Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 35 laugardagur og ég var að skemmta mér í stigaganginum við að renna mér niður handriðið sem var spenn- andi og bannað. Þegar komið var niður á 1. hæð þá var opið inn í íbúðina til vinstri. Á forstofugang- inum inni í íbúðinni var dregill sem bylgjaðist og virtist svífa í lausu lofti. Þetta var athyglisvert og vakti bæði undrun og spennu. Þegar ég spurði húsráðandann, sem var í óða önn við tiltekt og ræstingu, hveiju þetta sætti trúði hún mér fyrir því að þetta væri töfrateppið hans Eyfa. Undir niðri kraumaði dillandi hlátur og grín. Ég horfði á töfrateppið bylgjast án þess að skilja hvað ylli þessum töfrum. Á meðan spjölluð- um við Gunna Guðvarðar saman í fyrsta sinn. Næsta laugardag ætlaði ég ekki að missa af töfrateppinu og bank- aði upp á á 1. hæð t.v. en trekkur- inn undan svefnherbergishurðinni var ekki eins öflugur núna þannig að svifið á töfrateppinu var minna. Nú bauð Gunna mér inn í eldhús og trakteraði mig á malti og smá- kökum. Síðan sýndi hún mér inn í bókaherbergið hans Eyfa. Ég var alveg bergnuminn; það voru bækur á öllum veggjum. Þessi Eyfi hlaut að vera alveg svakalega merkilegur maður að eiga töfrateppi og allar þessar bækur. Kitlandi hlátur Gunnu kraumaði í henni. Nú kom Eyfi og ég var kynntur fyrir rólegum manni sem allt virtist vita. Upp frá þessu var heimili Gunnu og Eyfa mitt annað heimili í húsinu númer 14 við Eskihlíð. Til þeirra sótti ég skemmtun, fróðleik og ró. Ég minnist þess að sem barn og unglingur var alltaf gott að koma til Gunnu. Maður kom alltaf af hennar fundi bættur maður. Gunna var baráttukona. Hún tók virkan þátt í pólitík og barðist í fylkingarbrjósti kommúnista á Is- landi fyrir bættum kjörum þeirra sem verst voru settir. Hún vann mikið fyrir sinn flokk í öllum kosn- ingum og tók virkan þátt í póli- tískri stefnumótun alla sína ævi. Hún gladdist yfir bættum kjörum og aðbúnaði fólks en gat ekki leynt vonbrigðum sínum með örlög kommúnismans í Austur-Evrópu. Hún hætti ekki að vera kommún- isti en kenndi græðgi og veikleika mannsins um skipbrotið. Gunna var friðarsinni og mikill íslendingur og barðist því með sínum vopnum gegn veru erlendis herliðs á íslandi. Hún var ekki ánægð með hversu menn virtust geta lagst lágt í dollaravon þegar átti að taka á því að hreinsa Island af þeirri smán sem vera vam- arliðsins var í hennar huga. Gunna var mikil útivistarmann- eskja. Um gönguferðir sínar með vinkonum sínum um Vestfirði hefur hún skrifað ferðasögur og gefið út og er þar mikinn fróðleik að finna. Gunna átti við erfið veikindi að stríða frá því í sumar. Hún tók veikindum sínum af æðruleysi og átti þá ósk heitasta að geta verið heima þar til yfir lyki. Þessi ósk Gunnu rættist því hún dó á heimili sínu 12. janúar sl. Ég kom til henn- ar 11. janúar og sat hún þá inni í stofu. Hún naut umönnunar Huldu vinkonu sinnar, en hafði líka annan gest, bað mig því að vera ekki lengi því hún þyrfti að tala við þennan gest frekar en mig. Ég mátti þó ekki fara án þess að drekka kaffi og fá smákökur og var þá rætt um afrakstur jólabókaflóðsins. Gunna hafði lesið mikið síðasta mánuðinn áður en hún dó. Hún kvartaði yfir því að vera orðin þessi ræfill sem hún væri því annars myndi hún kalla í hann Ómar Ragnarsson til að spjalla við hann um viðfangsefni bókar hans sem kom út um jólin. Henni þótti mest um vert að hafa kynnst nýrri hlið á skemmtikraftin- um og grallaranum Ómari, sem nærgætnum og hugsandi mannvini. Þannig var Gunna, hún gladdist þegar henni fannst hún verða vör við aukinn þroska og vit mannsins og hún vildi leggja sitt af mörkum til að vinir hennar næðu lengra á þroskabraut lífsins. Ég kveð mína bestu vinkonu og á eftir að sakna hennar sárt, en minningin um hana mun vonandi gera mig að betri manni. Sigurður Haraldsson. Peta Ása Þorbjöms- dóttir - Minning Fædd 7. janúar 1938 Dáin 17. janúar 1994 Peta, kæra vinkona, nú er þján- ingum þínum lokið og þessi stranga barátta sem staðið hefur í nær tvö ár á enda. Líkn fyrir þig en mikið eigum við vinkonurnar eftir að sakna þín. