Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Dómur Hæstaréttar í Hagkaupsmáli Búvörulög veita ekki sjálfstæða heim- ild til takmörkunar á innfhitningi HÉR fer á eftir í heild dómur Hæstaréttar í máli Hagkaups gegn landbúnaðarráðherra og fjármála- ráðherar fyrir hönd ríkissjóðs: Ár 1994, fimmtudaginn 20. jan- úar, var í Hæstarétti í málinu nr. 442/1993: Hagkaup hf. gegn land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs uppkveðinn svo- hljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttardóm- ararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pét- ur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu tii Hæstaréttar með stefnu 2. nóvember 1993. Féllst Hæstiréttúr á að málið sætti flýtimeðferð samkvæmt 5. mgr. 124. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála. Dómkröfur áfrýjanda eru þær: „1. Að ógiltur verði úrskurður stefnda fjármálaráðherra, dags. 10. september 1993, um synjun á tollaf- greiðslu 1.008 kg af soðinni svína- skinku með vörusendingarnúmeri SHEG31083DKAARS002C, og ógilt verði synjun tollstjórans í Reykjavík, dags. 6. september 1993, um tollaf- greiðslu á soðnum svínahamborgar- hrygg með vörusendingamúmeri SHEG31083DKAARS001. 2. Að ógilt verði synjun stefnda landbúnaðarráðherra, dags. 15. sept- ember 1993, um tollafgreiðslu á ofan- greindum 1.008 kg af soðinni svín- askinku með vörusendingamúmeri SHEG31083DKAARS002C. 3. Að stefndi fjármálaráðherra fyr- ir hönd ríkissjóðs verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1.323.091,50 með 0,9% ársvöxtum frá 15. september 1993 til 24. októ- ber 1993, og síðan með dráttarvöxt- um skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá þ.d. til greiðsludags. 4. Að stefnda fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs verði gert að greiða stefnanda málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti að mati réttar- eftir Björgólf Guðmundsson - Við eigum stórkostlega möguleika í atvinnulífi borgarinnar ef rétt er að staðið. Meðal stærstu vandamála sem Reykvíkingar eru að fást við eru atvinnuleysi, fátækt og vonleysi með- al þúsunda samborgara okkar. Þetta er óþolandi meðan tækifærin bíða. Sjálfur hef ég sem athafnamaður hér á landi og erlendis, reynslu sem gæti komið borgarbúum að góðu gagni í atvinnulífinu. Má ég hér í skeytastíl benda á nokkur atriði: Reykjavík er ekki lengur fyrir utan heiminn. Með evrópska efnahags- svæðinu er borgin orðin evrópsk borg í orðsins fyllstu merkingu, með að- gang að milljónamarkaði. í þessu felast mikil tækifæri ef við berum gæfu til að nýta okkur rétt. Hinar nýju aðstæður kalla á alger- lega ný vinnubrögð, en hvemig erum við undirbúin? Hvar liggur reynslan sem gæti nýst í þessu sambandi? Við búum yfir þekkingu og reynslu í iðandi atvinnulífínu þegar f dag; ferðaiðn- aði, innflutningsfyrirtækjum, í öllum litlu fyrirtækjunum sem sinna marg- víslegri framleiðslu og þjónustu við útlönd. En þau vantar hvata til að gera enn betur, til að láta fleiri njóta þess sem þau eru að gera. insBbrginni ber að leggja mikið af mörkum til að laða erlend fyrirtæki og fjárfesta til athafna hér á landi. Stefndu krefjast þess að hinn áfrýj- aði dómur verði staðfestur og þeim dæmdur málskostnaður fyrir Hæsta- rétti. í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 88/1992 um innflutning segir: „Innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skal vera óheftur nema annað sé sérstak- lega tekið fram í lögum eða milliríkja- samningum sem ísland er aðili að.