Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Guðrún Guðvarðar- dóttír - Minning Guðrún Guðvarðardóttir var fædd árið 1916 í Súðavík. Við fæð- ingu var hún tekin í fóstur af hjón- unum Gróu Kristjánsdóttur og Þor- leifí Þorsteinssyni og ólst upp hjá þeim. Hún fór fljótt að vinna á fisk- reitum eins og aðrir unglingar á þessum tíma. Það kom fljótt í ljós að hún var mjög greind, var fljót að læra að lesa og snemma bók- hneigð. Fóstri hennar sýndi þessum áhuga hennar mikinn skilning og hlúði að öllu sem stuðlaði að andleg- um þroska hennar. Guðrún fór í bamaskóla í Súðavík þegar hún náði aldri til og sýndi þar afburða árangur. Síðan fór hún til ísafjarð- ar, en móðir hennar bjó þá þar. Guðrún lauk þar gagnfræðaprófi. Um tvítugsaldur kynntist hún Eyjólfl Ámasyni síðar gullsmið. Þau bjuggu á Siglufirði, síðar á Akur- eyri og loks í Reykjavík. Eyjólfur lést hinn 26. mars 1987. Guðrún var félagshyggjukona og kynntist snemma sósíalískri hreyf- ingu og tók þátt í starfi hennar aila ævi. Hún bar mikla umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín í samfélaginu og vildi bæta sem næst hag þeirra. í félagasstarfi kom hún víða við og þegar stofnað var félag brott- fluttra Álftflrðinga í Reykjavík tók hún þátt í stofnun þess og var fyrsti formaður félagsins. Þessari stöðu gegndi hún meðan heilsan leyfði og tók þátt í störfum félagsins til dauðadags. Ef til vill var Guðrún þekktust fyrir áhuga sinn á útivist og ís- Ienskri náttúm. Hún var mikil göngukona og setti sér það mark- mið að ganga um alla Vestfirði, sem hún og gerði á 16 sumrum. Um þetta skrifaði hún mjög skemmti- lega og fróðlega bók, Kögur, Horn og Heljarvík, ferðaminningar af Vestfjörðum, bókin kom út 1989. Guðrún var mjög kát og lífsglöð kona og hafði góð og uppörvandi áhrif á alla þá sem voru samvistum við hana og unnu með henni, jafn- vel á síðustu ámm þegar heilsa hennar var farin að gefa mjög eftir. Ásgrímur Albertsson. Mínir vinir fara flöld feigðin þessa heimtar köld. Þessi vísuorð Bólu Hjálmars komu í huga mér, þegar ég heyrði lát minnar góðu vinkonu Guðrúnar Guðvarðardóttur. Fyrir ári síðan fékk hún þann úrskurð að í hæsta lagi hefði hún ár til að undirbúa sig undir þá ferð, sem við öll verðum að fara, misjafn- lega undirbúin og óviss um hvert ferðinni sé heitið. Nokkm fyrir jól talaði ég við hana í síma, þá var hún óvenju hress og sagðist ætla að bjóða hún Rúnka sínum í mat á aðfangadags- kvöld. Ég gladdist við og hugsaði að enn ætlaði hún að snúa á vá- gest þann, sem búið hafði um sig í brjósti hennar. Jólin liðu og áramótin. Þá kom ég til hennar á Eskihlíðina og mér var brugðið. Ég sá að hveiju dró. Hún sat keik í stofunni sinni og þegar ég kveinkaði mér undan því hvernig_ komið væri, sagði hún að- eins: „Úr. einhveiju verðum við að deyja." Síðan spjölluðum við saman, bámm saman bækur þær sem við höfðum lesið um jólin. „Járnkarl- inn“ hans Matthíasar Bjamasonar var hennar bók, og hún sagðist hafa treint sér hana eins lengi og hún hefði getað. Ég vissi að hugur- inn var floginn vestur á fírði. Heim til átthaganna. Ég kvaddi hana í hinsta sinni og hún sagði. „Taktu með þér pokann sem er upp við skápinn. Ég er búin að ætla þér þetta síðan í haust.