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá því við vorum smá- stelpur sitjandi í framsætinu á vöru- bílnum hans pabba þíns. Seinna leikirnir okkar í fijálsræðinu á Sel- tjarnarnesinu sem þá var ekki mik- ið byggt og sjálfsagt talið sveit miðað við Reykjavík. Skautaferð- irnar okkar á Éiðis- og Haugatjörn- unum, skíðaferðir niður brekkuna hjá Minni-Bakka, heyvinnan hjá Geir í Eskihlíð og ferðirnar suður í Fossvog í heyvagninum hans, ekki má gleyma þegar við syntum í sjón- um í Bakkavörinni. Kýluboltinn á skólatúninu þar sem stórir hópar krakka komu saman. Allt þetta og ótal margt annað þyrlast um hug- ann að leiðarlokum. Prakkarastrikin sem við stóðum fyrir og hlógum enn að, orðnar full- orðnar konur og sjálfar búnar að eignast börn. Hvað við vorum láns- amar að búa á Nesinu í nánd við ísbjörninn þar sem við fengum vinnu frá því að við vorum 10, 12 ára við að breiða fisk á sumrin og þegar við urðum eldri þá við fisk- vinnsluna inni, alltaf fengum við vinnu þar í skólafríum okkar. Þar kynntumst við líka jeskuvinkonum okkar Sirrý, Þórunni og Esther og við tóku unglingsárin og böllin í framhaldi af því, það sem við gátum dansað og jafnvel æfðum okkur heima, böndin sem þá voru tengd hafa haldið alla tíð síðan. Seinna þegar þú kynntist Braga þínum og fluttist suður í Keflavík til hans þá varð að vísu lengra á milli okkar allra en síminn bætti úr því að nokkrar urðu dagsferðirn- ar í Keflavíkina með krakkana litla að heimsækja ykkur og strákana. Æði oft fórum við til baka með splunkunýjan fisk sem Bragði hafði veitt eða rabarbara úr garðinum ykkar í farteskinu. Auðvitað breyttist þetta þegar bömin urðu eldri og við allar farnar að vinna úti, en við hittumst samt með jöfnu millibili. Þetta eru einungis örfá minn- ingabrot sem koma upp í hugann en af nógu er að taka. Það eitt að þú skyldir fara á ættarmótið í Vík í sumar og svo viku seinna norður til Þómnnar og Steins eins og við vorum búnar að tala svo mikið um, sýnir kjark og dugnað þinn en mik- ið varstu orðin þreytt, kæra vin- kona, þegar við fórum heim aftur. Myndarskapur þinn við handavinn- una, til dæmis peysurnar sem þú varst búin að pijóna fyrir barna- börnin þrátt fyrir veikindi þín, og fallega heimilið ykkar, allt ber þetta vitni hagleik handa þinna. Þú varst svo sterk og dugleg og þér fannst þú eiga svo margt ógert en enginn ræður sínum skapadegi og nú ertu laus frá þjánirigunum og við vitum að á móti þér hefur verið tekið af ástvinum sem á undan em farnir. Kæri Bragi, Bjössi, Ásgeir, Eirík- ur og Sævar, Fríða mín, Hansi, tengdabörn og bamabörn, megi Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Guðrún, Sirrý, Þórunn og Esther. Við hjónin eigum margar ljúfar minningar um samveru okkar við Petu og Braga, hennar trygga eig- inmann, í blíðu og stríðu. Við kynnt- umst þeim fyrst fyrir fímmtán til tuttugu áram, er við gerðumst meðlimir í hjónaklúbbi á Suðurnesj- um, sem við sóttum af kappi í mörg ár og vomm við, frá upphafi og allar götur síðan, borðfélagar við átta manna borð, ásamt tvennum öðmm hjónum. Það var alltaf til- hlökkunarefni að sækja dansleiki Hjónaklúbbsins, fyrst og fremst vegna þess hversu hlýtt viðmót og meðfædd glaðværð geislaði frá Petu, og enga konu hefur mér þótt jafn gott að dansa við og hana, það var eins og að svífa á skýi um ómælisvíddir alheimsins, öllum áhyggjum var vísað á bug þá stund- ina og mér fannst ég yngjast um mörg ár, er við svifum um dansgólf- ið. Lengi á eftir varð mér hugsað til þess, hversu yndisleg þessi kona væri í alla staði; falleg, glaðvær og skemmtileg. Og óðara vorum við farin að hlakka til næsta dansleiks. Eftir að Peta fór að starfa hjá Pósti og síma og ganga á milli húsa með níðþunga bréfatösku á herðunum, mætti ég henni stundum á föpium vegi og tókum við þá oft tal saman. Þá yljaði hún mér um hjartarætumar með sinni léttu lund og sínum dillandi hlátri, þótt illa gæti hún leynt því, hversu þreyt- andi væri að arka marga kílómetra á degi hveijum með bæklinga og gluggapóst til samborgaranna. Þá fannst mér með ólíkindum, hversu mikið þrek bjó í hennar granna og fíngerða líkama. En henni var ekki lagið að gefast upp fyrir erfiðleik- unum og barðist hetjulega fyrir lífi sínu og heill fjölskyldunnar til hinstu stundar. Er við hjónin heimsóttum hana á sjúkrahúsi skömmu fyrir áramót- in, var enginn uppgjafartónn í henni og var hún staðráðin í að beijast til þrautar en eigi má