“ í athugasemd með greininni segir að með henni sé innflutningsfrelsi lög- fest. Síðan segir: „Lagt er til að ein- ungis verði unnt að víkja frá megin- reglunni um innflutningsfrelsi með stoð í Jögum eða milliríkjasamningum sem ísland er aðili að. Dæmi um þetta eru ákvæði um innflutningstak- markanir á búvöru og dýrum í lögum nr. 46/1985, um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, og í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, svo og innflutningstakmarkanir í lögum nr. 11/1928, um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins." í ræðu viðskiptaráðherra þá er hann mæti fyrir frumvarpi til þessara laga á Alþingi kom fram að frumvarpið væri í samræmi við ákvæði EES- samningsins um frjáls viðskipti með vöru og þjónustu. Frumvarp að lögum um innflutning var flutt samhliða frumvarpi um gjaldeyrismál og voru frumvörpin afgreidd samhliða frá Alþingi. Lögin saman leystu af hólmi lög nr. 63/1979 um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, en í þeim lögum var bæði fjallað um gjaldeyrismál og inn- flutningsmál, enda hafa gjaldeyris- verslun og gjaldeyrishöft löngum ver- ið nátengd innflutningsverslun og innflutningshöftum. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 63/1979 var það megin- regla að innflutningur á vörum skyldi ekki háður leyfum, nema annað væri ákveðið í sérstökum lögum eða í reglugerðum eða auglýsingum, sem settar væru með heimild í lögunum sjálfum. Jafnframt var tekið fram í 2. gr. að viðskiptaráðuneytið skyldi annast útgáfu leyfa til innflutnings „ Við þurfum að þróa markaðshugsun hjá okkur.“ Með eftirgjöf á opinberum gjöldum er til dæmis hægt að umbuna íslensk- um fyrirtækjum sem hafa milligöngu um starfsemi eða sölu sem fela í sér ný störf fyrir Reykvíkinga. Bæði smá og stór fyrirtæki í borg- inni ættu að geta aflað sér slíkrar umbunar án opinberrar forsjár með því að sinna markaðsöflun, milli- göngu um starfrækslu erlendra fyrir- tækja hérlendis, verkefnum í ferða- þjónustu, sölu til nýtingar á aðstöðu sem hér er þegar fyrir hendi og margt fleira. Hér má einnig vera minnugur þess, að margt smátt ger- ir eitt stórt. Smásöludreifing á íslenskum vör- um erlendis er' næsta verkefni sem Reykvíkingar verða að vinda sér í. Þetta krefst þekkingar og reynslu sem hægt er að afla á skömmum tíma með réttum aðferðum. Lykillinn að þessu er í gegnum sölumennsku. Okkur vantar fólk með raunverulega reynslu og þekkingu til að nýta sókn- arfærin að vinna ný lönd og ný störf. Okkur vantar fólk sem kann að vinna störfin sem verða til við breytingam- ar, störfin við sölumennsku á mark- aðnum sem nú er orðinn okkar. Við þurfum að þjálfa sölumenn í Evrópu með margvíslegum ráðum. Við þurfum að þróa markaðshugs- að því leyti sem hann væri þeim háð- ur. Var hvorttveggja þetta efnislega í samjræmi við ákvæði laga nr. 30/1960 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o.fl., er voru undanf- ari laga nr. 63/1979 og komu á umræddri meginreglu um innflutn- ingsfrelsi. Þeim vörum, sem háðar eru inn- flutningsleyfi, hefur fækkað smátt og smátt á undanförnum áratugum. Innflutningshömlur hafa þó haldist á fjölmörgum landbúnaðarvörum. Við- skiptaráðuneytið hafði með heimild í lögum nr. 63/1979 gefið út auglýs- ingar um þær vörutcgundir sem ekki mátti flytja inn óheft, síðast auglýs- ingu nr. 313/1990 um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi. í þeirri auglýsingu var fjöldi landbúnaðarvara sem skil- greindar voru með vísan til flokkunar í tollskrá. Á grundvelli 5. gr. laga nr. 88/1992 um innflutning setti ráðuneytið reglugerð nr. 415/1992. Öllum landbúnaðarvörum var sleppt í þessari nýju reglugerð. Engar breytingar voru gerðar á lögum nr. 46/1985 samfara þessum ráðstöfunum. Vorið 1993 var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp að breytingu á þeim ákvæðum laganna, er vörðuðu innflutning á landbúnað- arvörum. Það frumvarp varð ekki