ríkisstjórnina verulega. Morgun- blaðið komst að þeirri niðurstöðu í forystugrein hinn 21. septem- ber sl. að tímabært væri, að „ráðherrarnir komi sér annað hvort saman um hvaða lög og reglur gildi á þessu sviði eða beiti sér fyrir úrskurði dómstóla um það“. Nú skiptir verulegu máli, að í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar verði sátt í ríkis- stjórninni um framhaldið og að ekki komi til áframhaldandi deilna um það, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Raunar á það við um málefni landbúnaðarins í heild, að það er nauðsynlegt að þoka þeim málum í þann farveg, að sæmi- leg sátt geti ríkt í landinu um landbúnaðarstefnuna, bæði að því er varðar samdrátt og niður- skurð í landbúnaði, sem er orðinn verulegur og einnig vegna inn- flutnings á búvöru erlendis frá, sem er fyrirsjáanlegur í kjölfar aðildar okkar að Evrópska efna- hagssvæðinu og þátttöku í GATT. Deilur um landbúnaðinn hafa staðið ácatugum saman og á stundum verið mjög hatrammar. Það þjónar litlum tilgangi að halda þeim áfram endalaust. Það er tímabært að þjóðin virði það við bændur, að þeir hafa sjálfir staðið að gífurlegum niðurskurði í landbúnaði, þótt kostnaður við hann sé enn alltof mikill. Það er tímabært að bændur horfist í augu við breytta tíma að því leyti til, að einhver innflutningur landbúnaðarvara er augljóslega á næsta leiti. Það getur ekki leitt til sáttar um þessa veigamiklu atvinnugrein að mestu öfga- menn í hópi bænda ráði ferðinni og það getur heldur ekki leitt til sátta, að mestu öfgamenn í hópi þeirra, sem vilja nánast óheftan innflutning landbúnað- arvara ráði ferðinni. Alþýðuflokksmenn hafa í ára- tugi verið fremstir í flokki þeirra, sem krafizt hafa breytinga á landbúnaðarstefnunni. Þeir hafa hins vegar orðið að horfast í augu við það, að eindreginn stuðningur þeirra við innflutning þeirra búvara, sem um var deilt sl. haust hefur bersýnilega ekki orðið til þess að auka kjósenda- fylgi flokksins. Sjálfstæðismenn hafa í áratugi verið helztu mál- svarar þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið í landbúnaðarmálum, ásamt Framsóknarflokknum. En Sjálfstæðismenn hafa líka orðið að finna leiðir til þess að sam- ræma landbúnaðarstefnu flokks- ins þeim grundvallarþætti Sjálf- stæðisstefnunnar, sem snýr að frelsi í viðskiptum þ.á m. í inn- flutningi. Af þessum sökum verður að gera ráð fyrir, að stjórnarflokk- arnir sameinist um þá lausn, sem tryggir frið um landbúnaðinn og samkeppnismál hans enda skammt í að einhver innflutning- ur búvara hefjist í samræmi við þá alþjóðasamninga, sem við höfum gerzt aðilar að. Verður engin verðbólga á þessu ári? Verðstöður eða kyrrt verðfar ÍSLENDINGAR þekkja varla það ástand að verðlag sé svo stöðugt á löngum tíma að verðbólga mælist ekki. Nú spáir Seðlabankinn því að verðlag á þessu ári verði nánast stöðugt og þegar skrifa átti frétt um þetta í Morgunblaðið á miðvikudag fannst ekkert orð í íslensku máli sem lýsti þessu ástandi á sama hátt og verðbólga lýsir verðlags- hækkun og verðhjöðnun verðlagslækkun. Þegar þetta var rætt á ritstjórn blaðsins varð til orðið verðstöður sem síðan var notað í frétt á baksíðu blaðsins á fimmtudaginn. Orðið verðstöður er í kvenkyni og fleirtölu og beygist á eftirfarandi hátt: verðstöður-verðstöður-verð- stöðum-verðstaðna. Orðið er hlið- stætt orðinu sólstöður sem lýsir því þegar sól er í lág- eða hápunkti og dag tekur aftur að lengja eða