“ Þegar ég svo opnaði pokann, voru í honum myndir þær sem hún hafði tekið í sameiginlegum ferðum okkar um landið, og viti menn, þar vom líka tvær töflur af vestfírskum hnoðmör. Hún vissi að hún myndi ekki bjóða mér oftar í signa eða nýja ýsu með mörfloti, en þetta skyldi ég hafa með mér. Guðrún var Vestfírðingur, fædd í Súðavík 12. apríl 1916. Foreldrar hennar vom Guðvarður Steinsson og Friðgerður Torfadóttir. Guðrún var tekin í fóstur af þeim hjónum Gróu Kristjánsdóttur verkakonu og Þorleifí Þorsteinssyni, verkamanni og sjómanni, sem þar bjuggu. Þau ólu hana upp sem sína dóttur og í Súðavík sleit hún bamsskónum. Alla tíð var þetta hennar fólk, pabbi og mamma og systkini. Reyndar var Guðrún þeirrar gerðar að það fólk sem hún batt við vináttu og tryggðarbönd var hennar fólk. „Hún Hulda mín, hann Kjartan minn, hún Erla mín sér um þetta.“ Þannig talaði hún um, og til vina sinna. Hún tók ekki aðeins tiyggð við fólk, heldur og líka við þær hugsjónir, sem hún hafði tileinkað sér og helgað krafta sína og aldrei hvikað frá, sagt meiningu sína og staðið við hana með lífi sínu og starfí. Eiginmaður Guðrúnar var Eyjólf- ur Ámason gullsmiður, fæddur á ísafírði. Foreldrar hans vom Árni Ólafsson frá Hlíð í Þorskafírði og Salóme Bjarnadóttir. Hann var al- inn upp á ísafírði af móðurbróður sínum, Eyjólfí Bjarnasyni og konu hans Rannveigu Hákonardóttur. Þau hjónin Guðrún og Eyjólfur vom samhent og samhuga. Þau bjuggu lengi á Akureyri þar sem Eyjólfur hafði gullsmíðaverkstæði sitt, og þar vann Guðrún með honum. Þó þau yndu vel hag sínum á Akur- eyri, söðluðu þau um og fluttu til Reykjavíkur og í Eskihlíð 14 bjuggu þau til dánardægurs þeirra beggja. Eyjólfur lést fyrir nokkram ámm. Síðast sá Eyjólfur um bókasafn Dagsbrúnar. Þau eignuðust ekki börn, en böm vina þeirra og frænda áttu skjól hjá þeim og dvöldu á heimili þeirra. Eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur vann Guðrún við skrifstofustörf, lengst af hjá Þjóðviljanum. Heimili þeirra hjóna var sannkallað menn- ingarheimili. Þar þöktu bækur veggi frá gólfí til lofts. Flestar vom þær bundnar í skinn af Eyjólfí af miklu listfengi. Þar kenndi margra grasa. íslensk menning fýrr og síðar var í heiðri höfð. Fræðirit íslensk og erlend. Fagurbókmenntir á mörgum þjóð- tungum. Þó hvomgt þeirra hafí setið á langskólabekk, vom þau hámenntuð af sjálfum sér. Hversu gaman, var að fá að gista hjá þeim hjónum, og síðan hjá Guð- rúnu minni, eftir að hún varð ekkja. Horfa á allar bækurnar í röð og reglu, snerta þær, langa til að lesa þær helst allar. Aldrei kom Guðrún svo til mín, að hún ekki færði mér bók að gjöf, en vænst þykir mér um bókina sem hún skrifaði sjálf, um gönguferðir sínar og Huldu og Ásu, um Horn- strandir og víðar um Vestfírði, en hún var mikil ferðakona, og helst vildi hún fara gangandi. Og alltaf átti hún brýnt erindi. Á síðustu ámm varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með henni í ferðalög, ýmist stutt eða löng. Einu