útrætt, áður en þinginu lauk, og náði þannig ekki fram að ganga. A Al- þingi því, er nú situr, var lagt fram annað frumvarp um þessi efni, og hefur lögunum verið breytt á grund- velli þess með lögum nr. 126/1993. Aðilar eru sammála um að inn- flutningur á soðinni skinku og ham- borgarhrygg hafi verið óheimill án leyfis meðan lög nr. 63/1979 og aug- lýsing nr. 313/1990 voru í gildi. Áfrýjandi heldur því fram að við gild- istöku laga nr. 88/1992 hafi innflutn- ingur þessara vörutegunda orðið frjáls því ekkert í lögum eða milli- ríkjasamningum banni innflutning- inn. Stefndu halda því aftur á móti fram að í 41. gr. laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem í gildi var þegar Björgólfur Guðmundsson un hjá okkur og þróa t.d. enn betur þann matvælaiðnað sem er fyrir hendi, með tilliti til þarfa kaupenda erlendis. Ég vil einnig benda sérstak- lega á þá möguleika sem felast í því að efla fiskmarkaðinn í Reykjavík með útflutning í huga. Ef til vill verður öllum fiski landað á markaði innan skamms og þaðan eigum við sjálfir að hefja smásöludreifingu til Évrópu. Enn fremur þurfum við, að sjálfsögðu, að selja betur annað það sem við bjóðum útlendingum s.s. hugvit og þjónustu. Þetta er liður í áætlun um að út- rýma atvinnuleysi í Reykjavík og blása til nýrrar sóknar samfara tæki- færum sem opnast hafa. Plássins vegna verð ég að láta þetta nægja að sinni. Höfundur er í prófkjöri fyrir Sjálfstædisfiokkinn vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. ágreiningur reis með aðilum, felist sjálfstætt bann eða takmörkun á all- an innflutning landbúnaðarvara án leyfís. Áfrýjandi heldur því fram að þessari grein sé einungis ætlað að ná til þeirra landbúnaðarvara sem bannað er að flytja inn samkvæmt öðrum lagaheimildum og varði grein- in skyldu til að leita álits Framleiðslu- ráðs, áður en þær landbúnaðarafurð- ir eru fluttar inn. Lög nr. 46/1985 hafa verið endurútgefin sem lög nr. 99/1993 eftir að áorðnar breytingar hafa verið felldar inn í meginmál þeirra. Svarar 52. gr. nýju laganna til 41. gr. eldri laga og er samhljóða henni. Greinin hljóðar svo: „Áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning landbúnaðar- vara skulu aðilar, sem með þau mál fara, leita álits og tillagna Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Innflutningur landbúnaðarvara skal því aðeins leyfður að Fram- leiðsluráð staðfesti að innlend fram- Ieiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni." í greinargerð með 41. gr. laga nr. 46/1985 sagði að 1. mgr. ákvæðisins væri í samræmi við ákvæði 3. mgr. 3. gr. fyrri laga um sama efni nr. 95/1981, en samkvæmt fyrri málslið þess ákvæðis áttu þeir sem ákvarðan- ir tækju um inn- og útflutning land- búnaðarafurða, svo sem kjöts, mjólk- ur, mjólkurvara, garðávaxta og gróð- urhúsaframleiðslu, að leita áður álits Framleiðsluráðs. Verður að líta svo á að hér sé átt við stjórnvaldsákvarð- anir. Ber því að skilja ákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 46/1985, sbr. nú 52. gr. laga nr. 99/1993, þannig að í því felist að stjórnvöld, sem þess- ar ákvarðanir ber undir samkvæmt lagafyrirmælum, skuli leita álits ráðs- ins áður en innflutningur er ráðinn á landbúnaðarvörum sem háðar eru innflutningsleyfum. Er það í sam- ræmi við orðalag og tilurð málsgrein- arinnar að verið sé að tryggja að álits Framleiðsluráðs sé leitað áður en hlutaðeigandi stjórnvöld taka þessar ákvarðanir. Með 2. mgr. 41. gr. var breytt ákvæði í síðari málslið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 95/1981 sem mælti fyrir um það að þess skyldi jafnan gætt að innflutningur færi því aðeins fram að innlend framleiðsla fullnægði ekki neysluþörfinni. í greinargerð með 