stytta. Orðanefnd hagfræðinga ræddi þetta mál í vikunni. Að sögn Hall- gríms Snorrasonar hagstofustjóra og formanns nefndarinnar lagðist orðið verðstöður misjafnlega í nefndar- menn. Sumir hefðu talið það gott og gilt og líklegt til að festast í málinu en aðrir hefðu talið að rök skorti fyrir notkun orðsins. Ef verð- stöður væru hliðstæðar sólstöðum, þá leiddi það af sér að verð hlyti að hækka eða lækka aftur eins og sólin á lofti en það væri ekki algild regla. Verðkyrrð og verðfar Hallgrímur sagði að sér fyndist orðið verðkyrrð betra; það þýddi að verðlag væri kyrrt. Hann sagði, að orðanefnd hagfræðinga hefði búið til orðið verðfar fyrir tveimur árum, sem væri hliðstætt orðinu veðurfar. Þá væri hægt að tala um ókyrrt verðfar eða kyrrt verðfar eins og nú ríkti, óhagstætt verðfar og hagstætt verðfar. Hailgrímur sagði að í erlendum málum væri yfirleitt talað um stöð- ugleika t verði, til dæmis price stabi- lity á ensku eða stabila priser á sænsku, en íslenska orðið verðstöð- ugleiki væri varla nothæft. Sama gilti um verðstöðnun, sem bæri í sér neikvæða merkingu og verðstöðvun fæli í sér valdboð. Verðbólgan 1993 til 1994 Mánaðarbreyting lánskjaravísitölu Verðbólgan á heilu ári hér á landi varð mest 84% árið 1983 VERÐBÓLGA á heilu ári hefur hérlendis mest mælst rúm 84% á mælikvarða framfærsluvísitölu árið 1983. Síðan hefur dregið jafnt og þétt úr verðbólgu og nú gerir Seðlabankinn ráð fyrir því að lánskjaravísitalan í upphafi næsta árs verði nánast sú sama og nú, ef forsendur um óbreytt laun, óbreytt gengi o.fl. standist. Hér á landi náði verðbólgan sér á skrið fyrir um 20 árum og frá 1973 til 1979 varaðjafnaði 30-45% verðbólga á mælikvarða fram- færsluvístölu. Hámarki háði verð- bólgan árið 1983 og hækkaði fram- færsluvísitalan um 84,3% en láns- kjarvísitalan hækkaði aðeins minna eða um 79% Síðan hefur dregið jafnt og þétt úr verðbólgunni eins og sést á meðfýlgjandi mynd. Verðbólgan á síðasta ári var 2,4% að meðaltali á mælikvarða lánskjaravísitölu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sveiflaðist verðlag talsvert í kjölfar tveggja gengisfellinga, þeirrar fyrri í nóv- ember 1992 og þeirrar síðari í júní 1993. í nýrri verðbólguspá Seðla- bankans er gert ráð fyrir að lán- skjaravísitala hækki aðeins um 0,33% á næstu 12 mánuðum. Vagnstjórar vilja vera áfram í Starfsmannaféiagi Reykjavíkur Möguleikar kannaðir á inn- göngu vagnstjóra í Dagsbrún VAGNSTJÓRAR lyá SVR hf. telja það koina skýrt fram í dómi Félags- dóms, sem dæmt hefur boðaða vinnustöðvun þeirra ólögmæta, að þeir geti verið áfram félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og það ætla þeir sér að vera, að sögn Bjargar Guðmundsdóttur fyrsta trúnaðar- manns vagnstjóra. Sjöfn Ingólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir að lagt verði fyrir aðalfund þess í mars að gera nauðsynlegar breytingar á lögum félagsins til að það geti farið með samn- ingamál fyrir vagnstjórana, en þessa dagana er þó verið að kanna mögu- leika á því að þeir geti orðið félagar í Verkamannafélaginu Dagsbrún. Björg sagði í samtali við Morgun- blaðið að Félagsdómur hefði alls ekki dæmt Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar óhæft til að hafa vagnstjóra hjá SVR hf. sem félagsmenn þótt fé- lagið væri á þessu stigi ekki hæft til að annast kjarasamninga fyrir þá. „Við erum því félagsmenn innan starfsmannafélagsins enn þann dag í dag og ætlum að vera þar