sinni bað hún mig að koma með sér norður á Langanesströnd. Hún ætti brýnt erindi út á Font, en það er ysta táin á Langanes- strönd. Við fóram fyrir Melrakka- sléttu, því hún átti dálítið erindi að Hraunhafnarvita. Þetta vora reynd- ar einu vitamir á landinu, sem hana vantaði í myndasafn sitt, sem hún hafði sjálf tekið. Þetta varð ævintýraleg ferð, og út á Fontinn komumst við, en ekki get ég kallað það bflveg, sem liggur frá Þórshöfn og út á Font, en hún gat tekið mynd af vitanum sem þar stendur og þar með lokið erindi sínu. Þar sem við voram komnar svona langt ákváðum við að vera ekkert að snúa við, heldur fara hringinn. Mér fannst hún þekkja hveija byggð og hvern bæ og alls staðar þekkti hún fólk, eða til fólks. Sagn- ir, örnefni, ættfræði, allt hafði hún á reiðum höndum, og allt rataði hún. Ættfræðin var eitt af því, sem hún lagði mikla rækt við á síðustu árum. Oft komst ég að því í lok ferðar að hún hafði verið að kanna slóðir ættmenna sinna, umhverfi þeirra, og til þess að hitta fólk. Nokkur undanfarin haust fóram við til beija vestur í Reykhólasveit, gistum í Bjarkarlundi. Ég hygg að aðal erindið hafði þó verið að hitta bræður Eyjólfs og þeirra fjölskyld- ur, sem búa á þessum slóðum, og alltaf bauð hún þeim í mat í Bjarkarlundi áður en við fóram heim. Á síðustu haustdögum voram við búnar að ákveða að fara í eina ferð ennþá vestur, en þá treysti hún sér ekki lengur. Stundin var að nálgast. Þegar ég nú hugsa til Guðrúnar minnar, flæða yfír mig minningar frá kynnum okkar, minningar um stórbrotna konu, sem reis upp úr örbirgð og allsleysi, og varðaði veg sinn með reisn og djörfung, og með mikilli sæmd lauk hún ferð sinni á þessari jörð, þessu landi. Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn, bam á móðurkné, ég lék, hjá þér, við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðsins háu vé. (S.H.) Blessuð veri minning hinnar mætu konu. Bjamfríður Leósdóttir, Akranesi. Þegar ég var unglingsmaður að byija á Þjóðviljanum komst ég í kynni við þau ágætu hjón Eyjólf Árnason og Guðrúnu Guðvarðar- dóttur. Þau voru skemmtilega ólíkir samheijar: hann hljóðlátur dulúðga fræðimaður, bókavörðurinn, gull- smiðurinn sem hafði þýtt Lenín úr frammálinu og verið misserum saman í bland við fagnaðarerindið í sjálfum Sovétríkjunum á tímum Stalíns. Hún hafði tekið lifandi þátt í opinberri pólitík, opinská, hlátur- mild kona — kraftmikið náttúru- bam sem nú var komin á kaf í þjóð- legan fróðleik og lögst í ferðalög. Guðrún og Eyjólfur höfðu staðið í ströngu en fengið mikinn trúnað í stjómmálabaráttunni sem þau háðu frá unga aldri með fólki á ísafírði, Siglufírði og Akureyri áður en þau fluttu til Reykjavíkur. Eyj- ólfur féll frá fyrir nokkram áram. Guðrún Guðvarðardóttir var blessunarlega ópólitískur pólitíkus í þeim skilningi að hún kunni að umgangast fólk burtséð frá viðhorf- um þess. Að þessu leyti til hafði hún afskaplega þroskandi áhrif á nánasta umhverfí sitt. Hún var einnig þeirrar gerðar að allir slíkir múrar féllu sem fís gagnvart glað- værð hennar og hispursleysi. Og okkur þótti vænt um hana til hægri