sköpum renna og enginn fær flúið örlög sín. Við hjóniri kveðjum Petu með sámm söknuði, en Braga og börn- um þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Sigurgeir og Guðrún. Hinn 17. janúar 1994 barst sú harmafregn að Peta væri látin. Þennan dag var ég stödd í sjúkra- húsinu í Keflavík í erindum fyrir sjálfa mig. Kom þá sterkt í huga minn hún Peta. Tók ég á rás upp stigann, en þegar ég var farin upp nokkrar tröppur kom yfir mig að það væri ekki ráðlegt. Ég vildi minnast hennar eins og hún var, geislandi kát og þróttmikil. Er ég kom í vinnu var mér sögð sú harmafregn að Peta væri látin. í ágúst 1985 vantaði bréfbera til starfa í pósthúsið í Keflavík-Njarð- vík. Einn af umsækjendum var Peta. Kom hún í viðtal á pósthúsið í Keflavík og virkaði strax vel á mig. Ég lagði til að hún yrði ráðin og hóf hún störf 29. ágúst 1985. Milli okkar myndaðist mikill trúnaður. Peta var geislandi kát kona og verkaði það vel á sam- starfsmenn hennar. Hún var boðin og búin til að taka að sér þau störf, sem féllu til í ýmsum tilvikum og stundum með stuttum fyrirvara. Það fólst ákveðið öryggi i því fyrir mig að hafa svona starfsfólk, sem hægt var að leita til. Starfsferill Petu var með sóma og jók það á traust viðskiptavina á mikilvægi starfa bréfbera, ekki bara í Keflavík, heldur einnig um land allt. Lokavinnudagur Petu var 23. október 1992. Frá þeim degi byij- aði veikindaferill hennar en fram að þeim tíma voru ekki margir veik- indadagar eða önnur forföll. Peta var sérstakur starfsmaður, og kom það aldrei annað í hug minn en að ég sæi hana í starfi aftur. Um leið og ég kveð þig, vil ég þakka fyrir samstarfið. Ég votta aðstandendum innilega samúð mína. Bogga Sigfúsdóttir. Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja vinkonu og samstarfs- konu okkar, Petu. Með hækkandi sól og lengri degi emm við svo bjart- sýn og okkur finnst allt leika í lyndi, en þá kom fregnin um að Peta væri látin. Við vissum að hún væri mikið veik, þó ekki sæist það á henni og við vildum ekki trúa öðru en hún fengi heilsu og kæmi í hóp- inn aftur. Hún var sjálf svo bjartsýn þó helsjúk væri, sívinnandi í höndun- um, pijónaði á barnabörnin fyrir jólin og saumaði meðan hún gat, henni fannst hún þurfa að klára myndimar, sem hún var byijuð á, til að stytta sér stundir við eitthvað. Það var oft fjör í pijónaklúbbnum okkar bréfberanna hjá Pósti og síma í Keflavík, þar var margt skrafað um börn okkar, barnabörn og allt milli himins og jarðar. Hug- ur hennar var mikið hjá börnum og barnabörnum, sólargeislinn hennar var Peta Ása litla og mikil gleði þegar hún fæddist. Eitt sinn var farið í sumarbústað póstmanna að Rauðabergi, í sjálf- boðavinnu við gróðursetningu, það var ógleymanleg ferð. Peta var skemmtilegur félagi, alltaf til í allt og afskaplega félagslynd, við mun- um sakna hennar mikið úr hópnum. Kæri Bragi, börn, tengdabörn og barnaböm, við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Vinnufélagar hjá Pósti og síma í Keflavík. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, JÓHANN GUÐNASON, lést fimmtudaginn 20. janúar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðbjörg H. Birgisdóttir, Birgir Daði, Agnes og RebekkaJóhannsbörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÖGMUNDA MADDÝ ÖGMUNDSDÓTTIR, áður Hæðargarði 16, er lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. janúar kl. 13.30. Sólveig Gunnarsdóttir, Eyjólfur Axelsson, Jóhann Gunnarsson, Svala Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, ÓLAFS JÓNS ÞÓRÐARSONAR, Smáratúni 20, Keflavík. Sérstakar þakkir til Geira æskuvinarins og félaga, Sigurbjörns, Hilmars og vinnufélaga. Helga Albertsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför GUÐJÓNS B. ÓLAFSSONAR, Laugarásvegi 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Sigurðar Bjömssonar, læknis, og hjúkrunarfólks á Landakots- spítala, sem annaðist hann í veikindum hans. Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, Guðjón Jens Guðjónsson, Kimberli Ólafsson, Bryndis Guðjónsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Ása Björk Guðjónsdóttir, Ólafur Kjartan Guðjónsson, Ólafur Friðrik Magnússon, Guðjón Jens Ólafsson, Ásgerður Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.