áfram. Eins og staðan er í dag þá erum við að skoða okkar möguleika og hvað er í sigtinu hveiju sinni, en hvað mér sjálfri viðvíkur þá fer ég ekki í Sleipni. Við höfum gengið fram í þessu máli með lagalegu hliðina með okkur og ekki flanað að neinu, þannig að okkur ligg- ur ekkert á,“ sagði hún. Sjónir beinast að Dagsbrún Sjöfn Ingólfsdóttir sagði að með dómi Félagsdóms væri í raun og veru búið að taka af Staffsmannafélagi Reykjavíkurborgar lögformlegan rétt til að koma fram fyrir hönd vagnstjóra í kjaramálum, en hins vegar væri félagið reiðubúið til að aðstoða þá. Hún sagði að í ljós hefði komið að sjónarmið Dagsbrúnar í þessu máli væru ólík þeim sem fram hefðu komið hjá Alþýðusambandi íslands og því beindust sjónir manna þangað um þessar mundir. Deila milli Dagsbrúnar og ASÍ Síðastliðinn fimmtudag ræddi Sjöfn ásamt Ögmundi Jónassyni formanni BSRB málefni vagnstjóránna við Guð- mund J. Guðmundsson formann Dags- brúnar. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að nokkuð hörð deila hefði komið upp milli Dagsbrúnar og ASÍ vegna sameiginlegs undir- skriftalista frá VSÍ og ASÍ, sem lagður hefði verið fram áður en mál vagnstjóranna kom fyrir Félagsdóm. Þar hefði því verið lýst yfir m.a. í nafni Dagsbrúnar, sem þó hafi ekki skrifað undir yfirlýsinguna, að aðilar væru sammála um að forgangsrétt- arákvæði í kjarasamningum ASÍ og aðildarfélaga þess tækju til starfs- manna SVR með sama hætti og ann- arra starfsmanna aðildarfyrirtækja VSÍ. „Þetta var lagt fyrir Félagsdóm og þá er eiginlega alþýðusambandið orðið aðili að þessu máli. Okkar afstaða er sú að þarna sé deila upp risin, en við viljum ekki vera aðili með vinnuveit- endasambandinu í þessu og teljum að við afsölum okkur engum rétti þó að við séum þarna ekki aðilar að og þetta sé annað stéttarfélag. Það hefur aldr'A verið háttur Dagsbrúnar að reyna að hagnýta sér einhveija erfiðleika sem þeir standa í og frekar aðstoða þá.“ Ekki teknir inn með valdboði Guðmundur sagði ljóst að hugur væri í mörgum vagnstjórum að ganga í Dagsbrún en ekki Sleipni, sem sé lítið og veikt félag. „Við höfum lýst yfir að við séum reiðubúnir að ræða við þá, en við tök- um þá ekki inn með nauðung eða vald- boði. Mér segir svo hugur að þetta hjá Dagsbrún, en þarna er verið að ræða um rösklega 100 manns. Við viljum ekki gefa þeim nein fyrirmæli um í hvaða félag þeir eigi að fara, en ef þeir koma hingað inn þá gerum við allt mögulegt til að aðstoða þá,“ sagði Guðmundur. Ráðstefna verk- o g tæknifræðinga um gerð ganga undir Hvalfjörð Erlend lán fjármagni 62% af kostnaði við Hvalfjarðargöng Morgunblaðið/Júlíus Hvalfjarðargöng rædd HALLDÓR Blöndal, samgöngumálaráðherra, ávarpar ráðstefnu Tæknifræðingafélags íslands og Verkfræð- ingafélags íslands sem haldin var í Rúgbrauðsgerðinni í gær. ERLENT bankalán sem skiptist jafnt í bandaríska dali og þýsk mörk myndi fjármagna stærstan hluta áætlaðra Hvalfjarðarganga eða um 62-63% af heildarkostnaði. Þetta kom fram í máli Erlends Magnússonar, framkvæmdastjóra hjá Nomura Bank Int. í Lundúnum, sem er fjármálaráðgjafi Spalar hf., á ráðstefnu um Hvalfjarðargöng sem haldin var í gær á vegum Tæknifræðingafélags Islands og Verkfræðingafélags íslands. Afla á 34% af fjármagni með því að bjóða út vísitölutryggð víkjandi skulda- bréf til innlendra stofnfjárfesta og 4% með hlutafé. Beitt er þeirri fjár- mögnunaraðferð í fyrsta skipti hér- lendis að stofna sérstakt fyrirtæki