og vinstri í flokknum — allir armar föðmuðu Guðrúnu Guðvarðar. Guðrún var að upprana til Vest- firðingur og hún var síðar á ævinni það sem ég kalla ástríðuvestfírðing- ur, varð manna fróðust um sumar sýslur fyrir vestan og þótti skemmtilega vænt um fólk að vest- an. Hún var annálaður ferðagarpur eins og aðrir munu gera betur grein fyrir og bók hennar, Kögur og Hom og Heljarvík, ber vitni um. Við Kristín fórum með þeim Eyj- ólfí í nokkrar styttri skemmtiferðir, og með Guðrúnu fórum við í ógleymanlega ferð um Snæfellsnes fyrir nokkram áram. Hún var skemmtilegur samferðamaður og naut sín afar vel í slíkum ferðum. Og nú er hún farin í ferðina sem allir eiga fyrir höndum, laus við þá þjáningu sem hún þurfti að ganga í gegnum síðustu misseri. Það ætla ég að dillandi hlátur hennar ómi um eilífðina öllum til yndis. Við Kristín kveðjum hana með söknuði og þakklæti. Óskar Guðmundsson. Merkiskonan Guðrún Guðvarðar- dóttir er látin. Guðrún fæddist í Súðavík 12. apríl 1916. Foreldrar hennar vora Friðgerður Torfadóttir og Guðvarður Steinsson þá sjómað- ur í Hnífsdal. Guðrún var tekin í fóstur þriggja vikna af Gróu Krist- jánsdóttur verkakonu og Þorleifi Þorsteinssyni verkamanni í Súða- vík, sem ólu hana upp. Guðrún taldi sig vera eitt af síðustu börnunum á íslandi sem vora boðin upp til fósturs. Fósturforeldramir tóku hana þó að sér án þess að krefjast meðlagsgjalda og reyndust henni vel. Enda þótt annað ætti fyrir henni að liggja langaði Guðrúnu, þegar hún var bam, að verða sjó- maður, en í þá tíð þótti sú starfs- grein ekki vera vettvangur kvenna. Árið 1939 hóf Guðrún sambúð með Eyjólfí Randveri Ámasyni_ gull- smiði. Eyjólfur fæddist á ísafirði 20. janúar 1913. Farsælu sambandi þeirra lauk er Eyjólfur lést 25. mars 1987 í Reykjavík. Kynni okkar Gunnu hófust þegar hún bjó í mörg ár með Eyfa sínum í sama húsi og við í Helgamagra- strætinu á Akureyri, en til Akur- eyrar fluttust þau frá Siglufirði. Enda þótt Gunna og Eyfí eign- uðsut aldrei börn í bókstaflegri merkingu þess orðs, þá áttu þau engu að síður fleiri böm en flestir aðrir, því að börn sem þau hittu á lífsleiðinni löðuðust strax að heil- brigðri skapgerð þeirra. Hlýr faðm- ur Gunnu beið okkar alltaf opinn þegar litlar barnshendur ijátluðu við hurðarhúninn sem aðskildi íbúð- ir okkar. Til Gunnu sóttum við hrós, bros og hlýtt viðmót, og fyrr en varði var Gunna búin að hnýta eign- arfomöfnunum „minn“ og „mín“ fyrir aftan nöfnin okkar. Það gerði hún ekki af eigingimi, heldur hreinni væntumþykju. Guðrún Guðvarðardóttir bar ætíð hag síns fólks fyrir bijósti og þótti sárt ef hann var fyrir borð borinn eða ef einhver átti um sárt að binda. Hvorki staða fólks né stétt, aldur þess eða búseta, réðu hvaða fólk fékk „mín“ og „minn“ hnýtt fyrir aftan nöfnin sín í orðræðu Gunnu. Það vora ekki einasta einstaklingar sem hlutu þennan eignarfomafnst- ill heldur líka heilar starfstéttir og jafnvel íslensk náttúrafyrirbæri. Alin upp við fátækt á Vestfjörð- um lærði hún snemma að veija og styðja málstað þeirra sem áttu í erfíðri lífsbaráttu. Sjómenn og þeirra fjölskyldur, bændur og