2. mgr. 41. gr. var meðal annars sagt: „I 2. mgr. er nýmæli, en Framleiðslu- ráði er skv. gildandi lögum aðeins ætlaður umsagnarréttur um innflutn- ing landbúanðarvara og tekið fram að þess skuli jafnan gætt að innflutn- ingur á landbúnaðarvörum fari því aðeins fram að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni. Hér er hins vegar sett sú regla að innflutn- ingur landbúnaðarvara skuli því að- eins leyfður að Framleiðsluráð stað- festi að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni vegna viðkom- andi landbúnaðarvöru. Framleiðslu- ráði er því veittur réttur til að stöðva innflutning þeirra landbúnaðarvara sem bannað er að flytja inn skv. öðr- um lögum nema að fengnu leyfí ein- hverra opinberra aðila.“ Síðar í grein- argerðinni er hnykkt á þessu og sagt: „Akvæðum þessarar greinar er ekki ætlað að fjölga eða fækka þeim vöru- tegundum sem bannað er að flytja til landsins án sérstaks leyfís, heldur tekur regla 2. mgr. 41. gr. aðeins til þeirra landbúnaðarvara sem skv. öðr- um lögum, þ.e. oftast vegna heil- brigðisástæðna, er bannað að flytja til landsins án leyfís. Þessi regla kem- ur til viðbótar slíkum ákvæðum. Það ræðst því af skýringu á þeim laga- ákvæðum, hvað af búvörum skv. þessu frv. falla undir hugtakið land- búnaðarvara í greininni.“ Líta verður á ákvæði 2. mgr. 41. gr. laga nr. 46/1985 í ljósi þess hvar henni er komið fyrir í löggjöfínni og að á þeim tíma er hún var í lög leidd var innflutningur landbúnaðarvara takmarkaður í ýmsum lagaákvæðum, þ. á m. með reglugerðum og auglýs- ingum settum með heimild í lögum nr. 63/1979. Af þessu leiðir að 2. mgr. 41. gr. verður ekki skilin öðru vísi en svo, að þar sé vísað til 1. mgr. greinarinnar og átt sé við þær vörur sem nauðsynlegt er að leita umsagnar um. A þessi skilningur ekki aðeins stoð í greinargerð með ákvæðinu, heldur og í texta laga- greinarinnar sjálfrar, meðal annars vegna orðanna „því aðeins leyfður", sem fela í sér skírskotun til leyfis- bundins innflutnings og sett voru í stað orðanna „fari því aðeins fram“ í fyrri lögum. Af framan sögðu leiðir að 41. gr. laga nr. 46/1985, sbr. nú 52. gr. laga nr. 99/1993, verður ekki skilin svo að í greininni felist sjálfstæð tak- mörkun á innflutningi landbúnaðar- vara, heldur sé þar verið að tryggja Hamingjuósk- ir til listvina í tilefni málverkasýningar Magnúsar Kjartanssonar eftir Knút Bruun Ef í hug okkar koma orð eins og gleði eða hugtakið að hafa gaman af einhveiju hlýtur að vakna sú spurning hversu sjald- gæft það er nú til dags að við lendum í slíkum uppákomum. í ríku neyslusamfélagi okkar þar sem allt snýst um að eign- ast dýra og mikla hluti og veifa hástemmdum skoðunum fram- an í þjóðina með aðstoð fjöl- miðla hverfa inn í skuggann gleði og gaman. í hverri viku allan ársins hring skella yfir áhorfendur margar sýningar, fáeinar góðar en margar eðli máls samkvæmt ekki verðar stórra verðlauna. Því vekur það mikla undrun og fullnægju að standa allt í einu innandyra á Kjarvalsstöð- um, horfa ótruflaður á mynd- verk Magnúsar Kjartanssonar og finna hinn sjaldgæfa hrísling sem aðeins frábært myndverk flytur skilningarvitunum gegn- um augað. I kringum þessa sýningu er allt hljóðlátt og kurteist í fullu samræmi við framkomu og flakk þessa ágæta listamanns í lífinu. Verkin eru hins vegar gædd slíkri kyngi að lengra verður varla komist. Óþarft er að óska listamann- inum til hamingju því það gerir enginn betur en hans eigin málverk. Hins vegar er full ástæða til þess að fagna með íslenskum listvinum. Hægt, markvisst og hljóðlega hefur meistaramálari fikrað sig fram á sviðið. Höfundur er hæstaréttarlögmadur. Ný tækifæri til atvinnu fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.