um byggingu og reksturs Hval- fjarðarganga sem síðan yrði lagt niður eftir að fjárfestar hafa feng- ið fé sitt til baka með viðeigandi vöxtum. Erlendur sagði að 6-8 bankar muni taka þátt í láninu og sé gert ráð fyrir að einn íslenskur banki verði þar á meðal og verði það í fyrsta skipti sem hérlendur banki taki þátt í alþjóðlegri lánveitingu sem nokkrir bankar sam- einast um. Hann sagði erfitt að fá erlenda banka til að veita lán til lengri tíma en 10 ára til íslands, þar sem auk óvissuþáttar við gerð neðansjáv- arganga sýni lánsmat banka að landið er fámennt, atvinnulíf einhæft, sjávar- útvegur á í erfíðleikum um allan heim og langtíma lánsmat íslands sé næst- lægsta lánsmat innan EES. Hann seg- ir að íslenskar skattareglur séu mjög óhagstæðar fjármagnsfrekum fjár- festingum, þar eð fyrirtæki geti ekki nýtt sér uppsafnað tap til frádráttar frá tekjuskatti nema í fimm ár. Því sé brýnt að lánsfé í fjármögnun sé í hámarki og að teygja lánstímann eins langt fram á við og unnt er. Komi víkjandi skuldabréf því að miklu gagni. Tryggingar fáanlegar Guðlaugur Hjörleifsson, verkefna- stjóri Spalar hf., sagði að athuganir sem gerðar hafi verið í desember sl. leiði í ljós að fáanlegar séu tryggingar á þeim áhættuþáttum sem fjórir verk- takahópar, sem hafa óskað eftir að fá útboðsgögn send til sín í febrúar nk., hafa haft áhyggjur af. Lengd ganganna á að vera 5,8 km og eigi þau að liggja 160 m undir yfírborði sjávar. Gert er ráð fyrir að umsamin arðsemi verði náð á 18 árum með vegagjaldi og gangi gögnin þá til ríkis- ins án nokkurrar greiðslu af hálfu þess. I erindi Jóns Rögnvaldssonar, að- stoðarvegamálastjóra, kom fram að í lágmarksspá um umferð um hugs- anleg Hvalfjarðargöng er gert ráð fyrir að hún aukist úr um 1.250 bílum á sólarhring árið 1989 í um 1.670 bíla á sólarhring árið 2025, en í há- marksspá að umferðin árið 2025 gæti orðið um 3.500 bílar á sólarhring. í samsvarandi spá norska ráðgjafarfyr- irtækisms Asplan, sem Spölur hf. fékk til að áætla umferð og arðsemi fram- kvæmda, er gert ráð fyrir að árið 2025 muni um 2.150 bílar fara um Hvalíjarðargöng á sólarhring. Jón sagði vert að hafa í huga þegar þess- ar tölur eru skoðaðar, að þróun um- ferðar um þetta svæði skipti höfuð- máli fyrir fjárhagslega afkomu fyrir- tækis sem fá á tekjur sínar með inn- heimtu vegagjalds. Jarðgöng í Hvalfirði eru að flestu leyti miðuð við neðansjávargöng í Noregi og gerð er krafa um að nota norska staðla, auk þess sem mestöll þekking undirbúningsaðila er sótt þangað, sagði dr. Hreinn Halldórsson, yfiijarðfræðingur Vegagerðar ríkis- ins. Kostnaðaráætlun sé þó nokkuð hærri en fyrir sambærileg göng í Noregi vegna óvissuþátta og reynslu- leysis af gerð neðansjvávarganga hér- lendis. Hann segir bergið sem áætlað er að göngin myndu liggja gegnum sé mjög þétt og með tilliti til vatns- leka ætti bergið að vera mun þéttara en t.d. í Vestfjarðagöngum. í erindi Trausta Valssonar, skipu- lagsfræðings, um líkleg áhrif Hval- fjarðarganga á byggðaþróun segir að vegakerfíð stjórni byggðaþróun og eigi vegakerfið að þjóna framtíð- arþörfum í byggðaþróun. Trausti kveðst sjá fyrir sér í náinni framtíð nýtt búsetuform sem hann kaliar „tvö- falda búsetu", þar sem fjölskyldur eigi íbúð í þéttbýli og bústað til dvalar allt sumarið og stöku sinnum að vetr- arlagi. í þessum nýju bústaðabyggð- um, sem hann nefnir dreifbýlisborgir, myndu tugþúsundir búa og kalla á víðtæka