búalið og svo auðvitað verkalýðurinn var líka hennar fólk og þeim tilheyrði hún ætíð. Pólitíska stefnan hjá Gunnu var ótvírætt vinstra megin og hún fordæmdi umsvifalaust allar hugmyndir sem stuðiuðu að ófriði eða gátu skaðað hag lítilmagnans og þeirra stétta sem hún mat mest. „Heilsaðu íjöllunum mínum fyrir norðan,“ sagði hún jafnan þegar við áttum leið til Eyjafjarðar. ís- lensk náttúra, og ekki hvað síst vestfirsk náttúra, var henni mjög hugleikin. Sumarið 1966 byijaði Gunna skipulegar gönguferðir með ýmsum vinum sínum um Vestfírði. I þessum ferðum kynnti hún sér mannlíf, atvinnusögu, þjóðsögur og náttúrafar Vestfjarða. Ferðaminn- ingar Gunnu komu út í bókinni „Kögur og Hom og Heljarvík" sem Starfsmannafélag Þjóðviljans gaf út 1986 í tilefni af sjötugsafmæli Gunnu. Árið 1961 fluttu Gunna og Eyfi til Reykjavíkur, en vináttuböndin slitnuðu ekki og þegar von var á þeim norður þá mændum við krakk- amir út Helgamagrastrætið og bið- um í ofvæni eftir að Eyfí tæki ró- lega beygju á Moskvitsinum inn í götuna. Þá hófst hátíð í Helga- magrastrætinu. Við langa sem skamma viðdvöl í Reykjavík voram við og allt okkar fólk ætíð velkomin á heimili þeirra í Eskihlíðinni. Þar sat Gunna og sagði skemmtilegar sögur af sjálfri sér og öðram. Sögumar vora um- vafðar dillandi hlátri hennar og settar fram með tilheyrandi bakföll- um og læraskellum. Og Eyfí, þessi ljúfí, hæverski og fjölfróði maður, kenndi okkur að umgangast bækur í stóru og merkilegu bókasafni þeirra. í desember 1992 greindist Gunna með krabbamein. Tíðindunum tók hún með æðraleysi og reisn og kaus að dvelja á heimili sinu uns hún lést. I veikindunum naut hún ríkulega umönnunar frænku sinnar, Erlu Margrétar Helgadóttur, sem má vera stolt yfír framlagi sínu. Nokkram dögum fyrir andlátið var mjög af henni dregið líkamlega. Þrátt fyrir það sóttist hún eftir að fylgjast með hvað þjóðin hennar hefðist að. Yfír sjónvarpsfréttunum fussaði hún og sveiaði hverri þeirri atlögu sem henni fannst gerð að fólkiny hennar; öllu fólki sem á ósérhlífinn og heiðarlegan hátt vinnur sér og íslensku þjóðinni gagn með tilvera sinni og telur að hér geti blómstrað friðsælt mannlíf með íslenskt framkvæði og íslenska framleiðslu í öndvegi. Við systkinin, foreldrar okkar og fjölskyldur þökkum Gunnu kær og gagnleg kynni. Blessuð sé minning Guðrúnar Guðvarðardóttur. Ragnar S. Ragnarsson, Kristín S. Ragnarsdóttir. Þegar ég var átta ára kynntist ég töfrateppinu. Ég var nýfluttur á fjórðu hæð í Eskihlíð 14. Það var t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA HALLDÓRSDÓTTIR THORLACIUS, Nýlendugötu 20, lést á hjartadeild Borgarspítalans 20. janúar. Guðmundur Thorlacius, Sigríður Thorlacius, Ragnar Sigurjónsson, Guðrfður Thorlacius, Hannes Árnason, Guðmundur, Ragnhildur og Guðmundur Árni. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, frá Kaldárbakka, lést ( Kumbaravogi 16. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudagínn 24. janúar nk. kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Bergsveinsdóttir Corbin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.