þjónustu heimamanna. Hann nefndi sumarbústaðabyggðir í ná- grenni borgarinnar og fyrir austan fjall og kvaðst telja að þróunin yrði sú að samsvarandi byggðir stefni einn- ig norður á bóginn og sé gerð Hval- fjarðarganga lykillinn að upphafi slíkrar þróunar, ásamt lagningu Vest- urlandsvegar yfir Elliðarárvog, Leiru- vog og Kollafjörð sem stytti leiðina norður og vestur í land um 9 km til viðbótar við þá styttingu sem yrði með göngum. Göngin eða aðrar vega- samgöngur sem lægju þvert á Hval- fjörð eiga að stytta hringveginn um 46 km eða 3,3% kom fram í máli Péturs Stefánssonar, formanns Rann- sóknarráðs ríkisins. Hann sagði í er- indi að ef áætlanir standist og óvænt atvik setji ekki strik í framkvæmdir sé „þverun Hvalfjarðar verulega arð- bær framkvæmd fyrir þjóðarbúið auk hinna stórfelldu óbeinu áhrifa sem af slíkri samgöngubót kann að leiða“. Á ráðstefnunni ræddi Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmaður, almennt um áhættuþætt vegna samningagerðar og Björn Kielland, verkefnastjóri hjá Selmer Anlegg í Noregi, miðlaði af reynslu Norðmanna varðandi undir- búriing og gerð jarðganga. Um 180 þátttakendur sátu ráð- stefnuna, aðallega fulltrúar verk- fræðifyrirtækja, verktaka, Vegagerð- ar ríkisins, banka og opinberra aðila. AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL ÞÓRHALLSSON Leitin að vilja löggjafans ÞAÐ er skýr niðurstaða Hæstaréttar að eins og löggjöf var háttað síðastliðið haust var heimilt að flytja inn skinku. í búvörulögunum væri ekki sjálfstæð heimild til að banna inn- flutning á þeirri landbúnaðarvöru. Síðan gerðist það rétt fyrir jól að Alþingi samþykkti breytingu á búvörulögunum. Forsætis- og landbúnaðarráðherra hafa haldið því fram að sú lagabreyting girði fyrir innflutning á skinku en efasemd- ir um að lögin haldi heyrast víða meðal lögfræðinga í 1. mgr. 72. gr. búvörulaganna segir nú: „Þrátt fyrir önnur ákvæði þessara laga veitir landbúnaðarráð- herra heimild til innflutnings á landbúnaðarvörum í samræmi við ákvæði í fríverslunar- og milliríkja- samningum sem ísland er aðili að.“ Svipað ákvæði hafði verið í frum- varpinu sem lagt var fram sl. vor en ekki fékkst afgreitt. Þau önnur ákvæði búvörulaganna sem vísað er til eru líklega fyrst og fremst 53. gr. laganna um að landbúnað- arráðherra veiti leyfi til að flytja inn grænmeti. Þar er sú skylda lögð ráðherra á herðar að fá um- sögn sérstakrar nefndar áður en innflutningur er leyfður. Eins og menn muna gerði þetta ákvæði það að verkum að landbúnaðarráðherra gat í lok október ekki leyft innflutn- ing á gúrku vegna þess mats nefnd- arinnar að nóg væri af þeirri mat- jurt í landinu. Það stangaðist á við milliríkjasamning íslands og Evr- ópubandalagsins sem gerður var í tengslum við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. í ljósi þessa verður 1. mgr. 72. gr. skiljanleg. Ráðherrann má heimila grænmet- isinnflutning i samræmi við samn- inginn við EB án þess að það þurfi að fara fyrir umsagnaraðilann. Enda segir í greinargerð með lög- unum: „Þetta ákvæði er nýmæli og er fyrst og fremst tekið mið af samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, en er jafnframt nauð- synlegt til að unnt sé að uppfylla fríverslunarsamninga sem búið er að gera eða unnið er að.“ Sam- kvæmt þessu er 1. mgr. 72. gr. ekki undantekning frá meginregi- unni um frjálsan innflutning. Það kann að vera að einhveijir vilji telja að einnig sé vísað til hinn- ar umdeildu 52. gt'. búvörulaganna. Eins og Hæstiréttur skýrir hana þá er þar ekki um sjálfstætt bann að ræða heldur mælir hún fyrir um framgangsmátann þegar önnur lagaákvæði áskilja leyfi fyrir inn- flutningi landbúnaðarvöru. Það er því harla erfitt að teygja 1. mgr. 72. gr. þannig að um sjálfstætt bann við innflutningi landbúnaðar- vöru sé að ræða. Enda er í því vitn- að til milliríkjasamninga sem í gildi eru hveiju sinni og þeir taka ekki á skinkunni. V erðj öfnunargjald í 3. mgr. 72. gr. búvörulaganna segir nú: „Ráðherra ákveður með reglugerð á hvaða landbúnaðarvör- ur, þ.m.t. unnar vörur sem inni- halda landbúnaðarhráefni, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi, skuli leggja verðjöfnunar- gjald við innflutning." Þetta ákvæði verður vart heldur skilið þannig að um sjálfstæða heimild sé að ræða til að takmarka inn- flutning á landbúnaðarvörum nema í þeim skilningi að ráðherra má leggja á verðjöfnunargjald. Lagabreytingarnar í lok des- ember bera það mér sér að þing- menn gengu út frá því að í búvöru- lögunum væri nægileg heimild til að banna skinkuinnflutning enda hafði það verið mat undirréttar í Hagkaupsmálinu. A.m.k. er ekki að sjá að verið sé að treysta sér- staklega bann við innflutningi á landbúnaðarvöru. Það segir meira að segja í greinargerð að endur- skoðun innflutningsákvæða muni verða nauðsynleg árið 1994: „Þar eð ekki liggur endanlega fyrir hvaða lagabreytingar eru nauðsyn- legar til að geta uppfyllt þær skuld- bindingar sem felast í væntanleg- um GATT-samningi var ákveðið að frekari endurskoðun á innflutn- ingsákvæðum búvörulaganna eigi sér stað á árinu 1994, með hliðsjón af þeim samningi.“ Ný sjónarmið Til eru viðurkenndar aðferðir fyrir dómstóla að ráða í það hver vilji löggjafans sé. Greinargerðir með lagafrumvörpum eru helsta heimildin í því efni auk nefndará- lita og umræðna á Alþingi. Hingað til hafa fræðimenn ekki getið þess að mælikvarðinn á vilja löggjafans sé einhver tilfinning dómaranna byggð á pólitískri umræðu í fjöl- miðlum. Sjónarmiðið sem kemur fram í minnihlutaatkvæði Hæsta- réttar í skinkumálinu er því nýstár- legt: „Samkvæmt lögskýringar- reglum víkur greinargerðin að því leyti, sem hún samrýmist ekki skýru og afdráttarlausu orðalagi lagagreinarinnar og ótvíræðum vilja löggjafans." Minnihlutinn vill semsagt að greinargerðin, sem hingað til hefur verið talin helsta heimildin um löggjafaviljann, víki fyrir „ótvíræðum vilja löggjafans“. Og hvar birtist sá vilji nerna í fjöl- miðlum kannski? Með þetta nýja viðhorf að leið- arljósi væri kannski hægt að líta svo á að lagabreytingin í desember fæli í sér bann við skinkuinnflutn- ingi. Alþingi hafi gengið út frá því að réttarreglur væru með ákveðn- um hætti og bætt við ákvæði um annað efni í trausti þess að ekki þyrfti að taka sérstaklega á skink- unni og kalkúnunum. Löggjafar- viljinn væri ótvíræður. En orðalag lagabreytinganna og greinargerðin veita lítið hald. Og meirihluti - Hæstaréttar hefur ekki enn tileink- að sér þetta lögskýringarviðhorf. Eins og virtur lögfræðingur benti á í samtali við Morgunblaðið í gær er tími til kominn að þing- menn sjái til þess að lagatextinn sé jafn ótvíræður og vilji löggjaf- ans. Og eins og umboðsmaður Al- þingis sagði í síðustu ársskýrslu sinni er ástæða til að gera sérstak- ar kröfur þegar um íþyngjandi ákvæði fyrir borgarana er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.